Hafnfirðingar fá 150 manna vinnustað og útgerð í bónus Kristján Már Unnarsson skrifar 6. júní 2019 21:44 Jón Rúnar Halldórsson, framkvæmdastjóri Fornubúða hf. Stöð 2/Egill Aðalsteinsson. Fimm hæða nýbygging Hafrannsóknastofnunar er komin í fulla hæð við Hafnarfjarðarhöfn og stefnt að því að stofnunin flytji höfðustöðvar sínar þangað í október. Byggingin þykir framúrstefnuleg og fullyrt að hún verði eitt af kennileitum Hafnarfjarðar. Myndir af húsinu voru sýndar í fréttum Stöðvar 2. Byggingin rís á Óseyri í suðurhöfninni og er þegar farin að setja sterkan svip á bæinn. Fasteignafélagið Fornubúðir byggir húsið en framkvæmdastjóri þess, Jón Rúnar Halldórsson, telur húsið bæði reisulegt og fallegt, - segir það verða bæjarprýði og kennileiti. Húsið tók að rísa þann 24. janúar, fyrir rétt rúmum fjórum mánuðum, og stefnt að því að það verði tilbúið í október, eftir aðeins fjóra mánuði. Batteríið arkitektar í Hafnarfirði hönnuðu húsið en utan á það kemur álklæðning.Litir byggingarinnar eru sóttir í gamla bæ Hafnarfjarðar og fær hver burst sinn lit.Grafík/Batteríið arkitektar.„Það verður litur fyrir hverja burst og litina sækjum við í gamla bæinn. Þannig að þessi bygging samsvarar sér mjög vel í Hafnarfirði,“ segir Jón Rúnar. Þá vekur athygli að þetta er trébygging en aðalbyggingarefnið er svokallað krosslímt tré. „Mörgum trjám er plantað fyrir hvert eitt sem fellt er. Þannig að þetta er mjög umhverfisvænt.“Byggingin verður miðdepillinn í Hafnarfjarðarhöfn. Skip Hafrannsóknastofnunar fá viðlegurými framan við höfuðstöðvarnar.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.Í húsinu verða höfuðstöðvar Hafrannsóknastofnunar og Sjávarútvegsskóla Sameinuðu þjóðanna, með skrifstofum, rannsóknarstofum, sýningarsölum og kennslustofum. Um 150 störf flytjast úr Reykjavík en þetta verður einn stærsti vinnustaður Hafnarfjarðar. „Þetta er líka fólk með allskonar menntun, héðan og þaðan, og passar náttúrulega mjög vel fyrir Hafnarfjörð. Hafnarfjörður er og verður kenndur við sjávarútveg, þó að hér sé enginn kvóti eftir. En það er annað mál.“ Framan við húsið er samtímis unnið að gerð nýs viðlegukants fyrir rannsóknarskipin. „Hafrannsóknastofnun Íslands verður stærsti útgerðaraðili í Hafnarfirði líka, - í brúttótonnum talið. Það er ekkert öðruvísi en það,“ segir Jón Rúnar Halldórsson, framkvæmdastjóri Fornubúða hf. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Hafnarfjörður Sjávarútvegur Vísindi Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Erlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Háværar framkvæmdir stöðvaðar Innlent Fleiri fréttir Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Sjá meira
Fimm hæða nýbygging Hafrannsóknastofnunar er komin í fulla hæð við Hafnarfjarðarhöfn og stefnt að því að stofnunin flytji höfðustöðvar sínar þangað í október. Byggingin þykir framúrstefnuleg og fullyrt að hún verði eitt af kennileitum Hafnarfjarðar. Myndir af húsinu voru sýndar í fréttum Stöðvar 2. Byggingin rís á Óseyri í suðurhöfninni og er þegar farin að setja sterkan svip á bæinn. Fasteignafélagið Fornubúðir byggir húsið en framkvæmdastjóri þess, Jón Rúnar Halldórsson, telur húsið bæði reisulegt og fallegt, - segir það verða bæjarprýði og kennileiti. Húsið tók að rísa þann 24. janúar, fyrir rétt rúmum fjórum mánuðum, og stefnt að því að það verði tilbúið í október, eftir aðeins fjóra mánuði. Batteríið arkitektar í Hafnarfirði hönnuðu húsið en utan á það kemur álklæðning.Litir byggingarinnar eru sóttir í gamla bæ Hafnarfjarðar og fær hver burst sinn lit.Grafík/Batteríið arkitektar.„Það verður litur fyrir hverja burst og litina sækjum við í gamla bæinn. Þannig að þessi bygging samsvarar sér mjög vel í Hafnarfirði,“ segir Jón Rúnar. Þá vekur athygli að þetta er trébygging en aðalbyggingarefnið er svokallað krosslímt tré. „Mörgum trjám er plantað fyrir hvert eitt sem fellt er. Þannig að þetta er mjög umhverfisvænt.“Byggingin verður miðdepillinn í Hafnarfjarðarhöfn. Skip Hafrannsóknastofnunar fá viðlegurými framan við höfuðstöðvarnar.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.Í húsinu verða höfuðstöðvar Hafrannsóknastofnunar og Sjávarútvegsskóla Sameinuðu þjóðanna, með skrifstofum, rannsóknarstofum, sýningarsölum og kennslustofum. Um 150 störf flytjast úr Reykjavík en þetta verður einn stærsti vinnustaður Hafnarfjarðar. „Þetta er líka fólk með allskonar menntun, héðan og þaðan, og passar náttúrulega mjög vel fyrir Hafnarfjörð. Hafnarfjörður er og verður kenndur við sjávarútveg, þó að hér sé enginn kvóti eftir. En það er annað mál.“ Framan við húsið er samtímis unnið að gerð nýs viðlegukants fyrir rannsóknarskipin. „Hafrannsóknastofnun Íslands verður stærsti útgerðaraðili í Hafnarfirði líka, - í brúttótonnum talið. Það er ekkert öðruvísi en það,“ segir Jón Rúnar Halldórsson, framkvæmdastjóri Fornubúða hf. Hér má sjá frétt Stöðvar 2:
Hafnarfjörður Sjávarútvegur Vísindi Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Erlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Háværar framkvæmdir stöðvaðar Innlent Fleiri fréttir Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Sjá meira