Eaton seldi fyrir 1,1 milljarð í Símanum Kristinn Ingi Jónsson skrifar 5. júní 2019 08:00 Sviptingar hafa verið í hluthafahópi Símans undanfarið. Fréttablaðið/Anton Brink Tveir sjóðir á vegum bandaríska eignastýringarfyrirtækisins Eaton Vance Management seldu samanlagt um 2,6 prósenta hlut, jafnvirði tæplega 1,1 milljarðs króna, í Símanum í liðnum mánuði. Þetta má lesa út úr nýjum lista yfir stærstu hluthafa fjarskiptafélagsins. Sjóðirnir tveir – Global Macro Absolute Return Advantage og Global Macro Portfolio – hafa þannig selt alls 3,1 prósents hlut í Símanum á umliðnum tveimur mánuðum og fara nú með 5,9 prósent í félaginu. Aðrir erlendir fjárfestingarsjóðir í hópi stærstu hluthafa Símans, að bresku eignastýringunni Miton undanskilinni, hafa jafnframt minnkað við sig í fjarskiptafélaginu síðustu vikur og mánuði samhliða því sem Stoðir, eitt stærsta fjárfestingarfélag landsins, hafa keypt ríflega átta prósenta hlut í félaginu. Sjóðir á vegum annars vegar bandaríska sjóðastýringarfyrirtækisins Wellington Management og hins vegar breska vogunarsjóðsins Lansdowne Partners eru til að mynda ekki lengur á lista yfir stærstu hluthafa Símans þar sem þeir hafa verið síðustu ár. Erlendu fjárfestingarsjóðirnir í hluthafahópi Símans hófu að minnka við hlut sinn í fjarskiptafélaginu í apríl en eins og Markaðurinn hefur greint frá seldu þeir samanlagt um 2,4 prósenta hlut, sem jafngildir um 980 milljónum króna miðað við núverandi hlutabréfaverð, í félaginu á fyrstu tveimur vikum aprílmánaðar. Stoðir, sem eru í meirihlutaeigu meðal annars Jóns Sigurðssonar, Einars Arnar Ólafssonar, Magnúsar Ármann, og TM, hófu að fjárfesta í Símanum í apríl og eru nú stærstu einkafjárfestarnir í hluthafahópi félagsins með 8,1 prósents hlut. Gengi bréfa Símans hefur hækkað um 18 prósent frá áramótum. Birtist í Fréttablaðinu Fjarskipti Markaðir Mest lesið Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Viðskipti innlent Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Viðskipti innlent Kaflaskil: „Allt í einu er ekkert í dagatalinu“ Atvinnulíf Kúabændur skora á ráðherra að falla frá breytingum Viðskipti innlent Pétur Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna Viðskipti innlent Hegðun Norðuráls vonbrigði og Orkuveitan fari fram á fulla greiðslu Viðskipti innlent Einkenni gervigreindar-kvíða og góð ráð Atvinnulíf Framúrskarandi tískuvöruverslunin með stórt hjarta Framúrskarandi kynning Ríkið sýknað af kröfum Vélfagsmanna Viðskipti innlent Vélfag áfrýjar dómnum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Pétur Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna Kúabændur skora á ráðherra að falla frá breytingum Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Sólveig Kolbrún og Harpa Björg til Iðunnar Vélfag áfrýjar dómnum Vill láta hart mæta hörðu Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Stofnar félag um olíuleit Ríkið sýknað af kröfum Vélfagsmanna Fengið jákvæð viðbrögð frá Evrópusambandinu Hegðun Norðuráls vonbrigði og Orkuveitan fari fram á fulla greiðslu Makrílveiðimenn töpuðu baráttu sinni við ríkið Bein útsending: Umhverfisdagur atvinnulífsins Hjöðnun verðbólgu í sjónmáli Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna GK Reykjavík minnkar við sig Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Kristján lætur af störfum hjá Samherja Steinar Waage opnar á Akureyri Tekur við stöðu markaðsstjóra Kadeco Möguleiki á að verndaraðgerðirnar verði felldar fyrr úr gildi Sýn fær flýtimeðferð Ístak byggir Fossvogsbrú Fyrirtæki óvenju virk í fasteignakaupum í október Ísbúð Huppu flytur af Nesinu á Ægissíðuna Viðbrögð bankanna eftir vaxtamálið vonbrigði Sjá meira
