Vonar að ferðin hafi breytt skoðun Hatara Birna Dröfn Jónasdóttir skrifar 22. maí 2019 06:00 Hatari á appelsínugula dreglinum í Tel Avív í Ísrael. nordicphotos/getty „Við trúum á tjáningarfrelsi og eigum ekki í neinum vandræðum með pólitískar yfirlýsingar eða gagnrýni Hatara. Það er hluti af opinberri samfélagsumræðu sem á sér stað í Ísrael á hverjum degi,“ segir Dan Poraz, aðstoðarsendiherra Ísraels í Ósló, aðspurður um viðbrögð sendiráðsins við þátttöku Hatara í Eurovision og lokahnykk sveitarinnar á úrslitakvöldi söngvakeppninnar, þegar sveitin sýndi palestínska fánann í síðasta skipti sem Hatari kom í mynd í beinni sjónvarpsútsendingu frá keppninni í Tel Avív. Hann telur Eurovision-söngvakeppnina þó ekki vera vettvang til þess að viðra pólitískar skoðanir því að einfaldlega sé ekki um pólitískan viðburð að ræða. „Við teljum Eurovision ekki vera rétta vettvanginn fyrir gjörning af þessu tagi. Menning og listir hafa þann sérstaka eiginleika að færa fólk af ólíkum bakgrunni saman og um það snýst Eurovision í grunninn. Reglur keppninnar lúta að því að Eurovision sé ekki pólitískur viðburður og að þar skuli enginn pólitískur áróður eiga sér stað,“ segir aðstoðarsendiherrann í skriflegu svari til Fréttablaðsins. Mikið var rætt um það í aðdraganda Eurovision hvort Ísland ætti yfirhöfuð að taka þátt í keppninni. Til að mynda lýsti Félagið Ísland Palestína yfir vanþóknun sinni á því að Ísland tæki þátt á annað borð. Poraz segist fagna því að Hatari hafi ferðast til Ísrael og vonar að dvölin hafi haft jákvæð áhrif á skoðanir hópsins á stöðunni í Ísrael. „Við fögnum því að Hatari hafi yfirhöfuð komið til Ísrael og tekið þátt í keppninni. Við vonum að þau hafi notið ferðarinnar, kynnst viðkunnanlegu fólki og víkkað sjóndeildarhring skoðana sinna hvað varðar ástandið í Ísrael.“ Fréttablaðið óskaði eftir viðbrögðum frá Hatara við ummælum sendiráðsins um það hvort skoðanir þeirra á ástandinu í Ísrael hefðu breyst með heimsókninni. Meðlimir sveitarinnar vildu ekki tjá sig um málið þegar eftir því var leitað. Birtist í Fréttablaðinu Eurovision Ísrael Tengdar fréttir Engar athugasemdir komið frá Ísrael Utanríkisráðuneytinu hafa ekki borist nein viðbrögð frá ísraelskum stjórnvöldum, enn sem komið er, vegna uppátækis íslensku þátttakendanna í lok Eurovision keppninnar síðastliðinn laugardag. 21. maí 2019 06:30 Magnús Geir hrökk í kút þegar Hatarar veifuðu palestínsku borðunum Magnús Geir Þórðarson, útvarpsstjóri, viðurkennir að hann hafi hrokkið svolítið í kút þegar hann sá liðsmenn Hatara veifa palestínsku borðunum í stigagjöfinni á laugardagskvöldið. Hann er engu að síður mjög sáttur við framlag Íslands og segir Hatara stórkostlegan gjörningahóp. 21. maí 2019 08:00 Stærstu svikin að segjast vera hættir en taka svo þátt í Eurovision Klemens Hannigan, söngvari Hatara, segir það hafa verið mestu svikin við Eurovision að segja hljómsveitina vera hætta en skrá sig svo til leiks í Söngvakeppnina, forkeppni Eurovision. 