Þriðji áhugaverðasti áfangastaður Evrópu í ár formlega opnaður Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 8. júní 2019 19:30 Það var kátt á hjalla þegar leiðin opnaði formlega í dag. Vísir/Tryggvi Páll Norðurstrandarleiðin, 800 kílómetra löng ferðamannaleið sem spannar strandlengju alls Norðurlands, var formlega vígð í dag. Ný umferðarskilti hafa verið tekin í notkun samhliða opnunni.Leiðin nær frá Hvammstanga í vestri að Bakkafirði í austri. Sigurður Ingi Jóhannsson, samgönguráðherra opnaði leiðina á Hvammstanga en Steingrímur J. Sigfússon, forseti Alþingis sá um að klippa á borðann á Bakkafirði. Hugmyndin er að á Norðurstrandarleiðinni geti ferðamenn auðveldlega komist að því hvert sé hægt að fara og hvað sé hægt að gera á svæðinu.Leiðin spannar alla strandlengju Norðurlands.Grafík/GvendurBrúni liturinn þekktur erlendis Áhuginn á leiðinni er mikill, ekki síst eftir að ferðavísirinn Lonely Planet, setti leiðina á topplista hjá sér. „Við sáum strax sama dag og þetta kom út að umferð um vefsíðuna okkar fjórfaldaðist og síðan höfum við verið að fá mjög margar fyrirspurnir um leiðinna, bæði frá einstaklingum, ferðaskrifstofum og blaðamönnum erlendum sem ætla að koma í sumar,“ segir Arnheiður Jóhannsdóttir, framkvæmdastjóri Markaðsstofu Norðurlands en Markaðsstofan hefur stýrt verkefninu. Samhliða vígslunni voru ný umferðarskilti kynnt til leiks. Búið er að setja niður 37 slík skilti víðs vegar um leiðina. Athygli vekur að þau eru brún, en það er góð ástæða fyrir því. „Brúni liturinn er þekktur erlendis frá þannig að menn vita þá að hann er að segja þér að það er eitthvað aðdráttarafl framundan og síðan er þá myndmerki Norðurstrandarleiðar, eða logo Arctic Coastway á þessum skiltum. Ferðamenn eiga þá að átta sig á hvar á að beygja og svo segir það þeim að þau séu á réttri leið,“ segir Arnheiður.Svona líta skiltin út.Vísir/TryggviEkki bara fyrir erlenda ferðamenn Reiknað er með að landsmenn muni í framtíðinni sjá brún skilti víðar en á Norðurlandi. „Það er búinn að vera mikill áhugi fyrir þessu og ég efa það ekki, um leið og stíflan brestur og það er búið að setja þau upp á einum stað þá muni aðrir koma,“ segir Sigurður Ingi Jóhansson, samgönguráðherra, en reglugerðarbreytingu þurfti til að skiltin gætu farið upp. Markmiðið með leiðinni er fyrst og fremst að byggja undir heilsársferðaþjónustu á Norðurlandi, en hún er þó ekki eingöngu gerð fyrir erlenda ferðamenn. „Vonandi býr þetta til nýja staði sem Íslendingar vissu ekki af á þessari leið og hvetur þá til að stoppa og njóta,“ segir Arnheiður. Ferðamennska á Íslandi Samgöngur Tengdar fréttir Norðurstrandaleiðin einn besti áfangastaðurinn að mati Lonely Planet Lonely Planet, umsvifamesti útgefandi ferðabóka í heiminum, telur hina nýju Norðurstrandaleið vera þriðja besta áfangastaðinn í Evrópu þetta árið. 21. maí 2019 07:11 800 kílómetra löng ferðamannaleið að verða að veruleika Reiknað er með að ferðamenn geti byrjað að ferðast eftir svokallaðri Norðurstrandaleið í sumar. Markmiðið er að laða ferðamenn að strandlengju Norðurlands. 16. febrúar 2019 20:30 Mest lesið Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Innlent Orðin hæsta kirkja í heimi Erlent Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Innlent Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Erlent „Því miður er verklagið þannig“ Innlent Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni Innlent Farþegagjald ólögmætt og höfnin skuldar tugi milljóna Innlent Hringvegurinn opinn á ný Innlent Langt í frá að málinu sé lokið Innlent Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Erlent Fleiri fréttir Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Íhugar ekki stöðu sína Þau sóttu um stöðu forstöðumanns Stafrænnar heilsu Sagt upp vegna aðhaldskröfu Svarar ekki beinum orðum hvort Sigríður Björk njóti trausts Langt í frá að málinu sé lokið Mest ánægja starfsfólks í sveitarfélögum á Suðurlandi Strætó enn á eftir áætlun en opnun hringvegarins í vinnslu Innanlandsflugi aflýst vegna veðurs Ríkislögreglustjóra sagt að endurskoða reksturinn og allt á floti í hlákunni Farþegagjald ólögmætt og höfnin skuldar tugi milljóna Bein útsending: Langvinn einkenni Covid Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Hringvegurinn opinn á ný Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni „Því miður er verklagið þannig“ Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Fjárhagsstaðan alvarleg og tímabundin ráðning ráðgjafans ekki endurnýjuð Formannskosningu Pírata frestað Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Þurfa mögulega að fresta formannskosningu vegna formgalla Flughálka í kortunum, breytingar hjá bönkunum og formaður Pírata Reyna að lokka íslenska lækna heim Óvenjulegir smáskjálftar reyndust sprengingar Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Guðmundur fetar í fótspor Sivjar Fylgjast með smáskjálftum við Bláa lónið Sjá meira
