Þýsk stjórnvöld þurfi að axla sína ábyrgð á Geirfinnsmáli Aðalheiður Ámundadóttir skrifar 22. maí 2019 07:30 Karl Schütz (í hvítri skyrtu) hélt blaðamannafund um lausn Geirfinnsmáls árið 1977. Ljósmyndasafn Reykjavíkur „Þýska alríkislögreglan (BKA) þarf að axla sína ábyrgð á stærsta réttarfarshneyksli Íslandssögunnar,“ að mati þýska þingmannsins Andrej Hunko, sem lagði ásamt nokkrum samflokksmönnum sínum fram fyrirspurn á dögunum til þýskra stjórnvalda um aðkomu Þjóðverja að rannsókn Guðmundar- og Geirfinnsmála. „Þýsk stjórnvöld hafa nú staðfest umfangsmikla aðstoð alríkislögreglunnar með aðkomu bæði þáverandi forseta hennar og þáverandi ráðuneytisstjóra innanríkisráðuneytis Vestur-Þýskalands Siegfried Fröhlich,“ segir Hunko og vísar til svars þýskra stjórnvalda sem barst í vikunni. Hunko segir löngu tímabært að þýsk stjórnvöld bjóði íslenskum stjórnvöldum alla mögulega aðstoð við að upplýsa að fullu þátt Þjóðverja í málinu en í svari þýskra stjórnvalda kemur fram að engin beiðni um slíka aðstoð hafi komið frá íslenskum yfirvöldum. „Að mati Gísla Guðjónssonar réttarsálfræðings, voru það yfirheyrsluaðferðir BKA sem leiddu til hinna fölsku játninga sem veittar voru í málinu,“ segir Hunko og nefnir einnig langa einangrunarvist sakborninga, vatnspyndingar, lyfjagjafir og dáleiðingar sem prófaðar hafi verið á sakborningunum. „Þýska ríkið þarf að bæta þolendum málsins fyrir þær aðferðir sem notaðar voru og skiluðu fölskum játningum,“ segir Hunko og að það gildi bæði um þá sem enn lifa og aðstandendur þeirra sem látnir eru.Andrej Hunko.EPA/HAYOUNG JEONÍ svari stjórnvalda við fyrirspurnum þingmannanna kemur fram að fyrstu skráðu samskiptin um aðkomu Karls Schütz að málinu séu af samtali fyrrnefnds Fröhlich og Péturs Eggerz síðar sendiherra, í Strassborg þar sem þeir voru í erindagjörðum vegna Evrópuráðsins. Mun Pétur hafa óskað eftir aðstoð BKA við rannsóknir morðmála á Íslandi. Fröhlich mun að sögn hafa ekki hafa talið beina aðkomu BKA æskilega í byrjun en boðist til að hafa samband við mann sem á þeim tíma var nýkominn á eftirlaun. Karl Schütz hafi reynst reiðubúinn og í framhaldinu haldið til Reykjavíkur þar sem gengið hafi verið frá samningum við hann. Í svarinu er einnig greint frá bréfaskiptum Ólafs Jóhannessonar og Siegfried Fröhlich þar sem hinn síðarnefndi féllst á ósk ráðherrans um framkvæmd réttarmeinarannsókna á rannsóknarstofu BKA. Segir Fröhlich að Horst Harold, forseti BKA, muni með ánægju láta framkvæma þær rannsóknir sem óskað sé frá Íslandi vegna málsins. Ekki liggi fyrir hvort eða hver hafi greitt fyrir þær rannsóknir sem gerðar voru. Fyrirspurnin laut einnig að afstöðu þýskra stjórnvalda til málsins í dag þegar ljóst væri orðið að brotið hefði verið alvarlega gegn fólki með vitund og vilja og jafnvel undir stjórn fulltrúa BKA. Svör þýskra stjórnvalda við þeim spurningum eru að Karl Schütz hafi verið kominn á eftirlaun og því veitt aðstoð sína í eigin nafni en ekki á vegum BKA eða þýskra yfirvalda. Hunko segir þversögn í þessu yfirlýsta ábyrgðarleysi þýskra stjórnvalda, enda ljóst af svarinu sjálfu að lagt var á ráðin milli háttsettra embættismanna um aðkomu Schütz, auk þeirrar tækniaðstoðar sem veitt hafi verið. Þá hafi fimm þýskum embættismönnum, auk Schütz sjálfs, verið verið launað ríkulega með heiðursorðum íslenska ríkisins. Birtist í Fréttablaðinu Guðmundar- og Geirfinnsmálin Þýskaland Tengdar fréttir Dómsmálaráðuneyti með mál Erlu Bolladóttur til skoðunar Forsætisráðherra hefur óskað eftir því við dómsmálaráðuneytið að mál Erlu Bolladóttur verði tekið til sérstakrar skoðunar. Erla var sú eina af dómfelldum í Guðmundar- og Geirfinnsmálum sem fékk mál sitt ekki endurupptekið. 15. maí 2019 06:45 Falið að skoða ábendingar um hvarf Guðmundar og Geirfinns Dómsmálaráðherra hefur sett Hölllu Bergþóru Björnsdóttur lögreglustjóra til að taka afstöðu til ábendinga um mannshvörfin. Sigríður Friðjónsdóttir ríkissaksóknari tilkynnti ráðherra um vanhæfi sitt í desember. Ábendingar hafa komið fram um bæði mannshvorfin á undanförnum árum. 20. maí 2019 06:00 Sáttanefnd vegna Guðmundar- og Geirfinnsmála enn að störfum Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir að sáttanefnd vegna eftirmála Guðmundar- og Geirfinnsmála sé enn að störfum og bindur hún vonir við að heildarsamkomulag náist við þá fimm sem voru sýknaðir í Hæstarétti sem og afkomendur þeirra. 