Kyle Lowry vill að stuðningsmaður Golden State Warriors verði settur í ævibann frá NBA Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 6. júní 2019 13:00 Kyle Lowry og umræddur áhorfendi sem fékk ekki að klára leikinn í nótt. Getty/y Lachlan Cunningham Kyle Lowry átti frábæran leik með Toronto Raptors í úrslitaeinvígi NBA-deildarinnar í nótt en hann lenti líka í útistöðum við einn stuðningsmann Golden State Warriors í miðjum leik. Kyle Lowry endaði leikinn með 23 stig og 9 stoðsendingar og Toronto komst 2-1 yfir í einvíginu með sannfærandi sigri á útivelli. Heimavallarrétturinn er nú aftur þeirra. Atvikið sem vakti ekki síður athygli en frammistaða Kyle Lowry inn á vellinum gerðist rétt fyrir utan hann.Kyle Lowry was shaking his head after a courtside fan pushed him when he fell into the crowd. pic.twitter.com/5SwQv3hdnN — NBA on ESPN (@ESPNNBA) June 6, 2019Kyle Lowry skutlaði sér þá inn í miðjan áhorfendahópinn við hliðarlínuna til að reyna að bjarga lausum bolta. Nokkrir áhorfendanna fengu að finna fyrir því en það voru þó ekki þeir sem voru ósáttir heldur einn af áhorfendunum í fremstu röð sem rétt slapp við að fá Lowry í fangið. „Hann greip í mig að ástæðulausu og síðan sagði hann nokkur dónaleg orð við mig. Hann blótaði mér síðan ítrekað. Það er ekki pláss fyrir slíkt í okkar deild. Sem betur fer þá hentu þeir honum út úr húsi eftir að ég útskýrði málið fyrir öryggisvörðunum,“ sagði Kyle Lowry eftir leikinn. „Deildin tekur vanalega hart og vel á svona málum og vonandi verður þessi einstaklingur settur í eilífðarbann frá NBA,“ sagði Lowry. Kyle Lowry ræddi uppákomuna á Sport Center eftir leikinn eins og sjá má hér fyrir neðan en þar má einnig finna þetta umrædda atvik."He reached over and put his hands on me for no reason then he said a couple vulgar words to me ... hopefully they ban him from all NBA games ever." —Kyle Lowry to @notthefakeSVP on a fan who pushed him after he fell into the crowd pic.twitter.com/2BdmdUahF8 — SportsCenter (@SportsCenter) June 6, 2019A fan was escorted out for shoving Kyle Lowry after a collision courtside. The game is on Sportsnet. #NBAFinalspic.twitter.com/mPFjoiVdHT — TSN (@TSN_Sports) June 6, 2019 NBA Mest lesið Íslenskt stuðningsfólk varar við svindli í höllinni Handbolti Stærsta blað Slóveníu: Sársaukafull kennslustund Handbolti Ósáttur afi Sölva skildi ekki hvernig Arnar gat rekið hann í beinni Íslenski boltinn Einkunnir Strákanna okkar á móti Slóveníu: Viktor! Gísli! Hallgrímsson! Handbolti Solskjær: Lét mig vinna launalaust Fótbolti HM í dag: Forseti IHF sagður hafa beðið Þorgerði Katrínu um að afhenda verðlaunin Handbolti Óvænt rekinn með símtali rétt áður en Elísabet tók við Fótbolti Ísland byrjar á Egyptum og spilar tvo kvöldleiki Handbolti Samfélagsmiðlar yfir sigrinum á Slóveníu: „Viktor Gísli bestur í heimi eða?