Vitni í Rússarannsókninni handtekið fyrir vörslu barnakláms Kjartan Kjartansson skrifar 4. júní 2019 11:49 Nader bar vitni fyrir ákærudómstóli Rússarannsóknarinnar. AP/C-SPAN Óformlegur ráðgjafi krónprins Sameinuðu arabísku furstadæmanna sem bar vitni í Rússarannsókninni svonefndu hefur verið handtekinn í Bandaríkjunum vegna vörslu á barnaklámi. Kynferðislegar myndir af börnum fundust í fórum hans þegar hann var fyrst stöðvaður vegna rannsóknarinnar á afskiptum Rússa af forsetakosningunum árið 2016. George Nader, sextugur Bandaríkjamaður af líbönskum uppruna, veitti saksóknurum Roberts Mueller, sérstaka rannsakanda dómsmálaráðuneytisins, upplýsingar um milligöngu hans um fundi á milli nokkurra erlendra ríkja og fulltrúa embættistökunefndar Donalds Trump Bandaríkjaforseta vikurnar eftir kosningarsigur hans í nóvember árið 2016. Þegar alríkislögreglumenn stöðvuðu Nader árið 2017 og færðu hann til yfirheyrslna fundust kynferðisleg myndbönd af ungum drengjum á snjallsíma Nader, að sögn New York Times. Hann var þá á leiðinni til Mar-a-Lago, klúbbs Trump á Flórída, til að fagna því að ár var liðið frá embættistöku Trump. AP-fréttastofan segir að dýraklám hafi einnig fundist í fórum Nader. Þá hafi myndskeið sem fundust í síma hans sýnt grófa misnotkun á allt niður í þriggja ára gömlum börnum. Nader fékk friðhelgi gegn saksókn að hluta til gegn samvinnu hans við Mueller. Hann var hins vegar handtekinn á flugvelli í New York í gær. Leynd var þá aflétt af ákæru vegna barnakláms á hendur honum. Nader gæti átt allt frá 15 til 40 ára fangelsisdóm yfir höfði sér verði hann fundinn sekur en hann var einnig ákærður vegna barnakláms í Bandaríkjunum árið 1991. Dómstóll í Tékklandi sakfelldi Nader einnig fyrir að misnota börn og dæmdi í eins árs fangelsi árið 2003. Erik Prince stofnaði umdeilda fyrirtækið Blackwater sem leigði Bandaríkjaher meðal annars málaliða í Írak.Vísir/AFP Sagði arabaríki vilja aðstoða Trump við að ná kjöri Í skýrslu Mueller um rannsóknina á afskiptum Rússa af forsetakosningunum var Nader sagður hafa tengsl við valdamenn í Miðausturlöndum og Rússlandi. Hann hafi notað sambönd sín til að koma á fundum á milli þeirra og einstaklinga sem tengdust framboði Trump bæði fyrir og eftir að Trump varð forseti. Nader kom meðal annars á fundi á milli Erik Prince, óformlegum ráðgjafa Trump, Kirill Dmitriev, forstjóra rússnesks fjárfestingasjóðs og náins bandamanns Vladímírs Pútín Rússlandsforseta, og Mohammed bin Zayed, krónprins Sameinuðu arabísku furstadæmanna, á Seychelles-eyjum eftir kosningarnar. Mörgum spurningum um þann fund er enn sagt ósvarað. Nader er einnig hafa sagður hafa sagt Donald Trump yngri, syni Bandaríkjaforseta, að bæði Sameinuðu arabísku furstadæmin og Sádi-Arabíu vildu ólm hjálpa föður hans að ná kjöri sem forseti á fundi sem þeir áttu í ágúst árið 2016. Ólöglegt er fyrir bandarísk stjórnmálaframboð að taka við aðstoð erlendra aðila. Þá er Nader sagður hafa reynt að hafa áhrif á stefnumótun ríkisstjórnar Trump á fyrstu dögum hennar. Þannig hafi hann átt þátt í að fá Hvíta húsið til að taka afstöðu gegn Katar í nágrannaerjum við Sádi-Arabíu, Sameinuðu arabísku furstadæmin og fleiri ríki. Sá hann um að greiða Elliot Broidy, öðrum óformlegum ráðgjafa Trump og einn stjórnenda Repúblikanaflokksins, á þriðju milljón dollara, til að sannfæra Trump um að taka upp harða stefnu gegn Katar. Fundaði Nader nokkrum sinnum með Jared Kushner, tengdasyni Trump og einum nánasta ráðgjafa, og Steve Bannon, þáverandi aðalráðgjafa Trump. Bandaríkin Donald Trump Rússarannsóknin Sameinuðu arabísku furstadæmin Tengdar fréttir Arabaríki buðu framboði Trump aðstoð Sem forseti hefur Trump Bandaríkjaforseti fylgt stefnu sem hugnast Sádí-Arabíu og Sameinuðu arabísku furstadæmunum betur en sú sem Obama og Clinton stóðu fyrir. 19. maí 2018 18:45 Mueller rannsakar hvort arabar hafi keypt pólitíska greiða hjá Trump Til rannsóknar er hvort að fulltrúar Sameinuðu arabísku furstadæmanna hafi reynt að kaupa sér áhrif með því að veita fé í kosningasjóði Trump. 5. mars 2018 12:00 Vísbendingar um tilraun til leynilegra samskipta milli stjórna Trump og Pútín Fundur sem óformlegur ráðgjafi Trump átti með rússneskum bankamanni á Seychelles-eyjum er talin ein fyrsta tilraunin til að koma á samskiptum á milli stjórnar Trump og Rússa á bak við tjöldin. 8. mars 2018 11:15 Ráðgjafi Sameinuðu furstadæmanna vinnur með rannsakendum Mueller Maðurinn var stöðvaður þegar hann var á leið á fögnuð í tilefni embættisafmælis Trump í Mar-a-Lago í janúar. 7. mars 2018 12:31 Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Fleiri fréttir Óvæntar niðurstöður í fyrri umferð kosninga í Rúmeníu Scholz verður kanslaraefni Jafnaðarmanna Konur í mestri hættu innan veggja heimilisins Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Hezbollah svarar Ísrael með umfangsmikilli loftárás Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Sjá meira
Óformlegur ráðgjafi krónprins Sameinuðu arabísku furstadæmanna sem bar vitni í Rússarannsókninni svonefndu hefur verið handtekinn í Bandaríkjunum vegna vörslu á barnaklámi. Kynferðislegar myndir af börnum fundust í fórum hans þegar hann var fyrst stöðvaður vegna rannsóknarinnar á afskiptum Rússa af forsetakosningunum árið 2016. George Nader, sextugur Bandaríkjamaður af líbönskum uppruna, veitti saksóknurum Roberts Mueller, sérstaka rannsakanda dómsmálaráðuneytisins, upplýsingar um milligöngu hans um fundi á milli nokkurra erlendra ríkja og fulltrúa embættistökunefndar Donalds Trump Bandaríkjaforseta vikurnar eftir kosningarsigur hans í nóvember árið 2016. Þegar alríkislögreglumenn stöðvuðu Nader árið 2017 og færðu hann til yfirheyrslna fundust kynferðisleg myndbönd af ungum drengjum á snjallsíma Nader, að sögn New York Times. Hann var þá á leiðinni til Mar-a-Lago, klúbbs Trump á Flórída, til að fagna því að ár var liðið frá embættistöku Trump. AP-fréttastofan segir að dýraklám hafi einnig fundist í fórum Nader. Þá hafi myndskeið sem fundust í síma hans sýnt grófa misnotkun á allt niður í þriggja ára gömlum börnum. Nader fékk friðhelgi gegn saksókn að hluta til gegn samvinnu hans við Mueller. Hann var hins vegar handtekinn á flugvelli í New York í gær. Leynd var þá aflétt af ákæru vegna barnakláms á hendur honum. Nader gæti átt allt frá 15 til 40 ára fangelsisdóm yfir höfði sér verði hann fundinn sekur en hann var einnig ákærður vegna barnakláms í Bandaríkjunum árið 1991. Dómstóll í Tékklandi sakfelldi Nader einnig fyrir að misnota börn og dæmdi í eins árs fangelsi árið 2003. Erik Prince stofnaði umdeilda fyrirtækið Blackwater sem leigði Bandaríkjaher meðal annars málaliða í Írak.Vísir/AFP Sagði arabaríki vilja aðstoða Trump við að ná kjöri Í skýrslu Mueller um rannsóknina á afskiptum Rússa af forsetakosningunum var Nader sagður hafa tengsl við valdamenn í Miðausturlöndum og Rússlandi. Hann hafi notað sambönd sín til að koma á fundum á milli þeirra og einstaklinga sem tengdust framboði Trump bæði fyrir og eftir að Trump varð forseti. Nader kom meðal annars á fundi á milli Erik Prince, óformlegum ráðgjafa Trump, Kirill Dmitriev, forstjóra rússnesks fjárfestingasjóðs og náins bandamanns Vladímírs Pútín Rússlandsforseta, og Mohammed bin Zayed, krónprins Sameinuðu arabísku furstadæmanna, á Seychelles-eyjum eftir kosningarnar. Mörgum spurningum um þann fund er enn sagt ósvarað. Nader er einnig hafa sagður hafa sagt Donald Trump yngri, syni Bandaríkjaforseta, að bæði Sameinuðu arabísku furstadæmin og Sádi-Arabíu vildu ólm hjálpa föður hans að ná kjöri sem forseti á fundi sem þeir áttu í ágúst árið 2016. Ólöglegt er fyrir bandarísk stjórnmálaframboð að taka við aðstoð erlendra aðila. Þá er Nader sagður hafa reynt að hafa áhrif á stefnumótun ríkisstjórnar Trump á fyrstu dögum hennar. Þannig hafi hann átt þátt í að fá Hvíta húsið til að taka afstöðu gegn Katar í nágrannaerjum við Sádi-Arabíu, Sameinuðu arabísku furstadæmin og fleiri ríki. Sá hann um að greiða Elliot Broidy, öðrum óformlegum ráðgjafa Trump og einn stjórnenda Repúblikanaflokksins, á þriðju milljón dollara, til að sannfæra Trump um að taka upp harða stefnu gegn Katar. Fundaði Nader nokkrum sinnum með Jared Kushner, tengdasyni Trump og einum nánasta ráðgjafa, og Steve Bannon, þáverandi aðalráðgjafa Trump.
Bandaríkin Donald Trump Rússarannsóknin Sameinuðu arabísku furstadæmin Tengdar fréttir Arabaríki buðu framboði Trump aðstoð Sem forseti hefur Trump Bandaríkjaforseti fylgt stefnu sem hugnast Sádí-Arabíu og Sameinuðu arabísku furstadæmunum betur en sú sem Obama og Clinton stóðu fyrir. 19. maí 2018 18:45 Mueller rannsakar hvort arabar hafi keypt pólitíska greiða hjá Trump Til rannsóknar er hvort að fulltrúar Sameinuðu arabísku furstadæmanna hafi reynt að kaupa sér áhrif með því að veita fé í kosningasjóði Trump. 5. mars 2018 12:00 Vísbendingar um tilraun til leynilegra samskipta milli stjórna Trump og Pútín Fundur sem óformlegur ráðgjafi Trump átti með rússneskum bankamanni á Seychelles-eyjum er talin ein fyrsta tilraunin til að koma á samskiptum á milli stjórnar Trump og Rússa á bak við tjöldin. 8. mars 2018 11:15 Ráðgjafi Sameinuðu furstadæmanna vinnur með rannsakendum Mueller Maðurinn var stöðvaður þegar hann var á leið á fögnuð í tilefni embættisafmælis Trump í Mar-a-Lago í janúar. 7. mars 2018 12:31 Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Fleiri fréttir Óvæntar niðurstöður í fyrri umferð kosninga í Rúmeníu Scholz verður kanslaraefni Jafnaðarmanna Konur í mestri hættu innan veggja heimilisins Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Hezbollah svarar Ísrael með umfangsmikilli loftárás Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Sjá meira
Arabaríki buðu framboði Trump aðstoð Sem forseti hefur Trump Bandaríkjaforseti fylgt stefnu sem hugnast Sádí-Arabíu og Sameinuðu arabísku furstadæmunum betur en sú sem Obama og Clinton stóðu fyrir. 19. maí 2018 18:45
Mueller rannsakar hvort arabar hafi keypt pólitíska greiða hjá Trump Til rannsóknar er hvort að fulltrúar Sameinuðu arabísku furstadæmanna hafi reynt að kaupa sér áhrif með því að veita fé í kosningasjóði Trump. 5. mars 2018 12:00
Vísbendingar um tilraun til leynilegra samskipta milli stjórna Trump og Pútín Fundur sem óformlegur ráðgjafi Trump átti með rússneskum bankamanni á Seychelles-eyjum er talin ein fyrsta tilraunin til að koma á samskiptum á milli stjórnar Trump og Rússa á bak við tjöldin. 8. mars 2018 11:15
Ráðgjafi Sameinuðu furstadæmanna vinnur með rannsakendum Mueller Maðurinn var stöðvaður þegar hann var á leið á fögnuð í tilefni embættisafmælis Trump í Mar-a-Lago í janúar. 7. mars 2018 12:31