Fréttablaðið talið hafa brotið siðareglur með umfjöllun um brjóstamjólk Kjartan Kjartansson skrifar 4. júní 2019 16:45 Frá ritstjórn Fréttablaðsins. Fréttablaðið/Ernir Siðanefnd Blaðamannafélags Íslands (BÍ) telur að ritstjórn Fréttablaðsins hafi gerst sek um óvönduð vinnubrögð sem sé ámælisvert brot á siðareglum þegar hún fylgdi ekki eftir umfjöllun sinni um auglýsingu eftir brjóstamjólk fyrir dauðvona barn á Facebook í vor. Frétt blaðsins var þó ekki talin hafa brotið siðareglur. Amma langveiks barns kærði frétt Fréttablaðsins frá 19. mars til siðanefndarinnar. Fjölskylda barnsins hafði auglýst eftir brjóstamjólk fyrir það í Facebook-hóp þar sem það tók ekki brjóst hjá móður sinni og þoldi ekki þurrmjólk, að því er kom fram í frétt Vísis sem fylgdi eftir umfjöllun Fréttablaðsins sama dag. Í umfjöllun Fréttablaðsins undir fyrirsögninni „Auglýsa eftir mjólk handa huldubarni“ var vitnað í tvo starfsmenn Landspítalans sem könnuðust ekki við að barn væri þar til meðferðar sem þyrfti á brjóstamjólk að halda. Gert var að því skóna að þeir sem auglýstu eftir mjólkinni gerðu það mögulega á fölskum forsendum. Var það sett í samhengi við að brjóstamjólk hafi orðið vinsæll drykkur vaxtarræktarfólks og lyftingamanna.Olli óþarfa áhyggjum og angist Kærandinn taldi að Fréttablaðið hefði viðhaft meiðandi skrif og valdið fjölskyldu sinni „óþarfa áhyggjum og angist“ og þannig brotið gegn ákvæðum siðareglna. Umfjöllunin hafi bendlað fjölskylduna við blekkingarleik og afleiðingin hafi verið sú að margar mæður hafi hætt við að gefa fjölskyldunni brjóstamjólk. Lýsti konan samskiptum sínum við Svein Arnarsson, blaðamann Fréttablaðsins, og Kjartan Hrein Njálsson, þáverandi ritstjóra blaðsins. Kristín Þorsteinsdóttir, útgefandi blaðsins, og Ólöf Skaftadóttir, annar ritstjóri blaðsins, hafi ekki svarað kæranda eða sinnt skilaboðum um að hafa samband. Kæran beindist einnig að því að ritstjórnin hafi ekki fylgt málinu eftir og leiðrétt fréttina eftir að réttar upplýsingar voru komnar fram um að auglýsingin hefði ekki komið frá vaxtaræktarfólki. Lögmenn Fréttablaðsins og blaðamannsins báru því við að fréttin væri efnislega rétt. Í ljós hafi komið síðar að „samskiptavandi hafði verið“ innan Landspítalans sem blaðið gæti ekki borið ábyrgð á. Konan hafi ekki farið fram á leiðréttingu.Auglýst var eftir brjóstamjólk fyrir barn sem var haldið Krabbe-sjúkdómnum, sjaldgæfum og arfgengum taugasjúkdómi.Vísir/GettyTilefni til að fylgja fréttinni eftir Í úrskurði sínum segir siðanefnd BÍ að þegar fréttin birtist hafi ekkert legið fyrir um frá hverjum auglýsingin eftir brjóstamjólkinni kom. Sveinn hafi haft tilefni til að tengja hana við vaxtaræktarfólk vegna ummæla annars yfirmanns Landspítalans sem hann ræddi við. Því taldi siðanefndin að fréttin sjálf bryti ekki í bága við siðareglur. Engu að síður komst nefndin að þeirri niðurstöðu að ritstjórn Fréttablaðsins hafi stundað óvönduð vinnubrögð með því að bregðast ekki við þegar nánari upplýsingar lágu fyrir um málið. Vísar nefndin þannig til viðtals blaðamanns Vísis við ömmu barnsins daginn sem fréttin birtist þar sem sjónarmið hennar komu fram og yfirlýsingar félagsins Einstakra barna sem staðfesti að barnið