Segja hugmyndina um nýtt flugfélag sem "treður á launafólki“ vonda hugmynd Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 4. júní 2019 15:37 Forsvarsmenn Alþýðusambands Íslands gagnrýndu fyrirætlanir Skúla Mogensen harðlega í pistli sem birtist á Facebook-síðu ASÍ. Vísir/Vilhelm Alþýðusamband Íslands er allt annað en ánægt með hugmyndir Skúla Mogensen um hvernig nýtt lággjaldaflugfélag á grunni WOW Air þyrfti að líta út til að ná árangri. Skúli hélt í gær fyrirlestur á frumkvöðlaráðstefnunni Startup Iceland 2019 í Hörpu þar sem hann ræddi um sögu flugfélagsins og hugsanlega endurreisn.Sjá nánar: Skúli virðist staðráðinn í því að endurreisa WOW Air Skúli sagði í gær að nauðsynlegt væri fyrir nýtt flugfélag að geta ráðið starfskrafta erlendis frá. „Þetta er viðkvæmt og verður líklega í fyrirsögnunum á morgun: Skúli segir engin stéttarfélög,“ sagði Skúli sem virtist gera sér grein fyrir því að hann væri með orðum sínum að hætta sér út á hálan ís. Hann bætti við að þetta væri lykilatriði. Ísland væri einfaldlega orðið of dýrt og íslensk flugfélög væru ekki samkeppnishæf. „Eina leiðin til þess að fá þetta til að virka er að vera með réttu blönduna. Við þurfum að vera með blöndu af áhöfnum, flugmönnum og tölvudeild. Sumt af starfsfólkinu á Íslandi, sumt erlendis,“ sagði Skúli. Í pistli sem ASÍ birti á Facebook-síðu sinni undir yfirskriftinni „NEI TAKK, Skúli Mogensen“ er Skúli harðlega gagnrýndur fyrir fyrirætlanir sínar. Hugmyndin um nýtt lággjaldaflugfélag sem skapi sér samkeppnisforskot með því að „troða á launafólki“ sé einfaldlega vond hugmynd sem íslensk verkalýðshreyfing gæti aldrei samþykkt.Fyrirtæki sem spila ekki eftir leikreglum ekki velkomin „Skúli Mogensen lýsti því í kvöldfréttum RÚV í gær að kjarasamningsbundin laun og leikreglur á íslenskum vinnumarkaði hafi verið of íþyngjandi fyrir rekstur flugfélagsins WOW. Þetta eru afar kaldar kveðjur þar sem WOW naut velvildar starfsmanna sinna og í raun samfélagsins alls,“ segir í færslunni. Það hafi ekki verið mannsæmandi laun sem settu fyrirtækið í þrot. „Að koma núna og kenna starfsmönnum og launakjörum þeirra um gjaldþrotið er allt annað en stórmannlegt og kaldar kveðjur til starfsfólksins sem stóð með félaginu þar til yfir lauk.“ Lög, reglur og kjarasamningar séu undirstaða norræns velferðarsamfélags. „Fyrirtæki sem eru tilbúin að starfa á þessum forsendum eru velkomin – önnur ekki. Þeir sem ætla að vera með í leiknum verða að spila eftir reglunum. Hinum sem ætla að svindla er mætt af fullri hörku“. Fréttir af flugi Kjaramál WOW Air Tengdar fréttir Telur aukið beint flug yfir Atlantshaf framhjá Íslandi alvarlega ógn við hagkerfið Skúli Mogensen, fyrrverandi forstjóri og eigandi WOW air telur að aukin tíðni flugferða beint á milli Evrópu og Bandaríkjanna, framhjá Íslandi, sé alvarleg ógn við íslensku ferðaþjónustuna sem og hagkerfið. Þetta skýri af hverju ákveðið hafi verið að bæta breiðþotum inn í flugflota WOW air, sem síðar varð flugfélaginu líklega að falli. 3. júní 2019 17:00 Skúli virðist staðráðinn í því að endurreisa WOW air Skúli Mogensen virðist stefna ótrauður að því að endurreisa hið fallna flugfélag WOW air. Á frumkvöðlaráðstefnu í Hörpu í morgun kynnti Skúli ítarlegar hugmyndir að því hvernig hið endurreista flugfélag myndi líta út, án þess þó að segja það hreint út að til stæði að endurreisa flugfélagið. 