Eyjafjarðardeild 4x4 klúbbsins lagaði Bjarnarflagið: „Kunna svo sannarlega að vinna“ Birgir Olgeirsson skrifar 6. júní 2019 10:36 Úr varð góð kvöldstund þegar meðlimir Eyjafjarðardeildar 4x4 klúbbsins tóku höndum saman og lagfærðu Bjarnarflagið. Hjalti Steinn Gunnarsson Daði Lange Friðriksson, einn af jarðeigendum að Reykjahlíð í Mývatnssveit, stóð við Bjarnarflag að taka myndir af skemmdunum sem hlutust af utanvegaakstri rússneskra ferðamanna í vikunni þegar hópur úr Eyjafjarðardeild Ferðaklúbbsins 4x4 mætti á svæðið vopnaðir hrífum. „Þeir mættu þarna og gengu strax vasklega til verka en greinilega vanir vinnumenn og sveitadrengir upp til hópa. Þeir kunna svo sannarlega að vinna, samstilltir og flottir, og úr varð skemmtileg kvöldstund,“ segir Daði Lange í samtali við Vísi. Daði heillaðist af dugnaðinum, greip að sjálfsögðu hrífu og fór í verkið með Eyjafjarðarhópnum.Landeigandi að Reykjahlíð sagði greinilegt að þarna færu menn sem kynnu að vinna.Eyjaðfjarðardeild ferðaklúbssins 4x4Bjarnarflagið er viðkvæmt jarðhitasvæði við jarðböðin í Mývatnssveit og ógróið út af jarðhitanum. Daði segir að þeim hafi tekist að raka yfir hjólförin og djúp fótspor eftir ferðamennina og þá sem unnu að því að losa bílinn úr flaginu. Nú þurfi náttúran að fá tíma til að jafna sig, hvað það tekur langan tíma er óráðið að sögn Daða, það gæti tekið eitt ár eða jafnvel tíu.Þeim tókst að raka yfir förin en svæðið þarf enn tíma til að jafna sig.Hjalti Steinn Gunnarsson„Það þarf að rigna og snjóa yfir þetta áður en við getum farið að sjá árangurinn,“ segir Daði. Jarðvegurinn var mislitur en eftir að búið var að raka yfir förin þá varð liturinn fremur einsleitur. Hann segist hafa séð utanvegaakstur víða, þar á meðal við Hrossaborgina og víða austur á fjöllum þar sem menn hafa gert sér að leik að spóla í hringi í sandi. Þessi utanvegaakstur hafi þó verið frábrugðinn þeim öllum. Sporin voru mörg hver mjög djúp.Hjalti Steinn Gunnarsson„Þetta er svo galið. Hann er nærri lentur ofan í hverasvæði. Þetta er eiginlega fáránlega, bara klikkun. Og til að kóróna allt birti hann myndir af þessu,“ segir Daði. Ökumaður bílsins var yfirheyrður af lögreglu og fór daginn eftir á lögreglustöðina á Akureyri þar sem hann samþykkti að ljúka málinu með 450 þúsund króna sekt, en lágmarkssekt við utanvegaakstri samkvæmt lögum um náttúruvernd eru 350 þúsund krónur. Ferðamaðurinn tjáði sig síðar meir á Instagram-reikningi sínum þar sem hann sagðist ekki hafa gert sér grein fyrir að utanvegaakstur væri ólöglegur á Íslandi. Skútustaðahreppur Umhverfismál Tengdar fréttir „Enginn sagði mér að utanvegaakstur væri ólöglegur“ Rússneski ferðamaðurinn sem gerðist sekur um utanvegaakstur við Bjarnarflag í Mývatnssveit um helgina hefur tjáð sig um athæfið. Hann segist ekki hafa gert sér grein fyrir að utanvegaakstur væri ólöglegur á Íslandi, hópur hans hafi orðið fyrir aðkasti vegna málsins auk þess sem að hann gagnrýnir þá sem farið hafa hörðum orðum um hann á samfélagsmiðlum vegna málsins. 