Íslenska kvennalandsliðið í blaki vann endurkomusigur á Lúxemborg, 3-2, í þriðja leik sínum á Smáþjóðaleikunum í Svartfjallalandi.
Íslensku stelpurnar byrjuðu leikinn illa og töpuðu fyrstu tveimur hrinunum, 25-12 og 25-22.
Íslendingar vöknuðu til lífsins í 3. hrinunni sem þeir unnu, 25-17. Þrátt fyrir slæma byrjun í 4. hrinunni vannst hún líka, 25-21.
Ísland byrjaði oddahrinuna betur og komst í 4-1. Lúxemborg jafnaði í 8-8 en Ísland kláraði hrinuna, 15-11, eftir spennandi lokamínútur.
Fyrirliðinn Jóna Guðlaug Vigfúsdóttir var stigahæst í leiknum með 26 stig.
Ísland hefur unnið tvo leiki á Smáþjóðaleikunum og tapað einum. Næsti leikur íslenska liðsins er gegn Liechtenstein á morgun.
Stelpurnar með endurkomusigur á Lúxemborg
Ingvi Þór Sæmundsson skrifar

Mest lesið



Afturelding mætir Val í undanúrslitum
Handbolti


„Erum á uppleið og ætlum að halda áfram“
Körfubolti


Íslendingalið Birmingham upp í B-deild
Enski boltinn


