O Fortuna spilað þegar Bára eyddi upptökunum Sylvía Hall skrifar 4. júní 2019 21:41 Bára á Gauknum í kvöld. Vísir/Vilhelm „Báramótabrennan“ fór fram í kvöld á Gauknum en þar eyddi Bára Halldórsdóttir hinum frægu Klaustursupptökum. Báru var gert að eyða upptökunum eftir að Persónuvernd komst að þeirri niðurstöðu að hún hefði brotið lög um persónuvernd með upptökunni. Viðburðurinn hófst klukkan 21 í kvöld og var þétt dagskrá. Lögfræðingar Báru sáu um að skrásetja viðburðinn og flutti Halldór Auðar Svansson, fyrrum borgarfulltrúi, opnunarávarp fyrir hönd stuðningshópsins Takk Bára. „Þetta snýst ekki bara um Báru á móti Miðflokksmönnum eða bara Miðflokksmenn eða Báru, sagan er hið stóra samhengi,“ sagði Halldór Auðar í ávarpi sínu. Hann bað gesti að hafa í huga hver saga upptakanna væri. Valdir kaflar upptökunnar voru kvaddir sérstaklega áður en þeim var eytt með viðhöfn. Fólki var svo frjálst að grípa í míkrófóninn og segja eitthvað uppbyggilegt og voru gestir hvattir til þess að vera „meira sexý enn í fyrra“ sem er tilvísun í orð Bergþórs Ólasonar sem heyrðust á upptökunni.Bára ávarpaði viðstadda.Vísir/VilhelmLoks steig Bára sjálf á svið ásamt Auði Tinnu Aðalbjarnardóttur, lögmanni sínum, og Margréti Erlu Maack þar sem hún eyddi upptökunum á meðan lagið O Fortuna var spilað en viðburðinum var streymt í beinni á Facebook. „Ég tek ábyrgð, hvað með þau?“ skrifaði Bára við streymið. Frítt var inn á viðburðinn og voru „óminnismjöður“ og „samviskuskot“ á tilboði. Þá bar kokteill kvöldsins hið skemmtilega nafn „Blackout36“. Menning Næturlíf Persónuvernd Upptökur á Klaustur bar Tengdar fréttir „Ég tók þetta á mig algjörlega viljandi“ Bára segist í samtali við fréttastofu vera í veikindafríi þessa dagana enda hafi málið tekið mikinn toll af henni. Hún hyggst á allra næstu dögum ráðfæra sig við sína lögmenn um hvernig best sé að eyða hljóðupptökunum því í úrskurði Persónuverndar kemur fram að Bára þurfi að sýna fram á að þeim hafi verið eytt með réttum hætti. 27. maí 2019 11:59 Boðað til Báramótabrennu Bára Halldórsdóttir ætlar að eyða Klaustursupptökunum svonefndu með viðhöfn á Gauknum annað kvöld. Það er Margrét Erla Maack sem boðar til viðburðarins og segist munu fá að leika brennuna og vítisloga eyðileggingar. 3. júní 2019 16:13 Mest lesið Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Erlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent Loftgæði verði áfram slæm Innlent Árelía kveður borgarpólitíkina Innlent Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Innlent Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Innlent „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Innlent Framlag Íslands til Parísarsamningsins óháð ESB-markmiði Innlent Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Erlent Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Innlent Fleiri fréttir Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Framlag Íslands til Parísarsamningsins óháð ESB-markmiði Loftgæði verði áfram slæm Árelía kveður borgarpólitíkina Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Vondar fréttir af tollum ESB og gróf árás á Stuðlum Samingur SÞ um réttindi fatlaðs fólks lögfestur Hæstiréttur hafnaði kröfum hópnauðgara Íbúar kvarta undan myrkri „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Starfsmaður Stuðla grunaður um að ráðast á barn Sonurinn týndur síðan í ágúst „Ég hef aldrei grátið af gleði áður en ég gerði það í gær“ Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Ísland ekki undanþegið verndartollum ESB á kísilmálm Dularfullar skemmdir reyndust vera eftir strangheiðarlegt óhapp Móta stefnu um notkun gervigreindar Dómsmál á hendur starfsmanni Múlaborgar hafið Þorleifur Kamban er látinn Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Umræða um að flokkurinn beri skarðan hlut jaðri við áróður Drífa Kristín skipuð skrifstofustjóri á skrifstofu löggæslumála Krefjast þess að stjórnvöld slíti samstarfi við Anthropic Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Ofbeldi gegn öldruðum færist í aukana og réttindi fatlaðra loks lögfest Óskar eftir fundi með Apple Ekkert vesen á hrjótandi gesti í Sjóminjasafninu Sjá meira
