Johansson lét mikið að sér kveða í knattspyrnuheiminum. Hann var harður stuðningsmaður AIK og var stjórnarformaður þar frá 1967 til 1980. Hann var heiðursstjórnarformaður félagsins er hann lést.
Hann var svo formaður sænska knattspyrnusambandsins frá 1985 til 1990. Hann tók við sem forseti UEFA árið 1990 og stýrði sambandinu til ársins 2007. Hann var einnig varaforseti FIFA á þessum árum.
AIK Fotboll har sorg
AIK Fotboll har sorg efter att ha nåtts av beskedet att Lennart Johansson har avlidit. AIK:s hedersordförande blev 89 år. AIK Fotbolls tankar går till Lennarts anhöriga och vänner. https://t.co/wvPdeKlZb5pic.twitter.com/QwfNKsM5Sx
— AIK Fotboll (@aikfotboll) June 5, 2019