Biðjast afsökunar á aðgerðum lögreglu í Stonewall uppreisninni fimmtíu árum síðar Sylvía Hall skrifar 6. júní 2019 23:01 Uppreisnin í Stonewall markaði kaflaskil í réttindabaráttu hinsegin fólks. Vísir/Getty Lögreglan í New York baðst í dag afsökunar á gjörðum sínum í hinni svokölluðu Stonewall uppreisn í júní árið 1969. Buzzfeed greinir frá. Fimmtíu ár eru liðin frá því að lögreglumenn í New York réðust inn á LBGTQ-barinn Stonewall þann 28. júní og tilkynntu gestum að þeir ætluðu að ráðast til inngöngu. Sagði lögregla á þeim tíma að ástæðan væri sú að barinn starfaði ekki samkvæmt áfengislögum. Gestir staðarins streittust á móti og leiddi það af sér átök dagana eftir á. Hundruð mótmæltu aðgerðum lögreglu sem varð til þess að margir voru handteknir og fjöldinn allur slasaðist. „Ég held það væri óábyrgt af mér, nú þegar við göngum inn í alþjóðlegan mánuð hinsegin fólks, að ræða ekki atburðina sem áttu sér stað á barnum Stonewall í júní 1969,“ sagði James O‘Neill lögreglustjóri í ávarpi sínu í höfuðstöðvum lögreglunnar. „Þó ég ætli ekki að standa hérna og láta sem ég sé sérfræðingur í því sem gerðist þá veit ég hvað hefði ekki átt að gerast.“James O'Neill.Vísir/GettyHann segir aðgerðir lögreglu hafa einfaldlega verið rangar. „Aðgerðirnar og lögin voru bæði óréttlát og kúgandi og ég biðst afsökunar á því,“ sagði O‘Neill í ávarpinu. Aðeins nokkrum klukkustundum fyrir ávarp O‘Neill höfðu samtök hinsegin fólks í New York kosið með því að krefjast þess að lögreglan bæðist afsökunar á aðgerðum sínum í Stonewall uppreisninni. Þau sögðu mikinn árangur hafa náðst í samskiptum við lögreglu í stjórnartíð O‘Neill en lögreglan ætti enn eftir að axla ábyrgð. „Það að axla ábyrgð og biðjast afsökunar á þessum atburði er lítið en þýðingarmikið skref í átt að því að bæta stærri kerfislæg vandamál sem halda áfram að skaða samfélag hinsegin fólks, sérstaklega transfólks og fólks sem verður fyrir kynþáttafordómum,“ sagði í yfirlýsingu frá samtökunum. Bandaríkin Jafnréttismál Tengdar fréttir Borgarstjórn samþykkti varanlegan regnboga í Reykjavík Áætlað er að regnboginn komi til framkvæmda í sumar. 4. júní 2019 19:53 Mest lesið Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Erlent Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Innlent 27 daga frostlausum kafla lokið Veður Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Erlent Sæti Artúrs logar Erlent Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Erlent Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Innlent Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Innlent Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið Innlent Fleiri fréttir Fordæma „markviss“ dráp Ísraela á blaðamönnum á Gasa Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Eyðilegging eftir skjálfta í Tyrklandi Ástralir hyggjast viðurkenna sjálfstæða Palestínu Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Sæti Artúrs logar Fundur Selenskí, Pútíns og Trump á næsta leiti Stór skjálfti reið yfir í Tyrklandi Furðar sig á viðvaningshætti í Washington og segir fundinn óþarfan Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Mexíkó hafnar aftur hermönnum Trumps „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Skotárás á Times Square Nyrsta olíuvinnslusvæði Noregs formlega opnað Eldur kviknaði í sögufrægri dómkirkju Gefur ekkert landsvæði eftir Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Geimfari Apollo 13 látinn Trump og Pútín funda í Alaska næsta föstudag Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Ákvörðun öryggisráðsins til marks um enn frekari stigmögnun Skipar hernum í hart við glæpasamtök Stefni á tilraun með kjarnorkuknúna eldflaug á norðurslóðum Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Sjá meira