„Báramótabrennan“ fór fram í kvöld á Gauknum en þar eyddi Bára Halldórsdóttir hinum frægu Klaustursupptökum. Báru var gert að eyða upptökunum eftir að Persónuvernd komst að þeirri niðurstöðu að hún hefði brotið lög um persónuvernd með upptökunni. Viðburðurinn hófst klukkan 21 í kvöld og var þétt dagskrá. Lögfræðingar Báru sáu um að skrásetja viðburðinn og flutti Halldór Auðar Svansson, fyrrum borgarfulltrúi, opnunarávarp fyrir hönd stuðningshópsins Takk Bára. „Þetta snýst ekki bara um Báru á móti Miðflokksmönnum eða bara Miðflokksmenn eða Báru, sagan er hið stóra samhengi,“ sagði Halldór Auðar í ávarpi sínu. Hann bað gesti að hafa í huga hver saga upptakanna væri. Valdir kaflar upptökunnar voru kvaddir sérstaklega áður en þeim var eytt með viðhöfn. Fólki var svo frjálst að grípa í míkrófóninn og segja eitthvað uppbyggilegt og voru gestir hvattir til þess að vera „meira sexý enn í fyrra“ sem er tilvísun í orð Bergþórs Ólasonar sem heyrðust á upptökunni.Bára ávarpaði viðstadda.Vísir/VilhelmLoks steig Bára sjálf á svið ásamt Auði Tinnu Aðalbjarnardóttur, lögmanni sínum, og Margréti Erlu Maack þar sem hún eyddi upptökunum á meðan lagið O Fortuna var spilað en viðburðinum var streymt í beinni á Facebook. „Ég tek ábyrgð, hvað með þau?“ skrifaði Bára við streymið. Frítt var inn á viðburðinn og voru „óminnismjöður“ og „samviskuskot“ á tilboði. Þá bar kokteill kvöldsins hið skemmtilega nafn „Blackout36“.
Menning Næturlíf Persónuvernd Upptökur á Klaustur bar Tengdar fréttir „Ég tók þetta á mig algjörlega viljandi“ Bára segist í samtali við fréttastofu vera í veikindafríi þessa dagana enda hafi málið tekið mikinn toll af henni. Hún hyggst á allra næstu dögum ráðfæra sig við sína lögmenn um hvernig best sé að eyða hljóðupptökunum því í úrskurði Persónuverndar kemur fram að Bára þurfi að sýna fram á að þeim hafi verið eytt með réttum hætti. 27. maí 2019 11:59 Boðað til Báramótabrennu Bára Halldórsdóttir ætlar að eyða Klaustursupptökunum svonefndu með viðhöfn á Gauknum annað kvöld. Það er Margrét Erla Maack sem boðar til viðburðarins og segist munu fá að leika brennuna og vítisloga eyðileggingar. 3. júní 2019 16:13 Mest lesið Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Erlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent Loftgæði verði áfram slæm Innlent Árelía kveður borgarpólitíkina Innlent Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Innlent Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Innlent „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Innlent Framlag Íslands til Parísarsamningsins óháð ESB-markmiði Innlent Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Erlent Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Innlent Fleiri fréttir Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Framlag Íslands til Parísarsamningsins óháð ESB-markmiði Loftgæði verði áfram slæm Árelía kveður borgarpólitíkina Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Vondar fréttir af tollum ESB og gróf árás á Stuðlum Samingur SÞ um réttindi fatlaðs fólks lögfestur Hæstiréttur hafnaði kröfum hópnauðgara Íbúar kvarta undan myrkri „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Starfsmaður Stuðla grunaður um að ráðast á barn Sonurinn týndur síðan í ágúst „Ég hef aldrei grátið af gleði áður en ég gerði það í gær“ Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Ísland ekki undanþegið verndartollum ESB á kísilmálm Dularfullar skemmdir reyndust vera eftir strangheiðarlegt óhapp Móta stefnu um notkun gervigreindar Dómsmál á hendur starfsmanni Múlaborgar hafið Þorleifur Kamban er látinn Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Umræða um að flokkurinn beri skarðan hlut jaðri við áróður Drífa Kristín skipuð skrifstofustjóri á skrifstofu löggæslumála Krefjast þess að stjórnvöld slíti samstarfi við Anthropic Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Ofbeldi gegn öldruðum færist í aukana og réttindi fatlaðra loks lögfest Óskar eftir fundi með Apple Ekkert vesen á hrjótandi gesti í Sjóminjasafninu Sjá meira
„Ég tók þetta á mig algjörlega viljandi“ Bára segist í samtali við fréttastofu vera í veikindafríi þessa dagana enda hafi málið tekið mikinn toll af henni. Hún hyggst á allra næstu dögum ráðfæra sig við sína lögmenn um hvernig best sé að eyða hljóðupptökunum því í úrskurði Persónuverndar kemur fram að Bára þurfi að sýna fram á að þeim hafi verið eytt með réttum hætti. 27. maí 2019 11:59
Boðað til Báramótabrennu Bára Halldórsdóttir ætlar að eyða Klaustursupptökunum svonefndu með viðhöfn á Gauknum annað kvöld. Það er Margrét Erla Maack sem boðar til viðburðarins og segist munu fá að leika brennuna og vítisloga eyðileggingar. 3. júní 2019 16:13