Árásarmaðurinn í Christchurch ákærður fyrir hryðjuverk Stefán Ó. Jónsson skrifar 21. maí 2019 06:25 Íbúar Christchurch minnast hér þeirra sem féllu í árásinni. Getty/The Asahi Shimbun Maðurinn sem sakaður er um að hafa orðið 51 að bana í árás á bænahús múslima í Christchurch á Nýja-Sjálandi í mars hefur verið ákærður fyrir hryðjuverk. Frá þessu greindi nýsjálenska lögreglan í yfirlýsingu í morgun. Árásarmaðurinn hefur þegar verið ákærður fyrir morð auk þess sem hann sætir 40 ákærum fyrir tilraun til manndráps. Hann verður næst leiddur fyrir dómara í júní. Töluvert hefur verið tekist á um það í Nýja-Sjálandi hvort rétt væri að ákæra manninn fyrir hryðjuverk. Í umfjöllun breska ríkisútvarpsins er þess getið að efasemdafólk telji að slík ákæra muni lengja réttarhöldin auk þess sem það gæti gefið manninum svigrúm til að opinbera öfgafullar skoðanir sínar. Í aðdraganda árásarinnar gaf árásarmaðurinn það út að hann tryði á yfirburði hvíta kynstofnsins, en sem fyrr segir réðst maðurinn á moskur meðan bænahald stóð yfir. Árásin, sem framin var þann 15. mars, er mannskæðasta skotárás í sögu Nýja-Sjálands. Hún varð hvatinn að samþykkt nýsjálenskra stjórnmálamanna á banni við hálfsjálfvirkum hríðskotarifflum þar í landi. Hryðjuverk í Christchurch Nýja-Sjáland Tengdar fréttir Yfirgnæfandi meirihluti með hertri vopnalöggjöf Alls greiddu 119 nýsjálenskir þingmenn atkvæði með frumvarpinu, en einn greiddi atkvæði gegn. 2. apríl 2019 10:12 Hryðjuverkamaðurinn í Christchurch dvaldi á Íslandi í tíu daga Brenton Tarrant var einn á ferð hér á landi. 8. maí 2019 10:31 Breyta Facebook Live vegna árásanna í Christchurch Facebook hefur gert breytingar á Facebook Live til að reyna að draga úr því að þjónusta fyrirtækisins sé notuð til að "valda skaða eða dreifa hatri“. 15. maí 2019 11:59 Mest lesið Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Erlent Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Innlent Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Innlent Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Innlent Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Innlent Rússneskum herþotum flogið inn í lofthelgi Eistlands Erlent Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Erlent Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Innlent „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Innlent Fleiri fréttir Rússneskum herþotum flogið inn í lofthelgi Eistlands Sagður neita að samþykkja hergagnasendingu til Taívan Norska krónprinsessan í veikindaleyfi Reiðir Könum sem skreyta sig með fána Kanada Rússar áfrýja niðurstöðu um hrap malasísku farþegaþotunnar Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Segir Pútín hafa valdið sér „miklum vonbrigðum“ Sviptu hulunni af skósveinum GRU sem sendu sprengjur í flugvélar Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Hans Enoksen er látinn Telja að manngerð hlýnun hafi valdið 16.500 viðbótardauðsföllum í sumar 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Fundu Guð í App store Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Segir Kennedy hafa rekið sig fyrir að standa við vísindaleg heilindi Fjarlægðu skýrslu um pólitískt ofbeldi hægri öfgamanna Vatnaskil í dönskum varnarmálum: Ætla að kaupa langdræg vopn í fyrsta sinn Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Segir að Navalní hafi verið myrtur í fangelsinu Bein útsending: Rauða dreglinum rúllað út fyrir Trump Evrópa sein með nýtt loftslagsmarkmið vegna óeiningar Opna tímabundna flóttaleið Ráðast í frekari rannsókn á andláti kvennanna sem létust í Laos Trump fær konunglegar móttökur í Bretlandi „Markmið ríkisstjórnar Ísraels er augljóst þegar við höldum áfram að verða vitni að tortímingu Palestínumanna“ Sjá meira
Maðurinn sem sakaður er um að hafa orðið 51 að bana í árás á bænahús múslima í Christchurch á Nýja-Sjálandi í mars hefur verið ákærður fyrir hryðjuverk. Frá þessu greindi nýsjálenska lögreglan í yfirlýsingu í morgun. Árásarmaðurinn hefur þegar verið ákærður fyrir morð auk þess sem hann sætir 40 ákærum fyrir tilraun til manndráps. Hann verður næst leiddur fyrir dómara í júní. Töluvert hefur verið tekist á um það í Nýja-Sjálandi hvort rétt væri að ákæra manninn fyrir hryðjuverk. Í umfjöllun breska ríkisútvarpsins er þess getið að efasemdafólk telji að slík ákæra muni lengja réttarhöldin auk þess sem það gæti gefið manninum svigrúm til að opinbera öfgafullar skoðanir sínar. Í aðdraganda árásarinnar gaf árásarmaðurinn það út að hann tryði á yfirburði hvíta kynstofnsins, en sem fyrr segir réðst maðurinn á moskur meðan bænahald stóð yfir. Árásin, sem framin var þann 15. mars, er mannskæðasta skotárás í sögu Nýja-Sjálands. Hún varð hvatinn að samþykkt nýsjálenskra stjórnmálamanna á banni við hálfsjálfvirkum hríðskotarifflum þar í landi.