“ Handbolti „Hann á eftir að verða betri, áttiði ykkur á því“ Handbolti Fleiri fréttir Valur og Keflavík í undanúrslit Uppgjörið: KR - Njarðvík 116-67 | KR-ingar kjöldrógu Njarðvík og fara í undanúrslit „Óvirðing af hæstu stærðargráðu“ „Þeim líður vel að hafa hann í kringum sig“ Pavel stakk upp á áhugaverðum skiptum Kominn úr banni en gleðin enn týnd Ægir: Mjög stórt fyrir klúbba að komast í þessa leiki Uppgjör og viðtöl: Álftanes - Stjarnan 88-100 | Stjarnan á leið í undanúrslit enn einu sinni Uppgjörið: Ármann - Hamar/Þór 65-94 | Ármenningar engin fyrirstaða Þykir vænst um Skallagrím: „Ástæðan fyrir því að ég er hérna“ Er Jokic bara að djóka? Elvar næst stigahæstur í háspennu sigri Grindavík marði Stjörnuna í lokin „Erum með samfélag sem trúir á okkur“ Njarðvíkingar kláruðu Stólana í lokin Uppgjörið: Þór Ak. - Haukar 94-87 | Þórsarar á leið í undanúrslit annað árið í röð Búnir að fá nóg af stælunum í Grindvíkingum Uppgjörið: Haukar - Tindastóll 100-99 | Sigur í fyrsta heimaleik Friðriks Inga Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 107-98 | Njarðvíkingar unnu Öllaslaginn „Mjög margir sem voru að gera frábæra hluti fyrir okkur“ Uppgjörið: Höttur - Grindavík 63-64 | Troðsla Kane tryggði Grindavík sigur Uppgjörið: Valur - Álftanes 87-81 | Valur innbyrti gríðarlega mikilvægan sigur Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 103-101 | Toppliðið tapaði eftir framlengingu í Breiðholti Uppgjörið: KR - Þór Þ. 102-99 | Heimasigur í spennutrylli Ein svakalegasta troðsla tímabilsins fékk ekki að standa Uppgjör: Tindastóll - Þór Ak. 80-83 | Átta sigrar í röð hjá Þórskonum „Fann að það héldu allir með okkur“ „Kjafturinn á honum stoppaði ekki allan tímann“ Eltihrellir Caitlin Clark með uppsteyt í dómsal „Karfan er æði en lífið er skítt“ Sjá meira
Kyle Lowry átti frábæran leik með Toronto Raptors í úrslitaeinvígi NBA-deildarinnar í nótt en hann lenti líka í útistöðum við einn stuðningsmann Golden State Warriors í miðjum leik. Kyle Lowry endaði leikinn með 23 stig og 9 stoðsendingar og Toronto komst 2-1 yfir í einvíginu með sannfærandi sigri á útivelli. Heimavallarrétturinn er nú aftur þeirra. Atvikið sem vakti ekki síður athygli en frammistaða Kyle Lowry inn á vellinum gerðist rétt fyrir utan hann.Kyle Lowry was shaking his head after a courtside fan pushed him when he fell into the crowd. pic.twitter.com/5SwQv3hdnN — NBA on ESPN (@ESPNNBA) June 6, 2019Kyle Lowry skutlaði sér þá inn í miðjan áhorfendahópinn við hliðarlínuna til að reyna að bjarga lausum bolta. Nokkrir áhorfendanna fengu að finna fyrir því en það voru þó ekki þeir sem voru ósáttir heldur einn af áhorfendunum í fremstu röð sem rétt slapp við að fá Lowry í fangið. „Hann greip í mig að ástæðulausu og síðan sagði hann nokkur dónaleg orð við mig. Hann blótaði mér síðan ítrekað. Það er ekki pláss fyrir slíkt í okkar deild. Sem betur fer þá hentu þeir honum út úr húsi eftir að ég útskýrði málið fyrir öryggisvörðunum,“ sagði Kyle Lowry eftir leikinn. „Deildin tekur vanalega hart og vel á svona málum og vonandi verður þessi einstaklingur settur í eilífðarbann frá NBA,“ sagði Lowry. Kyle Lowry ræddi uppákomuna á Sport Center