Skipstjórinn handtekinn vegna harmleiksins í Búdapest Birgir Olgeirsson skrifar 30. maí 2019 22:16 Skemmtiferðaskipið Viking Sigyn. Vísir/Getty Skipstjóri skemmtiferðaskipsins sem rakst á útsýnisbát í Dóná í Búdapest hefur verið handtekinn. Skipstjórinn er 64 ára gamall og frá Úkraínu en hann er sakaður um gáleysi á siglingaleið sem olli dauða sjö manneskja. Útsýnisbáturinn, sem flutti suður kóreska ferðamenn, sökk á sjö sekúndum eftir áreksturinn í gær. Björgunarmenn eru vonlitlir um að finna einhverja af þeim 21 sem er saknað á lífi.Lögreglan hefur hafið sakamálarannsókn á þessum árekstri en slys á þessari siglingaleið er sögð fátíð þó svo að umferð sé mikil. Sjö björguðust en glímdu þó allir við ofkælingu að sögn björgunarmanna. Upptökur á öryggismyndavélum sýna þegar skemmtiferðaskipið Viking Sigyn rakst á minni útsýnisbátinn, Hableany, eða Hafmeyjuna, nærri Margrétarbrúnni í miðri Búdapest í gærkvöldi.„Þetta gerðist allt saman mjög hratt,“ sagði Clay Findley, bandarískur ferðamaður sem var farþegi Viking Sigyn. „Ég hélt að við færum fram hjá en stefni Vikings hafnaði á skuti útsýnisbátsins. Skrokkur útsýnisbátsins kastaðist upp og nokkrum sekúndum síðar var hann sokkinn.“ Einn farþega Viking Sigyn segist hafa verið á einum af svölum skemmtiferðaskipsins þegar hann sá fólk í sjónum hrópa á hjálp. Engan á Viking Sigyn sakaði. Lögreglan ákvað að yfirheyra skipstjóra Viking Sigyn sem var handtekinn eftir yfirheyrsluna. Þrjátíu suður kóreskir ferðamenn voru um borð í útsýnisbátnum ásamt þremur leiðsögumönnum og tveggja manna áhöfn. Flestir ferðamannanna voru á fimmtugsaldri, en í hópnum var þó sex ára gamalt barn og karl á áttræðisaldri. Ungverjaland Tengdar fréttir Sjö látnir og fjölda saknað eftir að bát hvolfdi í Búdapest Báturinn er notaður í útsýnissiglingar fyrir ferðamenn í ungversku höfuðborginni. 29. maí 2019 22:03 Sjö sekúndur frá árekstrinum og þar til báturinn sökk Sjö eru látnir og 21 er enn saknað eftir að útsýnisbátur og skemmtiferðabátur rákust saman á Dóná í Búdapest í gær. 30. maí 2019 13:24 Mest lesið Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Erlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Innlent Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Innlent Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Erlent Fleiri fréttir Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Sjá meira
Skipstjóri skemmtiferðaskipsins sem rakst á útsýnisbát í Dóná í Búdapest hefur verið handtekinn. Skipstjórinn er 64 ára gamall og frá Úkraínu en hann er sakaður um gáleysi á siglingaleið sem olli dauða sjö manneskja. Útsýnisbáturinn, sem flutti suður kóreska ferðamenn, sökk á sjö sekúndum eftir áreksturinn í gær. Björgunarmenn eru vonlitlir um að finna einhverja af þeim 21 sem er saknað á lífi.Lögreglan hefur hafið sakamálarannsókn á þessum árekstri en slys á þessari siglingaleið er sögð fátíð þó svo að umferð sé mikil. Sjö björguðust en glímdu þó allir við ofkælingu að sögn björgunarmanna. Upptökur á öryggismyndavélum sýna þegar skemmtiferðaskipið Viking Sigyn rakst á minni útsýnisbátinn, Hableany, eða Hafmeyjuna, nærri Margrétarbrúnni í miðri Búdapest í gærkvöldi.„Þetta gerðist allt saman mjög hratt,“ sagði Clay Findley, bandarískur ferðamaður sem var farþegi Viking Sigyn. „Ég hélt að við færum fram hjá en stefni Vikings hafnaði á skuti útsýnisbátsins. Skrokkur útsýnisbátsins kastaðist upp og nokkrum sekúndum síðar var hann sokkinn.“ Einn farþega Viking Sigyn segist hafa verið á einum af svölum skemmtiferðaskipsins þegar hann sá fólk í sjónum hrópa á hjálp. Engan á Viking Sigyn sakaði. Lögreglan ákvað að yfirheyra skipstjóra Viking Sigyn sem var handtekinn eftir yfirheyrsluna. Þrjátíu suður kóreskir ferðamenn voru um borð í útsýnisbátnum ásamt þremur leiðsögumönnum og tveggja manna áhöfn. Flestir ferðamannanna voru á fimmtugsaldri, en í hópnum var þó sex ára gamalt barn og karl á áttræðisaldri.
Ungverjaland Tengdar fréttir Sjö látnir og fjölda saknað eftir að bát hvolfdi í Búdapest Báturinn er notaður í útsýnissiglingar fyrir ferðamenn í ungversku höfuðborginni. 29. maí 2019 22:03 Sjö sekúndur frá árekstrinum og þar til báturinn sökk Sjö eru látnir og 21 er enn saknað eftir að útsýnisbátur og skemmtiferðabátur rákust saman á Dóná í Búdapest í gær. 30. maí 2019 13:24 Mest lesið Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Erlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Innlent Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Innlent Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Erlent Fleiri fréttir Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Sjá meira
Sjö látnir og fjölda saknað eftir að bát hvolfdi í Búdapest Báturinn er notaður í útsýnissiglingar fyrir ferðamenn í ungversku höfuðborginni. 29. maí 2019 22:03
Sjö sekúndur frá árekstrinum og þar til báturinn sökk Sjö eru látnir og 21 er enn saknað eftir að útsýnisbátur og skemmtiferðabátur rákust saman á Dóná í Búdapest í gær. 30. maí 2019 13:24
Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Innlent
Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Innlent