Nýr veruleiki Agnar Tómas Möller skrifar 5. júní 2019 07:15 Síðla hausts 2018 er óhætt að segja að fjármálamarkaðir á Íslandi hafi verið skelkaðir. Áhyggjur af fækkun ferðamanna og slæmri stöðu flugfélagsins WOW ofan í það sem virtist vonlaus staða á vinnumarkaði, leiddi til snarps falls krónunnar samhliða miklum verðlækkunum á mörkuðum. Skilaboðin sem skuldabréfamarkaðurinn gaf voru þau að verðbólga næstu ára og áratugar myndi vera um 4,5% að meðaltali og að stýrivextir Seðlabankans myndu hækka frekar hratt, eða um 2,5 prósentur næstu misserin. Áhyggjurnar komu ekki sem þruma úr heiðskíru lofti því á endanum féll WOW og ferðamönnum fækkaði umtalsvert í kjölfarið. Hins vegar gleymdist að taka inn í myndina á þessum svörtu haustmánuðum að fjármagn myndi óhjákvæmilega leita í háa innlenda vexti þegar saman fer jákvæður viðskiptajöfnuður, lágar skuldir og mikill sparnaður. Við það styður hið óskuldsetta gjaldeyrisfjall sem staðsett er í Seðlabanka Íslands. Á sama tíma og gjaldeyrisvaraforðinn hélt aftur af gengisstyrkingunni árin 2016-17, hefur hann nú, ásamt minnkandi innflutningi í kólnandi hagkerfi, komið í veg fyrir frekari veikingu krónunnar á meðan áföll hafa dunið yfir útflutningsgreinarnar. Fátt bendir til annars en að nokkuð stöðugt gengi krónunnar sé fram undan. Nú, um sex mánuðum seinna, hefur átt sér stað ótrúlegur viðsnúningur. Í stað snarpt hækkandi vaxta hafa þeir lækkað um hálft prósentustig og verðbólguvæntingar á skuldabréfamarkaði hríðfallið. Raunvextir og einkum nafnvextir skuldabréfa, hafa lækkað skarpt, bæði til lengri og skemmri tíma. Frá vaxtalækkun Seðlabankans í maí hafa verðbólguvæntingar á skuldabréfamarkaði til 2 ára lækkað um hálft prósent – stýrivextir þyrftu því nú að lækka um slíkt hið sama, einungis til að koma í veg fyrir aukningu á vaxtaaðhaldi bankans. Ólíklegt verður að teljast að það sé vilji Seðlabankans miðað við þann efnahagsslaka sem nú blasir við. Svipuð þróun hefur átt sér stað erlendis á þessu ári og hafa langtíma raun- og nafnvextir í flestum þróuðum ríkjum lækkað verulega. Margt bendir til að niðursveiflan í ferðaþjónustunni verði dýpri og lengri en Seðlabankinn spáði í nýjustu hagspá sinni og því spár um framleiðsluslaka og atvinnuleysi of bjartsýnar. Verði verðbólga hófleg næstu misseri, eins og flest bendir til, má reikna með að vextir Seðlabankans geti lækkað umtalsvert. Nýtt og áður óþekkt vaxtastig gæti verið í uppsiglingu.Hver verða áhrifin? Lægra vaxtastig hefur áhrif á heimili, fyrirtæki, lífeyriskerfið, ríkissjóð og sveitarfélög. Skuldir flestra fyrirtækja eru tengdar við stýrivexti Seðlabankans (gegnum millibankavexti) eða við langtímaraunvexti á skuldabréfamarkaði. Lækkun vaxta á skuldabréfamarkaði hefur þó enn ekki skilað sér að ráði í föstum vöxtum íbúðalána en breytilegir húsnæðislánavextir hafa lækkað. Fjármagnseigendur sem eru vanir því að geta áhættulaust sótt raunvexti á bilinu 2% til 4% í innlánum, geta ekki vænst jákvæðra raunvaxta næstu árin og verða því að sækja í áhættusamari fjárfestingar í leit að raunávöxtun. Í ljósi mikillar lækkunar langtímaraunvaxta á Íslandi (nú um 1,0%) sem og erlendis (langtímaraunvextir stærstu myntsvæða eru á bilinu -2% til +0,3%) gæti íslenska lífeyrissjóðskerfið átt erfitt með að skila sjóðsfélögum þeim réttindum sem stefnt er að í dag. Einnig gæti mikill munur á bókfærðu verði og markaðsverði skuldabréfa í samtryggingardeildum hugsanlega ýtt undir réttindaávinnslu yngri sjóðsfélaga á kostnað þeirra eldri. Áhrif á íslenska ríkið og einkum sveitarfélögin gætu orðið mikil því vaxtakjör þeirra hafa lækkað hlutfallslega mest og þau hafa greiðastan aðgang að langtímafjármagni. Vaxtakostnaður opinberra aðila er í dag um þriðjungur af því sem hann var fyrir hálfum áratug. Ljóst er að núverandi niðursveifla verður ólík þeim fyrri sem oftast hafa endað með gengisfalli, verðbólguskoti og vaxtahækkunum. Nú ríkir gengisstöðugleiki, verðbólguhorfur eru góðar og að öðru óbreyttu umtalsvert svigrúm til vaxtalækkana. Lágir vextir auka ráðstöfunartekjur heimila, styðja við fjárfestingar fyrirtækja og hins opinbera og ættu því að geta mildað höggið sem fram undan er. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Agnar Tómas Möller Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens Skoðun Stuðningsyfirlýsing forstöðumanna Sólheima Elfa Björk Kristjánsdóttir Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson Skoðun Eigum við samleið Ragnheiður Ríkharðsdóttir Skoðun Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson Skoðun Agaleysi bítur Árelía Eydís Guðmundsdóttir Skoðun Þjóðarmorð Palestínu Guðný Gústafsdóttir Skoðun Orka Breiðafjarðar Ingólfur Hermannsson Skoðun Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson Skoðun Skoðun Skoðun Lýðræðið tekið úr höndum nemenda í Lundarskóla Benedikt Már Þorvaldsson skrifar Skoðun Geðheilbrigði er mannréttindamál Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Stuðningsyfirlýsing forstöðumanna Sólheima Elfa Björk Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Sniðganga fyrir Palestínu Hólmfríður Drífa Jónsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Hrönn G. Guðmundsdóttir,Katrín Björg Þórisdóttir,Þorbjörg Ída Ívarsdóttir,Yvonne Höller skrifar Skoðun Tími skyndilausna á húsnæðismarkaði er liðinn Gunnar Axel Axelsson skrifar Skoðun Lýðræði í mótvindi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Orka Breiðafjarðar Ingólfur Hermannsson skrifar Skoðun Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson skrifar Skoðun Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson skrifar Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson skrifar Skoðun Eigum við samleið Ragnheiður Ríkharðsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorð Palestínu Guðný Gústafsdóttir skrifar Skoðun Agaleysi bítur Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens skrifar Skoðun Ísland boðar mannúð en býður útlegð Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Börnin eru ekki tölur Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Endurskoðun vaxtarmarka forsenda frekari uppbyggingar Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Að kveikja á síðustu eldspýtunni Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Hvað veit Hafró um verndun hafsvæða? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Ógnar stjórnleysi á landamærunum íslensku samfélagi? Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Grímulaus aðför að landsbyggðinni Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Menningarstríð í borginni Hildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Málfrelsið Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Austurland lykilhlekkur í varnarmálum Ragnar Sigurðsson skrifar Skoðun Áhyggjur af fyrirhugaðri sameiningu Hljóðbókasafns Íslands Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Fjárfesting í færni Maj-Britt Hjördís Briem skrifar Skoðun Hvar á ég heima? Aðgengi fólks með POTS að heilbrigðisþjónustu Hugrún Vignisdóttir skrifar Skoðun Lærum af reynslunni Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Sjá meira
Síðla hausts 2018 er óhætt að segja að fjármálamarkaðir á Íslandi hafi verið skelkaðir. Áhyggjur af fækkun ferðamanna og slæmri stöðu flugfélagsins WOW ofan í það sem virtist vonlaus staða á vinnumarkaði, leiddi til snarps falls krónunnar samhliða miklum verðlækkunum á mörkuðum. Skilaboðin sem skuldabréfamarkaðurinn gaf voru þau að verðbólga næstu ára og áratugar myndi vera um 4,5% að meðaltali og að stýrivextir Seðlabankans myndu hækka frekar hratt, eða um 2,5 prósentur næstu misserin. Áhyggjurnar komu ekki sem þruma úr heiðskíru lofti því á endanum féll WOW og ferðamönnum fækkaði umtalsvert í kjölfarið. Hins vegar gleymdist að taka inn í myndina á þessum svörtu haustmánuðum að fjármagn myndi óhjákvæmilega leita í háa innlenda vexti þegar saman fer jákvæður viðskiptajöfnuður, lágar skuldir og mikill sparnaður. Við það styður hið óskuldsetta gjaldeyrisfjall sem staðsett er í Seðlabanka Íslands. Á sama tíma og gjaldeyrisvaraforðinn hélt aftur af gengisstyrkingunni árin 2016-17, hefur hann nú, ásamt minnkandi innflutningi í kólnandi hagkerfi, komið í veg fyrir frekari veikingu krónunnar á meðan áföll hafa dunið yfir útflutningsgreinarnar. Fátt bendir til annars en