Nýir lögreglubílar hafa staðið óhreyfðir vikum saman hjá innflutningsaðila Jóhann K. Jóhannsson skrifar 6. júní 2019 18:30 Dæmi eru um að ríkislögreglustjóra hafi verið synjað um fyrirgreiðslu hjá þjónustufyrirtækjum vegna vanskila. Nýir lögreglubílar stóðu vikum saman ónotaðir hjá innflytjanda þar sem greiðsla vegna þeirra tafðist. Fjármálastjóri embættisins segir bókhaldið í lagi. Óánægja er á meðal lögreglustjóra á landinu með rekstur bílamiðstöðvar ríkislögreglustjóra sem sér um og leigir út öll lögreglutæki til embættanna. Kostnaður fyrir leigu hefur þótt hár og hafa sum hver embættin brugðið á það ráð að takmarka akstur bílanna til þess að halda niðri kostnaði, en það kemur niður á sýnilegri löggæslu. Lögreglufélag Norðurlands vestra sendi frá sér ályktun í gær þar sem meðal annars er lýst yfir fullum stuðningi þess efnis að lögreglustjórar sjái sjálfir um rekstur lögreglubifreiða og að bílamiðstöð ríkislögreglustjóra verði lögð niður.Jónas Ingi Pétursson, framkvæmdastjóri rekstrar hjá Embætti ríkislögreglustjóraVísir/Jóhann KAlmennir bílaleigubílar merktir lögreglueinkennum og notaðir til löggæslu „Eins og kunnugt er að þá er ágreiningur um rekstur bílamiðstöðvarinnar en dómamálaráðuneytið tók ákvörðun fyrir 20 árum að fela fagaðila innkaup og miðlægan rekstur lögreglubifreiða í landinu. Telji ráðuneytið að það sé hagkvæmara að gera þetta með öðrum hætti þá hlýtur það að leggja til einhverjar breytingar á þessum málum,“ segir Jónas Ingi Pétursson, framkvæmdastjóri rekstrar hjá Embætti ríkislögreglustjóra. Til að lækka rekstrarkostnað hafa að minnsta kosti tvö embætti þegar tekið í notkun bíla frá almennum bílaleigum til löggæslustarfa. Vegna þeirrar stöðu sendi Ríkislögreglustjóri frá sér fréttatilkynningu í morgun þar sem farið er fram á að Ríkisendurskoðun geri stjórnsýsluendurskoðun á rekstri bílamiðstöðvarinnar og lögmæti þess almennir bílaleigubílar séu notaði til löggæslustarfa. Fréttastofan óskaði eftir viðbrögðum frá dómsmálaráðuneytinu sem hyggst ekki tjá sig um málið. Fréttastofan hefur upplýsingar um lögreglustjórar og ríkislögreglustjóri muni funda um málið á morgun.Dæmi eru um að lögreglumenn hafi ekki getað tekið eldsneyti á lögreglutæki vegna vanskila eða fjárheimildir séu fullnýttarVísir/Jóhann KFréttastofan hefur fengið ábendingar um að fleira sé að í rekstri Ríkislögreglustjóra og það er að þjónustufyrirtæki hafi ekki veitt embættinu fyrirgreiðslu vegna vanskila. Dæmi eru um að lögreglumenn hafi ekki getað tekið eldsneyti á lögreglubíla, lokað hafi verið á fjarskiptafyrirtæki og verslanir ekki selt vörur eða veitt þjónustu. Þá hefur fréttastofan einnig upplýsingar um að afhending nýrra lögreglutækja hafi frestast um nokkrar vikur, þar sem tækin hafa ekki fengist greidd og því staðið, óhreyfð, vikum saman hjá umboðsaðila. „Það getur komið fyrir í þessum rekstri okkar að í einstökum tilfellum hafi menn fullnýtt úttektarheimildir, annað hvort á tæki eða þess háttar. Við höfum náð að bregðast við því eftir því sem þau hafa komið upp,“ segir Jónas. Jónasi er ekki kunnugt um að Ríkisendurskoðun sé með rekstur og fjármál embættisins til athugunar en segir eðlilegt að stofnunin annist fjárhagsendurskoðun Ríkislögreglustjóra.Er óráðsía í fjármálum ríkislögreglustjóra? „Nei,“ segir Jónas.Allt í góðum málum? „Allt!,“ segir Jónas. Lögreglan Tengdar fréttir Vilja að Landssamband lögreglumanna „standi í lappirnar“ gagnvart ríkislögreglustjóra Lögreglufélag Norðurlands vestra vill að breytingar verði gerðar á bílamálum lögreglu þannig að lögreglustjórar embættanna sjái sjálfir um rekstur bifreiða lögreglu og að bílamiðstöð ríkislögreglustjóra verði lögð niður. 5. júní 2019 20:46 Lögreglan vill skoða að nota bílaleigubíla til neyðaraksturs Ríkislögreglustjóri hefur óskað eftir stjórnsýsluendurskoðun á bifreiðamálum af hálfu ríkisendurskoðanda. 6. júní 2019 07:36 Mest lesið Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Erlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Erlent Fleiri fréttir Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira Sjá meira