3. júní 2019 11:12 Skúli segist hafa fengið tvö erlend atvinnutilboð úr fluggeiranum Skúli Mogensen, fyrrverandi forstjóri og eigandi WOW air, segist hafa fengið tvö atvinnutilboð erlendis frá úr fluggeiranum frá því að flugfélag hans varð gjaldþrota. Hann segir að endurreisn WOW air sé ekki í bígerð á næstunni en að hann myndi stökka á slíkt tækifæri stæði það honum til boða. 3. júní 2019 13:15 Mest lesið Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Viðskipti innlent Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Samstarf Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Viðskipti innlent Opna verslanir í Kringlunni á ný Viðskipti innlent Máttu ekki fullyrða að eldsneytið væri kolefnisjafnað Neytendur Vilja þvinga Google til að selja Chrome Viðskipti erlent Kristján ráðinn til Advania Viðskipti innlent Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Viðskipti innlent Inngildingin: „Íslenska töluð með hreim er samt íslenska“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Grindvíkingar geta nú gerst „hollvinir“ seldra húsa sinna Samkaup koma inn á bókamarkaðinn með látum Rúnar nýr framkvæmdastjóri hjá Stólpum Gámum Bein útsending: Tillögur um tækifæri til viðskipta með kolefniseiningar Bein útsending: Grænt Ísland til framtíðar – Hver er leiðin áfram? Trausti nýr forstjóri og fimmtíu sagt upp hjá Controlant Uppsagnir hjá Controlant Guðmundi falið að bera ábyrgð á hugverkum Carbfix Vonar að íslenskir verktakar hafi enn áhuga á Grænlandi Kynna nýja samheitaorðbók sem samin er með hjálp gervigreindar Sjá meira
Alþýðusamband Íslands er allt annað en ánægt með hugmyndir Skúla Mogensen um hvernig nýtt lággjaldaflugfélag á grunni WOW Air þyrfti að líta út til að ná árangri. Skúli hélt í gær fyrirlestur á frumkvöðlaráðstefnunni Startup Iceland 2019 í Hörpu þar sem hann ræddi um sögu flugfélagsins og hugsanlega endurreisn.Sjá nánar: Skúli virðist staðráðinn í því að endurreisa WOW Air Skúli sagði í gær að nauðsynlegt væri fyrir nýtt flugfélag að geta ráðið starfskrafta erlendis frá. „Þetta er viðkvæmt og verður líklega í fyrirsögnunum á morgun: Skúli segir engin stéttarfélög,“ sagði Skúli sem virtist gera sér grein fyrir því að hann væri með orðum sínum að hætta sér út á hálan ís. Hann bætti við að þetta væri lykilatriði. Ísland væri einfaldlega orðið of dýrt og íslensk flugfélög væru ekki samkeppnishæf. „Eina leiðin til þess að fá þetta til að virka er að vera með réttu blönduna. Við þurfum að vera með blöndu af áhöfnum, flugmönnum og tölvudeild. Sumt af starfsfólkinu á Íslandi, sumt erlendis,“ sagði Skúli. Í pistli sem ASÍ birti á Facebook-síðu sinni undir yfirskriftinni „NEI TAKK, Skúli Mogensen“ er Skúli harðlega gagnrýndur fyrir fyrirætlanir sínar. Hugmyndin um nýtt lággjaldaflugfélag sem skapi sér samkeppnisforskot með því að „troða á launafólki“ sé einfaldlega vond hugmynd sem íslensk verkalýðshreyfing gæti aldrei samþykkt.Fyrirtæki sem spila ekki eftir leikreglum ekki velkomin „Skúli Mogensen lýsti því í kvöldfréttum RÚV í gær að kjarasamningsbundin laun og leikreglur á íslenskum vinnumarkaði hafi verið of íþyngjandi fyrir rekstur flugfélagsins WOW. Þetta eru afar kaldar kveðjur þar sem WOW naut velvildar starfsmanna sinna og í raun samfélagsins alls,“ segir í færslunni. Það hafi ekki verið mannsæmandi laun sem settu fyrirtækið í þrot. „Að koma núna og kenna starfsmönnum og launakjörum þeirra um gjaldþrotið er allt annað en stórmannlegt og kaldar kveðjur til starfsfólksins sem stóð með félaginu þar til yfir lauk.“ Lög, reglur og kjarasamningar séu undirstaða norræns velferðarsamfélags. „Fyrirtæki sem eru tilbúin að starfa á þessum forsendum eru velkomin – önnur ekki. Þeir sem ætla að vera með í leiknum verða að spila eftir reglunum. Hinum sem ætla að svindla er mætt af fullri hörku“.
