Hvíta húsið skipar fyrrverandi starfsmönnum að hunsa þingið Kjartan Kjartansson skrifar 4. júní 2019 15:52 Hicks með Trump forseta. Hún hætti störfum í Hvíta húsinu í loks mars í fyrra. Vísir/EPA Tveimur fyrrverandi starfsmönnum Hvíta hússins hefur verið skipað að virða stefnur Bandaríkjaþings um gögn að vettugi. Frestur sem dómsmálanefnd fulltrúadeildar Bandaríkjaþings hafði gefið til að afhenda gögnin rann út í morgun. Nefndin stefndi Hope Hicks, fyrrverandi samskiptastjóra Hvíta hússins og einum nánasta ráðgjafa Donalds Trump forseta, og Annie Donaldsson, fyrrverandi starfsmannastjóra Donalds McGahn, fyrrverandi yfirlögfræðings Hvíta hússins, um gögn í síðasta mánuði. Stefnurnar tengjast rannsókn nefndarinnar á mögulegri misbeitingu valds, spillingu og hindrun á framgangi réttvísinnar, að sögn Washington Post. Hicks og Donaldson var einnig stefnt til að bera vitni fyrir nefndinni síðar í þessum mánuði. Nú hefur Hvíta húsið skipað þeim báðum að vinna ekki með þingnefndinni, að sögn Jerrys Nadler, formanns nefndarinnar. Demókratar fara með meirihluta í fulltrúadeildinni og nefndinni. Hicks hafi þó samþykkt að afhenda gögn frá þeim tíma sem hún vann fyrir forsetaframboð Trump. „Forsetinn hefur engan lagalegan grundvöll til að koma í veg fyrir að þessi vitni verði við bón okkar. Við munum halda áfram að leita eftir sanngjörnum ráðahag um þessar og allar rannsóknarkröfur okkar og ætlar sér að halda þessum málum til streitu þegar við fáum vitnisburð bæði frú Hicks og frú Donaldson,“ segir Nadler. Hvíta húsið hefur að miklu leyti hætt að virða rannsóknarheimildir Bandaríkjaþings undanfarin misseri. Áður hefur það skipað bæði McGahn og William Barr, dómsmálaráðherra, að neita að verða við stefnum þess. Líklegt er að málin eigi eftir að fara alla leið fyrir Hæstarétt Bandaríkjanna. Fulltrúadeildin mun að líkindum greiða atkvæði um að ávíta Barr og McGahn fyrir að sýna þinginu óvirðingu í næstu viku. Donaldson var eitt af lykilvitnum Rússaransóknar Roberts Mueller, sérstaka rannsakanda dómsmálaráðuneytisins. Hún skrifaði ítarleg minnisblöð um samtöl McGahn og forsetans. Nefndin telur einnig að Hicks hafi vitneskju um mörg þeirra atriða sem hún rannsakar nú. Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Saka dómsmálaráðherra Bandaríkjanna um vanvirðingu gagnvart þinginu Meðlimir dómsmálanefndar fulltrúadeildar Bandaraþings hafa ákveðið að saka William Barr, dómsmálaráðherra, um að sýna þinginu vanvirðingu. 8. maí 2019 21:39 Trump krefst trúnaðar um Mueller-skýrsluna Ákvörðunin kemur í kjölfar deilna á milli Bandaríkjaþings og Hvíta hússins um aðgang að skýrslunni óritskoðaðri og vitnisburð lykilvitna. 8. maí 2019 15:22 Mest lesið Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Erlent Fleiri fréttir Rannsaka ásakanir á hendur Iglesias Sautján prósent Bandaríkjamanna styðja innlimun Grænlands Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Margir slasaðir eftir árekstur strætisvagna Reyna að tala Trump til og óttast afleiðingar árása Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Mengunarreglur taka ekki lengur tillit til dauðsfalla og heilsu Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Trump segir Nielsen í vondum málum Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Trump sýndi verkamanni puttann Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Sjá meira