21. maí 2019 07:00 Mest lesið Konan sem ekið var á er látin Innlent Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Innlent Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Innlent Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Innlent Leigubílstjóri og vinur í þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun Innlent Hellidemba í kortunum og líkur á þrumum Veður Gerðu engin mistök með nafngreiningu vændiskaupanda Innlent Trampólín á flugi og vagn á hliðinni Innlent Fallhlífin flæktist í stélið Erlent Björn Dagbjartsson er látinn Innlent Fleiri fréttir Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Þjófar sendir úr landi Fær bara hálft fæðingarorlof og veik leikskólabörn Björn Dagbjartsson er látinn Hvetja til bólusetningar vegna inflúensufaraldurs Slapp ekki með typpamynd til þrettán ára Halda starfsleyfinu þrátt fyrir kröfur íbúa Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Vill skoða úrsögn úr EES Leigubílstjóri og vinur í þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun Skaftárhlaup enn yfirstandandi Helgi Valberg tekur við ritarastöðunni Stór áfangi Borgarlínu afgreiddur í skipulagsráði og á leið í kynningu Rannsókn lokið þrjátíu árum eftir snjóflóðið Kópavogur svarar: Ljósmagnið á skiltinu minnkað og þverun væntanleg Lífsýni úr öðrum manni nýju sönnunargögnin Ljóst að einhverjir dragi lög sín til baka Konan sem ekið var á er látin Styrkirnir ekki auglýstir: Segir Miðflokkinn haldinn hysteríu og ótta við þjóðina Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Trampólín á flugi og vagn á hliðinni Tekist á um fangelsismálin og Útvarpsstjóri ræðir framtíð Söngvakeppninnar Mál Brákarborgar hefur kostað borgina yfir þrjá milljarða „Stóra-Hraun mun rísa“ Varaborgarfulltrúinn vill þriðja sæti Sundmenning Íslands á lista UNESCO Helmingur ríkisstofnana hafi stytt opnunartíma Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Gerðu engin mistök með nafngreiningu vændiskaupanda Gagnrýnir að auglýsingaskilti sé sett framar umferðaröryggi barna í forgangsröðinni Sjá meira
„Við trúum á tjáningarfrelsi og eigum ekki í neinum vandræðum með pólitískar yfirlýsingar eða gagnrýni Hatara. Það er hluti af opinberri samfélagsumræðu sem á sér stað í Ísrael á hverjum degi,“ segir Dan Poraz, aðstoðarsendiherra Ísraels í Ósló, aðspurður um viðbrögð sendiráðsins við þátttöku Hatara í Eurovision og lokahnykk sveitarinnar á úrslitakvöldi söngvakeppninnar, þegar sveitin sýndi palestínska fánann í síðasta skipti sem Hatari kom í mynd í beinni sjónvarpsútsendingu frá keppninni í Tel Avív. Hann telur Eurovision-söngvakeppnina þó ekki vera vettvang til þess að viðra pólitískar skoðanir því að einfaldlega sé ekki um pólitískan viðburð að ræða. „Við teljum Eurovision ekki vera rétta vettvanginn fyrir gjörning af þessu tagi. Menning og listir hafa þann sérstaka eiginleika að færa fólk af ólíkum bakgrunni saman og um það snýst Eurovision í grunninn. Reglur keppninnar lúta að því að Eurovision sé ekki pólitískur viðburður og að þar skuli enginn pólitískur áróður eiga sér stað,“ segir aðstoðarsendiherrann í skriflegu svari til Fréttablaðsins. Mikið var rætt um það í aðdraganda Eurovision hvort Ísland ætti yfirhöfuð að taka þátt í keppninni. Til að mynda lýsti Félagið Ísland Palestína yfir vanþóknun sinni á því að Ísland tæki þátt á annað borð. Poraz segist fagna því að Hatari hafi ferðast til Ísrael og vonar að dvölin hafi haft jákvæð áhrif á skoðanir hópsins á stöðunni í Ísrael. „Við fögnum því að Hatari hafi yfirhöfuð komið til Ísrael og tekið þátt í keppninni. Við vonum að þau hafi notið ferðarinnar, kynnst viðkunnanlegu fólki og víkkað sjóndeildarhring skoðana sinna hvað varðar ástandið í Ísrael.“ Fréttablaðið óskaði eftir viðbrögðum frá Hatara við ummælum sendiráðsins um það hvort skoðanir þeirra á ástandinu í Ísrael hefðu breyst með heimsókninni. Meðlimir sveitarinnar vildu ekki tjá sig um málið þegar eftir því var leitað.
