Bæta úr aðgengi fyrir fatlaða í sjóböðunum Sveinn Arnarsson skrifar 6. júní 2019 08:30 Sjóböðin við Húsavík hafa verið afar fjölsótt upp á síðkastið og hafa vakið verðskuldaða athygli og lof ferðalanga, erlendra sem íslenskra. MYND/GEOSEA Sjóböðin á Húsavíkurhöfða, sem voru opnuð í september síðastliðnum, hafa ekki að fullu staðið við fyrirliggjandi hönnum þegar kemur að aðgengi fatlaðra. Skipulags- og byggingarfulltrúi Norðurþings fer fram á að útbúnaður í búningsklefum verði lagaður svo að hann henti fötluðu fólki, til samræmis við hönnun hússins. Sjálfsbjörg kvartaði til byggingarfulltrúa varðandi aðgengi og upplifun fatlaðra í sjóböðunum. Taldi sambandið ýmsa vankanta á þar sem um baðstað væri að ræða sem opinn væri öllum. Sigurjón Steinsson, framkvæmdastjóri sjóbaðanna, segir stutt síðan staðurinn var opnaður og að unnið sé að endurbótum. „Við viljum leggja okkur fram um að aðgengi allra að sjóböðunum sé sem best. Við erum að vinna í lagfæringum til að koma til móts við þennan hóp fólks. Mikilvægt er að vinna þær umbætur hratt og örugglega,“ segir Sigurjón. Skipulags- og byggingarfulltrúi Norðurþings svaraði Sjálfsbjörg í byrjun júní. Byggingarfulltrúi fer fram á í skýrslu að búningsklefar sjóbaðanna verði útbúnir þannig að það henti fötluðum sem allra fyrst þar sem stuðningshandföng hafi ekki verið sett upp. Einnig var gert ráð fyrir að ein sturta ætti að vera í hvorum klefa sem hentaði fötluðum einstaklingum. „Þó er enn hvorki búið að setja upp sæti né stuðningshandföng til samræmis við hönnun.“ Byggingarfulltrúi fer einnig fram á það við fyrirtækið að sturtur verði útbúnar til samræmis við fyrirliggjandi hönnun. Einnig segir í skýrslunni að við hönnun hússins hafi verið lagt í gerð ramps af bílastæðum sem ætti að þjónusta fatlaða sem ófatlaða. „ Þannig stenst núverandi aðkoma að húsinu ákvæði reglugerðar að mestu en raunar ekki að alveg öllu leyti þar sem hluti hans telst of brattur,“ segir í skýrslu byggingarfulltrúans. Hægt er að aka fólki í hjólastólum inn að sunnanverðu. Hins vegar telur Sigurjón, framkvæmdastjóri sjóbaðanna, að „ekki sé æskilegt að aka ökutækjum nema í undantekningartilvikum nærri baðstað til að vernda upplifun gesta.“ Bergur Þorri Benjamínsson, formaður Sjálfsbjargar, segir eðlilegt að hugað sé að þörfum allra áður en staðir eins og sjóböðin séu opnaðir. „Ég er búinn að vera í samskiptum við fyrirtækið sem rekur sjóböðin nú í nokkuð langan tíma. Það er hvimleitt að við þurfum að standa í þessu því þetta ætti auðvitað að vera sjálfsagt mál,“ segir Bergur Þorri. „Það sem skiptir máli er að hugað sé að málum sem þessum áður en haldið er í svo stórar framkvæmdir.“ Birtist í Fréttablaðinu Ferðamennska á Íslandi Norðurþing Mest lesið Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Innlent Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Innlent Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Innlent Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Erlent Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Innlent Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Innlent Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Erlent Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Erlent Gular viðvaranir vegna snjókomunnar suðvestantil Veður Fleiri fréttir Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Ástarbréf eru velkomin á héraðsskjalasöfn landsins Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Hinna látnu minnst í Flateyrarkirkju Sorg á Flateyri og rússnesk kjarnorkueldflaug Er enn að vinna úr því að hafa lifað Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Sjá meira
Sjóböðin á Húsavíkurhöfða, sem voru opnuð í september síðastliðnum, hafa ekki að fullu staðið við fyrirliggjandi hönnum þegar kemur að aðgengi fatlaðra. Skipulags- og byggingarfulltrúi Norðurþings fer fram á að útbúnaður í búningsklefum verði lagaður svo að hann henti fötluðu fólki, til samræmis við hönnun hússins. Sjálfsbjörg kvartaði til byggingarfulltrúa varðandi aðgengi og upplifun fatlaðra í sjóböðunum. Taldi sambandið ýmsa vankanta á þar sem um baðstað væri að ræða sem opinn væri öllum. Sigurjón Steinsson, framkvæmdastjóri sjóbaðanna, segir stutt síðan staðurinn var opnaður og að unnið sé að endurbótum. „Við viljum leggja okkur fram um að aðgengi allra að sjóböðunum sé sem best. Við erum að vinna í lagfæringum til að koma til móts við þennan hóp fólks. Mikilvægt er að vinna þær umbætur hratt og örugglega,“ segir Sigurjón. Skipulags- og byggingarfulltrúi Norðurþings svaraði Sjálfsbjörg í byrjun júní. Byggingarfulltrúi fer fram á í skýrslu að búningsklefar sjóbaðanna verði útbúnir þannig að það henti fötluðum sem allra fyrst þar sem stuðningshandföng hafi ekki verið sett upp. Einnig var gert ráð fyrir að ein sturta ætti að vera í hvorum klefa sem hentaði fötluðum einstaklingum. „Þó er enn hvorki búið að setja upp sæti né stuðningshandföng til samræmis við hönnun.“ Byggingarfulltrúi fer einnig fram á það við fyrirtækið að sturtur verði útbúnar til samræmis við fyrirliggjandi hönnun. Einnig segir í skýrslunni að við hönnun hússins hafi verið lagt í gerð ramps af bílastæðum sem ætti að þjónusta fatlaða sem ófatlaða. „ Þannig stenst núverandi aðkoma að húsinu ákvæði reglugerðar að mestu en raunar ekki að alveg öllu leyti þar sem hluti hans telst of brattur,“ segir í skýrslu byggingarfulltrúans. Hægt er að aka fólki í hjólastólum inn að sunnanverðu. Hins vegar telur Sigurjón, framkvæmdastjóri sjóbaðanna, að „ekki sé æskilegt að aka ökutækjum nema í undantekningartilvikum nærri baðstað til að vernda upplifun gesta.“ Bergur Þorri Benjamínsson, formaður Sjálfsbjargar, segir eðlilegt að hugað sé að þörfum allra áður en staðir eins og sjóböðin séu opnaðir. „Ég er búinn að vera í samskiptum við fyrirtækið sem rekur sjóböðin nú í nokkuð langan tíma. Það er hvimleitt að við þurfum að standa í þessu því þetta ætti auðvitað að vera sjálfsagt mál,“ segir Bergur Þorri. „Það sem skiptir máli er að hugað sé að málum sem þessum áður en haldið er í svo stórar framkvæmdir.“
Birtist í Fréttablaðinu Ferðamennska á Íslandi Norðurþing Mest lesið Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Innlent Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Innlent Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Innlent Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Erlent Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Innlent Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Innlent Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Erlent Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Erlent Gular viðvaranir vegna snjókomunnar suðvestantil Veður Fleiri fréttir Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Ástarbréf eru velkomin á héraðsskjalasöfn landsins Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Hinna látnu minnst í Flateyrarkirkju Sorg á Flateyri og rússnesk kjarnorkueldflaug Er enn að vinna úr því að hafa lifað Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Sjá meira