Hryðjuverk í Christchurch Nýja-Sjáland Tengdar fréttir Yfirgnæfandi meirihluti með hertri vopnalöggjöf Alls greiddu 119 nýsjálenskir þingmenn atkvæði með frumvarpinu, en einn greiddi atkvæði gegn. 2. apríl 2019 10:12 Hryðjuverkamaðurinn í Christchurch dvaldi á Íslandi í tíu daga Brenton Tarrant var einn á ferð hér á landi. 8. maí 2019 10:31 Breyta Facebook Live vegna árásanna í Christchurch Facebook hefur gert breytingar á Facebook Live til að reyna að draga úr því að þjónusta fyrirtækisins sé notuð til að "valda skaða eða dreifa hatri“. 15. maí 2019 11:59 Mest lesið Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Erlent Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Innlent Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Innlent Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Innlent Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Innlent Rússneskum herþotum flogið inn í lofthelgi Eistlands Erlent Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Erlent Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Innlent „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Innlent Fleiri fréttir Rússneskum herþotum flogið inn í lofthelgi Eistlands Sagður neita að samþykkja hergagnasendingu til Taívan Norska krónprinsessan í veikindaleyfi Reiðir Könum sem skreyta sig með fána Kanada Rússar áfrýja niðurstöðu um hrap malasísku farþegaþotunnar Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Segir Pútín hafa valdið sér „miklum vonbrigðum“ Sviptu hulunni af skósveinum GRU sem sendu sprengjur í flugvélar Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Hans Enoksen er látinn Telja að manngerð hlýnun hafi valdið 16.500 viðbótardauðsföllum í sumar 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Fundu Guð í App store Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Segir Kennedy hafa rekið sig fyrir að standa við vísindaleg heilindi Fjarlægðu skýrslu um pólitískt ofbeldi hægri öfgamanna Vatnaskil í dönskum varnarmálum: Ætla að kaupa langdræg vopn í fyrsta sinn Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Segir að Navalní hafi verið myrtur í fangelsinu Bein útsending: Rauða dreglinum rúllað út fyrir Trump Evrópa sein með nýtt loftslagsmarkmið vegna óeiningar Opna tímabundna flóttaleið Ráðast í frekari rannsókn á andláti kvennanna sem létust í Laos Trump fær konunglegar móttökur í Bretlandi „Markmið ríkisstjórnar Ísraels er augljóst þegar við höldum áfram að verða vitni að tortímingu Palestínumanna“ Sjá meira
Yfirgnæfandi meirihluti með hertri vopnalöggjöf Alls greiddu 119 nýsjálenskir þingmenn atkvæði með frumvarpinu, en einn greiddi atkvæði gegn. 2. apríl 2019 10:12
Hryðjuverkamaðurinn í Christchurch dvaldi á Íslandi í tíu daga Brenton Tarrant var einn á ferð hér á landi. 8. maí 2019 10:31
Breyta Facebook Live vegna árásanna í Christchurch Facebook hefur gert breytingar á Facebook Live til að reyna að draga úr því að þjónusta fyrirtækisins sé notuð til að "valda skaða eða dreifa hatri“. 15. maí 2019 11:59
Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna
„Markmið ríkisstjórnar Ísraels er augljóst þegar við höldum áfram að verða vitni að tortímingu Palestínumanna“