Hætt að baka vöfflur við undirritun kjarasamninga Sighvatur Jónsson skrifar 20. maí 2019 10:00 Elísabet S. Ólafsdóttir, skrifstofustjóri ríkissáttasemjara, og Bryndís Hlöðversdóttir ríkissáttasemjari við síðasta vöfflujárn embættisins. Vísir/Egill Vöfflubakstur við undirritun kjarasamninga hjá ríkissáttasemjara heyrir sögunni til. Ríkissáttasemjari segist vilja nýta starfskrafta starfsmanna með öðrum hætti. Hefðin hefur verið við lýði í rúm 20 ár. Elísabet S. Ólafsdóttir, skrifstofustjóri ríkissáttasemjara, segir að síðasta vöfflujárn embættisins hafi ekkert verið notað á árinu. „Ætli það sé ekki að verða ár síðan,“ segir hún aðspurð um hvenær það var síðast notað. Bryndís Hlöðversdóttir tók við embætti ríkissáttasemjara fyrir fjórum árum. Með nýju fólki fylgja nýjar áherslur. Fundaraðstaða var endurnýjuð og er mun bjartari en áður. Samningafundir voru styttir. Meðal þess nýjasta hjá embættinu er fræðsla fyrir samninganefndir. „Því var mjög vel tekið, við höfðum gert ráð fyrir að það væru um 300 manns sem væru í samninganefndum í hverri lotu. En þau eru töluvert fleiri því það mættu 300 manns á þessi námskeið,“ segir Bryndís.En af hverju hefur verið hætt við vöfflurnar? Bryndís segir það spurningu um hvað sé lagt á starfsfólkið eftir langa og erfiða samningalotu. „Vöfflurnar eru dásamlegar, það elska allir vöfflurnar og það er svolítið kvartað að fólk fái ekki lengur vöfflur,“ segir Bryndís Hlöðversdóttir ríkissáttasemjari. „Ég græt það ekki þótt vöfflurnar hverfi,“ segir Elísabet sem byrjaði á vöfflubakstrinum. „Það var fyrir rúmlega 20 árum síðan og þá stóð aldrei til að þetta yrði einhver hefð. Við gerðum þetta einu sinni því það var löng og ströng lota að baki. Svo vildi næsti hópur fá vöfflur og svo gekk þetta þannig að við við gátum ekki komið okkur út úr þessu fyrr en eftir 20 ár,“ segir Elísabet S. Ólafsdóttir, skrifstofustjóri ríkissáttasemjara. Kjaramál Matur Tímamót Mest lesið Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Erlent Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð Innlent „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Innlent Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Erlent Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Erlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Innlent „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Innlent Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre Erlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Fleiri fréttir Jafnréttisbaráttan gangi líka út á að gefa körlum tækifæri Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Stutt stopp Orbans á Íslandi Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Sjá meira
Vöfflubakstur við undirritun kjarasamninga hjá ríkissáttasemjara heyrir sögunni til. Ríkissáttasemjari segist vilja nýta starfskrafta starfsmanna með öðrum hætti. Hefðin hefur verið við lýði í rúm 20 ár. Elísabet S. Ólafsdóttir, skrifstofustjóri ríkissáttasemjara, segir að síðasta vöfflujárn embættisins hafi ekkert verið notað á árinu. „Ætli það sé ekki að verða ár síðan,“ segir hún aðspurð um hvenær það var síðast notað. Bryndís Hlöðversdóttir tók við embætti ríkissáttasemjara fyrir fjórum árum. Með nýju fólki fylgja nýjar áherslur. Fundaraðstaða var endurnýjuð og er mun bjartari en áður. Samningafundir voru styttir. Meðal þess nýjasta hjá embættinu er fræðsla fyrir samninganefndir. „Því var mjög vel tekið, við höfðum gert ráð fyrir að það væru um 300 manns sem væru í samninganefndum í hverri lotu. En þau eru töluvert fleiri því það mættu 300 manns á þessi námskeið,“ segir Bryndís.En af hverju hefur verið hætt við vöfflurnar? Bryndís segir það spurningu um hvað sé lagt á starfsfólkið eftir langa og erfiða samningalotu. „Vöfflurnar eru dásamlegar, það elska allir vöfflurnar og það er svolítið kvartað að fólk fái ekki lengur vöfflur,“ segir Bryndís Hlöðversdóttir ríkissáttasemjari. „Ég græt það ekki þótt vöfflurnar hverfi,“ segir Elísabet sem byrjaði á vöfflubakstrinum. „Það var fyrir rúmlega 20 árum síðan og þá stóð aldrei til að þetta yrði einhver hefð. Við gerðum þetta einu sinni því það var löng og ströng lota að baki. Svo vildi næsti hópur fá vöfflur og svo gekk þetta þannig að við við gátum ekki komið okkur út úr þessu fyrr en eftir 20 ár,“ segir Elísabet S. Ólafsdóttir, skrifstofustjóri ríkissáttasemjara.
Kjaramál Matur Tímamót Mest lesið Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Erlent Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð Innlent „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Innlent Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Erlent Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Erlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Innlent „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Innlent Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre Erlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Fleiri fréttir Jafnréttisbaráttan gangi líka út á að gefa körlum tækifæri Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Stutt stopp Orbans á Íslandi Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Sjá meira