sem frétt Fréttablaðsins fjallaði í reynd um væri í félaginu. „Siðanefnd telur, í ljósi þess hversu alvarlegt og viðkvæmt umfjöllunarefnið er, að fréttin hjá visir.is og yfirlýsing sem félagið Einstök börn sendi frá sér birtingardaginn, ásamt samtölum kæranda við Svein Arnars[s]on og Kjartan Hrein Njálsson, hafi átt að gefa ritstjórn og blaðamanni Fréttablaðsins fullt tilefni til að taka þessi sjónarmið upp hjá sér sem eftirfylgni við upprunalegu fréttina, enda þarna komið fram um hvaða fólk var að ræða og að brjóstamjólkuróskin tengdist ekki vaxtaræktarfólki með nokkrum hætti,“ segir í úrskurðinum. Með því að láta þetta ógert hafi ritstjórn Fréttablaðsins brotið gegn 3. grein siðareglna Blaðamannafélagsins um vönduð vinnubrögð. Taldi nefndin brotið ámælisvert. Í þriðju grein siðareglna BÍ segir: „Blaðamaður vandar upplýsingaöflun sína, úrvinnslu og framsetningu svo sem kostur er og sýnir fyllstu tillitssemi í vandasömum málum. Hann forðast allt, sem valdið getur saklausu fólki, eða fólki sem á um sárt að binda, óþarfa sársauka eða vanvirðu.“Vísir birtir fréttir úr Fréttablaðinu samkvæmt samningi á milli miðlanna tveggja. Frétt Fréttablaðsins sem siðanefnd Blaðamannafélags Íslands úrskurðaði um birtist því á Vísi 19. mars. Fréttablaðið og Vísir eru aftur á móti aðskildar ritstjórnir og tilheyra ekki sama fyrirtæki. Fjölmiðlar Tengdar fréttir Amma barnsins segir skelfilegt að mjólkurgjafir kvenna hafi verið gerðar tortryggilegar Barnið sem fær mjólkurgjafir kvenna með sjaldgæfan taugasjúkdóm. 19. mars 2019 11:23 Auglýsa eftir mjólk handa huldubarni Landspítali kannast ekki við tilfelli barns sem sagt er þarfnast móðurmjólkar í Facebook-hópum mæðra. Mjólkin er nú vinsæll orkudrykkur. 19. mars 2019 07:15 Mest lesið Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Erlent Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Innlent Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Innlent Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Erlent „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Innlent Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar Innlent Raunvirði íbúða lækkar á ný Innlent Lögreglan leitar manns Innlent Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Innlent Fleiri fréttir Vill að „guð“ taki á þeim sem vilja ekki fækka sveitarstjórnarmönnum Býður Sólveigu á fundinn og kannast ekkert við Virðingu Grunaður um að hafa farið inn á heimili og brotið á barni Kjarasamningur í höfn og atkvæðagreiðslu um verkfall aflýst Fara yfir gögnin en úttekt Viðskiptaráðs sé „skoðun hagsmunaaðila“ Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Hvetja ráðherra til að mæta ekki á fund veitingamanna Bátar sviptir haffærisskírteini og Kourani sækir um náðun Lögreglan leitar manns Á annað hundrað báta óhaffærir vegna ófullnægjandi skoðunar Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Efnisneysla á Íslandi dregst saman en nemur yfir sextán tonnum á mann Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól 3,9 stiga skjálfti í Bárðarbungu Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Sjá meira
