Miðflokksmenn töluðu um Orkupakkann í 19 tíma samfleytt Jakob Bjarnar skrifar 22. maí 2019 09:17 Þorsteinn Sæmundsson þingflokksformaður Miðflokksins. En, þingmenn hans töluðu samfleytt í 19 tíma, í gærkvöldi og alla nótt, um Orkupakkann. „Ég vil biðja Birgi Þórarinsson afsökunar á því að forseti fer fram á að hann fresti því að hann flytji sína 13. ræðu þar sem við verðum nú að gera hlé á fundi, fresta og slíta svo ekki skarist nefndarfundir og þingfundir,“ sagði Steingrímur J. Sigfússon forseti Alþingis úr sínum stóli á þinginu nú skömmu fyrir klukkan níu í morgun. Hann notaði tækifærið og þakkaði starfsfólki Alþingis að hafa þurft að vaka yfir ræðuhöldum þingmannanna. „Sérstaklega fáliðaðari þingskrifstofu sem hefur þurft að leggja mikið á sig til að þetta fundahald mætti fara hér fram. En hér hefur nú staðið fundur í rúmar 19 klukkustundir.“ Umræða hefur þannig staðið í alla nótt. Þar hafa Miðflokksmenn staðið í pontu mörgum til mikillar mæðu. Einn þeirra er Guðmundur Andri Thorsson þingmaður Samfylkingar sem skrifaði í morgun á Facebooksíðu sína að málþóf sé fjandsamleg yfirtaka á Alþingi, framkvæmd með því að toga og teygja venjur og reglur. Leið til að láta þingræðið ekki hafa sinn gang. „Menn koma upp í ræðustól og tala en ofmælt er að kalla það ræður sem þar er flutt - miklu frekar nokkurs konar óræður. Óræða eftir óræða dynur á okkur og andsvörum er breytt í meðsvör blygðunarlaust. Þetta sýnir mikið virðingarleysi fyrir ræðustólnum og stofnuninni. Málþóf getur verið neyðarréttur minnihluta þegar meirihluti keyrir í gegn ólög en Miðflokkurinn lítur á það sem íþróttakeppni, leið til að sýna styrk og getu til að beita ofríki,“ segir Guðmundur Andri. Alþingi Þriðji orkupakkinn Tengdar fréttir Orkupakkinn til umræðu í dag Síðari umræða um þingsályktunartillögu um þriðja orkupakkann verður fram haldið á Alþingi í dag. 20. maí 2019 06:00 Borgarfulltrúar og sjónvarpsstjörnur á meðal þeirra sem styðja EES Ungt fólk lýsir yfir stuðningi við áframhaldandi aðild Íslands að Evrópska efnahagssvæðinu, EES, meðal annars í ljósi umræðunnar um þriðja orkupakkann. 20. maí 2019 10:30 Mest lesið Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Innlent Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Erlent Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Erlent Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Erlent Evrópa samþykkir 90 milljarða evra lán til Úkraínu Erlent Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Innlent Herða reglur og ráðast í endurkaup á skotvopnum Erlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Innlent Fleiri fréttir Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Reynslubolti kveður lögregluna Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Selfyssingar í 60 plús heilsueflingu klárir í jólin Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Frumvarp um kílómetragjald samþykkt og þingmenn komnir í jólafrí Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Sjá meira
„Ég vil biðja Birgi Þórarinsson afsökunar á því að forseti fer fram á að hann fresti því að hann flytji sína 13. ræðu þar sem við verðum nú að gera hlé á fundi, fresta og slíta svo ekki skarist nefndarfundir og þingfundir,“ sagði Steingrímur J. Sigfússon forseti Alþingis úr sínum stóli á þinginu nú skömmu fyrir klukkan níu í morgun. Hann notaði tækifærið og þakkaði starfsfólki Alþingis að hafa þurft að vaka yfir ræðuhöldum þingmannanna. „Sérstaklega fáliðaðari þingskrifstofu sem hefur þurft að leggja mikið á sig til að þetta fundahald mætti fara hér fram. En hér hefur nú staðið fundur í rúmar 19 klukkustundir.“ Umræða hefur þannig staðið í alla nótt. Þar hafa Miðflokksmenn staðið í pontu mörgum til mikillar mæðu. Einn þeirra er Guðmundur Andri Thorsson þingmaður Samfylkingar sem skrifaði í morgun á Facebooksíðu sína að málþóf sé fjandsamleg yfirtaka á Alþingi, framkvæmd með því að toga og teygja venjur og reglur. Leið til að láta þingræðið ekki hafa sinn gang. „Menn koma upp í ræðustól og tala en ofmælt er að kalla það ræður sem þar er flutt - miklu frekar nokkurs konar óræður. Óræða eftir óræða dynur á okkur og andsvörum er breytt í meðsvör blygðunarlaust. Þetta sýnir mikið virðingarleysi fyrir ræðustólnum og stofnuninni. Málþóf getur verið neyðarréttur minnihluta þegar meirihluti keyrir í gegn ólög en Miðflokkurinn lítur á það sem íþróttakeppni, leið til að sýna styrk og getu til að beita ofríki,“ segir Guðmundur Andri.
Alþingi Þriðji orkupakkinn Tengdar fréttir Orkupakkinn til umræðu í dag Síðari umræða um þingsályktunartillögu um þriðja orkupakkann verður fram haldið á Alþingi í dag. 20. maí 2019 06:00 Borgarfulltrúar og sjónvarpsstjörnur á meðal þeirra sem styðja EES Ungt fólk lýsir yfir stuðningi við áframhaldandi aðild Íslands að Evrópska efnahagssvæðinu, EES, meðal annars í ljósi umræðunnar um þriðja orkupakkann. 20. maí 2019 10:30 Mest lesið Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Innlent Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Erlent Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Erlent Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Erlent Evrópa samþykkir 90 milljarða evra lán til Úkraínu Erlent Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Innlent Herða reglur og ráðast í endurkaup á skotvopnum Erlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Innlent Fleiri fréttir Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Reynslubolti kveður lögregluna Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Selfyssingar í 60 plús heilsueflingu klárir í jólin Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Frumvarp um kílómetragjald samþykkt og þingmenn komnir í jólafrí Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Sjá meira
Orkupakkinn til umræðu í dag Síðari umræða um þingsályktunartillögu um þriðja orkupakkann verður fram haldið á Alþingi í dag. 20. maí 2019 06:00
Borgarfulltrúar og sjónvarpsstjörnur á meðal þeirra sem styðja EES Ungt fólk lýsir yfir stuðningi við áframhaldandi aðild Íslands að Evrópska efnahagssvæðinu, EES, meðal annars í ljósi umræðunnar um þriðja orkupakkann. 20. maí 2019 10:30