Allir ráðherrar austurríska Frelsisflokksins segja af sér Vésteinn Örn Pétursson skrifar 20. maí 2019 19:41 Heinz-Christian Strache, fyrrverandi varakanslari Austurríkis. ean Gallup/Getty Allir ráðherrar austurríska jaðar-hægriflokksins sem kennir sig við frelsi hafa sagt af sér í kjölfar hneykslismáls þar sem formaður flokksins og varakanslari Austurríkis náðist á myndband reyna að kaupa sér og flokki sínum jákvæða umfjöllun í fjölmiðlum. Á föstudag birtu miðlarnir Der Spiegel og Süddeutsche Zeitung myndband þar sem Heinz-Christian Strache, nú fyrrum leiðtogi Frelsisflokksins og varakanslari Austurríkis, virðist bjóðast til þess að semja við rússneska konu gegn því að hún komi boðskap frelsisflokksins á framfæri í austurrískum fjölmiðlinum Kronen-Zeitung. Myndbandið var tekið upp á Ibiza skömmu fyrir austurrísku kosningarnar 2017. Strache sagði af sér á laugardag vegna málsins, auk þess sem Sebastian Kurz, kanslari Austurríkis, sleit ríkisstjórnarsamstarfi flokks síns, Þjóðarflokksins, við Frelsisflokkinn og boðaði til kosninga. Auk varakanslarans fyrrverandi hafa fjórir ráðherrar flokksins nú sagt af sér vegna málsins. Það eru þau Herbert Kickl innanríkisráðherra, Mari Kunasek varnarmálaráðherra, Beate Hartinger-Klein, félags- heilbrigðis- vinnu- og neytendamálaráðherra, og Norbert Hofer, nýsköpunar- tækni- og ferðamálaráðherra. Við þennan lista bætist svo Karin Kneissl utanríkisráðherra. Hún er tilheyrir engum flokki opinberlega og telst því óháð, en var útnefnd í embætti sitt af Frelsisflokknum. Ástæða afsagnarinnar er sú að eftir að málið komst í hámæli kallaði Kurz eftir því að innanríkisráðherrann, Herbert Kickl, sem einnig er aðalritari Frelsisflokksins, tæki pokann sinn vegna málsins. Ráðherrar Frelsisflokksins svöruðu því með hótun um að segja allir af sér, yrði Kickl bolað úr embætti. Kurz hélt kröfu sinni aftur á móti til streitu og því fór svo að allir ráðherrar Frelsisflokksins sögðu af sér. Austurríki Tengdar fréttir Varakanslari Austurríkis segir af sér vegna ásakana um spillingu Heinz-Christian Strache, vara-kanslari Austurríkis hefur sagt af sér embætti varakanslara og embætti leiðtoga eftir að myndband komst í dreifingu þar sem hann virðist bjóðast til þess að semja við rússneska konu gegn því að hún komi boðskap frelsisflokksins á framfæri í austurrískum fjölmiðlinum Kronen-Zeitung. 18. maí 2019 12:04 Boðað til óvæntra kosninga í Austurríki Sebastian Kurz, kanslari Austurríkis og , hefur slitið ríkisstjórnarsamstarfi flokks síns Þjóðarflokksins við fjar-hægri Frelsisflokkinn og boðað til kosninga. 18. maí 2019 22:30 Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík Innlent Kort af staðsetningu gossprungunnar Innlent Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Innlent „Fólki er frekar misboðið“ Innlent Refsing Jaguars þyngd verulega Innlent Fleiri fréttir Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Heitir peningaverðlaunum og lausn þeim sem frelsa gísla Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Stofnandi World Wrestling Entertainment verður menntamálaráðherra Úkraínuforseti hvetur Vesturlönd til einbeittari stuðnings Ungar danskar konur taldar hafa látist af metanóleitrun Þúsund dagar af grimmd og eyðileggingu Börn Pelicot biðla til föður síns um að játa brot sín að fullu Stjúpsonur norska krónprinsins aftur handtekinn Hjálpargögnum stolið af tæplega hundrað flutningabifreiðum Tugur lýðræðissinna í Hong Kong dæmdur í fangelsi Segist ætla að siga hernum á farand- og flóttafólk Segir Biden „hella olíu á eldinn“ Verða fyrst í heimi til að skattleggja losun frá búfénaði Stefnir í slag við samfélagsmiðla og sjónvarpsstöðvar Sjá meira