Norðurstrandarleiðin, 800 kílómetra löng ferðamannaleið sem spannar strandlengju alls Norðurlands, var formlega vígð í dag. Ný umferðarskilti hafa verið tekin í notkun samhliða opnunni.Leiðin nær frá Hvammstanga í vestri að Bakkafirði í austri. Sigurður Ingi Jóhannsson, samgönguráðherra opnaði leiðina á Hvammstanga en Steingrímur J. Sigfússon, forseti Alþingis sá um að klippa á borðann á Bakkafirði. Hugmyndin er að á Norðurstrandarleiðinni geti ferðamenn auðveldlega komist að því hvert sé hægt að fara og hvað sé hægt að gera á svæðinu.Leiðin spannar alla strandlengju Norðurlands.Grafík/GvendurBrúni liturinn þekktur erlendis Áhuginn á leiðinni er mikill, ekki síst eftir að ferðavísirinn Lonely Planet, setti leiðina á topplista hjá sér. „Við sáum strax sama dag og þetta kom út að umferð um vefsíðuna okkar fjórfaldaðist og síðan höfum við verið að fá mjög margar fyrirspurnir um leiðinna, bæði frá einstaklingum, ferðaskrifstofum og blaðamönnum erlendum sem ætla að koma í sumar,“ segir Arnheiður Jóhannsdóttir, framkvæmdastjóri Markaðsstofu Norðurlands en Markaðsstofan hefur stýrt verkefninu. Samhliða vígslunni voru ný umferðarskilti kynnt til leiks. Búið er að setja niður 37 slík skilti víðs vegar um leiðina. Athygli vekur að þau eru brún, en það er góð ástæða fyrir því. „Brúni liturinn er þekktur erlendis frá þannig að menn vita þá að hann er að segja þér að það er eitthvað aðdráttarafl framundan og síðan er þá myndmerki Norðurstrandarleiðar, eða logo Arctic Coastway á þessum skiltum. Ferðamenn eiga þá að átta sig á hvar á að beygja og svo segir það þeim að þau séu á réttri leið,“ segir Arnheiður.Svona líta skiltin út.Vísir/TryggviEkki bara fyrir erlenda ferðamenn Reiknað er með að landsmenn muni í framtíðinni sjá brún skilti víðar en á Norðurlandi. „Það er búinn að vera mikill áhugi fyrir þessu og ég efa það ekki, um leið og stíflan brestur og það er búið að setja þau upp á einum stað þá muni aðrir koma,“ segir Sigurður Ingi Jóhansson, samgönguráðherra, en reglugerðarbreytingu þurfti til að skiltin gætu farið upp. Markmiðið með leiðinni er fyrst og fremst að byggja undir heilsársferðaþjónustu á Norðurlandi, en hún er þó ekki eingöngu gerð fyrir erlenda ferðamenn. „Vonandi býr þetta til nýja staði sem Íslendingar vissu ekki af á þessari leið og hvetur þá til að stoppa og njóta,“ segir Arnheiður.
Ferðamennska á Íslandi Samgöngur Tengdar fréttir Norðurstrandaleiðin einn besti áfangastaðurinn að mati Lonely Planet Lonely Planet, umsvifamesti útgefandi ferðabóka í heiminum, telur hina nýju Norðurstrandaleið vera þriðja besta áfangastaðinn í Evrópu þetta árið. 21. maí 2019 07:11 800 kílómetra löng ferðamannaleið að verða að veruleika Reiknað er með að ferðamenn geti byrjað að ferðast eftir svokallaðri Norðurstrandaleið í sumar. Markmiðið er að laða ferðamenn að strandlengju Norðurlands. 16. febrúar 2019 20:30 Mest lesið Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Innlent Orðin hæsta kirkja í heimi Erlent Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Innlent Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Erlent „Því miður er verklagið þannig“ Innlent Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni Innlent Farþegagjald ólögmætt og höfnin skuldar tugi milljóna Innlent Hringvegurinn opinn á ný Innlent Langt í frá að málinu sé lokið Innlent Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Erlent Fleiri fréttir Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Íhugar ekki stöðu sína Þau sóttu um stöðu forstöðumanns Stafrænnar heilsu Sagt upp vegna aðhaldskröfu Svarar ekki beinum orðum hvort Sigríður Björk njóti trausts Langt í frá að málinu sé lokið Mest ánægja starfsfólks í sveitarfélögum á Suðurlandi Strætó enn á eftir áætlun en opnun hringvegarins í vinnslu Innanlandsflugi aflýst vegna veðurs Ríkislögreglustjóra sagt að endurskoða reksturinn og allt á floti í hlákunni Farþegagjald ólögmætt og höfnin skuldar tugi milljóna Bein útsending: Langvinn einkenni Covid Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Hringvegurinn opinn á ný Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni „Því miður er verklagið þannig“ Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Fjárhagsstaðan alvarleg og tímabundin ráðning ráðgjafans ekki endurnýjuð Formannskosningu Pírata frestað Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Þurfa mögulega að fresta formannskosningu vegna formgalla Flughálka í kortunum, breytingar hjá bönkunum og formaður Pírata Reyna að lokka íslenska lækna heim Óvenjulegir smáskjálftar reyndust sprengingar Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Guðmundur fetar í fótspor Sivjar Fylgjast með smáskjálftum við Bláa lónið Sjá meira
Norðurstrandaleiðin einn besti áfangastaðurinn að mati Lonely Planet Lonely Planet, umsvifamesti útgefandi ferðabóka í heiminum, telur hina nýju Norðurstrandaleið vera þriðja besta áfangastaðinn í Evrópu þetta árið. 21. maí 2019 07:11
800 kílómetra löng ferðamannaleið að verða að veruleika Reiknað er með að ferðamenn geti byrjað að ferðast eftir svokallaðri Norðurstrandaleið í sumar. Markmiðið er að laða ferðamenn að strandlengju Norðurlands. 16. febrúar 2019 20:30