Catalina lendir á þriðja tímanum Kristján Már Unnarsson skrifar 30. maí 2019 11:02 Þessi Catalina, smíðuð árið 1943, kom til Reykjavíkur árið 2012. Mynd/Friðrik Þór Halldórsson Catalina-flugbáturinn, sem væntanlegur er til Íslands, hóf sig til flugs frá flugvellinum í Wick í Skotlandi um níuleytið í morgun áleiðis til Reykjavíkur. Þar sem flugbáturinn er í sjónflugi og hægfleygur er erfitt að fá uppgefinn nákvæman komutíma fyrr en nær dregur lendingu. Uppfært kl. 11.50: Lending áætluð klukkan 14.23. Samkvæmt upplýsingum frá flugþjónustunni Reykjavik FBO, sem annast móttöku vélarinnar, fær hún væntanlega flugstæði norðan við Loftleiðahótelið, þar sem þristaveislan hefur staðið yfir undanfarna tíu daga. Þessi tiltekna Catalina, smíðuð árið 1941, er sú elsta í heiminum sem enn er eftir í flughæfu ástandi en jafnframt einhver sú merkasta í sögunni. Hún var staðsett á Reykjavíkurflugvelli á stríðsárunum og tókst þá að sökkva þremur þýskum kafbátum. Fyrir það er hún talin sú flugvél herja Bandamanna sem náði mestum árangri í baráttunni gegn stríðsvél nasista í síðari heimsstyrjöld. Katalínan verður einn af hápunktum flugsýningarinnar í Reykjavík á laugardag, sem er liður í hátíðarhöldum vegna 100 ára afmælis flugs á Íslandi. Sýningarsvæðið á flugvellinum verður opið almenningi milli klukkan 12 og 16 en flugatriðin í lofti verða milli klukkan 13 og 15, samkvæmt upplýsingum Matthíasar Sveinbjörnssonar, forseta Flugmálafélags Íslands. Catalina kom síðast árið 2012 en þá gafst landsmönnum í fyrsta sinn í áratugi tækifæri til að sjá þennan sögufræga flugbát í Reykjavík. Fjallað var um komu hennar í þessari frétt Stöðvar 2: Fréttir af flugi Tengdar fréttir Flugkappar í útsýnisflugi með Catalina flugbáti Þrír flugkappar fengu að fara í útsýnisflug með Catalina flugbáti yfir Reykjavík í dag. Kapparnir eiga það sameiginlegt að hafa flogið slíkum vélum þegar þær voru notaðar til farþegaflugs hér á landi á árunum eftir stríð. 27. maí 2012 20:30 Elsta flughæfa Katalínan væntanleg til Reykjavíkur Flugveislan í Reykjavík heldur áfram. Á morgun er væntanlegur enn einn dýrgripurinn, Catalina-flugbátur, sem staðsettur var á Íslandi í síðari heimsstyrjöld. 29. maí 2019 22:38 Mest lesið Önnur sprunga opnast Innlent Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu Innlent Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Erlent „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Innlent Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Innlent Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Erlent Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Innlent Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Erlent Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Innlent Fleiri fréttir „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Ferðamenn streyma í Hrísey alla daga vikunnar Tilkynnt um þjófnað í fjórum verslunum Boða tvíhliða varnarsamning við Evrópusambandið Mótmæli, sviknir strandveiðimenn og hættulegar falsaðar töflur Von der Leyen segir aðildarumsókn Íslands enn gilda Þriggja bíla árekstur á Hringbraut Strandveiðum er lokið í sumar Í beinni: Blaðamannafundur Kristrúnar og von der Leyen Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Gosið lifir enn og mengun norður í landi Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Grindvíkingar setja þrýsting á lögreglustjóra Háskólinn fær 200 milljónir vegna vatnslekans Telur stuðning við ESB-viðræður til staðar Telur enga leið til þess að lengja strandveiðitímabilið Flutti tæp þrjú kíló af kókaíni til landsins og fær tvö ár Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Strandveiðar færast frá Viðreisn til Flokks fólksins Myndir: Flugu til Þórsmerkur og Grindavíkur Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu „Annars lítur þetta ekki mjög vel út fyrir þær“ „Sýnið nú kjark og dug og gerið þetta almennilega“ Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Staðan á gosinu og óánægja með lokanir í Grindavík Segir ferðaþjónustunni mismunað og efnir til mótmæla Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Sjá meira