að nokkuð stöðugt gengi krónunnar sé fram undan. Nú, um sex mánuðum seinna, hefur átt sér stað ótrúlegur viðsnúningur. Í stað snarpt hækkandi vaxta hafa þeir lækkað um hálft prósentustig og verðbólguvæntingar á skuldabréfamarkaði hríðfallið. Raunvextir og einkum nafnvextir skuldabréfa, hafa lækkað skarpt, bæði til lengri og skemmri tíma. Frá vaxtalækkun Seðlabankans í maí hafa verðbólguvæntingar á skuldabréfamarkaði til 2 ára lækkað um hálft prósent – stýrivextir þyrftu því nú að lækka um slíkt hið sama, einungis til að koma í veg fyrir aukningu á vaxtaaðhaldi bankans. Ólíklegt verður að teljast að það sé vilji Seðlabankans miðað við þann efnahagsslaka sem nú blasir við. Svipuð þróun hefur átt sér stað erlendis á þessu ári og hafa langtíma raun- og nafnvextir í flestum þróuðum ríkjum lækkað verulega. Margt bendir til að niðursveiflan í ferðaþjónustunni verði dýpri og lengri en Seðlabankinn spáði í nýjustu hagspá sinni og því spár um framleiðsluslaka og atvinnuleysi of bjartsýnar. Verði verðbólga hófleg næstu misseri, eins og flest bendir til, má reikna með að vextir Seðlabankans geti lækkað umtalsvert. Nýtt og áður óþekkt vaxtastig gæti verið í uppsiglingu.Hver verða áhrifin? Lægra vaxtastig hefur áhrif á heimili, fyrirtæki, lífeyriskerfið, ríkissjóð og sveitarfélög. Skuldir flestra fyrirtækja eru tengdar við stýrivexti Seðlabankans (gegnum millibankavexti) eða við langtímaraunvexti á skuldabréfamarkaði. Lækkun vaxta á skuldabréfamarkaði hefur þó enn ekki skilað sér að ráði í föstum vöxtum íbúðalána en breytilegir húsnæðislánavextir hafa lækkað. Fjármagnseigendur sem eru vanir því að geta áhættulaust sótt raunvexti á bilinu 2% til 4% í innlánum, geta ekki vænst jákvæðra raunvaxta næstu árin og verða því að sækja í áhættusamari fjárfestingar í leit að raunávöxtun. Í ljósi mikillar lækkunar langtímaraunvaxta á Íslandi (nú um 1,0%) sem og erlendis (langtímaraunvextir stærstu myntsvæða eru á bilinu -2% til +0,3%) gæti íslenska lífeyrissjóðskerfið átt erfitt með að skila sjóðsfélögum þeim réttindum sem stefnt er að í dag. Einnig gæti mikill munur á bókfærðu verði og markaðsverði skuldabréfa í samtryggingardeildum hugsanlega ýtt undir réttindaávinnslu yngri sjóðsfélaga á kostnað þeirra eldri. Áhrif á íslenska ríkið og einkum sveitarfélögin gætu orðið mikil því vaxtakjör þeirra hafa lækkað hlutfallslega mest og þau hafa greiðastan aðgang að langtímafjármagni. Vaxtakostnaður opinberra aðila er í dag um þriðjungur af því sem hann var fyrir hálfum áratug. Ljóst er að núverandi niðursveifla verður ólík þeim fyrri sem oftast hafa endað með gengisfalli, verðbólguskoti og vaxtahækkunum. Nú ríkir gengisstöðugleiki, verðbólguhorfur eru góðar og að öðru óbreyttu umtalsvert svigrúm til vaxtalækkana. Lágir vextir auka ráðstöfunartekjur heimila, styðja við fjárfestingar fyrirtækja og hins opinbera og ættu því að geta mildað höggið sem fram undan er.
Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun
Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens Skoðun
Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson Skoðun
Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson Skoðun
Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson Skoðun
Skoðun Sniðganga fyrir Palestínu Hólmfríður Drífa Jónsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Hrönn G. Guðmundsdóttir,Katrín Björg Þórisdóttir,Þorbjörg Ída Ívarsdóttir,Yvonne Höller skrifar
Skoðun Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson skrifar
Skoðun Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson skrifar
Skoðun Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson skrifar
Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson skrifar
Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens skrifar
Skoðun Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar
Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun
Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens Skoðun
Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson Skoðun
Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson Skoðun
Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson Skoðun