Allir ráðherrar austurríska jaðar-hægriflokksins sem kennir sig við frelsi hafa sagt af sér í kjölfar hneykslismáls þar sem formaður flokksins og varakanslari Austurríkis náðist á myndband reyna að kaupa sér og flokki sínum jákvæða umfjöllun í fjölmiðlum. Á föstudag birtu miðlarnir Der Spiegel og Süddeutsche Zeitung myndband þar sem Heinz-Christian Strache, nú fyrrum leiðtogi Frelsisflokksins og varakanslari Austurríkis, virðist bjóðast til þess að semja við rússneska konu gegn því að hún komi boðskap frelsisflokksins á framfæri í austurrískum fjölmiðlinum Kronen-Zeitung. Myndbandið var tekið upp á Ibiza skömmu fyrir austurrísku kosningarnar 2017. Strache sagði af sér á laugardag vegna málsins, auk þess sem Sebastian Kurz, kanslari Austurríkis, sleit ríkisstjórnarsamstarfi flokks síns, Þjóðarflokksins, við Frelsisflokkinn og boðaði til kosninga. Auk varakanslarans fyrrverandi hafa fjórir ráðherrar flokksins nú sagt af sér vegna málsins. Það eru þau Herbert Kickl innanríkisráðherra, Mari Kunasek varnarmálaráðherra, Beate Hartinger-Klein, félags- heilbrigðis- vinnu- og neytendamálaráðherra, og Norbert Hofer, nýsköpunar- tækni- og ferðamálaráðherra. Við þennan lista bætist svo Karin Kneissl utanríkisráðherra. Hún er tilheyrir engum flokki opinberlega og telst því óháð, en var útnefnd í embætti sitt af Frelsisflokknum. Ástæða afsagnarinnar er sú að eftir að málið komst í hámæli kallaði Kurz eftir því að innanríkisráðherrann, Herbert Kickl, sem einnig er aðalritari Frelsisflokksins, tæki pokann sinn vegna málsins. Ráðherrar Frelsisflokksins svöruðu því með hótun um að segja allir af sér, yrði Kickl bolað úr embætti. Kurz hélt kröfu sinni aftur á móti til streitu og því fór svo að allir ráðherrar Frelsisflokksins sögðu af sér.
Austurríki Tengdar fréttir Varakanslari Austurríkis segir af sér vegna ásakana um spillingu Heinz-Christian Strache, vara-kanslari Austurríkis hefur sagt af sér embætti varakanslara og embætti leiðtoga eftir að myndband komst í dreifingu þar sem hann virðist bjóðast til þess að semja við rússneska konu gegn því að hún komi boðskap frelsisflokksins á framfæri í austurrískum fjölmiðlinum Kronen-Zeitung. 18. maí 2019 12:04 Boðað til óvæntra kosninga í Austurríki Sebastian Kurz, kanslari Austurríkis og , hefur slitið ríkisstjórnarsamstarfi flokks síns Þjóðarflokksins við fjar-hægri Frelsisflokkinn og boðað til kosninga. 18. maí 2019 22:30 Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík Innlent Kort af staðsetningu gossprungunnar Innlent Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Innlent „Fólki er frekar misboðið“ Innlent Refsing Jaguars þyngd verulega Innlent Fleiri fréttir Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Heitir peningaverðlaunum og lausn þeim sem frelsa gísla Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Stofnandi World Wrestling Entertainment verður menntamálaráðherra Úkraínuforseti hvetur Vesturlönd til einbeittari stuðnings Ungar danskar konur taldar hafa látist af metanóleitrun Þúsund dagar af grimmd og eyðileggingu Börn Pelicot biðla til föður síns um að játa brot sín að fullu Stjúpsonur norska krónprinsins aftur handtekinn Hjálpargögnum stolið af tæplega hundrað flutningabifreiðum Tugur lýðræðissinna í Hong Kong dæmdur í fangelsi Segist ætla að siga hernum á farand- og flóttafólk Segir Biden „hella olíu á eldinn“ Verða fyrst í heimi til að skattleggja losun frá búfénaði Stefnir í slag við samfélagsmiðla og sjónvarpsstöðvar Sjá meira
Varakanslari Austurríkis segir af sér vegna ásakana um spillingu Heinz-Christian Strache, vara-kanslari Austurríkis hefur sagt af sér embætti varakanslara og embætti leiðtoga eftir að myndband komst í dreifingu þar sem hann virðist bjóðast til þess að semja við rússneska konu gegn því að hún komi boðskap frelsisflokksins á framfæri í austurrískum fjölmiðlinum Kronen-Zeitung. 18. maí 2019 12:04
Boðað til óvæntra kosninga í Austurríki Sebastian Kurz, kanslari Austurríkis og , hefur slitið ríkisstjórnarsamstarfi flokks síns Þjóðarflokksins við fjar-hægri Frelsisflokkinn og boðað til kosninga. 18. maí 2019 22:30