Fréttir af flugi Kjaramál WOW Air Tengdar fréttir Telur aukið beint flug yfir Atlantshaf framhjá Íslandi alvarlega ógn við hagkerfið Skúli Mogensen, fyrrverandi forstjóri og eigandi WOW air telur að aukin tíðni flugferða beint á milli Evrópu og Bandaríkjanna, framhjá Íslandi, sé alvarleg ógn við íslensku ferðaþjónustuna sem og hagkerfið. Þetta skýri af hverju ákveðið hafi verið að bæta breiðþotum inn í flugflota WOW air, sem síðar varð flugfélaginu líklega að falli. 3. júní 2019 17:00 Skúli virðist staðráðinn í því að endurreisa WOW air Skúli Mogensen virðist stefna ótrauður að því að endurreisa hið fallna flugfélag WOW air. Á frumkvöðlaráðstefnu í Hörpu í morgun kynnti Skúli ítarlegar hugmyndir að því hvernig hið endurreista flugfélag myndi líta út, án þess þó að segja það hreint út að til stæði að endurreisa flugfélagið. 3. júní 2019 11:12 Skúli segist hafa fengið tvö erlend atvinnutilboð úr fluggeiranum Skúli Mogensen, fyrrverandi forstjóri og eigandi WOW air, segist hafa fengið tvö atvinnutilboð erlendis frá úr fluggeiranum frá því að flugfélag hans varð gjaldþrota. Hann segir að endurreisn WOW air sé ekki í bígerð á næstunni en að hann myndi stökka á slíkt tækifæri stæði það honum til boða. 3. júní 2019 13:15 Mest lesið Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Viðskipti innlent Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Samstarf Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Viðskipti innlent Opna verslanir í Kringlunni á ný Viðskipti innlent Máttu ekki fullyrða að eldsneytið væri kolefnisjafnað Neytendur Vilja þvinga Google til að selja Chrome Viðskipti erlent Kristján ráðinn til Advania Viðskipti innlent Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Viðskipti innlent Inngildingin: „Íslenska töluð með hreim er samt íslenska“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Grindvíkingar geta nú gerst „hollvinir“ seldra húsa sinna Samkaup koma inn á bókamarkaðinn með látum Rúnar nýr framkvæmdastjóri hjá Stólpum Gámum Bein útsending: Tillögur um tækifæri til viðskipta með kolefniseiningar Bein útsending: Grænt Ísland til framtíðar – Hver er leiðin áfram? Trausti nýr forstjóri og fimmtíu sagt upp hjá Controlant Uppsagnir hjá Controlant Guðmundi falið að bera ábyrgð á hugverkum Carbfix Vonar að íslenskir verktakar hafi enn áhuga á Grænlandi Kynna nýja samheitaorðbók sem samin er með hjálp gervigreindar Sjá meira
Telur aukið beint flug yfir Atlantshaf framhjá Íslandi alvarlega ógn við hagkerfið Skúli Mogensen, fyrrverandi forstjóri og eigandi WOW air telur að aukin tíðni flugferða beint á milli Evrópu og Bandaríkjanna, framhjá Íslandi, sé alvarleg ógn við íslensku ferðaþjónustuna sem og hagkerfið. Þetta skýri af hverju ákveðið hafi verið að bæta breiðþotum inn í flugflota WOW air, sem síðar varð flugfélaginu líklega að falli. 3. júní 2019 17:00
Skúli virðist staðráðinn í því að endurreisa WOW air Skúli Mogensen virðist stefna ótrauður að því að endurreisa hið fallna flugfélag WOW air. Á frumkvöðlaráðstefnu í Hörpu í morgun kynnti Skúli ítarlegar hugmyndir að því hvernig hið endurreista flugfélag myndi líta út, án þess þó að segja það hreint út að til stæði að endurreisa flugfélagið. 3. júní 2019 11:12
Skúli segist hafa fengið tvö erlend atvinnutilboð úr fluggeiranum Skúli Mogensen, fyrrverandi forstjóri og eigandi WOW air, segist hafa fengið tvö atvinnutilboð erlendis frá úr fluggeiranum frá því að flugfélag hans varð gjaldþrota. Hann segir að endurreisn WOW air sé ekki í bígerð á næstunni en að hann myndi stökka á slíkt tækifæri stæði það honum til boða. 3. júní 2019 13:15