Catalina-flugbáturinn, sem væntanlegur er til Íslands, hóf sig til flugs frá flugvellinum í Wick í Skotlandi um níuleytið í morgun áleiðis til Reykjavíkur. Þar sem flugbáturinn er í sjónflugi og hægfleygur er erfitt að fá uppgefinn nákvæman komutíma fyrr en nær dregur lendingu. Uppfært kl. 11.50: Lending áætluð klukkan 14.23. Samkvæmt upplýsingum frá flugþjónustunni Reykjavik FBO, sem annast móttöku vélarinnar, fær hún væntanlega flugstæði norðan við Loftleiðahótelið, þar sem þristaveislan hefur staðið yfir undanfarna tíu daga. Þessi tiltekna Catalina, smíðuð árið 1941, er sú elsta í heiminum sem enn er eftir í flughæfu ástandi en jafnframt einhver sú merkasta í sögunni. Hún var staðsett á Reykjavíkurflugvelli á stríðsárunum og tókst þá að sökkva þremur þýskum kafbátum. Fyrir það er hún talin sú flugvél herja Bandamanna sem náði mestum árangri í baráttunni gegn stríðsvél nasista í síðari heimsstyrjöld. Katalínan verður einn af hápunktum flugsýningarinnar í Reykjavík á laugardag, sem er liður í hátíðarhöldum vegna 100 ára afmælis flugs á Íslandi. Sýningarsvæðið á flugvellinum verður opið almenningi milli klukkan 12 og 16 en flugatriðin í lofti verða milli klukkan 13 og 15, samkvæmt upplýsingum Matthíasar Sveinbjörnssonar, forseta Flugmálafélags Íslands. Catalina kom síðast árið 2012 en þá gafst landsmönnum í fyrsta sinn í áratugi tækifæri til að sjá þennan sögufræga flugbát í Reykjavík. Fjallað var um komu hennar í þessari frétt Stöðvar 2:
Fréttir af flugi Tengdar fréttir Flugkappar í útsýnisflugi með Catalina flugbáti Þrír flugkappar fengu að fara í útsýnisflug með Catalina flugbáti yfir Reykjavík í dag. Kapparnir eiga það sameiginlegt að hafa flogið slíkum vélum þegar þær voru notaðar til farþegaflugs hér á landi á árunum eftir stríð. 27. maí 2012 20:30 Elsta flughæfa Katalínan væntanleg til Reykjavíkur Flugveislan í Reykjavík heldur áfram. Á morgun er væntanlegur enn einn dýrgripurinn, Catalina-flugbátur, sem staðsettur var á Íslandi í síðari heimsstyrjöld. 29. maí 2019 22:38 Mest lesið Önnur sprunga opnast Innlent Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu Innlent Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Erlent „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Innlent Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Innlent Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Erlent Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Innlent Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Erlent Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Innlent Fleiri fréttir „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Ferðamenn streyma í Hrísey alla daga vikunnar Tilkynnt um þjófnað í fjórum verslunum Boða tvíhliða varnarsamning við Evrópusambandið Mótmæli, sviknir strandveiðimenn og hættulegar falsaðar töflur Von der Leyen segir aðildarumsókn Íslands enn gilda Þriggja bíla árekstur á Hringbraut Strandveiðum er lokið í sumar Í beinni: Blaðamannafundur Kristrúnar og von der Leyen Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Gosið lifir enn og mengun norður í landi Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Grindvíkingar setja þrýsting á lögreglustjóra Háskólinn fær 200 milljónir vegna vatnslekans Telur stuðning við ESB-viðræður til staðar Telur enga leið til þess að lengja strandveiðitímabilið Flutti tæp þrjú kíló af kókaíni til landsins og fær tvö ár Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Strandveiðar færast frá Viðreisn til Flokks fólksins Myndir: Flugu til Þórsmerkur og Grindavíkur Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu „Annars lítur þetta ekki mjög vel út fyrir þær“ „Sýnið nú kjark og dug og gerið þetta almennilega“ Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Staðan á gosinu og óánægja með lokanir í Grindavík Segir ferðaþjónustunni mismunað og efnir til mótmæla Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Sjá meira
Flugkappar í útsýnisflugi með Catalina flugbáti Þrír flugkappar fengu að fara í útsýnisflug með Catalina flugbáti yfir Reykjavík í dag. Kapparnir eiga það sameiginlegt að hafa flogið slíkum vélum þegar þær voru notaðar til farþegaflugs hér á landi á árunum eftir stríð. 27. maí 2012 20:30
Elsta flughæfa Katalínan væntanleg til Reykjavíkur Flugveislan í Reykjavík heldur áfram. Á morgun er væntanlegur enn einn dýrgripurinn, Catalina-flugbátur, sem staðsettur var á Íslandi í síðari heimsstyrjöld. 29. maí 2019 22:38
Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“