Sjálfsagt að íhuga að fá fagfólk í mannauðsmálum við Þjóðleikhúsið Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 21. maí 2019 12:00 Ari Matthíasson segir sjálfsagt að íhuga það að fá fagfólk í mannauðsmálum við Þjóðleikhúsið. Vísir/Egill Þjóðleikhússtjóri segir sjálfsagt mál að íhuga að fá sérfræðing í mannauðsmálum til starfa í Þjóðleikhúsið. Markmið sitt sé að bæta starfsumhverfið. Félag íslenskra leikara og sviðslistafólks hefur farið fram á að ráðið sé fagfólk til að fara yfir samskipti hans við listamenn vegna kvartana sem hafa borist til félagsins. Við sögðum frá ólgu í samskiptum formanns Félags íslenskra leikara og sviðslistafólks í gær þar sem kom fram að margar kvartanir hafi borist vegna samskipta þjóðleikhússtjóra og félagsmanna. Formaðurinn Birna Hafstein sagðist sjálf hafa fengið staðfestingu á skapbrestum þjóðleikhússtjóra við undirskrift kjarasamninga í fyrra þegar hún hugðist faðma hann en hrasað þess í stað þegar hann stakaði við henni. Eftir atvikið sendi félagið bréf til mennta-og menningarmálaráðuneytisins um samskiptin. Ráðuneytið hefur svarað að ekkert bréf hafi borist um einelti eða áreitni af hálfu forstöðumanns leikhússins. Erindi Félags íslenskra leikara og sviðslistafólks hafi borist ráðuneytinu og FÍL fengið mat ráðuneytisins og leiðbeiningar um áframhaldið. Félag íslenskra leikara sendi ráðuneytinu nýtt bréf í gær þar sem farið var fram á að fagfólk væri fengið til að fara yfir samskipti þjóðleikhússtjóra og starfsmanna. Ari Matthíasson þjóðleikhússtjóri hefur vísað þessu á bug, Birna hafi ekki hrasað og hann hafi beðið hana afsökunar eftir atvikið. Þá hafi engar kvartanir vegna samskiptavanda borist til sín „Það er starfandi hér framkvæmdastjóri, launafulltrúi, öryggisfulltrúi og öryggistrúnaðarmaður starfsmanna, það eru trúnaðarmenn í öllum sýningum. Þannig að ég held að í fljótu bragði að hér sé farvegur til að koma kvörtunum í faveg,“ segir Ari. Aðspurður um hvort hann væri á því að fá fagfólk í mannauðsmálum við Þjóðleikhúsið segir Ari sjálfsagt að íhuga það. Markmið hans sé að bæta Þjóðleikhúsið og starfsumhverfi þess. Leikhús Menning Stjórnsýsla Tengdar fréttir Vilja fagfólk í mannauðsmálum vegna samskipta þjóðleikhússtjóra við listamenn Félag íslenskra leikara og sviðslistafólks fer fram á að Menntamálaráðuneytið fái fagfólk til að ráða fram úr samskiptavanda þjóðleikhússtjóra við listamenn leikhússins. Formaður félagsins segir þjóðleikhússtjóra hafa beitt sig ofbeldi og margir hafi kvartað undan framkomu hans. Þjóðleikhússtjóri vísar þessu á bug og bendir á mikla starfsánægju innan leikhússins. 20. maí 2019 19:00 Leiklistarheimurinn logar vegna hatramra deilna Birnu og Ara Þjóðleikhússtjóri segir formann FÍL grafa með ósæmilegum hætti undan sér og leikhúsinu. 20. maí 2019 09:00 Mest lesið Sauð upp úr í morgunumferðinni Innlent Útlendingalögin séu misnotuð líkt og önnur kerfi velferðarríkisins Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Erlent Hraun streymir að langmestu frá Svartsengi Innlent Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Innlent Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Erlent Svik og prettir reyndust falsfréttir Innlent Spákaupmenn ásælist vatn meðan fæðuöryggi sé stefnt í voða Innlent FB stækkar og Framsókn aftur á gröfunni Innlent Fleiri fréttir Útlendingalögin séu misnotuð líkt og önnur