Xi segir Pútín sinn albesta vin Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 6. júní 2019 07:45 Leiðtogunum tveimur kom afar vel saman á fundi í gær. Nordicphotos/AFP Samband Rússlands og Kína hefur aldrei verið jafngott. Þetta sögðu þeir Xi Jinping, forseti Kína, og Vladímír Pútín, forseti Rússlands, áður en þeir funduðu saman í rússnesku höfuðborginni Moskvu í gær. „Okkur hefur tekist að styrkja sambandið svo mjög að það hefur aldrei í sögunni verið traustara. Við munum halda áfram á þessari leið og erum tilbúnir til náins samstarfs,“ sagði Xi. Leiðtogarnir voru saman komnir til þess að fagna 70 ára afmæli stjórnmálasambands veldanna tveggja. Þeir undirrituðu viðskipta- og fjárfestingarsamninga í leiðinni en ekki lá fyrir er fréttin var skrifuð nákvæmlega um hvað þeir samningar snerust. Í dag mun Xi svo halda ræðu á SPIEF-efnahagsmálaráðstefnunni í Sankti Pétursborg. Xi sagði í viðtali við rússneska ríkismiðilinn TASS að Pútín væri hans besti og nánasti vinur. „Samskipti mín við Pútín forseta byggjast á miklu og gagnkvæmu trausti. Á þeim grunni byggjum við nána vináttu okkar. Við komum fram við hvor annan af virðingu, erum hreinskilnir og sýnum hvor öðrum skilning.“ Nánara samstarf Kína og Rússlands gæti reynst ríkjunum tveimur mikilvægt nú þegar þau standa frammi fyrir aukinni andstöðu Bandaríkjamanna. Ríkisstjórn Donalds Trump Bandaríkjaforseta á í erfiðu tollastríði við Kínverja sem Trump segir vegna viðskiptahalla og þá er samband Bandaríkjamanna og Rússa afar stirt. Einkum vegna meintra óeðlilegra afskipta Rússa af forsetakosningunum 2016 sem Robert Mueller, sérstakur saksóknari sem rannsakaði málið í Bandaríkjunum, kallaði „árás á stjórnkerfi Bandaríkjanna“. Bandaríski miðillinn CNN hafði eftir Willy Lam, prófessor og stjórnmálagreinanda við Kínverska háskólann í Hong Kong, að þessi leiðtogafundur væri til þess gerður að sýna Bandaríkjamönnum að „sterkt bandalag Peking og Moskvu“ gæti staðið gegn því sem kínversk stjórnvöld kalla bandaríska einangrunarhyggju. Sú greining rímar við orðræðu kínverska forsetans sem hefur undanfarin misseri orðið tíðrætt um mikilvægi alþjóðlegs samstarfs. Ríkin standa saman í andstöðu við Bandaríkin í málefnum Írans til dæmis. Kínverski forsetinn sagði í gær að ríkin væru sammála um kjarnorkumál Írans og lýsti sig mótfallinn einhliða viðskiptaþvingunum Bandaríkjanna. Þá sagði hann einnig að Kína myndi beita sér fyrir sátt í Venesúela en bæði Kínverjar og Rússar styðja Nicolás Maduro forseta á meðan Bandaríkjamenn styðja stjórnarandstæðinginn Juan Guaidó, sem hið valdalitla þing álítur starfandi forseta. Kínverjar og Rússar hafa ekki einungis tekið höndum saman á sviði alþjóðastjórnmálanna heldur hafa viðskipti á milli ríkjanna einnig aukist mjög, að því er Xi sjálfur sagði frá. Forsetinn sagði virði viðskiptanna hafa aukist um 30 prósent á milli áranna 2017 og 2018. Þá hafi Kínverjar flutt inn rússneskar vörur fyrir um 42,7 prósentum meira fé á síðasta ári samanborið við 2017. Birtist í Fréttablaðinu Kína Rússland Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Innlent Bein útsending: Upplýsingafundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Erlent Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Innlent Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Innlent Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Innlent Musk sagður hafa átt fund með sendiherra Íran Erlent Fleiri fréttir Framsókn í geðheilbrigðismálum Fangelsaðar fyrir að gagnrýna forsetann og klæðaburð Musk sagður hafa átt fund með sendiherra Íran Segja loftslagsráðstefnurnar ekki lengur þjóna tilgangi sínum Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Trump setur Kennedy í heilbrigðismálin Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu The Onion kaupir InfoWars Vill sýna þinginu hver ræður Sprengdi sig upp fyrir utan hæstarétt Brasilíu Um 800 milljónir manna í heiminum með sykursýki Vilja svipta Le Pen frelsinu og kjörgengi í fimm ár Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Repúblikanar með Hvíta húsið og allt þingið undir sinni stjórn „Valdaskiptin munu ganga svo smurt fyrir sig“ Melania Trump afþakkaði boð Jill Biden Stefnir í hreinsanir innan Pentagon Ætlar að hætta áður en Trump rekur hann Mikil fjölgun í aftökum Rússa á stríðsföngum Hvítrússnesk andófskona skýtur upp kollinum eftir langa þögn Vill verða bæjarstjóri í Þórshöfn eftir kosningasigur Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Fjölgar hratt í ríkisstjórn Trumps Ganga til kosninga í febrúar Vörpuðu sprengjum á hópa tengda Íran í Sýrlandi Aðeins einn af tíu segist myndu tilkynna ofbeldið að fenginni reynslu Sjá meira