Siðanefnd Blaðamannafélags Íslands (BÍ) telur að ritstjórn Fréttablaðsins hafi gerst sek um óvönduð vinnubrögð sem sé ámælisvert brot á siðareglum þegar hún fylgdi ekki eftir umfjöllun sinni um auglýsingu eftir brjóstamjólk fyrir dauðvona barn á Facebook í vor. Frétt blaðsins var þó ekki talin hafa brotið siðareglur. Amma langveiks barns kærði frétt Fréttablaðsins frá 19. mars til siðanefndarinnar. Fjölskylda barnsins hafði auglýst eftir brjóstamjólk fyrir það í Facebook-hóp þar sem það tók ekki brjóst hjá móður sinni og þoldi ekki þurrmjólk, að því er kom fram í frétt Vísis sem fylgdi eftir umfjöllun Fréttablaðsins sama dag. Í umfjöllun Fréttablaðsins undir fyrirsögninni „Auglýsa eftir mjólk handa huldubarni“ var vitnað í tvo starfsmenn Landspítalans sem könnuðust ekki við að barn væri þar til meðferðar sem þyrfti á brjóstamjólk að halda. Gert var að því skóna að þeir sem auglýstu eftir mjólkinni gerðu það mögulega á fölskum forsendum. Var það sett í samhengi við að brjóstamjólk hafi orðið vinsæll drykkur vaxtarræktarfólks og lyftingamanna.Olli óþarfa áhyggjum og angist Kærandinn taldi að Fréttablaðið hefði viðhaft meiðandi skrif og valdið fjölskyldu sinni „óþarfa áhyggjum og angist“ og þannig brotið gegn ákvæðum siðareglna. Umfjöllunin hafi bendlað fjölskylduna við blekkingarleik og afleiðingin hafi verið sú að margar mæður hafi hætt við að gefa fjölskyldunni brjóstamjólk. Lýsti konan samskiptum sínum við Svein Arnarsson, blaðamann Fréttablaðsins, og Kjartan Hrein Njálsson, þáverandi ritstjóra blaðsins. Kristín Þorsteinsdóttir, útgefandi blaðsins, og Ólöf Skaftadóttir, annar ritstjóri blaðsins, hafi ekki svarað kæranda eða sinnt skilaboðum um að hafa samband. Kæran beindist einnig að því að ritstjórnin hafi ekki fylgt málinu eftir og leiðrétt fréttina eftir að réttar upplýsingar voru komnar fram um að auglýsingin hefði ekki komið frá vaxtaræktarfólki. Lögmenn Fréttablaðsins og blaðamannsins báru því við að fréttin væri efnislega rétt. Í ljós hafi komið síðar að „samskiptavandi hafði verið“ innan Landspítalans sem blaðið gæti ekki borið ábyrgð á. Konan hafi ekki farið fram á leiðréttingu.Auglýst var eftir brjóstamjólk fyrir barn sem var haldið Krabbe-sjúkdómnum, sjaldgæfum og arfgengum taugasjúkdómi.Vísir/GettyTilefni til að fylgja fréttinni eftir Í úrskurði sínum segir siðanefnd BÍ að þegar fréttin birtist hafi ekkert legið fyrir um frá hverjum auglýsingin eftir brjóstamjólkinni kom. Sveinn hafi haft tilefni til að tengja hana við vaxtaræktarfólk vegna ummæla annars yfirmanns Landspítalans sem hann ræddi við. Því taldi siðanefndin að fréttin sjálf bryti ekki í bága við siðareglur. Engu að síður komst nefndin að þeirri niðurstöðu að ritstjórn Fréttablaðsins hafi stundað óvönduð vinnubrögð með því að bregðast ekki við þegar nánari upplýsingar lágu fyrir um málið. Vísar nefndin þannig til viðtals blaðamanns Vísis við ömmu barnsins daginn sem fréttin birtist þar sem sjónarmið hennar komu fram og yfirlýsingar félagsins Einstakra barna sem staðfesti að barnið sem frétt Fréttablaðsins fjallaði í reynd um væri í félaginu. „Siðanefnd telur, í ljósi þess hversu alvarlegt og viðkvæmt umfjöllunarefnið er, að fréttin hjá visir.is og yfirlýsing sem félagið Einstök börn sendi frá sér birtingardaginn, ásamt samtölum kæranda við