Dæmi eru um að ríkislögreglustjóra hafi verið synjað um fyrirgreiðslu hjá þjónustufyrirtækjum vegna vanskila. Nýir lögreglubílar stóðu vikum saman ónotaðir hjá innflytjanda þar sem greiðsla vegna þeirra tafðist. Fjármálastjóri embættisins segir bókhaldið í lagi. Óánægja er á meðal lögreglustjóra á landinu með rekstur bílamiðstöðvar ríkislögreglustjóra sem sér um og leigir út öll lögreglutæki til embættanna. Kostnaður fyrir leigu hefur þótt hár og hafa sum hver embættin brugðið á það ráð að takmarka akstur bílanna til þess að halda niðri kostnaði, en það kemur niður á sýnilegri löggæslu. Lögreglufélag Norðurlands vestra sendi frá sér ályktun í gær þar sem meðal annars er lýst yfir fullum stuðningi þess efnis að lögreglustjórar sjái sjálfir um rekstur lögreglubifreiða og að bílamiðstöð ríkislögreglustjóra verði lögð niður.Jónas Ingi Pétursson, framkvæmdastjóri rekstrar hjá Embætti ríkislögreglustjóraVísir/Jóhann KAlmennir bílaleigubílar merktir lögreglueinkennum og notaðir til löggæslu „Eins og kunnugt er að þá er ágreiningur um rekstur bílamiðstöðvarinnar en dómamálaráðuneytið tók ákvörðun fyrir 20 árum að fela fagaðila innkaup og miðlægan rekstur lögreglubifreiða í landinu. Telji ráðuneytið að það sé hagkvæmara að gera þetta með öðrum hætti þá hlýtur það að leggja til einhverjar breytingar á þessum málum,“ segir Jónas Ingi Pétursson, framkvæmdastjóri rekstrar hjá Embætti ríkislögreglustjóra. Til að lækka rekstrarkostnað hafa að minnsta kosti tvö embætti þegar tekið í notkun bíla frá almennum bílaleigum til löggæslustarfa. Vegna þeirrar stöðu sendi Ríkislögreglustjóri frá sér fréttatilkynningu í morgun þar sem farið er fram á að Ríkisendurskoðun geri stjórnsýsluendurskoðun á rekstri bílamiðstöðvarinnar og lögmæti þess almennir bílaleigubílar séu notaði til löggæslustarfa. Fréttastofan óskaði eftir viðbrögðum frá dómsmálaráðuneytinu sem hyggst ekki tjá sig um málið. Fréttastofan hefur upplýsingar um lögreglustjórar og ríkislögreglustjóri muni funda um málið á morgun.Dæmi eru um að lögreglumenn hafi ekki getað tekið eldsneyti á lögreglutæki vegna vanskila eða fjárheimildir séu fullnýttarVísir/Jóhann KFréttastofan hefur fengið ábendingar um að fleira sé að í rekstri Ríkislögreglustjóra og það er að þjónustufyrirtæki hafi ekki veitt embættinu fyrirgreiðslu vegna vanskila. Dæmi eru um að lögreglumenn hafi ekki getað tekið eldsneyti á lögreglubíla, lokað hafi verið á fjarskiptafyrirtæki og verslanir ekki selt vörur eða veitt þjónustu. Þá hefur fréttastofan einnig upplýsingar um að afhending nýrra lögreglutækja hafi frestast um nokkrar vikur, þar sem tækin hafa ekki fengist greidd og því staðið, óhreyfð, vikum saman hjá umboðsaðila. „Það getur komið fyrir í þessum rekstri okkar að í einstökum tilfellum hafi menn fullnýtt úttektarheimildir, annað hvort á tæki eða þess háttar. Við höfum náð að bregðast við því eftir því sem þau hafa komið upp,“ segir Jónas. Jónasi er ekki kunnugt um að Ríkisendurskoðun sé með rekstur og fjármál embættisins til athugunar en segir eðlilegt að stofnunin annist fjárhagsendurskoðun Ríkislögreglustjóra.Er óráðsía í fjármálum ríkislögreglustjóra? „Nei,“ segir Jónas.Allt í góðum málum? „Allt!,“ segir Jónas.
Lögreglan Tengdar fréttir Vilja að Landssamband lögreglumanna „standi í lappirnar“ gagnvart ríkislögreglustjóra Lögreglufélag Norðurlands vestra vill að breytingar verði gerðar á bílamálum lögreglu þannig að lögreglustjórar embættanna sjái sjálfir um rekstur bifreiða lögreglu og að bílamiðstöð ríkislögreglustjóra verði lögð niður. 5. júní 2019 20:46 Lögreglan vill skoða að nota bílaleigubíla til neyðaraksturs Ríkislögreglustjóri hefur óskað eftir stjórnsýsluendurskoðun á bifreiðamálum af hálfu ríkisendurskoðanda. 6. júní 2019 07:36 Mest lesið Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Erlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Erlent Fleiri fréttir Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira Sjá meira
Vilja að Landssamband lögreglumanna „standi í lappirnar“ gagnvart ríkislögreglustjóra Lögreglufélag Norðurlands vestra vill að breytingar verði gerðar á bílamálum lögreglu þannig að lögreglustjórar embættanna sjái sjálfir um rekstur bifreiða lögreglu og að bílamiðstöð ríkislögreglustjóra verði lögð niður. 5. júní 2019 20:46
Lögreglan vill skoða að nota bílaleigubíla til neyðaraksturs Ríkislögreglustjóri hefur óskað eftir stjórnsýsluendurskoðun á bifreiðamálum af hálfu ríkisendurskoðanda. 6. júní 2019 07:36