4. júní 2019 13:33 Staðgreiddi 450 þúsund króna sekt vegna utanvegaaksturs Rússneska samfélagsmiðlastjarnan sem gripin var við utanvegaakstur í grennd við Jarðböðin í Mývatnssveit var sektuð um 450 þúsund krónur. Sektin var staðgreidd á lögreglustöðinni á Akureyri fyrr í dag. 3. júní 2019 14:04 Instagramstjörnur göntuðust með utanvegaakstur við Mývatn Lögreglumenn frá Húsavík höfðu í dag afskipti af ökumanni bifreiðar sem ekið hafði verið utan vegar í Bjarnarflagi við Mývatn. Lögreglan á Norðurlandi eystra staðfestir í samtali við Vísi að ökumaður bílsins og farþegar hafi verið boðaðir til móts við lögreglu á morgun til að ganga frá málinu. 2. júní 2019 22:00 Skilur lítið í köldum kveðjum Íslendinga: „Af hverju eruð þið svona reið?“ Ferðamannsins bíður fleiri hundruð þúsund króna sekt fyrir utanvegaaksturinn í Bjarnarflagi. 3. júní 2019 11:15 Mest lesið Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Innlent Þinglokasamningur í höfn Innlent Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Mennirnir enn í haldi lögreglu Innlent Fleiri fréttir Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Sjá meira
Daði Lange Friðriksson, einn af jarðeigendum að Reykjahlíð í Mývatnssveit, stóð við Bjarnarflag að taka myndir af skemmdunum sem hlutust af utanvegaakstri rússneskra ferðamanna í vikunni þegar hópur úr Eyjafjarðardeild Ferðaklúbbsins 4x4 mætti á svæðið vopnaðir hrífum. „Þeir mættu þarna og gengu strax vasklega til verka en greinilega vanir vinnumenn og sveitadrengir upp til hópa. Þeir kunna svo sannarlega að vinna, samstilltir og flottir, og úr varð skemmtileg kvöldstund,“ segir Daði Lange í samtali við Vísi. Daði heillaðist af dugnaðinum, greip að sjálfsögðu hrífu og fór í verkið með Eyjafjarðarhópnum.Landeigandi að Reykjahlíð sagði greinilegt að þarna færu menn sem kynnu að vinna.Eyjaðfjarðardeild ferðaklúbssins 4x4Bjarnarflagið er viðkvæmt jarðhitasvæði við jarðböðin í Mývatnssveit og ógróið út af jarðhitanum. Daði segir að þeim hafi tekist að raka yfir hjólförin og djúp fótspor eftir ferðamennina og þá sem unnu að því að losa bílinn úr flaginu. Nú þurfi náttúran að fá tíma til að jafna sig, hvað það tekur langan tíma er óráðið að sögn Daða, það gæti tekið eitt ár eða jafnvel tíu.Þeim tókst að raka yfir förin en svæðið þarf enn tíma til að jafna sig.Hjalti Steinn Gunnarsson„Það þarf að rigna og snjóa yfir þetta áður en við getum farið að sjá árangurinn,“ segir Daði. Jarðvegurinn var mislitur en eftir að búið var að raka yfir förin þá varð liturinn fremur einsleitur. Hann segist hafa séð utanvegaakstur víða, þar á meðal við Hrossaborgina og víða austur á fjöllum þar sem menn hafa gert sér að leik að spóla í hringi í sandi. Þessi utanvegaakstur hafi þó verið frábrugðinn þeim öllum. Sporin voru mörg hver mjög djúp.Hjalti Steinn Gunnarsson„Þetta er svo galið. Hann er nærri lentur ofan í hverasvæði. Þetta er eiginlega fáránlega, bara klikkun. Og til að kóróna allt birti hann myndir af þessu,“ segir Daði. Ökumaður bílsins var yfirheyrður af lögreglu og fór daginn eftir á lögreglustöðina á Akureyri þar sem hann samþykkti að ljúka málinu með 450 þúsund króna sekt, en lágmarkssekt við utanvegaakstri samkvæmt lögum um náttúruvernd eru 350 þúsund krónur. Ferðamaðurinn tjáði sig síðar meir á Instagram-reikningi sínum þar sem hann sagðist ekki hafa gert sér grein fyrir að utanvegaakstur væri ólöglegur á Íslandi.