Svein Arnars[s]on og Kjartan Hrein Njálsson, hafi átt að gefa ritstjórn og blaðamanni Fréttablaðsins fullt tilefni til að taka þessi sjónarmið upp hjá sér sem eftirfylgni við upprunalegu fréttina, enda þarna komið fram um hvaða fólk var að ræða og að brjóstamjólkuróskin tengdist ekki vaxtaræktarfólki með nokkrum hætti,“ segir í úrskurðinum. Með því að láta þetta ógert hafi ritstjórn Fréttablaðsins brotið gegn 3. grein siðareglna Blaðamannafélagsins um vönduð vinnubrögð. Taldi nefndin brotið ámælisvert. Í þriðju grein siðareglna BÍ segir: „Blaðamaður vandar upplýsingaöflun sína, úrvinnslu og framsetningu svo sem kostur er og sýnir fyllstu tillitssemi í vandasömum málum. Hann forðast allt, sem valdið getur saklausu fólki, eða fólki sem á um sárt að binda, óþarfa sársauka eða vanvirðu.“Vísir birtir fréttir úr Fréttablaðinu samkvæmt samningi á milli miðlanna tveggja. Frétt Fréttablaðsins sem siðanefnd Blaðamannafélags Íslands úrskurðaði um birtist því á Vísi 19. mars. Fréttablaðið og Vísir eru aftur á móti aðskildar ritstjórnir og tilheyra ekki sama fyrirtæki.
Fjölmiðlar Tengdar fréttir Amma barnsins segir skelfilegt að mjólkurgjafir kvenna hafi verið gerðar tortryggilegar Barnið sem fær mjólkurgjafir kvenna með sjaldgæfan taugasjúkdóm. 19. mars 2019 11:23 Auglýsa eftir mjólk handa huldubarni Landspítali kannast ekki við tilfelli barns sem sagt er þarfnast móðurmjólkar í Facebook-hópum mæðra. Mjólkin er nú vinsæll orkudrykkur. 19. mars 2019 07:15 Mest lesið Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Erlent Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Innlent Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Innlent Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Erlent „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Innlent Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar Innlent Raunvirði íbúða lækkar á ný Innlent Lögreglan leitar manns Innlent Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Innlent Fleiri fréttir Vill að „guð“ taki á þeim sem vilja ekki fækka sveitarstjórnarmönnum Býður Sólveigu á fundinn og kannast ekkert við Virðingu Grunaður um að hafa farið inn á heimili og brotið á barni Kjarasamningur í höfn og atkvæðagreiðslu um verkfall aflýst Fara yfir gögnin en úttekt Viðskiptaráðs sé „skoðun hagsmunaaðila“ Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Hvetja ráðherra til að mæta ekki á fund veitingamanna Bátar sviptir haffærisskírteini og Kourani sækir um náðun Lögreglan leitar manns Á annað hundrað báta óhaffærir vegna ófullnægjandi skoðunar Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Efnisneysla á Íslandi dregst saman en nemur yfir sextán tonnum á mann Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól 3,9 stiga skjálfti í Bárðarbungu Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Sjá meira
Amma barnsins segir skelfilegt að mjólkurgjafir kvenna hafi verið gerðar tortryggilegar Barnið sem fær mjólkurgjafir kvenna með sjaldgæfan taugasjúkdóm. 19. mars 2019 11:23
Auglýsa eftir mjólk handa huldubarni Landspítali kannast ekki við tilfelli barns sem sagt er þarfnast móðurmjólkar í Facebook-hópum mæðra. Mjólkin er nú vinsæll orkudrykkur. 19. mars 2019 07:15