Hvíta húsið skipar fyrrverandi starfsmönnum að hunsa þingið Kjartan Kjartansson skrifar 4. júní 2019 15:52 Hicks með Trump forseta. Hún hætti störfum í Hvíta húsinu í loks mars í fyrra. Vísir/EPA Tveimur fyrrverandi starfsmönnum Hvíta hússins hefur verið skipað að virða stefnur Bandaríkjaþings um gögn að vettugi. Frestur sem dómsmálanefnd fulltrúadeildar Bandaríkjaþings hafði gefið til að afhenda gögnin rann út í morgun. Nefndin stefndi Hope Hicks, fyrrverandi samskiptastjóra Hvíta hússins og einum nánasta ráðgjafa Donalds Trump forseta, og Annie Donaldsson, fyrrverandi starfsmannastjóra Donalds McGahn, fyrrverandi yfirlögfræðings Hvíta hússins, um gögn í síðasta mánuði. Stefnurnar tengjast rannsókn nefndarinnar á mögulegri misbeitingu valds, spillingu og hindrun á framgangi réttvísinnar, að sögn Washington Post. Hicks og Donaldson var einnig stefnt til að bera vitni fyrir nefndinni síðar í þessum mánuði. Nú hefur Hvíta húsið skipað þeim báðum að vinna ekki með þingnefndinni, að sögn Jerrys Nadler, formanns nefndarinnar. Demókratar fara með meirihluta í fulltrúadeildinni og nefndinni. Hicks hafi þó samþykkt að afhenda gögn frá þeim tíma sem hún vann fyrir forsetaframboð Trump. „Forsetinn hefur engan lagalegan grundvöll til að koma í veg fyrir að þessi vitni verði við bón okkar. Við munum halda áfram að leita eftir sanngjörnum ráðahag um þessar og allar rannsóknarkröfur okkar og ætlar sér að halda þessum málum til streitu þegar við fáum vitnisburð bæði frú Hicks og frú Donaldson,“ segir Nadler. Hvíta húsið hefur að miklu leyti hætt að virða rannsóknarheimildir Bandaríkjaþings undanfarin misseri. Áður hefur það skipað bæði McGahn og William Barr, dómsmálaráðherra, að neita að verða við stefnum þess. Líklegt er að málin eigi eftir að fara alla leið fyrir Hæstarétt Bandaríkjanna. Fulltrúadeildin mun að líkindum greiða atkvæði um að ávíta Barr og McGahn fyrir að sýna þinginu óvirðingu í næstu viku. Donaldson var eitt af lykilvitnum Rússaransóknar Roberts Mueller, sérstaka rannsakanda dómsmálaráðuneytisins. Hún skrifaði ítarleg minnisblöð um samtöl McGahn og forsetans. Nefndin telur einnig að Hicks hafi vitneskju um mörg þeirra atriða sem hún rannsakar nú. Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Saka dómsmálaráðherra Bandaríkjanna um vanvirðingu gagnvart þinginu Meðlimir dómsmálanefndar fulltrúadeildar Bandaraþings hafa ákveðið að saka William Barr, dómsmálaráðherra, um að sýna þinginu vanvirðingu. 8. maí 2019 21:39 Trump krefst trúnaðar um Mueller-skýrsluna Ákvörðunin kemur í kjölfar deilna á milli Bandaríkjaþings og Hvíta hússins um aðgang að skýrslunni óritskoðaðri og vitnisburð lykilvitna. 8. maí 2019 15:22 Mest lesið Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar Innlent Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Erlent Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Innlent „Þetta er bara ljótt“ Innlent „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Innlent Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Innlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Grunaður um manndráp eftir að tveggja ára drengur féll úr blokk Erlent Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Innlent Fóru um borð í vélvana rússneskt skip Erlent Fleiri fréttir Málið sem Trump getur ekki losað sig við Grunaður um manndráp eftir að tveggja ára drengur féll úr blokk Fóru um borð í vélvana rússneskt skip Baulað á Albanese á minningarathöfn á Bondi-strönd Kvarta yfir ritskoðun Epstein-skjala: „Við vitum ekki hvað við vitum ekki“ Níu skotnir til bana á krá Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Vilja dauðarefsingu af borðinu vegna hagsmunaáreksturs ráðherra Pútín sagður hafa valið Witkoff Gerðu umfangsmiklar árásir gegn ISIS í Sýrlandi Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Epstein-skjölin birt Draga tilvist neðanjarðarhafs á Títan í efa Réðust á skip úr skuggaflotanum þúsundir kílómetra frá Úkraínu Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Trump vill til tunglsins fyrir 2028 Herða reglur og ráðast í endurkaup á skotvopnum Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Evrópa samþykkir 90 milljarða evra lán til Úkraínu Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Beita dómara ICC refsiaðgerðum vegna Ísrael Taka á kvenfyrirlitningu með sérstöku námskeiði fyrir drengi Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Frú Macron í klandri eftir ósmekkleg ummæli um femínista „Dr. Dauði“ í lífstíðarfangelsi fyrir að myrða tólf Ekki hafi verið rétt að benda á Skandia-manninn sem morðingja Palme Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Sjá meira
