Hallærislegasti bardagamaður UFC reynir að komast í sögubækurnar Pétur Marinó Jónsson skrifar 8. júní 2019 10:45 Henry Cejudo með leikmuni. Vísir/Getty UFC 238 fer fram í kvöld þar sem tveir titilbardagar eru á dagskrá. Í aðalbardaga kvöldsins berst Henry Cejudo sem reynir eins og hann getur að vera aðeins öðruvísi. Henry Cejudo er ríkjandi fluguvigtarmeistari UFC. Hann fer nú upp í bantamvigt og freistar þess að verða meistari í tveimur þyngdarflokkum á sama tíma. Bantamvigtartitillinn er laus eftir að T.J. Dillashaw var sviptur titlinum eftir fall á lyfjaprófi. Með sigri verður hann sá fjórði í sögu UFC til að vera meistari í tveimur þyngdarflokkum á sama tíma. Afrek sem aðeins Conor McGregor, Daniel Cormier og Amanda Nunes hafa leikið eftir. Cejudo mætir Marlon Moraes sem hefur farið hamförum í undanförnum bardögum. Moraes hefur klárað síðustu þrjá bardaga á samanlagt undir fimm mínútum. Cejudo hefur mikið verið á milli tannanna hjá fólki aðallega eftir kjánalega tilburði á blaðamannafundum á undanförnum mánuðum. Fyrir Dillashaw bardagann mætti hann með snák í poka á blaðamannafund og slengdi honum í gólfið. Á síðasta blaðamannafund á fimmtudaginn mætti hann með kórónu, skikkju, leikföng í pípuhatt og staf. Enginn skilur hvað honum gengur til en Cejudo hefur fengið stimpilinn sem hallærislegasti bardagamaður UFC. Cejudo er samt frábær bardagamaður og tók gullverðlaun á Olympíuleikunum árið 2008. Cejudo minnist reyndar á gullverðlaunin við hvert tækifæri sem er orðið aðhlátursefni. Það verður samt að hrósa Cejudo fyrir að reyna að koma sér á framfæri þrátt fyrir kjánahrollinn sem fylgir. Cejudo mætir Moraes í aðalbardaga kvöldsins en í næstsíðasta bardaga kvöldsins mætast þær Valentina Shevchenko og Jessica Eye um fluguvigtartitil kvenna. Þeir Donald Cerrone og Tony Ferguson mætast síðan í þriðja síðasta bardaga kvöldsins og er það einn besti bardagi kvöldsins þrátt fyrir að ekkert belti sé undir. Aðdáendur eru spenntir fyrir að sjá Ferguson aftur en þó eru á kreiki áhyggjur af andlegri heilsu hans. UFC 238 fer fram í nótt og hefst bein útsending kl. 2:00 á Stöð 2 Sport. MMA Mest lesið Íslenskur doktorsnemi Englandsmeistari: Rannsakar prótín og skorar af línunni í Oxford Sport Bastarður ráðinn til starfa Fótbolti Elsti leikmaðurinn til að fá MVP atkvæði Körfubolti Ísak Bergmann hljóp mest allra Fótbolti Aron Einar tók þátt í að binda endi á langa bikarbið Al-Gharafa Fótbolti Ítalíumeistararnir að landa De Bruyne Fótbolti Gary Martin aftur í ensku deildina Fótbolti Furðu erfitt að mæta systur sinni Fótbolti Dagskráin í dag: Íslenski boltinn og sitthvað fleira Sport Úlfarnir bitu frá sér og unnu 42 stiga sigur Körfubolti Fleiri fréttir Sjáðu mörkin úr endurkomu Vestra og þrumufleyg Hallgríms Ætlar að biðja stuðningsmennina afsökunar eftir lokaleikinn Aron Einar tók þátt í að binda endi á langa bikarbið Al-Gharafa Real Madrid staðfestir loks komu Xabi Alonso Ítalíumeistararnir að landa De Bruyne Úlfarnir bitu frá sér og unnu 42 stiga sigur Elsti leikmaðurinn til að fá MVP atkvæði Ísak Bergmann hljóp mest allra Íslenskur doktorsnemi Englandsmeistari: Rannsakar prótín og skorar af línunni í Oxford Dagskráin í dag: Íslenski boltinn og sitthvað fleira Bastarður ráðinn til starfa Furðu erfitt að mæta systur sinni „Ég hefði getað sett þrjú“ Daði Berg: Eiginlega ekki við hæfi barna Gary Martin aftur í ensku deildina Stórleikur Martins dugði ekki til og Alba Berlin úr leik Uppgjörið: Valur - ÍBV 3-0 | Valsmenn gengu frá Eyjamönnum í fyrri hálfleik Arsenal vann Meistaradeildina í annað sinn Uppgjörið: Víkingur - ÍA 2-1 | Víkingar tylltu sér á toppinn Uppgjör: Vestri - Stjarnan 3-1 | Ísfirðingar sneru við taflinu í seinni hálfleik Markaveisla í Grindavík og dramatík á Húsavík Lando Norris hrifsaði til sín ráspólinn á elleftu stundu Ancelotti og Modric kvaddir með sigri Sjáðu laglegt sigurmark Ídu gegn meisturunum og vítavörslu Kötlu Uppgjörið: KA - Afturelding 1-0 | KA af botninum Sunderland vann milljónaleikinn og komst upp í úrvalsdeildina Þorsteinn Leó með fimm í mikilvægum sigri Uppgjörið: Þór/KA - Stjarnan 1-0 | Mark Söndru Maríu skildi á milli Melsungen komst ekki í úrslitaleikinn Katla gulltryggði sigurinn gegn toppliðinu Sjá meira