Tveimur fyrrverandi starfsmönnum Hvíta hússins hefur verið skipað að virða stefnur Bandaríkjaþings um gögn að vettugi. Frestur sem dómsmálanefnd fulltrúadeildar Bandaríkjaþings hafði gefið til að afhenda gögnin rann út í morgun. Nefndin stefndi Hope Hicks, fyrrverandi samskiptastjóra Hvíta hússins og einum nánasta ráðgjafa Donalds Trump forseta, og Annie Donaldsson, fyrrverandi starfsmannastjóra Donalds McGahn, fyrrverandi yfirlögfræðings Hvíta hússins, um gögn í síðasta mánuði. Stefnurnar tengjast rannsókn nefndarinnar á mögulegri misbeitingu valds, spillingu og hindrun á framgangi réttvísinnar, að sögn Washington Post. Hicks og Donaldson var einnig stefnt til að bera vitni fyrir nefndinni síðar í þessum mánuði. Nú hefur Hvíta húsið skipað þeim báðum að vinna ekki með þingnefndinni, að sögn Jerrys Nadler, formanns nefndarinnar. Demókratar fara með meirihluta í fulltrúadeildinni og nefndinni. Hicks hafi þó samþykkt að afhenda gögn frá þeim tíma sem hún vann fyrir forsetaframboð Trump. „Forsetinn hefur engan lagalegan grundvöll til að koma í veg fyrir að þessi vitni verði við bón okkar. Við munum halda áfram að leita eftir sanngjörnum ráðahag um þessar og allar rannsóknarkröfur okkar og ætlar sér að halda þessum málum til streitu þegar við fáum vitnisburð bæði frú Hicks og frú Donaldson,“ segir Nadler. Hvíta húsið hefur að miklu leyti hætt að virða rannsóknarheimildir Bandaríkjaþings undanfarin misseri. Áður hefur það skipað bæði McGahn og William Barr, dómsmálaráðherra, að neita að verða við stefnum þess. Líklegt er að málin eigi eftir að fara alla leið fyrir Hæstarétt Bandaríkjanna. Fulltrúadeildin mun að líkindum greiða atkvæði um að ávíta Barr og McGahn fyrir að sýna þinginu óvirðingu í næstu viku. Donaldson var eitt af lykilvitnum Rússaransóknar Roberts Mueller, sérstaka rannsakanda dómsmálaráðuneytisins. Hún skrifaði ítarleg minnisblöð um samtöl McGahn og forsetans. Nefndin telur einnig að Hicks hafi vitneskju um mörg þeirra atriða sem hún rannsakar nú.
Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Saka dómsmálaráðherra Bandaríkjanna um vanvirðingu gagnvart þinginu Meðlimir dómsmálanefndar fulltrúadeildar Bandaraþings hafa ákveðið að saka William Barr, dómsmálaráðherra, um að sýna þinginu vanvirðingu. 8. maí 2019 21:39 Trump krefst trúnaðar um Mueller-skýrsluna Ákvörðunin kemur í kjölfar deilna á milli Bandaríkjaþings og Hvíta hússins um aðgang að skýrslunni óritskoðaðri og vitnisburð lykilvitna. 8. maí 2019 15:22 Mest lesið Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Erlent Fleiri fréttir Rannsaka ásakanir á hendur Iglesias Sautján prósent Bandaríkjamanna styðja innlimun Grænlands Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Margir slasaðir eftir árekstur strætisvagna Reyna að tala Trump til og óttast afleiðingar árása Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Mengunarreglur taka ekki lengur tillit til dauðsfalla og heilsu Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Trump segir Nielsen í vondum málum Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Trump sýndi verkamanni puttann Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Sjá meira
Saka dómsmálaráðherra Bandaríkjanna um vanvirðingu gagnvart þinginu Meðlimir dómsmálanefndar fulltrúadeildar Bandaraþings hafa ákveðið að saka William Barr, dómsmálaráðherra, um að sýna þinginu vanvirðingu. 8. maí 2019 21:39
Trump krefst trúnaðar um Mueller-skýrsluna Ákvörðunin kemur í kjölfar deilna á milli Bandaríkjaþings og Hvíta hússins um aðgang að skýrslunni óritskoðaðri og vitnisburð lykilvitna. 8. maí 2019 15:22