Birtist í Fréttablaðinu Eurovision Ísrael Tengdar fréttir Engar athugasemdir komið frá Ísrael Utanríkisráðuneytinu hafa ekki borist nein viðbrögð frá ísraelskum stjórnvöldum, enn sem komið er, vegna uppátækis íslensku þátttakendanna í lok Eurovision keppninnar síðastliðinn laugardag. 21. maí 2019 06:30 Magnús Geir hrökk í kút þegar Hatarar veifuðu palestínsku borðunum Magnús Geir Þórðarson, útvarpsstjóri, viðurkennir að hann hafi hrokkið svolítið í kút þegar hann sá liðsmenn Hatara veifa palestínsku borðunum í stigagjöfinni á laugardagskvöldið. Hann er engu að síður mjög sáttur við framlag Íslands og segir Hatara stórkostlegan gjörningahóp. 21. maí 2019 08:00 Stærstu svikin að segjast vera hættir en taka svo þátt í Eurovision Klemens Hannigan, söngvari Hatara, segir það hafa verið mestu svikin við Eurovision að segja hljómsveitina vera hætta en skrá sig svo til leiks í Söngvakeppnina, forkeppni Eurovision. 21. maí 2019 07:00 Mest lesið Konan sem ekið var á er látin Innlent Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Innlent Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Innlent Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Innlent Leigubílstjóri og vinur í þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun Innlent Hellidemba í kortunum og líkur á þrumum Veður Gerðu engin mistök með nafngreiningu vændiskaupanda Innlent Trampólín á flugi og vagn á hliðinni Innlent Fallhlífin flæktist í stélið Erlent Björn Dagbjartsson er látinn Innlent Fleiri fréttir Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Þjófar sendir úr landi Fær bara hálft fæðingarorlof og veik leikskólabörn Björn Dagbjartsson er látinn Hvetja til bólusetningar vegna inflúensufaraldurs Slapp ekki með typpamynd til þrettán ára Halda starfsleyfinu þrátt fyrir kröfur íbúa Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Vill skoða úrsögn úr EES Leigubílstjóri og vinur í þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun Skaftárhlaup enn yfirstandandi Helgi Valberg tekur við ritarastöðunni Stór áfangi Borgarlínu afgreiddur í skipulagsráði og á leið í kynningu Rannsókn lokið þrjátíu árum eftir snjóflóðið Kópavogur svarar: Ljósmagnið á skiltinu minnkað og þverun væntanleg Lífsýni úr öðrum manni nýju sönnunargögnin Ljóst að einhverjir dragi lög sín til baka Konan sem ekið var á er látin Styrkirnir ekki auglýstir: Segir Miðflokkinn haldinn hysteríu og ótta við þjóðina Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Trampólín á flugi og vagn á hliðinni Tekist á um fangelsismálin og Útvarpsstjóri ræðir framtíð Söngvakeppninnar Mál Brákarborgar hefur kostað borgina yfir þrjá milljarða „Stóra-Hraun mun rísa“ Varaborgarfulltrúinn vill þriðja sæti Sundmenning Íslands á lista UNESCO Helmingur ríkisstofnana hafi stytt opnunartíma Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Gerðu engin mistök með nafngreiningu vændiskaupanda Gagnrýnir að auglýsingaskilti sé sett framar umferðaröryggi barna í forgangsröðinni Sjá meira
Engar athugasemdir komið frá Ísrael Utanríkisráðuneytinu hafa ekki borist nein viðbrögð frá ísraelskum stjórnvöldum, enn sem komið er, vegna uppátækis íslensku þátttakendanna í lok Eurovision keppninnar síðastliðinn laugardag. 21. maí 2019 06:30
Magnús Geir hrökk í kút þegar Hatarar veifuðu palestínsku borðunum Magnús Geir Þórðarson, útvarpsstjóri, viðurkennir að hann hafi hrokkið svolítið í kút þegar hann sá liðsmenn Hatara veifa palestínsku borðunum í stigagjöfinni á laugardagskvöldið. Hann er engu að síður mjög sáttur við framlag Íslands og segir Hatara stórkostlegan gjörningahóp. 21. maí 2019 08:00
Stærstu svikin að segjast vera hættir en taka svo þátt í Eurovision Klemens Hannigan, söngvari Hatara, segir það hafa verið mestu svikin við Eurovision að segja hljómsveitina vera hætta en skrá sig svo til leiks í Söngvakeppnina, forkeppni Eurovision. 21. maí 2019 07:00