Hafnfirðingar fá 150 manna vinnustað og útgerð í bónus Kristján Már Unnarsson skrifar 6. júní 2019 21:44 Jón Rúnar Halldórsson, framkvæmdastjóri Fornubúða hf. Stöð 2/Egill Aðalsteinsson. Fimm hæða nýbygging Hafrannsóknastofnunar er komin í fulla hæð við Hafnarfjarðarhöfn og stefnt að því að stofnunin flytji höfðustöðvar sínar þangað í október. Byggingin þykir framúrstefnuleg og fullyrt að hún verði eitt af kennileitum Hafnarfjarðar. Myndir af húsinu voru sýndar í fréttum Stöðvar 2. Byggingin rís á Óseyri í suðurhöfninni og er þegar farin að setja sterkan svip á bæinn. Fasteignafélagið Fornubúðir byggir húsið en framkvæmdastjóri þess, Jón Rúnar Halldórsson, telur húsið bæði reisulegt og fallegt, - segir það verða bæjarprýði og kennileiti. Húsið tók að rísa þann 24. janúar, fyrir rétt rúmum fjórum mánuðum, og stefnt að því að það verði tilbúið í október, eftir aðeins fjóra mánuði. Batteríið arkitektar í Hafnarfirði hönnuðu húsið en utan á það kemur álklæðning.Litir byggingarinnar eru sóttir í gamla bæ Hafnarfjarðar og fær hver burst sinn lit.Grafík/Batteríið arkitektar.„Það verður litur fyrir hverja burst og litina sækjum við í gamla bæinn. Þannig að þessi bygging samsvarar sér mjög vel í Hafnarfirði,“ segir Jón Rúnar. Þá vekur athygli að þetta er trébygging en aðalbyggingarefnið er svokallað krosslímt tré. „Mörgum trjám er plantað fyrir hvert eitt sem fellt er. Þannig að þetta er mjög umhverfisvænt.“Byggingin verður miðdepillinn í Hafnarfjarðarhöfn. Skip Hafrannsóknastofnunar fá viðlegurými framan við höfuðstöðvarnar.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.Í húsinu verða höfuðstöðvar Hafrannsóknastofnunar og Sjávarútvegsskóla Sameinuðu þjóðanna, með skrifstofum, rannsóknarstofum, sýningarsölum og kennslustofum. Um 150 störf flytjast úr Reykjavík en þetta verður einn stærsti vinnustaður Hafnarfjarðar. „Þetta er líka fólk með allskonar menntun, héðan og þaðan, og passar náttúrulega mjög vel fyrir Hafnarfjörð. Hafnarfjörður er og verður kenndur við sjávarútveg, þó að hér sé enginn kvóti eftir. En það er annað mál.“ Framan við húsið er samtímis unnið að gerð nýs viðlegukants fyrir rannsóknarskipin. „Hafrannsóknastofnun Íslands verður stærsti útgerðaraðili í Hafnarfirði líka, - í brúttótonnum talið. Það er ekkert öðruvísi en það,“ segir Jón Rúnar Halldórsson, framkvæmdastjóri Fornubúða hf. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Hafnarfjörður Sjávarútvegur Vísindi Mest lesið Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Innlent Neitað um lausn gegn tryggingu Erlent „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Innlent Fleiri fréttir Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Allir blása í Landeyjahöfn Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Fimm vistaðir í fangaklefa eftir hópslagsmál Þórisvatn fullt í fyrsta skipti í sex ár Íslenskar konur gáfu nýjan búning á fjallkonuna í Gimli Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Einn handtekinn vegna líkamsárasar Gosmóða mældist í Hvalfirði og á Vík í Mýrdal Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Sjá meira
Fimm hæða nýbygging Hafrannsóknastofnunar er komin í fulla hæð við Hafnarfjarðarhöfn og stefnt að því að stofnunin flytji höfðustöðvar sínar þangað í október. Byggingin þykir framúrstefnuleg og fullyrt að hún verði eitt af kennileitum Hafnarfjarðar. Myndir af húsinu voru sýndar í fréttum Stöðvar 2. Byggingin rís á Óseyri í suðurhöfninni og er þegar farin að setja sterkan svip á bæinn. Fasteignafélagið Fornubúðir byggir húsið en framkvæmdastjóri þess, Jón Rúnar Halldórsson, telur húsið bæði reisulegt og fallegt, - segir það verða bæjarprýði og kennileiti. Húsið tók að rísa þann 24. janúar, fyrir rétt rúmum fjórum mánuðum, og stefnt að því að það verði tilbúið í október, eftir aðeins fjóra mánuði. Batteríið arkitektar í Hafnarfirði hönnuðu húsið en utan á það kemur álklæðning.Litir byggingarinnar eru sóttir í gamla bæ Hafnarfjarðar og fær hver burst sinn lit.Grafík/Batteríið arkitektar.„Það verður litur fyrir hverja burst og litina sækjum við í gamla bæinn. Þannig að þessi bygging samsvarar sér mjög vel í Hafnarfirði,“ segir Jón Rúnar. Þá vekur athygli að þetta er trébygging en aðalbyggingarefnið er svokallað krosslímt tré. „Mörgum trjám er plantað fyrir hvert eitt sem fellt er. Þannig að þetta er mjög umhverfisvænt.“Byggingin verður miðdepillinn í Hafnarfjarðarhöfn. Skip Hafrannsóknastofnunar fá viðlegurými framan við höfuðstöðvarnar.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.Í húsinu verða höfuðstöðvar Hafrannsóknastofnunar og Sjávarútvegsskóla Sameinuðu þjóðanna, með skrifstofum, rannsóknarstofum, sýningarsölum og kennslustofum. Um 150 störf flytjast úr Reykjavík en þetta verður einn stærsti vinnustaður Hafnarfjarðar. „Þetta er líka fólk með allskonar menntun, héðan og þaðan, og passar náttúrulega mjög vel fyrir Hafnarfjörð. Hafnarfjörður er og verður kenndur við sjávarútveg, þó að hér sé enginn kvóti eftir. En það er annað mál.“ Framan við húsið er samtímis unnið að gerð nýs viðlegukants fyrir rannsóknarskipin. „Hafrannsóknastofnun Íslands verður stærsti útgerðaraðili í Hafnarfirði líka, - í brúttótonnum talið. Það er ekkert öðruvísi en það,“ segir Jón Rúnar Halldórsson, framkvæmdastjóri Fornubúða hf. Hér má sjá frétt Stöðvar 2:
Hafnarfjörður Sjávarútvegur Vísindi Mest lesið Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Innlent Neitað um lausn gegn tryggingu Erlent „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Innlent Fleiri fréttir Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Allir blása í Landeyjahöfn Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Fimm vistaðir í fangaklefa eftir hópslagsmál Þórisvatn fullt í fyrsta skipti í sex ár Íslenskar konur gáfu nýjan búning á fjallkonuna í Gimli Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Einn handtekinn vegna líkamsárasar Gosmóða mældist í Hvalfirði og á Vík í Mýrdal Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Sjá meira