Þrettán milljarða króna söluhagnaður Hvals Kristinn Ingi Jónsson skrifar 5. júní 2019 07:15 Kristján Loftsson forstjóri Hvals. Fréttablaðið/AntonBrink Hvalur, sem er að stórum hluta í eigu Kristjáns Loftssonar og fjölskyldu, bókfærði liðlega 13 milljarða króna hagnað af sölu hlutabréfa á síðasta rekstrarári, frá október árið 2017 til september árið 2018, samkvæmt nýbirtum ársreikningi félagsins, en hagnaðurinn skýrist að mestu af sölu dótturfélagsins Vogunar á þriðjungshlut í HB Granda. Alls hagnaðist Hvalur um 14,1 milljarð króna í fyrra. Sem kunnugt er seldi Vogun, ásamt Fiskveiðahlutafélaginu Venus sem er í eigu Kristjáns og fjölskyldu, samanlagt 34 prósenta hlut sinn í HB Granda í apríl í fyrra fyrir samtals 21,7 milljarða króna en kaupandinn var Útgerðarfélag Reykjavíkur, áður Brim. Eigið fé Hvals var 26,5 milljarðar króna í lok septembermánaðar í fyrra, í kjölfar sölunnar í HB Granda, en til samanburðar stóð það í 17,3 milljörðum króna á sama tíma árið 2017. Eignir félagsins voru ríflega 28,8 milljarðar króna í lok september í fyrra en þar af átti það tæpa 16,8 milljarða króna á bankainnistæðum og 7,8 milljarða króna í hlutabréfum, til að mynda í Arion banka, Hampiðjunni og Origo, að því er fram kemur í ársreikningnum. Hvalur keypti á rekstrarárinu 3,5 prósenta hlut í sjálfum sér fyrir liðlega 566 milljónir króna en í ársreikningnum er tekið fram að ástæða kaupanna hafi verið óskir tiltekinna hluthafa um að selja hlut sinn. Gengið í viðskiptunum var um 0,6 sinnum bókfært eigið fé félagsins eins og það var í lok september í fyrra. Beinn eignarhlutur forstjórans Kristjáns Loftssonar í Hval jókst úr 1,2 prósentum í 8,7 prósent á síðasta rekstrarári en á móti minnkaði eignarhlutur stærsta hluthafans, Fiskveiðahlutafélagsins Venusar, sem Kristján er í forsvari fyrir, úr 39,5 prósentum í 32,4 prósent. Stjórn Hvals leggur til að greiddur verði arður upp á 1,5 milljarða króna til hluthafa í ár, eftir því sem fram kemur í ársreikningnum. Birtist í Fréttablaðinu Hvalveiðar Sjávarútvegur Mest lesið Gervigreindarknúið snjallsiglingarkerfi hlaut Nýsköpunarverðlaunin Viðskipti innlent Greiðir sér út allt að fimmtíu milljónir Viðskipti innlent Færir sig í Borgartúnið eftir stutta dvöl hjá ÍSÍ Viðskipti innlent Sverrir Einar söðlar um og selur Þrastalund Viðskipti innlent Bein útsending: Listi Framúrskarandi fyrirtækja birtur Viðskipti innlent Bjarni Geir Alfreðsson matreiðslumaður látinn Viðskipti innlent Tilkynna breytingar á lánaframboði Viðskipti innlent Högnuðust um tæpa sjö milljarða Viðskipti innlent Leigjendum muni fjölga um fimm þúsund fram til 2030 Viðskipti innlent 80 ára fyrirtæki í örum breytingum og vexti Framúrskarandi kynning Fleiri fréttir Gervigreindarknúið snjallsiglingarkerfi hlaut Nýsköpunarverðlaunin Högnuðust um tæpa sjö milljarða Bein útsending: Listi Framúrskarandi fyrirtækja birtur Tilkynna breytingar á lánaframboði Sverrir Einar söðlar um og selur Þrastalund Leigjendum muni fjölga um fimm þúsund fram til 2030 Bein útsending: Nýsköpunarþing 2025 - Ísland í stóru myndinni Bjarni Geir Alfreðsson matreiðslumaður látinn Færir sig í Borgartúnið eftir stutta dvöl hjá ÍSÍ Verðbólguþróunin áhyggjuefni Greiðir sér út allt að fimmtíu milljónir Verðbólga ekki meiri síðan í janúar Hagnaður bankans 8,2 milljarðar á þriðja ársfjórðungi Ístak bauð best í frágang á nýja Landspítalanum Eyða óvissunni um verðtrygginguna með vaxtaviðmiði Segja þingmann draga upp skakka mynd af stöðu nýsköpunar Eigandi skrifstofu í Kringlunni þarf að borga fyrir auglýsingar Stjórnendur Íslandsbanka enn undir feldi Fyrrverandi starfsmenn endurvekja Lagningu Reikna með 1,5 milljarði króna í sjóböðin í Önundarfirði Enn meiri veikleikar í samkeppnishæfni Íslands en ESB Sérlausn fyrir fluglosun virðist ekki hafa verið auglýst Segir mikla vinnu í gangi vegna lánamála Sér ljós við enda ganganna: „Kannski þurfti svona stóra truflun til“ Mun leiða svið markaðsmála og þjónustuupplifunar hjá Advania Finna meira gull á Grænlandi Jónas Már til Réttar „Ekki bara smá eyða, þetta er risastórt gat“ Hætt við að vextir hækki „Niðursveifla í byggingariðnaði er hafin“ Sjá meira
Hvalur, sem er að stórum hluta í eigu Kristjáns Loftssonar og fjölskyldu, bókfærði liðlega 13 milljarða króna hagnað af sölu hlutabréfa á síðasta rekstrarári, frá október árið 2017 til september árið 2018, samkvæmt nýbirtum ársreikningi félagsins, en hagnaðurinn skýrist að mestu af sölu dótturfélagsins Vogunar á þriðjungshlut í HB Granda. Alls hagnaðist Hvalur um 14,1 milljarð króna í fyrra. Sem kunnugt er seldi Vogun, ásamt Fiskveiðahlutafélaginu Venus sem er í eigu Kristjáns og fjölskyldu, samanlagt 34 prósenta hlut sinn í HB Granda í apríl í fyrra fyrir samtals 21,7 milljarða króna en kaupandinn var Útgerðarfélag Reykjavíkur, áður Brim. Eigið fé Hvals var 26,5 milljarðar króna í lok septembermánaðar í fyrra, í kjölfar sölunnar í HB Granda, en til samanburðar stóð það í 17,3 milljörðum króna á sama tíma árið 2017. Eignir félagsins voru ríflega 28,8 milljarðar króna í lok september í fyrra en þar af átti það tæpa 16,8 milljarða króna á bankainnistæðum og 7,8 milljarða króna í hlutabréfum, til að mynda í Arion banka, Hampiðjunni og Origo, að því er fram kemur í ársreikningnum. Hvalur keypti á rekstrarárinu 3,5 prósenta hlut í sjálfum sér fyrir liðlega 566 milljónir króna en í ársreikningnum er tekið fram að ástæða kaupanna hafi verið óskir tiltekinna hluthafa um að selja hlut sinn. Gengið í viðskiptunum var um 0,6 sinnum bókfært eigið fé félagsins eins og það var í lok september í fyrra. Beinn eignarhlutur forstjórans Kristjáns Loftssonar í Hval jókst úr 1,2 prósentum í 8,7 prósent á síðasta rekstrarári en á móti minnkaði eignarhlutur stærsta hluthafans, Fiskveiðahlutafélagsins Venusar, sem Kristján er í forsvari fyrir, úr 39,5 prósentum í 32,4 prósent. Stjórn Hvals leggur til að greiddur verði arður upp á 1,5 milljarða króna til hluthafa í ár, eftir því sem fram kemur í ársreikningnum.
Birtist í Fréttablaðinu Hvalveiðar Sjávarútvegur Mest lesið Gervigreindarknúið snjallsiglingarkerfi hlaut Nýsköpunarverðlaunin Viðskipti innlent Greiðir sér út allt að fimmtíu milljónir Viðskipti innlent Færir sig í Borgartúnið eftir stutta dvöl hjá ÍSÍ Viðskipti innlent Sverrir Einar söðlar um og selur Þrastalund Viðskipti innlent Bein útsending: Listi Framúrskarandi fyrirtækja birtur Viðskipti innlent Bjarni Geir Alfreðsson matreiðslumaður látinn Viðskipti innlent Tilkynna breytingar á lánaframboði Viðskipti innlent Högnuðust um tæpa sjö milljarða Viðskipti innlent Leigjendum muni fjölga um fimm þúsund fram til 2030 Viðskipti innlent 80 ára fyrirtæki í örum breytingum og vexti Framúrskarandi kynning Fleiri fréttir Gervigreindarknúið snjallsiglingarkerfi hlaut Nýsköpunarverðlaunin Högnuðust um tæpa sjö milljarða Bein útsending: Listi Framúrskarandi fyrirtækja birtur Tilkynna breytingar á lánaframboði Sverrir Einar söðlar um og selur Þrastalund Leigjendum muni fjölga um fimm þúsund fram til 2030 Bein útsending: Nýsköpunarþing 2025 - Ísland í stóru myndinni Bjarni Geir Alfreðsson matreiðslumaður látinn Færir sig í Borgartúnið eftir stutta dvöl hjá ÍSÍ Verðbólguþróunin áhyggjuefni Greiðir sér út allt að fimmtíu milljónir Verðbólga ekki meiri síðan í janúar Hagnaður bankans 8,2 milljarðar á þriðja ársfjórðungi Ístak bauð best í frágang á nýja Landspítalanum Eyða óvissunni um verðtrygginguna með vaxtaviðmiði Segja þingmann draga upp skakka mynd af stöðu nýsköpunar Eigandi skrifstofu í Kringlunni þarf að borga fyrir auglýsingar Stjórnendur Íslandsbanka enn undir feldi Fyrrverandi starfsmenn endurvekja Lagningu Reikna með 1,5 milljarði króna í sjóböðin í Önundarfirði Enn meiri veikleikar í samkeppnishæfni Íslands en ESB Sérlausn fyrir fluglosun virðist ekki hafa verið auglýst Segir mikla vinnu í gangi vegna lánamála Sér ljós við enda ganganna: „Kannski þurfti svona stóra truflun til“ Mun leiða svið markaðsmála og þjónustuupplifunar hjá Advania Finna meira gull á Grænlandi Jónas Már til Réttar „Ekki bara smá eyða, þetta er risastórt gat“ Hætt við að vextir hækki „Niðursveifla í byggingariðnaði er hafin“ Sjá meira