Kynntu innviðauppbyggingu fyrir orkuskipti í samgöngum Kjartan Kjartansson skrifar 4. júní 2019 15:18 Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, Þórdís Kolbrún Gylfadóttir Reykfjörð, ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, og Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfis- og auðlindaráðherra, þegar þau kynntu innviðauppbygginguna í dag. Kristinn Magnússon Þrjú ráðuneyti ríkisstjórnarinnar kynntu í dag aðgerðir til byggja upp innviði fyrir orkuskipti í samgöngum. Fjölga á hraðhleðslustöðvum fyrir rafknúna bíla við þjóðveginn verulega og hefja átak með ferðaþjónustunni til að rafvæða bílaleigubílflotann. Tæpum hálfum milljarði króna verður verið í orkuskiptin næstu tvö árin. Þriðjungur þeirrar losunar gróðurhúsalofttegunda sem er á beinni ábyrgð íslenskra stjórnvalda gagnvart alþjóðlegum sáttmálum kemur frá vegasamgöngum. Stærsta einstaka aðgerðin sem mögulegt er að ráðast í til að mæta skuldbindingum Íslands er því að draga úr þessari losun með breyttum ferðavenjum og orkuskiptum í vegasamgöngum, að því er segir í tilkynningu. Rafvæðing fólksbílaflotans á að skila mestu í orkuskiptunum en gert er ráð fyrir að hún geti skilað allt að 250.000 tonna árlegum samdrætti í losun. Tilkynnt var í dag um ráðstöfun 450 milljóna króna vegna orkuskipta í samgöngum á árunum 2019-2020 en samkvæmt fjármálaáætlun er áætlað að verja 1,5 milljarði króna til orkuskipta á fimm ára tímabili. Verkefnin sem voru kynnt í dag byggja á tillögum starfshóps sem umhverfis- og auðlindaráðherra og ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra skipuðu í byrjun árs og var falið að móta tillögur um aðgerðir til að hraða orkuskiptum hér á landi, í samræmi við aðgerðaáætlanir um loftslagsmál og orkuskipti. Ríkisstjórnin vill ryðja hindrunum í vegi ferða rafbíla á milli landshluta úr vegi. Kallað verður eftir umsóknum um fjárfestingarstyrki til uppbyggingar hraðhleðslustöðva á lykilstöðum við þjóðvegi landsins, með áherslu á næstu kynslóð hleðslustöðva sem bjóða upp á mun styttri hleðslutíma en núverandi stöðvar gera. Til úthlutunar til þessa verkefnis eru samtals 200 milljónir króna og hefur Orkusjóði verið falið að sjá um úthlutun styrkja til átaksverkefnisins. Vegna mótframlags umsækjenda má áætla að heildarupphæð uppbyggingarinnar verði að lágmarki 400 milljónir króna. Ráðist verður í átaksverkefni um að fjölga hleðslumöguleikum við gististaði vítt og breitt um landið. Með því er liðkað fyrir orkuskiptum hjá bílaleigum en áhrif innkaupa bílaleiga á samsetningu bílaflotans hér á landi eru veruleg þar sem bílaleigubílar eru tæpur helmingur allra nýskráðra bifreiða á Íslandi. Áhrifin á losun gróðurhúsalofttegunda eru tvíþætt: Annars vegar vegna aksturs ferðamanna sem er að minnsta kosti fjórðungur af öllum einkaakstri á landinu og hins vegar þegar fyrrverandi bílaleigubílar verða að heimilisbílum landsmanna á eftirmarkaði. Gististöðum og hótelum um land allt býðst að sækja um fjárfestingarstyrki í gegnum Orkusjóð til að setja upp hleðslustöðvar svo gestir geti hlaðið þar rafbíla yfir nótt. Til úthlutunar eru samtals 50 milljónir króna. Vegna mótframlags umsækjenda má áætla að heildarfjárhæðin verði að lágmarki 100 milljónir króna og hleðslustöðvum við gististaði fjölgi um allt að 500 vegna þessa.Fjölga á hleðslustöðvum um landið og gera auðveldara að setja þær upp við fjöleignarhús.Vísir/VilhelmGeri auðveldara að rafbílavæða fjöleignarhús Þá er undirbúningur sagður hafinn í félagsmálaráðuneytinu að því að breyta lögum um fjöleignarhús með það að leiðarljósi að liðka fyrir rafbílavæðingu. Auk ofangreindra verkefna hefur starfshópurinn sett fram áherslur varðandi orkuskipti í almenningssamgöngum og afgreiðslu á metani, vetni og innlendu íblöndunareldsneyti, auk rafvæðingar hafna. Leitað hefur verið til Grænu orkunnar um að móta frekari tillögur þar að lútandi sem gert verður í samráði við hlutaðeigandi haghafa og fagaðila. Þá verður 200 milljónum króna varið til margvíslegra verkefna í orkuskiptum á árinu 2020, byggt á frekari greiningum. Formaður starfshópsins var Sigurður Ingi Friðleifsson, framkvæmdastjóri Orkuseturs en auk hans sátu í hópnum fulltrúar úr atvinnu- og nýsköpunarráðuneytinu, umhverfis- og auðlindaráðuneytinu, samgöngu- og sveitastjórnarráðuneytinu og fjármálaráðuneytinu. Hópnum var einungis ætlað að taka fyrir orkuskipti í samgöngum en ekki breyttar ferðavenjur fólks og eflingu almenningssamgangna en unnið er að því annars staðar í stjórnkerfinu. Í skýrslu starfshópsins er lögð áhersla á að verkefnin verði helst að leiða til raunverulegra orkuskipta sem skili sér inn í loftslagstölfræði Íslands á allra næstu árum. Í versta falli eigi þau að tryggja að innviðaleysi verði ekki hindrun í orkuskiptum sem þegar séu farin af stað. Bílaleigur Loftslagsmál Samgöngur Umhverfismál Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Innlent Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Erlent Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Innlent Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Innlent Fleiri fréttir Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Vilja byggja nýtt geðsvið við hlið Landspítalans í Fossvogi Íbúar þurfa ekki lengur að sjóða neysluvatn Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Ógnaði öðrum með skærum 3,6 stiga skjálfti mældist í Vatnajökli Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Sjá meira
Þrjú ráðuneyti ríkisstjórnarinnar kynntu í dag aðgerðir til byggja upp innviði fyrir orkuskipti í samgöngum. Fjölga á hraðhleðslustöðvum fyrir rafknúna bíla við þjóðveginn verulega og hefja átak með ferðaþjónustunni til að rafvæða bílaleigubílflotann. Tæpum hálfum milljarði króna verður verið í orkuskiptin næstu tvö árin. Þriðjungur þeirrar losunar gróðurhúsalofttegunda sem er á beinni ábyrgð íslenskra stjórnvalda gagnvart alþjóðlegum sáttmálum kemur frá vegasamgöngum. Stærsta einstaka aðgerðin sem mögulegt er að ráðast í til að mæta skuldbindingum Íslands er því að draga úr þessari losun með breyttum ferðavenjum og orkuskiptum í vegasamgöngum, að því er segir í tilkynningu. Rafvæðing fólksbílaflotans á að skila mestu í orkuskiptunum en gert er ráð fyrir að hún geti skilað allt að 250.000 tonna árlegum samdrætti í losun. Tilkynnt var í dag um ráðstöfun 450 milljóna króna vegna orkuskipta í samgöngum á árunum 2019-2020 en samkvæmt fjármálaáætlun er áætlað að verja 1,5 milljarði króna til orkuskipta á fimm ára tímabili. Verkefnin sem voru kynnt í dag byggja á tillögum starfshóps sem umhverfis- og auðlindaráðherra og ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra skipuðu í byrjun árs og var falið að móta tillögur um aðgerðir til að hraða orkuskiptum hér á landi, í samræmi við aðgerðaáætlanir um loftslagsmál og orkuskipti. Ríkisstjórnin vill ryðja hindrunum í vegi ferða rafbíla á milli landshluta úr vegi. Kallað verður eftir umsóknum um fjárfestingarstyrki til uppbyggingar hraðhleðslustöðva á lykilstöðum við þjóðvegi landsins, með áherslu á næstu kynslóð hleðslustöðva sem bjóða upp á mun styttri hleðslutíma en núverandi stöðvar gera. Til úthlutunar til þessa verkefnis eru samtals 200 milljónir króna og hefur Orkusjóði verið falið að sjá um úthlutun styrkja til átaksverkefnisins. Vegna mótframlags umsækjenda má áætla að heildarupphæð uppbyggingarinnar verði að lágmarki 400 milljónir króna. Ráðist verður í átaksverkefni um að fjölga hleðslumöguleikum við gististaði vítt og breitt um landið. Með því er liðkað fyrir orkuskiptum hjá bílaleigum en áhrif innkaupa bílaleiga á samsetningu bílaflotans hér á landi eru veruleg þar sem bílaleigubílar eru tæpur helmingur allra nýskráðra bifreiða á Íslandi. Áhrifin á losun gróðurhúsalofttegunda eru tvíþætt: Annars vegar vegna aksturs ferðamanna sem er að minnsta kosti fjórðungur af öllum einkaakstri á landinu og hins vegar þegar fyrrverandi bílaleigubílar verða að heimilisbílum landsmanna á eftirmarkaði. Gististöðum og hótelum um land allt býðst að sækja um fjárfestingarstyrki í gegnum Orkusjóð til að setja upp hleðslustöðvar svo gestir geti hlaðið þar rafbíla yfir nótt. Til úthlutunar eru samtals 50 milljónir króna. Vegna mótframlags umsækjenda má áætla að heildarfjárhæðin verði að lágmarki 100 milljónir króna og hleðslustöðvum við gististaði fjölgi um allt að 500 vegna þessa.Fjölga á hleðslustöðvum um landið og gera auðveldara að setja þær upp við fjöleignarhús.Vísir/VilhelmGeri auðveldara að rafbílavæða fjöleignarhús Þá er undirbúningur sagður hafinn í félagsmálaráðuneytinu að því að breyta lögum um fjöleignarhús með það að leiðarljósi að liðka fyrir rafbílavæðingu. Auk ofangreindra verkefna hefur starfshópurinn sett fram áherslur varðandi orkuskipti í almenningssamgöngum og afgreiðslu á metani, vetni og innlendu íblöndunareldsneyti, auk rafvæðingar hafna. Leitað hefur verið til Grænu orkunnar um að móta frekari tillögur þar að lútandi sem gert verður í samráði við hlutaðeigandi haghafa og fagaðila. Þá verður 200 milljónum króna varið til margvíslegra verkefna í orkuskiptum á árinu 2020, byggt á frekari greiningum. Formaður starfshópsins var Sigurður Ingi Friðleifsson, framkvæmdastjóri Orkuseturs en auk hans sátu í hópnum fulltrúar úr atvinnu- og nýsköpunarráðuneytinu, umhverfis- og auðlindaráðuneytinu, samgöngu- og sveitastjórnarráðuneytinu og fjármálaráðuneytinu. Hópnum var einungis ætlað að taka fyrir orkuskipti í samgöngum en ekki breyttar ferðavenjur fólks og eflingu almenningssamgangna en unnið er að því annars staðar í stjórnkerfinu. Í skýrslu starfshópsins er lögð áhersla á að verkefnin verði helst að leiða til raunverulegra orkuskipta sem skili sér inn í loftslagstölfræði Íslands á allra næstu árum. Í versta falli eigi þau að tryggja að innviðaleysi verði ekki hindrun í orkuskiptum sem þegar séu farin af stað.
Bílaleigur Loftslagsmál Samgöngur Umhverfismál Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Innlent Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Erlent Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Innlent Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Innlent Fleiri fréttir Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Vilja byggja nýtt geðsvið við hlið Landspítalans í Fossvogi Íbúar þurfa ekki lengur að sjóða neysluvatn Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Ógnaði öðrum með skærum 3,6 stiga skjálfti mældist í Vatnajökli Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Sjá meira