Lögreglan í New York baðst í dag afsökunar á gjörðum sínum í hinni svokölluðu Stonewall uppreisn í júní árið 1969. Buzzfeed greinir frá. Fimmtíu ár eru liðin frá því að lögreglumenn í New York réðust inn á LBGTQ-barinn Stonewall þann 28. júní og tilkynntu gestum að þeir ætluðu að ráðast til inngöngu. Sagði lögregla á þeim tíma að ástæðan væri sú að barinn starfaði ekki samkvæmt áfengislögum. Gestir staðarins streittust á móti og leiddi það af sér átök dagana eftir á. Hundruð mótmæltu aðgerðum lögreglu sem varð til þess að margir voru handteknir og fjöldinn allur slasaðist. „Ég held það væri óábyrgt af mér, nú þegar við göngum inn í alþjóðlegan mánuð hinsegin fólks, að ræða ekki atburðina sem áttu sér stað á barnum Stonewall í júní 1969,“ sagði James O‘Neill lögreglustjóri í ávarpi sínu í höfuðstöðvum lögreglunnar. „Þó ég ætli ekki að standa hérna og láta sem ég sé sérfræðingur í því sem gerðist þá veit ég hvað hefði ekki átt að gerast.“James O'Neill.Vísir/GettyHann segir aðgerðir lögreglu hafa einfaldlega verið rangar. „Aðgerðirnar og lögin voru bæði óréttlát og kúgandi og ég biðst afsökunar á því,“ sagði O‘Neill í ávarpinu. Aðeins nokkrum klukkustundum fyrir ávarp O‘Neill höfðu samtök hinsegin fólks í New York kosið með því að krefjast þess að lögreglan bæðist afsökunar á aðgerðum sínum í Stonewall uppreisninni. Þau sögðu mikinn árangur hafa náðst í samskiptum við lögreglu í stjórnartíð O‘Neill en lögreglan ætti enn eftir að axla ábyrgð. „Það að axla ábyrgð og biðjast afsökunar á þessum atburði er lítið en þýðingarmikið skref í átt að því að bæta stærri kerfislæg vandamál sem halda áfram að skaða samfélag hinsegin fólks, sérstaklega transfólks og fólks sem verður fyrir kynþáttafordómum,“ sagði í yfirlýsingu frá samtökunum.
Bandaríkin Jafnréttismál Tengdar fréttir Borgarstjórn samþykkti varanlegan regnboga í Reykjavík Áætlað er að regnboginn komi til framkvæmda í sumar. 4. júní 2019 19:53 Mest lesið Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Erlent Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Innlent 27 daga frostlausum kafla lokið Veður Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Erlent Sæti Artúrs logar Erlent Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Erlent Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Innlent Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Innlent Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið Innlent Fleiri fréttir Fordæma „markviss“ dráp Ísraela á blaðamönnum á Gasa Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Eyðilegging eftir skjálfta í Tyrklandi Ástralir hyggjast viðurkenna sjálfstæða Palestínu Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Sæti Artúrs logar Fundur Selenskí, Pútíns og Trump á næsta leiti Stór skjálfti reið yfir í Tyrklandi Furðar sig á viðvaningshætti í Washington og segir fundinn óþarfan Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Mexíkó hafnar aftur hermönnum Trumps „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Skotárás á Times Square Nyrsta olíuvinnslusvæði Noregs formlega opnað Eldur kviknaði í sögufrægri dómkirkju Gefur ekkert landsvæði eftir Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Geimfari Apollo 13 látinn Trump og Pútín funda í Alaska næsta föstudag Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Ákvörðun öryggisráðsins til marks um enn frekari stigmögnun Skipar hernum í hart við glæpasamtök Stefni á tilraun með kjarnorkuknúna eldflaug á norðurslóðum Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Sjá meira
Borgarstjórn samþykkti varanlegan regnboga í Reykjavík Áætlað er að regnboginn komi til framkvæmda í sumar. 4. júní 2019 19:53