UFC 238 fer fram í kvöld þar sem tveir titilbardagar eru á dagskrá. Í aðalbardaga kvöldsins berst Henry Cejudo sem reynir eins og hann getur að vera aðeins öðruvísi. Henry Cejudo er ríkjandi fluguvigtarmeistari UFC. Hann fer nú upp í bantamvigt og freistar þess að verða meistari í tveimur þyngdarflokkum á sama tíma. Bantamvigtartitillinn er laus eftir að T.J. Dillashaw var sviptur titlinum eftir fall á lyfjaprófi. Með sigri verður hann sá fjórði í sögu UFC til að vera meistari í tveimur þyngdarflokkum á sama tíma. Afrek sem aðeins Conor McGregor, Daniel Cormier og Amanda Nunes hafa leikið eftir. Cejudo mætir Marlon Moraes sem hefur farið hamförum í undanförnum bardögum. Moraes hefur klárað síðustu þrjá bardaga á samanlagt undir fimm mínútum. Cejudo hefur mikið verið á milli tannanna hjá fólki aðallega eftir kjánalega tilburði á blaðamannafundum á undanförnum mánuðum. Fyrir Dillashaw bardagann mætti hann með snák í poka á blaðamannafund og slengdi honum í gólfið. Á síðasta blaðamannafund á fimmtudaginn mætti hann með kórónu, skikkju, leikföng í pípuhatt og staf. Enginn skilur hvað honum gengur til en Cejudo hefur fengið stimpilinn sem hallærislegasti bardagamaður UFC. Cejudo er samt frábær bardagamaður og tók gullverðlaun á Olympíuleikunum árið 2008. Cejudo minnist reyndar á gullverðlaunin við hvert tækifæri sem er orðið aðhlátursefni. Það verður samt að hrósa Cejudo fyrir að reyna að koma sér á framfæri þrátt fyrir kjánahrollinn sem fylgir. Cejudo mætir Moraes í aðalbardaga kvöldsins en í næstsíðasta bardaga kvöldsins mætast þær Valentina Shevchenko og Jessica Eye um fluguvigtartitil kvenna. Þeir Donald Cerrone og Tony Ferguson mætast síðan í þriðja síðasta bardaga kvöldsins og er það einn besti bardagi kvöldsins þrátt fyrir að ekkert belti sé undir. Aðdáendur eru spenntir fyrir að sjá Ferguson aftur en þó eru á kreiki áhyggjur af andlegri heilsu hans. UFC 238 fer fram í nótt og hefst bein útsending kl. 2:00 á Stöð 2 Sport.
MMA Mest lesið Íslenskur doktorsnemi Englandsmeistari: Rannsakar prótín og skorar af línunni í Oxford Sport Bastarður ráðinn til starfa Fótbolti Elsti leikmaðurinn til að fá MVP atkvæði Körfubolti Ísak Bergmann hljóp mest allra Fótbolti Aron Einar tók þátt í að binda endi á langa bikarbið Al-Gharafa Fótbolti Ítalíumeistararnir að landa De Bruyne Fótbolti Gary Martin aftur í ensku deildina Fótbolti Furðu erfitt að mæta systur sinni Fótbolti Dagskráin í dag: Íslenski boltinn og sitthvað fleira Sport Úlfarnir bitu frá sér og unnu 42 stiga sigur Körfubolti Fleiri fréttir Sjáðu mörkin úr endurkomu Vestra og þrumufleyg Hallgríms Ætlar að biðja stuðningsmennina afsökunar eftir lokaleikinn Aron Einar tók þátt í að binda endi á langa bikarbið Al-Gharafa Real Madrid staðfestir loks komu Xabi Alonso Ítalíumeistararnir að landa De Bruyne Úlfarnir bitu frá sér og unnu 42 stiga sigur Elsti leikmaðurinn til að fá MVP atkvæði Ísak Bergmann hljóp mest allra Íslenskur doktorsnemi Englandsmeistari: Rannsakar prótín og skorar af línunni í Oxford Dagskráin í dag: Íslenski boltinn og sitthvað fleira Bastarður ráðinn til starfa Furðu erfitt að mæta systur sinni „Ég hefði getað sett þrjú“ Daði Berg: Eiginlega ekki við hæfi barna Gary Martin aftur í ensku deildina Stórleikur Martins dugði ekki til og Alba Berlin úr leik Uppgjörið: Valur - ÍBV 3-0 | Valsmenn gengu frá Eyjamönnum í fyrri hálfleik Arsenal vann Meistaradeildina í annað sinn Uppgjörið: Víkingur - ÍA 2-1 | Víkingar tylltu sér á toppinn Uppgjör: Vestri - Stjarnan 3-1 | Ísfirðingar sneru við taflinu í seinni hálfleik Markaveisla í Grindavík og dramatík á Húsavík Lando Norris hrifsaði til sín ráspólinn á elleftu stundu Ancelotti og Modric kvaddir með sigri Sjáðu laglegt sigurmark Ídu gegn meisturunum og vítavörslu Kötlu Uppgjörið: KA - Afturelding 1-0 | KA af botninum Sunderland vann milljónaleikinn og komst upp í úrvalsdeildina Þorsteinn Leó með fimm í mikilvægum sigri Uppgjörið: Þór/KA - Stjarnan 1-0 | Mark Söndru Maríu skildi á milli Melsungen komst ekki í úrslitaleikinn Katla gulltryggði sigurinn gegn toppliðinu Sjá meira