Samband Rússlands og Kína hefur aldrei verið jafngott. Þetta sögðu þeir Xi Jinping, forseti Kína, og Vladímír Pútín, forseti Rússlands, áður en þeir funduðu saman í rússnesku höfuðborginni Moskvu í gær. „Okkur hefur tekist að styrkja sambandið svo mjög að það hefur aldrei í sögunni verið traustara. Við munum halda áfram á þessari leið og erum tilbúnir til náins samstarfs,“ sagði Xi. Leiðtogarnir voru saman komnir til þess að fagna 70 ára afmæli stjórnmálasambands veldanna tveggja. Þeir undirrituðu viðskipta- og fjárfestingarsamninga í leiðinni en ekki lá fyrir er fréttin var skrifuð nákvæmlega um hvað þeir samningar snerust. Í dag mun Xi svo halda ræðu á SPIEF-efnahagsmálaráðstefnunni í Sankti Pétursborg. Xi sagði í viðtali við rússneska ríkismiðilinn TASS að Pútín væri hans besti og nánasti vinur. „Samskipti mín við Pútín forseta byggjast á miklu og gagnkvæmu trausti. Á þeim grunni byggjum við nána vináttu okkar. Við komum fram við hvor annan af virðingu, erum hreinskilnir og sýnum hvor öðrum skilning.“ Nánara samstarf Kína og Rússlands gæti reynst ríkjunum tveimur mikilvægt nú þegar þau standa frammi fyrir aukinni andstöðu Bandaríkjamanna. Ríkisstjórn Donalds Trump Bandaríkjaforseta á í erfiðu tollastríði við Kínverja sem Trump segir vegna viðskiptahalla og þá er samband Bandaríkjamanna og Rússa afar stirt. Einkum vegna meintra óeðlilegra afskipta Rússa af forsetakosningunum 2016 sem Robert Mueller, sérstakur saksóknari sem rannsakaði málið í Bandaríkjunum, kallaði „árás á stjórnkerfi Bandaríkjanna“. Bandaríski miðillinn CNN hafði eftir Willy Lam, prófessor og stjórnmálagreinanda við Kínverska háskólann í Hong Kong, að þessi leiðtogafundur væri til þess gerður að sýna Bandaríkjamönnum að „sterkt bandalag Peking og Moskvu“ gæti staðið gegn því sem kínversk stjórnvöld kalla bandaríska einangrunarhyggju. Sú greining rímar við orðræðu kínverska forsetans sem hefur undanfarin misseri orðið tíðrætt um mikilvægi alþjóðlegs samstarfs. Ríkin standa saman í andstöðu við Bandaríkin í málefnum Írans til dæmis. Kínverski forsetinn sagði í gær að ríkin væru sammála um kjarnorkumál Írans og lýsti sig mótfallinn einhliða viðskiptaþvingunum Bandaríkjanna. Þá sagði hann einnig að Kína myndi beita sér fyrir sátt í Venesúela en bæði Kínverjar og Rússar styðja Nicolás Maduro forseta á meðan Bandaríkjamenn styðja stjórnarandstæðinginn Juan Guaidó, sem hið valdalitla þing álítur starfandi forseta. Kínverjar og Rússar hafa ekki einungis tekið höndum saman á sviði alþjóðastjórnmálanna heldur hafa viðskipti á milli ríkjanna einnig aukist mjög, að því er Xi sjálfur sagði frá. Forsetinn sagði virði viðskiptanna hafa aukist um 30 prósent á milli áranna 2017 og 2018. Þá hafi Kínverjar flutt inn rússneskar vörur fyrir um 42,7 prósentum meira fé á síðasta ári samanborið við 2017.
Birtist í Fréttablaðinu Kína Rússland Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Innlent Bein útsending: Upplýsingafundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Erlent Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Innlent Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Innlent Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Innlent Musk sagður hafa átt fund með sendiherra Íran Erlent Fleiri fréttir Framsókn í geðheilbrigðismálum Fangelsaðar fyrir að gagnrýna forsetann og klæðaburð Musk sagður hafa átt fund með sendiherra Íran Segja loftslagsráðstefnurnar ekki lengur þjóna tilgangi sínum Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Trump setur Kennedy í heilbrigðismálin Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu The Onion kaupir InfoWars Vill sýna þinginu hver ræður Sprengdi sig upp fyrir utan hæstarétt Brasilíu Um 800 milljónir manna í heiminum með sykursýki Vilja svipta Le Pen frelsinu og kjörgengi í fimm ár Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Repúblikanar með Hvíta húsið og allt þingið undir sinni stjórn „Valdaskiptin munu ganga svo smurt fyrir sig“ Melania Trump afþakkaði boð Jill Biden Stefnir í hreinsanir innan Pentagon Ætlar að hætta áður en Trump rekur hann Mikil fjölgun í aftökum Rússa á stríðsföngum Hvítrússnesk andófskona skýtur upp kollinum eftir langa þögn Vill verða bæjarstjóri í Þórshöfn eftir kosningasigur Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Fjölgar hratt í ríkisstjórn Trumps Ganga til kosninga í febrúar Vörpuðu sprengjum á hópa tengda Íran í Sýrlandi Aðeins einn af tíu segist myndu tilkynna ofbeldið að fenginni reynslu Sjá meira