kerfi velferðarríkisins Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum en varað við gasmengun Svik og prettir reyndust falsfréttir Hraun streymir að langmestu frá Svartsengi Það sem oftast ógildir kjörseðilinn Vonast til að útkljá deilumál í fyrramálið FB stækkar og Framsókn aftur á gröfunni Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Meðferðarheimili fyrsta skrefið að þjónustuþorpi fyrir börn Skaut þremur skotum að dróna Fiskistofu Sauð upp úr í morgunumferðinni Spákaupmenn ásælist vatn meðan fæðuöryggi sé stefnt í voða Ekið á gangandi vegfaranda á Langholtsvegi Jarðakaup fjárfesta ógn við matvælaöryggi og nýtt húsnæði Stuðla Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Fundi frestað hjá kennurum en læknar funda fram á kvöld „Þetta er óhjákvæmilegur meðafli“ Þrjár sviðsmyndir í skoðun en miða við óbreyttan kjördag Nemendur fara í húsnæði KSÍ vegna rakamyndunar Stöðug virkni í eldgosinu frá því í gær Leggja til að rífa skólann því úrbætur yrðu of áhættusamar Lofaði stuðningi og uppskar stuðning kvikmyndagerðarmanna Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Funda vegna slæmrar veðurspár fyrir kjördag Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar Einn með stöðu sakbornings þrátt fyrir tvo þjófa Leggja til að fleiri heilbrigðisstéttir geti gefið út vottorð Tóku fyrstu skóflustunguna að nýrri verknámsaðstöðu í FB Á góðri leið með að landa samningi í dag eða á morgun Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Sjá meira
Þjóðleikhússtjóri segir sjálfsagt mál að íhuga að fá sérfræðing í mannauðsmálum til starfa í Þjóðleikhúsið. Markmið sitt sé að bæta starfsumhverfið. Félag íslenskra leikara og sviðslistafólks hefur farið fram á að ráðið sé fagfólk til að fara yfir samskipti hans við listamenn vegna kvartana sem hafa borist til félagsins. Við sögðum frá ólgu í samskiptum formanns Félags íslenskra leikara og sviðslistafólks í gær þar sem kom fram að margar kvartanir hafi borist vegna samskipta þjóðleikhússtjóra og félagsmanna. Formaðurinn Birna Hafstein sagðist sjálf hafa fengið staðfestingu á skapbrestum þjóðleikhússtjóra við undirskrift kjarasamninga í fyrra þegar hún hugðist faðma hann en hrasað þess í stað þegar hann stakaði við henni. Eftir atvikið sendi félagið bréf til mennta-og menningarmálaráðuneytisins um samskiptin. Ráðuneytið hefur svarað að ekkert bréf hafi borist um einelti eða áreitni af hálfu forstöðumanns leikhússins. Erindi Félags íslenskra leikara og sviðslistafólks hafi borist ráðuneytinu og FÍL fengið mat ráðuneytisins og leiðbeiningar um áframhaldið. Félag íslenskra leikara sendi ráðuneytinu nýtt bréf í gær þar sem farið var fram á að fagfólk væri fengið til að fara yfir samskipti þjóðleikhússtjóra og starfsmanna. Ari Matthíasson þjóðleikhússtjóri hefur vísað þessu á bug, Birna hafi ekki hrasað og hann hafi beðið hana afsökunar eftir atvikið. Þá hafi engar kvartanir vegna samskiptavanda borist til sín „Það er starfandi hér framkvæmdastjóri, launafulltrúi, öryggisfulltrúi og öryggistrúnaðarmaður starfsmanna, það eru trúnaðarmenn í öllum sýningum. Þannig að ég held að í fljótu bragði að hér sé farvegur til að koma kvörtunum í faveg,“ segir Ari. Aðspurður um hvort hann væri á því að fá fagfólk í mannauðsmálum við Þjóðleikhúsið segir Ari sjálfsagt að íhuga það. Markmið hans sé að bæta Þjóðleikhúsið og starfsumhverfi þess.
