Undirbúin ef FBI hefur samband vegna Wikileaks Jóhann K. Jóhannsson skrifar 9. júní 2019 18:30 Birgitta Jónsdóttir, fyrrverandi þingmaður, segir að svo virðist sem erlend yfirvöld geti komið hingað til lands óhindrað og fært íslenska þegna í skýrslutöku vegna rannsóknar mála. Hún segist ekki hafa heyrt frá bandarísku alríkislögreglunni, FBI, í tengslum við sakamálarannsókn yfirvalda þar ytra á Julian Assange, stofnanda Wikileaks, en að hún sé undir það búin. Aðkoma íslenskra yfirvalda í aðgerðum bandaríska dómsmálaráðuneytisins og bandarísku alríkilögreglunnar, FBI, hér á landi í síðustu viku hafa verið gagnrýndar, en þá leituðu yfirvöld þar ytra til þeirra íslensku vegna skýrslu töku yfir Sigurði Inga Þórðarsyni, í tengslum við sakamálarannsókn á Julian Assange, stofnanda Wikileaks og gagnaleka úr bandarísku stjórnkerfi. Sigurður var fenginn í skýrslutöku hér á landi en síðar boðaður í frekari skýrslutöku í Bandaríkjum. Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, dómsmálaráðherra hefur sagt að hún hafði ekki vitneskju um málið.Vísir/Vilhelm Ráðherrar segjast ekki hafa vitað af málinu Aðgerðirnar hafa komið íslenskum ráðamönnum í opna skjöldu og sögðu forsætisráðherra og dómsmálaráðherra fyrir helgi, ekki hafa haft vitneskju af málinu. Ljóst er að Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hafði aðkomu að málinu, en slík gerist ekki nema réttarfarsbeiðni hafi verið lögð fram af ríkissaksóknara. Ríkissaksóknari hefur ekki viljað veita upplýsingar um aðkomu embættisins. Birgitta Jónsdóttir, fyrrverandi þingmaður hafði aðkomu að Wikileaks um þó nokkurt skeið en sagði skilið við samtökin tvö þúsund og tíu. Hún segir málið undarlegt. „Þetta er ekki í fyrsta skipti sem að íslensk yfirvöld veita aðkomu og stuðning við þetta mál og önnur mál, eins og mál sem að laut að breskum njósnara sem að setti sig mjög djúpt inn í umhverfishreyfinguna Saving Iceland, sem að ég var meðal annars aðili að. Það hefur aldrei verið hægt að fá viðunandi svör um aðkomu íslenskra stjórnvalda að því,“ segir Birgitta. Birgitta segir að svo virðist vera að erlend yfirvöld geti komið hingað til lands, með aðkomu íslenskra stjórnvalda, óhindrað, og fært íslenska þegna í skýrslutöku. „Það lítur út fyrir það. Mér finnst þetta mjög alvarlegt. Ég man þegar að mitt mál var í hámæli, að þá átti ég marga fundi í utanríkisráðuneytinu til þess að fá úr því skorið hvort það væri hægt að framselja Íslending til Bandaríkjanna út af þessu máli. Núna veit maður ekkert að ef bandarískum yfirvöldum þætti það sniðugt að fá að ræða við mig, hvort að íslensk yfirvöld myndu hreinlega aðstoða við slík. Svo vil ég nú halda því til haga að FBI hefur ekki haft samband við mig. En ég hef aftur á móti haft samband við lögfræðinga mína í Bandaríkjunum til þess að vera undirbúin ef eitthvað kæmi uppá,“ segir Birgitta. Bandaríkin Utanríkismál WikiLeaks Mál Julians Assange Tengdar fréttir Ekki vitað hvernig íslensk yfirvöld komu að rannsókn á Assange Ráðmenn íslenskra stjórnvalda segjast ekki hafa verið upplýstir um komu embættismanna bandaríska dómsmálaráðuneytisins og bandarísku alríkislögreglunnar, FBI, hingað til lands í síðustu viku þar sem þeir ræddu við Sigurð Inga Þórðarson og fengu hann til skýrslutöku vegna vitneskju sinnar um samtökin. 8. júní 2019 13:33 Wikileaks rannsókn fór ekki á borð dómsmálaráðherra Ritstjóri Wikileaks segist hafa heimildir um að íslenskar stofnanir hafi aðstoðað leyniþjónustu og dómsmálaráðuneyti Bandaríkjanna við rannsókn á Julian Assange hér á landi með því að hafa uppi á vitni og veita því réttaraðstoð. Dómsmálaráðherra hafði ekki vitneskju um málið. Sakamál sem þessi rati almennt ekki á borð ráðherra. Hún segir að samkvæmt lögum þurfi að veita réttaraðstoð í alþjóðlegum málum. 7. júní 2019 18:30 Krefur íslenska ráðamenn svara vegna Assange-rannsóknar Kristinn Hrafnsson, ritstjóri Wikileaks, hefur sent formlega fyrirspurn. 