Íslensk tunga í hávegum Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 4. júní 2019 07:15 Graduale Future á Austurvelli á 17. júní fyrir tveimur árum, nú mun kórinn syngja í Winnepeg. „Við munum hafa íslenska tungu í hávegum í þessari ferð sem ég veit að verður einstök upplifun,“ segir Rósa Jóhannesdóttir, stjórnandi ungmennakórsins Graduale Futuri, um vesturför kórsins sem lagt verður í þann 13. júní. Graduale Futuri er einn af Langholtskirkjukórunum. Rósa er búin að vera með hann í tólf ár og segir hann búinn að vera eitt ár að undirbúa þessa ferð. „Við fljúgum til Minneapolis og ætlum að feta í fótspor Stikkilsberja-Finns við upptök Mississippifljótsins og heimsækja íslensku nýlenduna í Norður-Dakóta þar sem skáldin Stephan G. Stephansson og Káinn (Kristján Níels Jónsson) bjuggu. Stephan G. nefndi sína sveit eftir Garðari Svavarssyni og héraðið ber enn nafnið Gardar,“ lýsir Rósa. „Svo heimsækjum við Nýja Ísland, þar sem fyrstu landnemarnir stigu á land í október árið 1875. Aðalerindið er samt að syngja á þjóðhátíðardaginn í Winnipeg, við styttu Jóns Sigurðssonar sem er eftirgerð styttunnar á Austurvelli. Þar verður deginum fagnað og með okkur syngur vesturíslenskur Sólskríkjukór. Svo storma allir samkomugestir í listasal fylkisins á tónleika hjá okkur. Þeir eru vel auglýstir vestra og mikið við haft. Þarna er fólk sem vill viðhalda sinni íslensku menningu og tungu og keyrir mörg hundruð kílómetra til að upplifa slíka stemningu, ekki síst þegar gestir koma frá Íslandi.“ Rósa hefur stjórnað kórnum í tólf ár. Rósa kveðst sjálf hafa farið með danshópi á slóðir Vestur-Íslendinga 2006 og þá komist á bragðið. „Andrúmsloftið er svo einstakt og mig langaði að kynna þennan heim fyrir börnum, enda er hann hluti af okkar menningarsögu. Það hentaði vel að fara núna, svona í skólalok þegar allir eru í söngformi.“ Í kórnum eru stúlkur á aldrinum 10-15 ára að sögn Rósu. „Svo fer einn bróðir með sem er sextán ára og er í söngnámi, hann syngur eitthvað með okkur.“ Þetta er níu daga ferð. Við förum að Gimli, heimsækjum grunnskólann þar, svo syngjum við á nokkrum fyrirfram ákveðnum stöðum og eflaust úti um hvippinn og hvappinn!“ Til að hita upp fyrir ferðina ætlar Graduale Futuri að halda fjölbreytta tónleika í Langholtskirkju í kvöld sem hefjast klukkan 20. Auk væntanlegra ferðalanga verður Magnús Ragnarsson organisti á sínum stað. Miðaverð á tónleikana er 1.000 krónur og upphæðin rennur beint í ferðasjóð kórfélaga. Frítt inn fyrir börn yngri en 16 ára. Birtist í Fréttablaðinu Kanada Tónlist Kórar Mest lesið Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Lífið Risa endurkoma eftir áratug í dvala Lífið Þetta hafði fólk að segja eftir lokaþáttinn af Vigdísi Lífið Brunabjallan fór í gang í miðjum fréttatíma Lífið Létu sig ekki vanta á frumsýningu Ungfrú Íslands Menning Hera gerir upp skítkastið: Lágværi meirihlutinn jafn sekur og háværi minnihlutinn Lífið Kúrekarnir tóku völdin í Grafarvogi Lífið Sigurjón minnist David Lynch: „Jonni, við verðum að gera eitthvað fyrir Ísland“ Bíó og sjónvarp Bókamarkaðurinn færir sig um set Menning Stjörnulífið: Menningarsjokk í Vesturbænum og öskrandi á Tene Lífið Fleiri fréttir Létu sig ekki vanta á frumsýningu Ungfrú Íslands Bókamarkaðurinn færir sig um set Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira
„Við munum hafa íslenska tungu í hávegum í þessari ferð sem ég veit að verður einstök upplifun,“ segir Rósa Jóhannesdóttir, stjórnandi ungmennakórsins Graduale Futuri, um vesturför kórsins sem lagt verður í þann 13. júní. Graduale Futuri er einn af Langholtskirkjukórunum. Rósa er búin að vera með hann í tólf ár og segir hann búinn að vera eitt ár að undirbúa þessa ferð. „Við fljúgum til Minneapolis og ætlum að feta í fótspor Stikkilsberja-Finns við upptök Mississippifljótsins og heimsækja íslensku nýlenduna í Norður-Dakóta þar sem skáldin Stephan G. Stephansson og Káinn (Kristján Níels Jónsson) bjuggu. Stephan G. nefndi sína sveit eftir Garðari Svavarssyni og héraðið ber enn nafnið Gardar,“ lýsir Rósa. „Svo heimsækjum við Nýja Ísland, þar sem fyrstu landnemarnir stigu á land í október árið 1875. Aðalerindið er samt að syngja á þjóðhátíðardaginn í Winnipeg, við styttu Jóns Sigurðssonar sem er eftirgerð styttunnar á Austurvelli. Þar verður deginum fagnað og með okkur syngur vesturíslenskur Sólskríkjukór. Svo storma allir samkomugestir í listasal fylkisins á tónleika hjá okkur. Þeir eru vel auglýstir vestra og mikið við haft. Þarna er fólk sem vill viðhalda sinni íslensku menningu og tungu og keyrir mörg hundruð kílómetra til að upplifa slíka stemningu, ekki síst þegar gestir koma frá Íslandi.“ Rósa hefur stjórnað kórnum í tólf ár. Rósa kveðst sjálf hafa farið með danshópi á slóðir Vestur-Íslendinga 2006 og þá komist á bragðið. „Andrúmsloftið er svo einstakt og mig langaði að kynna þennan heim fyrir börnum, enda er hann hluti af okkar menningarsögu. Það hentaði vel að fara núna, svona í skólalok þegar allir eru í söngformi.“ Í kórnum eru stúlkur á aldrinum 10-15 ára að sögn Rósu. „Svo fer einn bróðir með sem er sextán ára og er í söngnámi, hann syngur eitthvað með okkur.“ Þetta er níu daga ferð. Við förum að Gimli, heimsækjum grunnskólann þar, svo syngjum við á nokkrum fyrirfram ákveðnum stöðum og eflaust úti um hvippinn og hvappinn!“ Til að hita upp fyrir ferðina ætlar Graduale Futuri að halda fjölbreytta tónleika í Langholtskirkju í kvöld sem hefjast klukkan 20. Auk væntanlegra ferðalanga verður Magnús Ragnarsson organisti á sínum stað. Miðaverð á tónleikana er 1.000 krónur og upphæðin rennur beint í ferðasjóð kórfélaga. Frítt inn fyrir börn yngri en 16 ára.
Birtist í Fréttablaðinu Kanada Tónlist Kórar Mest lesið Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Lífið Risa endurkoma eftir áratug í dvala Lífið Þetta hafði fólk að segja eftir lokaþáttinn af Vigdísi Lífið Brunabjallan fór í gang í miðjum fréttatíma Lífið Létu sig ekki vanta á frumsýningu Ungfrú Íslands Menning Hera gerir upp skítkastið: Lágværi meirihlutinn jafn sekur og háværi minnihlutinn Lífið Kúrekarnir tóku völdin í Grafarvogi Lífið Sigurjón minnist David Lynch: „Jonni, við verðum að gera eitthvað fyrir Ísland“ Bíó og sjónvarp Bókamarkaðurinn færir sig um set Menning Stjörnulífið: Menningarsjokk í Vesturbænum og öskrandi á Tene Lífið Fleiri fréttir Létu sig ekki vanta á frumsýningu Ungfrú Íslands Bókamarkaðurinn færir sig um set Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira