Aðgerðir í þágu lífríkis Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar 22. maí 2019 07:00 Í dag er alþjóðlegur dagur lífríkisins eða líffræðilegrar fjölbreytni. Samkvæmt nýrri skýrslu Sameinuðu þjóðanna hefur lífríki og vistkerfum hnignað mikið á undanförnum áratugum. Það er skrítið til þess að hugsa að tegundir sem við öll þekkjum hérlendis skuli eiga á hættu að deyja út. Þetta á meðal annars við um landselinn, skúminn, lundann og fleiri sjávarfugla. Hvað er til ráða? Við þurfum að grípa til róttækra aðgerða. Þær þurfa að snúast um að auka vernd búsvæða lífvera, tryggja betur sjálfbæra nýtingu auðlinda og endurheimta lífríki og vistkerfi. Samhliða þarf að berjast af krafti gegn loftslagsbreytingum. Vinna við alla þessa þætti stendur nú sem hæst hér á landi, auk þess sem norrænu umhverfisráðherrarnir hafa að mínu frumkvæði beitt sér fyrir því að þrýsta á ríki heims um metnaðarfyllri aðgerðir á alþjóðavettvangi vegna lífríkisins og verndar þess. Stjórnvöld vinna nú að átaki í friðlýsingum sem margar hverjar snúast um frekari vernd búsvæða. Nýleg friðlýsing Akureyjar er dæmi um vernd búsvæðis lundans. Verið er að vinna úr tillögum Náttúrufræðistofnunar Íslands um frekari búsvæðavernd fyrir fugla og vernd vistgerða, auk þess sem unnið er að endurskoðun löggjafar um villt dýr sem gefur tækifæri til að styrkja vernd stofna sem eru í hættu. Hringrásarhagkerfið er mikilvægur þáttur í að stuðla að sjálfbærari nýtingu auðlinda og í umhverfis- og auðlindaráðuneytinu er nú unnið að innleiðingu þess. Þar er meðal annars reynt að auðvelda neytendum að velja umhverfisvænni vöru og unnið að skilvirkri úrgangsstjórnun sem miðar að því að nýta úrgang sem efnivið í frekari framleiðslu á vörum og efni. Loks er endurheimt lífríkis með landgræðslu, skógvernd og endurheimt votlendis mikilvægur hluti af aðgerðaáætlun Íslands í loftslagsmálum. Fyrir dyrum stendur að vinna landsáætlanir bæði í landgræðslu og skógrækt á grunni nýsamþykktra laga sem munu enn frekar styðja við þessi áform. Stjórnvöld hafa því tekið vernd lífríkisins föstum tökum.Höfundur er umhverfis- og auðlindaráðherra Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðmundur Ingi Guðbrandsson Mest lesið Er þetta í þínu boði, kæri forsætisráðherra? Jónína Brynjólfsdóttir Skoðun Skattfé nýtt í áróður Tómar Þór Þórðarson Skoðun Barnaskattur Kristrúnar Frostadóttur Vilhjálmur Árnason Skoðun Bændur fá ekki orðið Jóhanna María Sigmundsdóttir Skoðun Réttmæti virðingar á skólaskyldu? Edda Sigrún Svavarsdóttir Skoðun Sirkus Daða Smart Jens Garðar Helgason Skoðun Að vera treggáfaður: Er píkan greindari en pungurinn? Ágústa Ágústsdóttir Skoðun Ofbeldi í nánum samböndum Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Hin einfalda mynd um lífið sem haldið var að mannkyni, var aldrei sönn Matthildur Björnsdóttir Skoðun Stjórnvöld sinna ekki málefnum barna af fagmennsku Lúðvík Júlíusson Skoðun Skoðun Skoðun Skelin Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Ójöfn atkvæði eða heimastjórn! Sigurður Hjartarson skrifar Skoðun Sirkus Daða Smart Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Bændur fá ekki orðið Jóhanna María Sigmundsdóttir skrifar Skoðun Íslenska sem brú að betra samfélagi Vanessa Monika Isenmann skrifar Skoðun Ofbeldi í nánum samböndum Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Skattfé nýtt í áróður Tómar Þór Þórðarson skrifar Skoðun Hin einfalda mynd um lífið sem haldið var að mannkyni, var aldrei sönn Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Réttmæti virðingar á skólaskyldu? Edda Sigrún Svavarsdóttir skrifar Skoðun Er þetta í þínu boði, kæri forsætisráðherra? Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Stjórnvöld sinna ekki málefnum barna af fagmennsku Lúðvík Júlíusson skrifar Skoðun Kjölfestan í mannlífinu Gunnlaugur Stefánsson skrifar Skoðun Barnaskattur Kristrúnar Frostadóttur Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Siðlaust sinnuleysi í Mjódd Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Heimavinnu lokið – aftur atvinnuuppbygging á Bakka Hjálmar Bogi Hafliðason skrifar Skoðun Kemur maður í manns stað? Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun R-BUGL: Ábyrgðin er okkar allra Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Gleymdu ekki þínum minnsta bróður. Sigurður Fossdal skrifar Skoðun Íslensk tunga þarf meiri stuðning Ármann Jakobsson,Eva María Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvar eru sérkennararnir í nýjum lögum um inngildandi menntun? Sædís Ósk Harðardóttir skrifar Skoðun Hjálpum spilafíklum Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson skrifar Skoðun Hvað er að vera vók? Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir skrifar Skoðun Hvað kennir hugrekki okkur? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Þeir vita sem nota Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hjólhýsabyggð á heima í borginni Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Mannréttindi eða plakat á vegg? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Friðartillögur“ Bandaríkjamanna eru svik við Úkraínu Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Styrkur Íslands liggur í grænni orku Sverrir Falur Björnsson skrifar Skoðun Eftir hverju er verið að bíða? Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Sjá meira
Í dag er alþjóðlegur dagur lífríkisins eða líffræðilegrar fjölbreytni. Samkvæmt nýrri skýrslu Sameinuðu þjóðanna hefur lífríki og vistkerfum hnignað mikið á undanförnum áratugum. Það er skrítið til þess að hugsa að tegundir sem við öll þekkjum hérlendis skuli eiga á hættu að deyja út. Þetta á meðal annars við um landselinn, skúminn, lundann og fleiri sjávarfugla. Hvað er til ráða? Við þurfum að grípa til róttækra aðgerða. Þær þurfa að snúast um að auka vernd búsvæða lífvera, tryggja betur sjálfbæra nýtingu auðlinda og endurheimta lífríki og vistkerfi. Samhliða þarf að berjast af krafti gegn loftslagsbreytingum. Vinna við alla þessa þætti stendur nú sem hæst hér á landi, auk þess sem norrænu umhverfisráðherrarnir hafa að mínu frumkvæði beitt sér fyrir því að þrýsta á ríki heims um metnaðarfyllri aðgerðir á alþjóðavettvangi vegna lífríkisins og verndar þess. Stjórnvöld vinna nú að átaki í friðlýsingum sem margar hverjar snúast um frekari vernd búsvæða. Nýleg friðlýsing Akureyjar er dæmi um vernd búsvæðis lundans. Verið er að vinna úr tillögum Náttúrufræðistofnunar Íslands um frekari búsvæðavernd fyrir fugla og vernd vistgerða, auk þess sem unnið er að endurskoðun löggjafar um villt dýr sem gefur tækifæri til að styrkja vernd stofna sem eru í hættu. Hringrásarhagkerfið er mikilvægur þáttur í að stuðla að sjálfbærari nýtingu auðlinda og í umhverfis- og auðlindaráðuneytinu er nú unnið að innleiðingu þess. Þar er meðal annars reynt að auðvelda neytendum að velja umhverfisvænni vöru og unnið að skilvirkri úrgangsstjórnun sem miðar að því að nýta úrgang sem efnivið í frekari framleiðslu á vörum og efni. Loks er endurheimt lífríkis með landgræðslu, skógvernd og endurheimt votlendis mikilvægur hluti af aðgerðaáætlun Íslands í loftslagsmálum. Fyrir dyrum stendur að vinna landsáætlanir bæði í landgræðslu og skógrækt á grunni nýsamþykktra laga sem munu enn frekar styðja við þessi áform. Stjórnvöld hafa því tekið vernd lífríkisins föstum tökum.Höfundur er umhverfis- og auðlindaráðherra
Hin einfalda mynd um lífið sem haldið var að mannkyni, var aldrei sönn Matthildur Björnsdóttir Skoðun
Skoðun Hin einfalda mynd um lífið sem haldið var að mannkyni, var aldrei sönn Matthildur Björnsdóttir skrifar
Skoðun Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir skrifar
Hin einfalda mynd um lífið sem haldið var að mannkyni, var aldrei sönn Matthildur Björnsdóttir Skoðun