14. maí 2019 06:45 Mest lesið Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Innlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Innlent Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Erlent „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Innlent Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Foráttuveður í kortunum Innlent Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Innlent Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Innlent Fleiri fréttir Gefa út lag með látnum syni og félaga Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Langþráð nýtt líf Helguvíkur í boði NATO Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Útgjöld Íslands til varnarmála duga til – í bili Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Gefur út lag með látnum vini sínum og heimsókn Rutte Farbannið framlengt Skoða framtíðarnýtingu Vífilsstaða Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Dómurinn kemur lögmanni konunnar á óvart Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Lýsti Íslandi sem „augum og eyrum“ Nató Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Bein útsending: Staða fæðuöryggis á Íslandi Kristrún og Rutte boða til blaðamannafundar Veginum lokað milli Skaftafells og Jökulsárlóns vegna veðurs Íslandsheimsókn þegar uppi er flókin og erfið staða í NATO Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Gæti þýtt aukna viðveru NATO hér á landi Milljarðauppbygging í Helguvík og verðbólgan hjaðnar Vilja að borgin selji Carbfix og bílastæðahúsin Ritstjóri Mosfellings vill leiða lista Sjálfstæðismanna Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Sjá meira
„Þýska alríkislögreglan (BKA) þarf að axla sína ábyrgð á stærsta réttarfarshneyksli Íslandssögunnar,“ að mati þýska þingmannsins Andrej Hunko, sem lagði ásamt nokkrum samflokksmönnum sínum fram fyrirspurn á dögunum til þýskra stjórnvalda um aðkomu Þjóðverja að rannsókn Guðmundar- og Geirfinnsmála. „Þýsk stjórnvöld hafa nú staðfest umfangsmikla aðstoð alríkislögreglunnar með aðkomu bæði þáverandi forseta hennar og þáverandi ráðuneytisstjóra innanríkisráðuneytis Vestur-Þýskalands Siegfried Fröhlich,“ segir Hunko og vísar til svars þýskra stjórnvalda sem barst í vikunni. Hunko segir löngu tímabært að þýsk stjórnvöld bjóði íslenskum stjórnvöldum alla mögulega aðstoð við að upplýsa að fullu þátt Þjóðverja í málinu en í svari þýskra stjórnvalda kemur fram að engin beiðni um slíka aðstoð hafi komið frá íslenskum yfirvöldum. „Að mati Gísla Guðjónssonar réttarsálfræðings, voru það yfirheyrsluaðferðir BKA sem leiddu til hinna fölsku játninga sem veittar voru í málinu,“ segir Hunko og nefnir einnig langa einangrunarvist sakborninga, vatnspyndingar, lyfjagjafir og dáleiðingar sem prófaðar hafi verið á sakborningunum. „Þýska ríkið þarf að bæta þolendum málsins fyrir þær aðferðir sem notaðar voru og skiluðu fölskum játningum,“ segir Hunko og að það gildi bæði um þá sem enn lifa og aðstandendur þeirra sem látnir eru.Andrej Hunko.EPA/HAYOUNG JEONÍ svari stjórnvalda við fyrirspurnum þingmannanna kemur fram að fyrstu skráðu samskiptin um aðkomu Karls Schütz að málinu séu af samtali fyrrnefnds Fröhlich og Péturs Eggerz síðar sendiherra, í Strassborg þar sem þeir voru í erindagjörðum vegna Evrópuráðsins. Mun Pétur hafa óskað eftir aðstoð BKA við rannsóknir morðmála á Íslandi. Fröhlich mun að sögn hafa ekki hafa talið beina aðkomu BKA æskilega í byrjun en boðist til að hafa samband við mann sem á þeim tíma var nýkominn á eftirlaun. Karl Schütz hafi reynst reiðubúinn og í framhaldinu haldið til Reykjavíkur þar sem gengið hafi verið frá samningum við hann. Í svarinu er einnig greint frá bréfaskiptum Ólafs Jóhannessonar og Siegfried Fröhlich þar sem hinn síðarnefndi féllst á ósk ráðherrans um framkvæmd réttarmeinarannsókna á rannsóknarstofu BKA. Segir Fröhlich að Horst Harold, forseti BKA, muni með ánægju láta framkvæma þær rannsóknir sem óskað sé frá Íslandi vegna málsins. Ekki liggi fyrir hvort eða hver hafi greitt fyrir þær rannsóknir sem gerðar voru. Fyrirspurnin laut einnig að afstöðu þýskra stjórnvalda til málsins í dag þegar ljóst væri orðið að brotið hefði verið alvarlega gegn fólki með vitund og vilja og jafnvel undir stjórn fulltrúa BKA. Svör þýskra stjórnvalda við þeim spurningum eru að Karl Schütz hafi verið kominn á eftirlaun og því veitt aðstoð sína í eigin nafni en ekki á vegum BKA eða þýskra yfirvalda. Hunko segir þversögn í þessu yfirlýsta ábyrgðarleysi þýskra stjórnvalda, enda ljóst af svarinu sjálfu að lagt var á ráðin milli háttsettra embættismanna um aðkomu Schütz, auk þeirrar tækniaðstoðar sem veitt hafi verið. Þá hafi fimm þýskum embættismönnum, auk Schütz sjálfs, verið verið launað ríkulega með heiðursorðum íslenska ríkisins.