6. júní 2019 22:07 Mest lesið „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ Innlent Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent „Nei, Áslaug Arna“ Innlent Lögreglan leitar að Óla Erni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Innlent „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Innlent Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Innlent Margeir stefnir ríkinu Innlent Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Innlent Fleiri fréttir Lögreglan leitar að Óla Erni „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ „Nei, Áslaug Arna“ Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Rúmar hundrað milljónir í þágu barna í Mosfellsbæ Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Brot úr leyniupptökunum í fréttatímanum „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Ríkislögreglustjóri beinir sjónum sínum að leynilegri upptöku Tilefni til að kanna hvort ráðherra hafi farið á svig við siðareglur Hundruð umsókna frá bændum vegna tjóns í kuldatíð í vor og sumar Margeir stefnir ríkinu Kjóstu rétt á Vísi Þakplötur fuku af hlöðu í Aðaldal Setja hundrað milljónir í barnavernd í Mosó Skora á Alþingi að bæta stöðu Kvikmyndasjóðs Enginn formlegur sáttafundur í tíu daga Leikskólakennarar á Nesinu fjölmenntu til fundar við bæjarstjóra Búast má við frekari vegalokunum þegar byrjar aftur að rigna Samgöngur og neysluvatn að komast í samt lag Pallborðið: Hvalveiðafár og skóla- og heilbrigðismál Hafa opnað veginn um Eyrarhlíð á ný Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Reyna að hreinsa vatnsbólið á Flateyri eftir hádegi Búið að opna veginn um Ísafjarðardjúp Engin bein tilmæli um breytingar á meðan endurskoðun stendur Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Foreldrafélag MR segist virða kröfur kennara en gagnrýnir verkfall Sjá meira
Birgitta Jónsdóttir, fyrrverandi þingmaður, segir að svo virðist sem erlend yfirvöld geti komið hingað til lands óhindrað og fært íslenska þegna í skýrslutöku vegna rannsóknar mála. Hún segist ekki hafa heyrt frá bandarísku alríkislögreglunni, FBI, í tengslum við sakamálarannsókn yfirvalda þar ytra á Julian Assange, stofnanda Wikileaks, en að hún sé undir það búin. Aðkoma íslenskra yfirvalda í aðgerðum bandaríska dómsmálaráðuneytisins og bandarísku alríkilögreglunnar, FBI, hér á landi í síðustu viku hafa verið gagnrýndar, en þá leituðu yfirvöld þar ytra til þeirra íslensku vegna skýrslu töku yfir Sigurði Inga Þórðarsyni, í tengslum við sakamálarannsókn á Julian Assange, stofnanda Wikileaks og gagnaleka úr bandarísku stjórnkerfi. Sigurður var fenginn í skýrslutöku hér á landi en síðar boðaður í frekari skýrslutöku í Bandaríkjum. Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, dómsmálaráðherra hefur sagt að hún hafði ekki vitneskju um málið.Vísir/Vilhelm Ráðherrar segjast ekki hafa vitað af málinu Aðgerðirnar hafa komið íslenskum ráðamönnum í opna skjöldu og sögðu forsætisráðherra og dómsmálaráðherra fyrir helgi, ekki hafa haft vitneskju af málinu. Ljóst er að Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hafði aðkomu að málinu, en slík gerist ekki nema réttarfarsbeiðni hafi verið lögð fram af ríkissaksóknara. Ríkissaksóknari hefur ekki viljað veita upplýsingar um aðkomu embættisins. Birgitta Jónsdóttir, fyrrverandi þingmaður hafði aðkomu að Wikileaks um þó nokkurt skeið en sagði skilið við samtökin tvö þúsund og tíu. Hún segir málið undarlegt. „Þetta er ekki í fyrsta skipti sem að íslensk yfirvöld veita aðkomu og stuðning við þetta mál og önnur mál, eins og mál sem að laut að breskum njósnara sem að setti sig mjög djúpt inn í umhverfishreyfinguna Saving Iceland, sem að ég var meðal annars aðili að. Það hefur aldrei verið hægt að fá viðunandi svör um aðkomu íslenskra stjórnvalda að því,“ segir Birgitta. Birgitta segir að svo virðist vera að erlend yfirvöld geti komið hingað til lands, með aðkomu íslenskra stjórnvalda, óhindrað, og fært íslenska þegna í skýrslutöku. „Það lítur út fyrir það. Mér finnst þetta mjög alvarlegt. Ég man þegar að mitt mál var í hámæli, að þá átti ég marga fundi í utanríkisráðuneytinu til þess að fá úr því skorið hvort það væri hægt að framselja Íslending til Bandaríkjanna út af þessu máli. Núna veit maður ekkert að ef bandarískum yfirvöldum þætti það sniðugt að fá að ræða við mig, hvort að íslensk yfirvöld myndu hreinlega aðstoða við slík. Svo vil ég nú halda því til haga að FBI hefur ekki haft samband við mig. En ég hef aftur á móti haft samband við lögfræðinga mína í Bandaríkjunum til þess að vera undirbúin ef eitthvað kæmi uppá,“ segir Birgitta.
Bandaríkin Utanríkismál WikiLeaks Mál Julians Assange Tengdar fréttir Ekki vitað hvernig íslensk yfirvöld komu að rannsókn á Assange Ráðmenn íslenskra stjórnvalda segjast ekki hafa verið upplýstir um komu embættismanna bandaríska dómsmálaráðuneytisins og bandarísku alríkislögreglunnar, FBI, hingað til lands í síðustu viku þar sem þeir ræddu við Sigurð Inga Þórðarson og fengu hann til skýrslutöku vegna vitneskju sinnar um samtökin. 8. júní 2019 13:33 Wikileaks rannsókn fór ekki á borð dómsmálaráðherra Ritstjóri Wikileaks segist hafa heimildir um að íslenskar stofnanir hafi aðstoðað leyniþjónustu og dómsmálaráðuneyti Bandaríkjanna við rannsókn á Julian Assange hér á landi með því að hafa uppi á vitni og veita því réttaraðstoð. Dómsmálaráðherra hafði ekki vitneskju um málið. Sakamál sem þessi rati almennt ekki á borð ráðherra. Hún segir að samkvæmt lögum þurfi að veita réttaraðstoð í alþjóðlegum málum. 7. júní 2019 18:30 Krefur íslenska ráðamenn svara vegna Assange-rannsóknar Kristinn Hrafnsson, ritstjóri Wikileaks, hefur sent formlega fyrirspurn. 6. júní 2019 22:07 Mest lesið „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ Innlent Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent „Nei, Áslaug Arna“ Innlent Lögreglan leitar að Óla Erni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Innlent „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Innlent Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Innlent Margeir stefnir ríkinu Innlent Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Innlent Fleiri fréttir Lögreglan leitar að Óla Erni „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ „Nei, Áslaug Arna“ Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Rúmar hundrað milljónir í þágu barna í Mosfellsbæ Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Brot úr leyniupptökunum í fréttatímanum „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Ríkislögreglustjóri beinir sjónum sínum að leynilegri upptöku Tilefni til að kanna hvort ráðherra hafi farið á svig við siðareglur Hundruð umsókna frá bændum vegna tjóns í kuldatíð í vor og sumar Margeir stefnir ríkinu Kjóstu rétt á Vísi Þakplötur fuku af hlöðu í Aðaldal Setja hundrað milljónir í barnavernd í Mosó Skora á Alþingi að bæta stöðu Kvikmyndasjóðs Enginn formlegur sáttafundur í tíu daga Leikskólakennarar á Nesinu fjölmenntu til fundar við bæjarstjóra Búast má við frekari vegalokunum þegar byrjar aftur að rigna Samgöngur og neysluvatn að komast í samt lag Pallborðið: Hvalveiðafár og skóla- og heilbrigðismál Hafa opnað veginn um Eyrarhlíð á ný Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Reyna að hreinsa vatnsbólið á Flateyri eftir hádegi Búið að opna veginn um Ísafjarðardjúp Engin bein tilmæli um breytingar á meðan endurskoðun stendur Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Foreldrafélag MR segist virða kröfur kennara en gagnrýnir verkfall Sjá meira
Ekki vitað hvernig íslensk yfirvöld komu að rannsókn á Assange Ráðmenn íslenskra stjórnvalda segjast ekki hafa verið upplýstir um komu embættismanna bandaríska dómsmálaráðuneytisins og bandarísku alríkislögreglunnar, FBI, hingað til lands í síðustu viku þar sem þeir ræddu við Sigurð Inga Þórðarson og fengu hann til skýrslutöku vegna vitneskju sinnar um samtökin. 8. júní 2019 13:33
Wikileaks rannsókn fór ekki á borð dómsmálaráðherra Ritstjóri Wikileaks segist hafa heimildir um að íslenskar stofnanir hafi aðstoðað leyniþjónustu og dómsmálaráðuneyti Bandaríkjanna við rannsókn á Julian Assange hér á landi með því að hafa uppi á vitni og veita því réttaraðstoð. Dómsmálaráðherra hafði ekki vitneskju um málið. Sakamál sem þessi rati almennt ekki á borð ráðherra. Hún segir að samkvæmt lögum þurfi að veita réttaraðstoð í alþjóðlegum málum. 7. júní 2019 18:30
Krefur íslenska ráðamenn svara vegna Assange-rannsóknar Kristinn Hrafnsson, ritstjóri Wikileaks, hefur sent formlega fyrirspurn. 6. júní 2019 22:07
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent