Umferð um Vaðlaheiðargöng örlítið undir væntingum í upphafi Sveinn Arnarsson skrifar 5. júní 2019 08:30 Hilmar Gunnlaugsson, formaður stjórnar Vaðlaheiðarganga ehf. Samkvæmt umferðarteljara Vegagerðarinnar við Vaðlaheiðargöng eru líkur á að umferð um göngin verði um 1.750 bílar á dag á ársgrundvelli. Um 350 bílar fara á dag um Víkurskarðið á sama tíma ef spá Vegagerðarinnar mun ganga eftir. Formaður stjórnar Vaðlaheiðarganga segir þetta örlítið minni umferð en vonast var eftir í upphafi. Ef spá Vegagerðarinnar gengur eftir munu því um 2.100 bílar aka milli Eyjafjarðar og Þingeyjarsýslna á degi hverjum að jafnaði í ár. Það er meiri umferð en miðspá Vegagerðarinnar gerði ráð fyrir þegar hún var sett saman árið 2016. Hilmar Gunnlaugsson er formaður stjórnar Vaðlaheiðarganga ehf. „Þessar tölur eru örlítið lægri en við gerðum ráð fyrir. Þetta þarf hins vegar ekki að setja mikið strik í reikninginn hjá okkur hvað varðar endurgreiðslur af láninu. Það fer auðvitað eftir því hversu hátt meðalverðið verður í gegnum göngin,“ segir Hilmar. Til að byrja með var meðalverðið í göngunum lágt þar sem að miklu leyti var um heimamenn að ræða sem höfðu keypt margar ferðir á miklum afslætti. Meðalverðið hefur hins vegar hækkað mikið á skömmum tíma. „Nú er svo komið að verðið er á milli 1.300 og 1.400 krónur og við vonumst eftir að verðið nái upp í um 1.500 krónur á hverja ferð í gegnum göngin. Það er of snemmt að segja til um í dag hvernig þetta verður en þróunin er upp á við hvað þetta varðar,“ segir Hilmar. Þá segir formaður stjórnarinnar að jafnframt hafi verið gerðar breytingar á gjaldskrá Vaðlaheiðarganga. „Sem gerir það viðráðanlegra fyrir bíla rétt yfir 3,5 tonn að fara göngin. Okkar von er því að þetta muni lagast enn frekar,“ segir Hilmar Gunnlaugsson. Akureyri Birtist í Fréttablaðinu Samgöngur Vaðlaheiðargöng Mest lesið Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Innlent „Ásakanir Jóns Gunnarssonar eru rangar“ Innlent Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Erlent Ekki púað á Snorra Innlent „Ásakanir Svandísar í minn garð eru lygi frá rótum“ Innlent Vill losna við tálma úr vegi sínum Erlent Ræddi við Pútín og varaði við stigmögnun Erlent Segir hafa verið njósnað um son hans Innlent Fleiri fréttir Bauð leyniupptökur af spillingu í nafni ísraelsks njósnafyrirtækis Bein útsending: Tekist á um samgöngur í Norðvesturkjördæmi Hafa tilkynnt E. coli veikindin til Sjóvá Ók á sjö kindur og drap þær Ekki púað á Snorra „Ásakanir Svandísar í minn garð eru lygi frá rótum“ „Ásakanir Jóns Gunnarssonar eru rangar“ Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Nauðsynlegt að sameinast um aðgerðir í jafnréttismálum Tálbeita á Edition og vegklæðning flettist af í Öxnadal Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga Settur forstjóri skipaður forstjóri Sautján sóttu um embætti skrifstofustjóra fjármála Pallborðið: Hvaða lausnir bjóða flokkarnir? Fimm prósent segja innflytjendamálin mikilvægust Verðlaunuð fyrir að berjast gegn slúðri Tveir af fimm telja hvalveiðar veikja stöðu Íslands í alþjóðlegum viðskiptum Ósammála því að skoðanakannanir séu ekki nákvæmar Óvenju margar bilanir í götulýsingu í Kópavogbæ Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Segir hafa verið njósnað um son hans Myndaveisla: Grindvíkingar komu saman ári eftir rýmingu Björguðu villtum ferðamönnum í Fljótsdal „Dapurlegt að stjórnmálafólk loki augunum fyrir stöðunni“ „Erfiðir tímar iðulega undanfari betri tíma“ „Ég skildi ekki konuna eina eftir heima í þessum látum“ Þversagnakennt hve lítið sé talað loftslagsmál Sterkar systur á Selfossi keppa á heimsmeistaramóti Nýtt myndefni: Sparkað í blóðmerar á íslenskum sveitabæ Sparkað í blóðmerar og eitt ár frá rýmingu Grindavíkur Sjá meira
Samkvæmt umferðarteljara Vegagerðarinnar við Vaðlaheiðargöng eru líkur á að umferð um göngin verði um 1.750 bílar á dag á ársgrundvelli. Um 350 bílar fara á dag um Víkurskarðið á sama tíma ef spá Vegagerðarinnar mun ganga eftir. Formaður stjórnar Vaðlaheiðarganga segir þetta örlítið minni umferð en vonast var eftir í upphafi. Ef spá Vegagerðarinnar gengur eftir munu því um 2.100 bílar aka milli Eyjafjarðar og Þingeyjarsýslna á degi hverjum að jafnaði í ár. Það er meiri umferð en miðspá Vegagerðarinnar gerði ráð fyrir þegar hún var sett saman árið 2016. Hilmar Gunnlaugsson er formaður stjórnar Vaðlaheiðarganga ehf. „Þessar tölur eru örlítið lægri en við gerðum ráð fyrir. Þetta þarf hins vegar ekki að setja mikið strik í reikninginn hjá okkur hvað varðar endurgreiðslur af láninu. Það fer auðvitað eftir því hversu hátt meðalverðið verður í gegnum göngin,“ segir Hilmar. Til að byrja með var meðalverðið í göngunum lágt þar sem að miklu leyti var um heimamenn að ræða sem höfðu keypt margar ferðir á miklum afslætti. Meðalverðið hefur hins vegar hækkað mikið á skömmum tíma. „Nú er svo komið að verðið er á milli 1.300 og 1.400 krónur og við vonumst eftir að verðið nái upp í um 1.500 krónur á hverja ferð í gegnum göngin. Það er of snemmt að segja til um í dag hvernig þetta verður en þróunin er upp á við hvað þetta varðar,“ segir Hilmar. Þá segir formaður stjórnarinnar að jafnframt hafi verið gerðar breytingar á gjaldskrá Vaðlaheiðarganga. „Sem gerir það viðráðanlegra fyrir bíla rétt yfir 3,5 tonn að fara göngin. Okkar von er því að þetta muni lagast enn frekar,“ segir Hilmar Gunnlaugsson.
Akureyri Birtist í Fréttablaðinu Samgöngur Vaðlaheiðargöng Mest lesið Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Innlent „Ásakanir Jóns Gunnarssonar eru rangar“ Innlent Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Erlent Ekki púað á Snorra Innlent „Ásakanir Svandísar í minn garð eru lygi frá rótum“ Innlent Vill losna við tálma úr vegi sínum Erlent Ræddi við Pútín og varaði við stigmögnun Erlent Segir hafa verið njósnað um son hans Innlent Fleiri fréttir Bauð leyniupptökur af spillingu í nafni ísraelsks njósnafyrirtækis Bein útsending: Tekist á um samgöngur í Norðvesturkjördæmi Hafa tilkynnt E. coli veikindin til Sjóvá Ók á sjö kindur og drap þær Ekki púað á Snorra „Ásakanir Svandísar í minn garð eru lygi frá rótum“ „Ásakanir Jóns Gunnarssonar eru rangar“ Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Nauðsynlegt að sameinast um aðgerðir í jafnréttismálum Tálbeita á Edition og vegklæðning flettist af í Öxnadal Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga Settur forstjóri skipaður forstjóri Sautján sóttu um embætti skrifstofustjóra fjármála Pallborðið: Hvaða lausnir bjóða flokkarnir? Fimm prósent segja innflytjendamálin mikilvægust Verðlaunuð fyrir að berjast gegn slúðri Tveir af fimm telja hvalveiðar veikja stöðu Íslands í alþjóðlegum viðskiptum Ósammála því að skoðanakannanir séu ekki nákvæmar Óvenju margar bilanir í götulýsingu í Kópavogbæ Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Segir hafa verið njósnað um son hans Myndaveisla: Grindvíkingar komu saman ári eftir rýmingu Björguðu villtum ferðamönnum í Fljótsdal „Dapurlegt að stjórnmálafólk loki augunum fyrir stöðunni“ „Erfiðir tímar iðulega undanfari betri tíma“ „Ég skildi ekki konuna eina eftir heima í þessum látum“ Þversagnakennt hve lítið sé talað loftslagsmál Sterkar systur á Selfossi keppa á heimsmeistaramóti Nýtt myndefni: Sparkað í blóðmerar á íslenskum sveitabæ Sparkað í blóðmerar og eitt ár frá rýmingu Grindavíkur Sjá meira