Ósammála um viðbrögð EBU varðandi uppátæki Hatara Birgir Olgeirsson skrifar 20. maí 2019 11:36 Páll Magnússon og Magnús Geir Þórðarson. Útvarpsstjóri Ríkisútvarpsins telur litlar líkur á að Íslandi verði bannað að taka þátt í Eurovision á næsta ári vegna uppátækis Hatara í keppninni í ár. Fyrrverandi útvarpsstjóri telur þó líkur á að Ísland verði ekki með á næsta ári eftir að Hatari hélt uppi palestínska fánanum í útsendingu.Rætt var við Magnús Geir Þórðarson útvarpsstjóra RÚV í Morgunútvarpi Rásar 2 í morgun. Hann sagði að þetta uppátæki RÚV hefði ekki verið framkvæmt með vitneskju RÚV en forsvarsmenn Eurovision gerðu athugasemd við það að lokinni keppni. RÚV hefur þó ekki borist formleg athugasemd frá stjórnendum EBU, samtaka evrópskra sjónvarpsstöðva. „Mér finnst það ólíklegt,“ svaraði Magnús Geir þegar hann var spurður hvort Íslandi yrði meinuð þátttaka á næsta ári. Hann sagði reglur keppninnar skýrar, pólitískar yfirlýsingar eru bannaðar og RÚV leggur upp með að fara eftir þeim reglum. Hann sagði hins vegar að flytjendur í keppninni væru listamenn og eitt og annað hafi gerst í gegnum tíðina sem hefur farið gegn reglum EBU, þar á meðal fánum af ýmsum veifað, og sagði Magnús til dæmis að norski hópurinn hefði veifa fána Sama í keppninni í ár.Undir lok útsendingarinnar sýndu meðlimir Hatara fána merkta Palestínu. Skilaboðin náðu til 200 milljón áhorfenda.mynd/Skjáskot af vef RÚVHann taldi ólíklegt að Ísland verði beitt einhverjum viðurlögum, mögulega muni berast einhverskonar formleg athugasemd frá EBU. Hann sagðist gríðarlega ánægður með framlag Íslands í ár. Það væri eitt það flottasta, ef ekki það flottasta, sem komið hefur frá Ísland. Um hefði verið að ræða listrænan gjörning sem gekk upp og framganga Hatara hafi verið virkilega flott í fjölmiðlum. Þeir fönguðu athygli og dönsuðu á línunni, sem sé krefjandi verkefni. Þáttastjórnendur Bítisins á Bylgjunni ræddu við Pál Magnússon, þingmann Sjálfstæðisflokksins í morgun, sem gegndi stöðu útvarpsstjóra á undan Magnúsi Geir. Páll sagði reglurnar skýrar og RÚV hafi undirgengist ákveðna skilmála ásamt Hatara um að fara eftir reglum EBU. Sagði Páll að stjórn EBU muni væntanlega líta svo á að Hatari hafi brotið reglur keppninnar með þessu uppátæki og að þeir hefðu verið í keppninni á ábyrgð RÚV. Hann sagði að stjórn EBU myndi beita viðurlögum til að sýna fram á að svona lagað verði ekki liðið en síðan verður að koma í ljós í hverju það er fólgið. „Ég held að himinn og jörð myndi ekki farast ef við tökum ekki þátt í eitt skipti,“ sagði Páll. Bent var á að Ítalir hefðu dregið sig úr keppninni í nokkur ár vegna slaks gengis. „Og er ekki full ástæða fyrir okkur að fara í fýlu líka? Þátttaka okkar síðustu árin hefur ekki kallað á mörg húrra hóp,“ sagði Páll léttur. Hann taldi líklegt að EBU myndi framfylgja þessum reglum keppninnar með afgerandi hætti og að Ísland fari í leikbann, en tók fram að hann sé ekki með það á hreinu hvaða viðurlögum EBU getur beitt í þessu máli. Eurovision Mest lesið Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Innlent Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Innlent Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Innlent Kjölur ekki á dagskrá Innlent Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Innlent Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Innlent „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Innlent Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Innlent Fleiri fréttir Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Vildu fá að vita hvort ríkisstyrkir hefðu farið í málsóknir gegn orkuframkvæmdum Vara við ólöglegum megrunarlyfjum sem eru í umferð Konan er fundin Sextán ára kveikti í herbergi sínu Þremur sleppt úr haldi og brotaþoli útskrifaður „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Ekki hægt að þaga þegar stjórnmálamenn leika sér að því að særa fram tröllin 252,6 milljónir runnið í ríkissjóð úr dánarbúum án lögerfingja á tíu árum Þrjú söfn í eina sæng Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Líkamsárás á gistiheimili „Ekkert óeðlilegt við það að endurskoða þetta kerfi“ Sjá meira