Birtist í Fréttablaðinu Guðmundar- og Geirfinnsmálin Þýskaland Tengdar fréttir Dómsmálaráðuneyti með mál Erlu Bolladóttur til skoðunar Forsætisráðherra hefur óskað eftir því við dómsmálaráðuneytið að mál Erlu Bolladóttur verði tekið til sérstakrar skoðunar. Erla var sú eina af dómfelldum í Guðmundar- og Geirfinnsmálum sem fékk mál sitt ekki endurupptekið. 15. maí 2019 06:45 Falið að skoða ábendingar um hvarf Guðmundar og Geirfinns Dómsmálaráðherra hefur sett Hölllu Bergþóru Björnsdóttur lögreglustjóra til að taka afstöðu til ábendinga um mannshvörfin. Sigríður Friðjónsdóttir ríkissaksóknari tilkynnti ráðherra um vanhæfi sitt í desember. Ábendingar hafa komið fram um bæði mannshvorfin á undanförnum árum. 20. maí 2019 06:00 Sáttanefnd vegna Guðmundar- og Geirfinnsmála enn að störfum Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir að sáttanefnd vegna eftirmála Guðmundar- og Geirfinnsmála sé enn að störfum og bindur hún vonir við að heildarsamkomulag náist við þá fimm sem voru sýknaðir í Hæstarétti sem og afkomendur þeirra. 14. maí 2019 06:45 Mest lesið Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Innlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Innlent Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Erlent „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Innlent Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Foráttuveður í kortunum Innlent Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Innlent Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Innlent Fleiri fréttir Gefa út lag með látnum syni og félaga Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Langþráð nýtt líf Helguvíkur í boði NATO Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Útgjöld Íslands til varnarmála duga til – í bili Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Gefur út lag með látnum vini sínum og heimsókn Rutte Farbannið framlengt Skoða framtíðarnýtingu Vífilsstaða Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Dómurinn kemur lögmanni konunnar á óvart Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Lýsti Íslandi sem „augum og eyrum“ Nató Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Bein útsending: Staða fæðuöryggis á Íslandi Kristrún og Rutte boða til blaðamannafundar Veginum lokað milli Skaftafells og Jökulsárlóns vegna veðurs Íslandsheimsókn þegar uppi er flókin og erfið staða í NATO Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Gæti þýtt aukna viðveru NATO hér á landi Milljarðauppbygging í Helguvík og verðbólgan hjaðnar Vilja að borgin selji Carbfix og bílastæðahúsin Ritstjóri Mosfellings vill leiða lista Sjálfstæðismanna Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Sjá meira
Dómsmálaráðuneyti með mál Erlu Bolladóttur til skoðunar Forsætisráðherra hefur óskað eftir því við dómsmálaráðuneytið að mál Erlu Bolladóttur verði tekið til sérstakrar skoðunar. Erla var sú eina af dómfelldum í Guðmundar- og Geirfinnsmálum sem fékk mál sitt ekki endurupptekið. 15. maí 2019 06:45
Falið að skoða ábendingar um hvarf Guðmundar og Geirfinns Dómsmálaráðherra hefur sett Hölllu Bergþóru Björnsdóttur lögreglustjóra til að taka afstöðu til ábendinga um mannshvörfin. Sigríður Friðjónsdóttir ríkissaksóknari tilkynnti ráðherra um vanhæfi sitt í desember. Ábendingar hafa komið fram um bæði mannshvorfin á undanförnum árum. 20. maí 2019 06:00
Sáttanefnd vegna Guðmundar- og Geirfinnsmála enn að störfum Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir að sáttanefnd vegna eftirmála Guðmundar- og Geirfinnsmála sé enn að störfum og bindur hún vonir við að heildarsamkomulag náist við þá fimm sem voru sýknaðir í Hæstarétti sem og afkomendur þeirra. 14. maí 2019 06:45
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent