Arkþing verður hluti af Nordic Office of Architecture Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 4. júní 2019 11:10 Eskild Andersen, arkitekt og forstjóri Nordic - office of Architecture, ásamt eigendum og stofnendum Arkþings. Arkþing Arkitektastofan Arkþing hefur sameinast einni stærstu arkitektastofu á Norðurlöndunum, Nordic – office of Architecture. Samningur þessa efnis var undirritaður 1. júní síðastliðinn. Nordic er norsk arkitektastofa með starfsemi í Noregi, Danmörku og Bretlandi og eftir viðskiptin verða starfsmennirnir alls 220 talsins í fjórum löndum. Starfsemin á Íslandi verður áfram leidd af sömu aðilum og stýrt hafa Arkþingi síðustu ár en þar starfa um 20 manns. Eftir sameininguna mun íslenski hlutinn breyta um nafn og heita Arkþing / Nordic ehf. „Nokkur aðdragandi var að ákvörðuninni en gott samstarf hefur myndast með Arkþingi og Nordic á síðustu árum. Arkitektar beggja stofa hafa þannig komið sameiginlega að hönnun nokkurra nýrra verkefna á þessu tímabili. Einnig skipti máli við ákvörðunina að mikill samhljómur er í menningu fyrirtækjanna tveggja sem bæði eru gamalgrónar stofur á sínum heimamarkaði, Arkþing á Íslandi og Nordic í Noregi,“ segir í tilkynningu vegna breytinganna. Áhersla beggja stofa hafi ávallt verið á gæði vinnunnar og þá hafi þær byggt upp sérþekkingu á ólíkum sviðum sem muni nýtast vel í sameinuðu fyrirtæki. „Svo dæmi sé nefnt þá hefur Nordic mikla reynslu af hönnun flugstöðva og sjúkrahúsa og Arkþing hefur reynslu af hönnun hótela, slökkvistöðva, skrifstofubygginga, fjölbýlishúsa og einbýlishúsa.“ Ef rennt er yfir menntun starfsfólks Arkþings má sjá að stór hluti starfsmanna menntaði sig á Norðurlöndunum, flestir í Danmörku. Stærstu verkefni Arkþings um þessar mundir eru nýjar höfuðstöðvar Landsbankans og stór fjölbýlishús víðsvegar um borgina. Stærstu verkefnin sem Nordic vinnur nú að eru m.a. uppbygging stjórnarráðshverfisins í miðbæ Oslóar, stækkun á Gardermoen, aðalflugvelli Noregs, og nýtt háskólasjúkrahús í Stavangri. Tímamót Vistaskipti Mest lesið Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Viðskipti innlent Kúabændur skora á ráðherra að falla frá breytingum Viðskipti innlent Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Viðskipti innlent Kaflaskil: „Allt í einu er ekkert í dagatalinu“ Atvinnulíf Pétur Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna Viðskipti innlent Einkenni gervigreindar-kvíða og góð ráð Atvinnulíf Hegðun Norðuráls vonbrigði og Orkuveitan fari fram á fulla greiðslu Viðskipti innlent Framúrskarandi tískuvöruverslunin með stórt hjarta Framúrskarandi kynning Tilefni til að varast svik á svörtum föstudegi Neytendur Ríkið sýknað af kröfum Vélfagsmanna Viðskipti innlent Fleiri fréttir Pétur Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna Kúabændur skora á ráðherra að falla frá breytingum Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Sólveig Kolbrún og Harpa Björg til Iðunnar Vélfag áfrýjar dómnum Vill láta hart mæta hörðu Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Stofnar félag um olíuleit Ríkið sýknað af kröfum Vélfagsmanna Fengið jákvæð viðbrögð frá Evrópusambandinu Hegðun Norðuráls vonbrigði og Orkuveitan fari fram á fulla greiðslu Makrílveiðimenn töpuðu baráttu sinni við ríkið Bein útsending: Umhverfisdagur atvinnulífsins Hjöðnun verðbólgu í sjónmáli Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna GK Reykjavík minnkar við sig Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Kristján lætur af störfum hjá Samherja Steinar Waage opnar á Akureyri Tekur við stöðu markaðsstjóra Kadeco Möguleiki á að verndaraðgerðirnar verði felldar fyrr úr gildi Sýn fær flýtimeðferð Ístak byggir Fossvogsbrú Fyrirtæki óvenju virk í fasteignakaupum í október Ísbúð Huppu flytur af Nesinu á Ægissíðuna Viðbrögð bankanna eftir vaxtamálið vonbrigði Sjá meira