Tveimur fyrrverandi starfsmönnum Hvíta hússins hefur verið skipað að virða stefnur Bandaríkjaþings um gögn að vettugi. Frestur sem dómsmálanefnd fulltrúadeildar Bandaríkjaþings hafði gefið til að afhenda gögnin rann út í morgun. Nefndin stefndi Hope Hicks, fyrrverandi samskiptastjóra Hvíta hússins og einum nánasta ráðgjafa Donalds Trump forseta, og Annie Donaldsson, fyrrverandi starfsmannastjóra Donalds McGahn, fyrrverandi yfirlögfræðings Hvíta hússins, um gögn í síðasta mánuði. Stefnurnar tengjast rannsókn nefndarinnar á mögulegri misbeitingu valds, spillingu og hindrun á framgangi réttvísinnar, að sögn Washington Post. Hicks og Donaldson var einnig stefnt til að bera vitni fyrir nefndinni síðar í þessum mánuði. Nú hefur Hvíta húsið skipað þeim báðum að vinna ekki með þingnefndinni, að sögn Jerrys Nadler, formanns nefndarinnar. Demókratar fara með meirihluta í fulltrúadeildinni og nefndinni. Hicks hafi þó samþykkt að afhenda gögn frá þeim tíma sem hún vann fyrir forsetaframboð Trump. „Forsetinn hefur engan lagalegan grundvöll til að koma í veg fyrir að þessi vitni verði við bón okkar. Við munum halda áfram að leita eftir sanngjörnum ráðahag um þessar og allar rannsóknarkröfur okkar og ætlar sér að halda þessum málum til streitu þegar við fáum vitnisburð bæði frú Hicks og frú Donaldson,“ segir Nadler. Hvíta húsið hefur að miklu leyti hætt að virða rannsóknarheimildir Bandaríkjaþings undanfarin misseri. Áður hefur það skipað bæði McGahn og William Barr, dómsmálaráðherra, að neita að verða við stefnum þess. Líklegt er að málin eigi eftir að fara alla leið fyrir Hæstarétt Bandaríkjanna. Fulltrúadeildin mun að líkindum greiða atkvæði um að ávíta Barr og McGahn fyrir að sýna þinginu óvirðingu í næstu viku. Donaldson var eitt af lykilvitnum Rússaransóknar Roberts Mueller, sérstaka rannsakanda dómsmálaráðuneytisins. Hún skrifaði ítarleg minnisblöð um samtöl McGahn og forsetans. Nefndin telur einnig að Hicks hafi vitneskju um mörg þeirra atriða sem hún rannsakar nú.
Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Saka dómsmálaráðherra Bandaríkjanna um vanvirðingu gagnvart þinginu Meðlimir dómsmálanefndar fulltrúadeildar Bandaraþings hafa ákveðið að saka William Barr, dómsmálaráðherra, um að sýna þinginu vanvirðingu. 8. maí 2019 21:39 Trump krefst trúnaðar um Mueller-skýrsluna Ákvörðunin kemur í kjölfar deilna á milli Bandaríkjaþings og Hvíta hússins um aðgang að skýrslunni óritskoðaðri og vitnisburð lykilvitna. 8. maí 2019 15:22 Mest lesið Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar Innlent Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Erlent Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Innlent „Þetta er bara ljótt“ Innlent „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Innlent Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Innlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Grunaður um manndráp eftir að tveggja ára drengur féll úr blokk Erlent Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Innlent Fóru um borð í vélvana rússneskt skip Erlent Fleiri fréttir Málið sem Trump getur ekki losað sig við Grunaður um manndráp eftir að tveggja ára drengur féll úr blokk Fóru um borð í vélvana rússneskt skip Baulað á Albanese á minningarathöfn á Bondi-strönd Kvarta yfir ritskoðun Epstein-skjala: „Við vitum ekki hvað við vitum ekki“ Níu skotnir til bana á krá Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Vilja dauðarefsingu af borðinu vegna hagsmunaáreksturs ráðherra Pútín sagður hafa valið Witkoff Gerðu umfangsmiklar árásir gegn ISIS í Sýrlandi Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Epstein-skjölin birt Draga tilvist neðanjarðarhafs á Títan í efa Réðust á skip úr skuggaflotanum þúsundir kílómetra frá Úkraínu Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Trump vill til tunglsins fyrir 2028 Herða reglur og ráðast í endurkaup á skotvopnum Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Evrópa samþykkir 90 milljarða evra lán til Úkraínu Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Beita dómara ICC refsiaðgerðum vegna Ísrael Taka á kvenfyrirlitningu með sérstöku námskeiði fyrir drengi Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Frú Macron í klandri eftir ósmekkleg ummæli um femínista „Dr. Dauði“ í lífstíðarfangelsi fyrir að myrða tólf Ekki hafi verið rétt að benda á Skandia-manninn sem morðingja Palme Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Sjá meira
Saka dómsmálaráðherra Bandaríkjanna um vanvirðingu gagnvart þinginu Meðlimir dómsmálanefndar fulltrúadeildar Bandaraþings hafa ákveðið að saka William Barr, dómsmálaráðherra, um að sýna þinginu vanvirðingu. 8. maí 2019 21:39
Trump krefst trúnaðar um Mueller-skýrsluna Ákvörðunin kemur í kjölfar deilna á milli Bandaríkjaþings og Hvíta hússins um aðgang að skýrslunni óritskoðaðri og vitnisburð lykilvitna. 8. maí 2019 15:22