Útvarpsstjóri Ríkisútvarpsins telur litlar líkur á að Íslandi verði bannað að taka þátt í Eurovision á næsta ári vegna uppátækis Hatara í keppninni í ár. Fyrrverandi útvarpsstjóri telur þó líkur á að Ísland verði ekki með á næsta ári eftir að Hatari hélt uppi palestínska fánanum í útsendingu.Rætt var við Magnús Geir Þórðarson útvarpsstjóra RÚV í Morgunútvarpi Rásar 2 í morgun. Hann sagði að þetta uppátæki RÚV hefði ekki verið framkvæmt með vitneskju RÚV en forsvarsmenn Eurovision gerðu athugasemd við það að lokinni keppni. RÚV hefur þó ekki borist formleg athugasemd frá stjórnendum EBU, samtaka evrópskra sjónvarpsstöðva. „Mér finnst það ólíklegt,“ svaraði Magnús Geir þegar hann var spurður hvort Íslandi yrði meinuð þátttaka á næsta ári. Hann sagði reglur keppninnar skýrar, pólitískar yfirlýsingar eru bannaðar og RÚV leggur upp með að fara eftir þeim reglum. Hann sagði hins vegar að flytjendur í keppninni væru listamenn og eitt og annað hafi gerst í gegnum tíðina sem hefur farið gegn reglum EBU, þar á meðal fánum af ýmsum veifað, og sagði Magnús til dæmis að norski hópurinn hefði veifa fána Sama í keppninni í ár.Undir lok útsendingarinnar sýndu meðlimir Hatara fána merkta Palestínu. Skilaboðin náðu til 200 milljón áhorfenda.mynd/Skjáskot af vef RÚVHann taldi ólíklegt að Ísland verði beitt einhverjum viðurlögum, mögulega muni berast einhverskonar formleg athugasemd frá EBU. Hann sagðist gríðarlega ánægður með framlag Íslands í ár. Það væri eitt það flottasta, ef ekki það flottasta, sem komið hefur frá Ísland. Um hefði verið að ræða listrænan gjörning sem gekk upp og framganga Hatara hafi verið virkilega flott í fjölmiðlum. Þeir fönguðu athygli og dönsuðu á línunni, sem sé krefjandi verkefni. Þáttastjórnendur Bítisins á Bylgjunni ræddu við Pál Magnússon, þingmann Sjálfstæðisflokksins í morgun, sem gegndi stöðu útvarpsstjóra á undan Magnúsi Geir. Páll sagði reglurnar skýrar og RÚV hafi undirgengist ákveðna skilmála ásamt Hatara um að fara eftir reglum EBU. Sagði Páll að stjórn EBU muni væntanlega líta svo á að Hatari hafi brotið reglur keppninnar með þessu uppátæki og að þeir hefðu verið í keppninni á ábyrgð RÚV. Hann sagði að stjórn EBU myndi beita viðurlögum til að sýna fram á að svona lagað verði ekki liðið en síðan verður að koma í ljós í hverju það er fólgið. „Ég held að himinn og jörð myndi ekki farast ef við tökum ekki þátt í eitt skipti,“ sagði Páll. Bent var á að Ítalir hefðu dregið sig úr keppninni í nokkur ár vegna slaks gengis. „Og er ekki full ástæða fyrir okkur að fara í fýlu líka? Þátttaka okkar síðustu árin hefur ekki kallað á mörg húrra hóp,“ sagði Páll léttur. Hann taldi líklegt að EBU myndi framfylgja þessum reglum keppninnar með afgerandi hætti og að Ísland fari í leikbann, en tók fram að hann sé ekki með það á hreinu hvaða viðurlögum EBU getur beitt í þessu máli.
Eurovision Mest lesið Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Innlent Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Innlent Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Innlent Kjölur ekki á dagskrá Innlent Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Innlent Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Innlent „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Innlent Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Innlent Fleiri fréttir Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Vildu fá að vita hvort ríkisstyrkir hefðu farið í málsóknir gegn orkuframkvæmdum Vara við ólöglegum megrunarlyfjum sem eru í umferð Konan er fundin Sextán ára kveikti í herbergi sínu Þremur sleppt úr haldi og brotaþoli útskrifaður „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Ekki hægt að þaga þegar stjórnmálamenn leika sér að því að særa fram tröllin 252,6 milljónir runnið í ríkissjóð úr dánarbúum án lögerfingja á tíu árum Þrjú söfn í eina sæng Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Líkamsárás á gistiheimili „Ekkert óeðlilegt við það að endurskoða þetta kerfi“ Sjá meira