Tveir sjóðir á vegum bandaríska eignastýringarfyrirtækisins Eaton Vance Management seldu samanlagt um 2,6 prósenta hlut, jafnvirði tæplega 1,1 milljarðs króna, í Símanum í liðnum mánuði. Þetta má lesa út úr nýjum lista yfir stærstu hluthafa fjarskiptafélagsins. Sjóðirnir tveir – Global Macro Absolute Return Advantage og Global Macro Portfolio – hafa þannig selt alls 3,1 prósents hlut í Símanum á umliðnum tveimur mánuðum og fara nú með 5,9 prósent í félaginu. Aðrir erlendir fjárfestingarsjóðir í hópi stærstu hluthafa Símans, að bresku eignastýringunni Miton undanskilinni, hafa jafnframt minnkað við sig í fjarskiptafélaginu síðustu vikur og mánuði samhliða því sem Stoðir, eitt stærsta fjárfestingarfélag landsins, hafa keypt ríflega átta prósenta hlut í félaginu. Sjóðir á vegum annars vegar bandaríska sjóðastýringarfyrirtækisins Wellington Management og hins vegar breska vogunarsjóðsins Lansdowne Partners eru til að mynda ekki lengur á lista yfir stærstu hluthafa Símans þar sem þeir hafa verið síðustu ár. Erlendu fjárfestingarsjóðirnir í hluthafahópi Símans hófu að minnka við hlut sinn í fjarskiptafélaginu í apríl en eins og Markaðurinn hefur greint frá seldu þeir samanlagt um 2,4 prósenta hlut, sem jafngildir um 980 milljónum króna miðað við núverandi hlutabréfaverð, í félaginu á fyrstu tveimur vikum aprílmánaðar. Stoðir, sem eru í meirihlutaeigu meðal annars Jóns Sigurðssonar, Einars Arnar Ólafssonar, Magnúsar Ármann, og TM, hófu að fjárfesta í Símanum í apríl og eru nú stærstu einkafjárfestarnir í hluthafahópi félagsins með 8,1 prósents hlut. Gengi bréfa Símans hefur hækkað um 18 prósent frá áramótum.
Birtist í Fréttablaðinu Fjarskipti Markaðir Mest lesið Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Viðskipti innlent Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Viðskipti innlent Kaflaskil: „Allt í einu er ekkert í dagatalinu“ Atvinnulíf Kúabændur skora á ráðherra að falla frá breytingum Viðskipti innlent Pétur Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna Viðskipti innlent Hegðun Norðuráls vonbrigði og Orkuveitan fari fram á fulla greiðslu Viðskipti innlent Einkenni gervigreindar-kvíða og góð ráð Atvinnulíf Framúrskarandi tískuvöruverslunin með stórt hjarta Framúrskarandi kynning Ríkið sýknað af kröfum Vélfagsmanna Viðskipti innlent Vélfag áfrýjar dómnum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Pétur Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna Kúabændur skora á ráðherra að falla frá breytingum Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Sólveig Kolbrún og Harpa Björg til Iðunnar Vélfag áfrýjar dómnum Vill láta hart mæta hörðu Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Stofnar félag um olíuleit Ríkið sýknað af kröfum Vélfagsmanna Fengið jákvæð viðbrögð frá Evrópusambandinu Hegðun Norðuráls vonbrigði og Orkuveitan fari fram á fulla greiðslu Makrílveiðimenn töpuðu baráttu sinni við ríkið Bein útsending: Umhverfisdagur atvinnulífsins Hjöðnun verðbólgu í sjónmáli Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna GK Reykjavík minnkar við sig Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Kristján lætur af störfum hjá Samherja Steinar Waage opnar á Akureyri Tekur við stöðu markaðsstjóra Kadeco Möguleiki á að verndaraðgerðirnar verði felldar fyrr úr gildi Sýn fær flýtimeðferð Ístak byggir Fossvogsbrú Fyrirtæki óvenju virk í fasteignakaupum í október Ísbúð Huppu flytur af Nesinu á Ægissíðuna Viðbrögð bankanna eftir vaxtamálið vonbrigði Sjá meira