Leikhús Menning Stjórnsýsla Tengdar fréttir Vilja fagfólk í mannauðsmálum vegna samskipta þjóðleikhússtjóra við listamenn Félag íslenskra leikara og sviðslistafólks fer fram á að Menntamálaráðuneytið fái fagfólk til að ráða fram úr samskiptavanda þjóðleikhússtjóra við listamenn leikhússins. Formaður félagsins segir þjóðleikhússtjóra hafa beitt sig ofbeldi og margir hafi kvartað undan framkomu hans. Þjóðleikhússtjóri vísar þessu á bug og bendir á mikla starfsánægju innan leikhússins. 20. maí 2019 19:00 Leiklistarheimurinn logar vegna hatramra deilna Birnu og Ara Þjóðleikhússtjóri segir formann FÍL grafa með ósæmilegum hætti undan sér og leikhúsinu. 20. maí 2019 09:00 Mest lesið Sauð upp úr í morgunumferðinni Innlent Útlendingalögin séu misnotuð líkt og önnur kerfi velferðarríkisins Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Erlent Hraun streymir að langmestu frá Svartsengi Innlent Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Innlent Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Erlent Svik og prettir reyndust falsfréttir Innlent Spákaupmenn ásælist vatn meðan fæðuöryggi sé stefnt í voða Innlent FB stækkar og Framsókn aftur á gröfunni Innlent Fleiri fréttir Útlendingalögin séu misnotuð líkt og önnur kerfi velferðarríkisins Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum en varað við gasmengun Svik og prettir reyndust falsfréttir Hraun streymir að langmestu frá Svartsengi Það sem oftast ógildir kjörseðilinn Vonast til að útkljá deilumál í fyrramálið FB stækkar og Framsókn aftur á gröfunni Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Meðferðarheimili fyrsta skrefið að þjónustuþorpi fyrir börn Skaut þremur skotum að dróna Fiskistofu Sauð upp úr í morgunumferðinni Spákaupmenn ásælist vatn meðan fæðuöryggi sé stefnt í voða Ekið á gangandi vegfaranda á Langholtsvegi Jarðakaup fjárfesta ógn við matvælaöryggi og nýtt húsnæði Stuðla Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Fundi frestað hjá kennurum en læknar funda fram á kvöld „Þetta er óhjákvæmilegur meðafli“ Þrjár sviðsmyndir í skoðun en miða við óbreyttan kjördag Nemendur fara í húsnæði KSÍ vegna rakamyndunar Stöðug virkni í eldgosinu frá því í gær Leggja til að rífa skólann því úrbætur yrðu of áhættusamar Lofaði stuðningi og uppskar stuðning kvikmyndagerðarmanna Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Funda vegna slæmrar veðurspár fyrir kjördag Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar Einn með stöðu sakbornings þrátt fyrir tvo þjófa Leggja til að fleiri heilbrigðisstéttir geti gefið út vottorð Tóku fyrstu skóflustunguna að nýrri verknámsaðstöðu í FB Á góðri leið með að landa samningi í dag eða á morgun Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Sjá meira
Vilja fagfólk í mannauðsmálum vegna samskipta þjóðleikhússtjóra við listamenn Félag íslenskra leikara og sviðslistafólks fer fram á að Menntamálaráðuneytið fái fagfólk til að ráða fram úr samskiptavanda þjóðleikhússtjóra við listamenn leikhússins. Formaður félagsins segir þjóðleikhússtjóra hafa beitt sig ofbeldi og margir hafi kvartað undan framkomu hans. Þjóðleikhússtjóri vísar þessu á bug og bendir á mikla starfsánægju innan leikhússins. 20. maí 2019 19:00
Leiklistarheimurinn logar vegna hatramra deilna Birnu og Ara Þjóðleikhússtjóri segir formann FÍL grafa með ósæmilegum hætti undan sér og leikhúsinu. 20. maí 2019 09:00