eftir leikinn eins og sjá má hér fyrir neðan en þar má einnig finna þetta umrædda atvik."He reached over and put his hands on me for no reason then he said a couple vulgar words to me ... hopefully they ban him from all NBA games ever." —Kyle Lowry to @notthefakeSVP on a fan who pushed him after he fell into the crowd pic.twitter.com/2BdmdUahF8 — SportsCenter (@SportsCenter) June 6, 2019A fan was escorted out for shoving Kyle Lowry after a collision courtside. The game is on Sportsnet. #NBAFinalspic.twitter.com/mPFjoiVdHT — TSN (@TSN_Sports) June 6, 2019
NBA Mest lesið Íslenskt stuðningsfólk varar við svindli í höllinni Handbolti Stærsta blað Slóveníu: Sársaukafull kennslustund Handbolti Ósáttur afi Sölva skildi ekki hvernig Arnar gat rekið hann í beinni Íslenski boltinn Einkunnir Strákanna okkar á móti Slóveníu: Viktor! Gísli! Hallgrímsson! Handbolti Solskjær: Lét mig vinna launalaust Fótbolti HM í dag: Forseti IHF sagður hafa beðið Þorgerði Katrínu um að afhenda verðlaunin Handbolti Óvænt rekinn með símtali rétt áður en Elísabet tók við Fótbolti Ísland byrjar á Egyptum og spilar tvo kvöldleiki Handbolti Samfélagsmiðlar yfir sigrinum á Slóveníu: „Viktor Gísli bestur í heimi eða?“ Handbolti „Hann á eftir að verða betri, áttiði ykkur á því“ Handbolti Fleiri fréttir Valur og Keflavík í undanúrslit Uppgjörið: KR - Njarðvík 116-67 | KR-ingar kjöldrógu Njarðvík og fara í undanúrslit „Óvirðing af hæstu stærðargráðu“ „Þeim líður vel að hafa hann í kringum sig“ Pavel stakk upp á áhugaverðum skiptum Kominn úr banni en gleðin enn týnd Ægir: Mjög stórt fyrir klúbba að komast í þessa leiki Uppgjör og viðtöl: Álftanes - Stjarnan 88-100 | Stjarnan á leið í undanúrslit enn einu sinni Uppgjörið: Ármann - Hamar/Þór 65-94 | Ármenningar engin fyrirstaða Þykir vænst um Skallagrím: „Ástæðan fyrir því að ég er hérna“ Er Jokic bara að djóka? Elvar næst stigahæstur í háspennu sigri Grindavík marði Stjörnuna í lokin „Erum með samfélag sem trúir á okkur“ Njarðvíkingar kláruðu Stólana í lokin Uppgjörið: Þór Ak. - Haukar 94-87 | Þórsarar á leið í undanúrslit annað árið í röð Búnir að fá nóg af stælunum í Grindvíkingum Uppgjörið: Haukar - Tindastóll 100-99 | Sigur í fyrsta heimaleik Friðriks Inga Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 107-98 | Njarðvíkingar unnu Öllaslaginn „Mjög margir sem voru að gera frábæra hluti fyrir okkur“ Uppgjörið: Höttur - Grindavík 63-64 | Troðsla Kane tryggði Grindavík sigur Uppgjörið: Valur - Álftanes 87-81 | Valur innbyrti gríðarlega mikilvægan sigur Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 103-101 | Toppliðið tapaði eftir framlengingu í Breiðholti Uppgjörið: KR - Þór Þ. 102-99 | Heimasigur í spennutrylli Ein svakalegasta troðsla tímabilsins fékk ekki að standa Uppgjör: Tindastóll - Þór Ak. 80-83 | Átta sigrar í röð hjá Þórskonum „Fann að það héldu allir með okkur“ „Kjafturinn á honum stoppaði ekki allan tímann“ Eltihrellir Caitlin Clark með uppsteyt í dómsal „Karfan er æði en lífið er skítt“ Sjá meira