Skútustaðahreppur Umhverfismál Tengdar fréttir „Enginn sagði mér að utanvegaakstur væri ólöglegur“ Rússneski ferðamaðurinn sem gerðist sekur um utanvegaakstur við Bjarnarflag í Mývatnssveit um helgina hefur tjáð sig um athæfið. Hann segist ekki hafa gert sér grein fyrir að utanvegaakstur væri ólöglegur á Íslandi, hópur hans hafi orðið fyrir aðkasti vegna málsins auk þess sem að hann gagnrýnir þá sem farið hafa hörðum orðum um hann á samfélagsmiðlum vegna málsins. 4. júní 2019 13:33 Staðgreiddi 450 þúsund króna sekt vegna utanvegaaksturs Rússneska samfélagsmiðlastjarnan sem gripin var við utanvegaakstur í grennd við Jarðböðin í Mývatnssveit var sektuð um 450 þúsund krónur. Sektin var staðgreidd á lögreglustöðinni á Akureyri fyrr í dag. 3. júní 2019 14:04 Instagramstjörnur göntuðust með utanvegaakstur við Mývatn Lögreglumenn frá Húsavík höfðu í dag afskipti af ökumanni bifreiðar sem ekið hafði verið utan vegar í Bjarnarflagi við Mývatn. Lögreglan á Norðurlandi eystra staðfestir í samtali við Vísi að ökumaður bílsins og farþegar hafi verið boðaðir til móts við lögreglu á morgun til að ganga frá málinu. 2. júní 2019 22:00 Skilur lítið í köldum kveðjum Íslendinga: „Af hverju eruð þið svona reið?“ Ferðamannsins bíður fleiri hundruð þúsund króna sekt fyrir utanvegaaksturinn í Bjarnarflagi. 3. júní 2019 11:15 Mest lesið Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Innlent Þinglokasamningur í höfn Innlent Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Mennirnir enn í haldi lögreglu Innlent Fleiri fréttir Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Sjá meira
„Enginn sagði mér að utanvegaakstur væri ólöglegur“ Rússneski ferðamaðurinn sem gerðist sekur um utanvegaakstur við Bjarnarflag í Mývatnssveit um helgina hefur tjáð sig um athæfið. Hann segist ekki hafa gert sér grein fyrir að utanvegaakstur væri ólöglegur á Íslandi, hópur hans hafi orðið fyrir aðkasti vegna málsins auk þess sem að hann gagnrýnir þá sem farið hafa hörðum orðum um hann á samfélagsmiðlum vegna málsins. 4. júní 2019 13:33
Staðgreiddi 450 þúsund króna sekt vegna utanvegaaksturs Rússneska samfélagsmiðlastjarnan sem gripin var við utanvegaakstur í grennd við Jarðböðin í Mývatnssveit var sektuð um 450 þúsund krónur. Sektin var staðgreidd á lögreglustöðinni á Akureyri fyrr í dag. 3. júní 2019 14:04
Instagramstjörnur göntuðust með utanvegaakstur við Mývatn Lögreglumenn frá Húsavík höfðu í dag afskipti af ökumanni bifreiðar sem ekið hafði verið utan vegar í Bjarnarflagi við Mývatn. Lögreglan á Norðurlandi eystra staðfestir í samtali við Vísi að ökumaður bílsins og farþegar hafi verið boðaðir til móts við lögreglu á morgun til að ganga frá málinu. 2. júní 2019 22:00
Skilur lítið í köldum kveðjum Íslendinga: „Af hverju eruð þið svona reið?“ Ferðamannsins bíður fleiri hundruð þúsund króna sekt fyrir utanvegaaksturinn í Bjarnarflagi. 3. júní 2019 11:15