Arkitektastofan Arkþing hefur sameinast einni stærstu arkitektastofu á Norðurlöndunum, Nordic – office of Architecture. Samningur þessa efnis var undirritaður 1. júní síðastliðinn. Nordic er norsk arkitektastofa með starfsemi í Noregi, Danmörku og Bretlandi og eftir viðskiptin verða starfsmennirnir alls 220 talsins í fjórum löndum. Starfsemin á Íslandi verður áfram leidd af sömu aðilum og stýrt hafa Arkþingi síðustu ár en þar starfa um 20 manns. Eftir sameininguna mun íslenski hlutinn breyta um nafn og heita Arkþing / Nordic ehf. „Nokkur aðdragandi var að ákvörðuninni en gott samstarf hefur myndast með Arkþingi og Nordic á síðustu árum. Arkitektar beggja stofa hafa þannig komið sameiginlega að hönnun nokkurra nýrra verkefna á þessu tímabili. Einnig skipti máli við ákvörðunina að mikill samhljómur er í menningu fyrirtækjanna tveggja sem bæði eru gamalgrónar stofur á sínum heimamarkaði, Arkþing á Íslandi og Nordic í Noregi,“ segir í tilkynningu vegna breytinganna. Áhersla beggja stofa hafi ávallt verið á gæði vinnunnar og þá hafi þær byggt upp sérþekkingu á ólíkum sviðum sem muni nýtast vel í sameinuðu fyrirtæki. „Svo dæmi sé nefnt þá hefur Nordic mikla reynslu af hönnun flugstöðva og sjúkrahúsa og Arkþing hefur reynslu af hönnun hótela, slökkvistöðva, skrifstofubygginga, fjölbýlishúsa og einbýlishúsa.“ Ef rennt er yfir menntun starfsfólks Arkþings má sjá að stór hluti starfsmanna menntaði sig á Norðurlöndunum, flestir í Danmörku. Stærstu verkefni Arkþings um þessar mundir eru nýjar höfuðstöðvar Landsbankans og stór fjölbýlishús víðsvegar um borgina. Stærstu verkefnin sem Nordic vinnur nú að eru m.a. uppbygging stjórnarráðshverfisins í miðbæ Oslóar, stækkun á Gardermoen, aðalflugvelli Noregs, og nýtt háskólasjúkrahús í Stavangri.
Tímamót Vistaskipti Mest lesið Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Viðskipti innlent Kúabændur skora á ráðherra að falla frá breytingum Viðskipti innlent Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Viðskipti innlent Kaflaskil: „Allt í einu er ekkert í dagatalinu“ Atvinnulíf Pétur Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna Viðskipti innlent Einkenni gervigreindar-kvíða og góð ráð Atvinnulíf Hegðun Norðuráls vonbrigði og Orkuveitan fari fram á fulla greiðslu Viðskipti innlent Framúrskarandi tískuvöruverslunin með stórt hjarta Framúrskarandi kynning Tilefni til að varast svik á svörtum föstudegi Neytendur Ríkið sýknað af kröfum Vélfagsmanna Viðskipti innlent Fleiri fréttir Pétur Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna Kúabændur skora á ráðherra að falla frá breytingum Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Sólveig Kolbrún og Harpa Björg til Iðunnar Vélfag áfrýjar dómnum Vill láta hart mæta hörðu Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Stofnar félag um olíuleit Ríkið sýknað af kröfum Vélfagsmanna Fengið jákvæð viðbrögð frá Evrópusambandinu Hegðun Norðuráls vonbrigði og Orkuveitan fari fram á fulla greiðslu Makrílveiðimenn töpuðu baráttu sinni við ríkið Bein útsending: Umhverfisdagur atvinnulífsins Hjöðnun verðbólgu í sjónmáli Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna GK Reykjavík minnkar við sig Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Kristján lætur af störfum hjá Samherja Steinar Waage opnar á Akureyri Tekur við stöðu markaðsstjóra Kadeco Möguleiki á að verndaraðgerðirnar verði felldar fyrr úr gildi Sýn fær flýtimeðferð Ístak byggir Fossvogsbrú Fyrirtæki óvenju virk í fasteignakaupum í október Ísbúð Huppu flytur af Nesinu á Ægissíðuna Viðbrögð bankanna eftir vaxtamálið vonbrigði Sjá meira