Bjarni Ármannsson áttundi Íslendingurinn sem kemst á topp Everest Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 23. maí 2019 07:41 Maímánuður er besti tími ársins til þess að klífa Everest. vísir/getty Bjarni Ármannsson, fyrrverandi forstjóri Glitnis og núverandi forstjóri Iceland Seafood, varð í morgun áttundi Íslendingurinn sem nær því afreki að komast á topp Everest-fjalls í Nepal sem er hæst tindur heims. Frá þessu er greint á mbl.is þar sem segir að Bjarni hafi náð áfanganum í morgun og sé lagður af stað niður á ný. Síðasti Íslendingurinn sem komst á topp Everest var Vilborg Arna Gissurardóttir. Hún náði tindinum fyrir tveimur árum, í maí 2017. Var hún sjöundi Íslendingurinn til að klífa Everest og fyrsta íslenska konan.Bjarni Ármannsson er áttundi Íslendingurinn til þess að ná toppi Everest.fréttablaðið/vilhelmFyrstu Íslendingarnir sem náðu á tind Everest voru þeir Björn Ólafsson, Einar K. Stefánsson og Hallgrímur Magnússon. Þeir komust á toppinn í maí 1997. Í maí 2002 komst svo Haraldur Örn Ólafsson á topp fjallsins en það liðu ellefu ár þar til Íslendingar áttu eftir að komast aftur á toppinn. Árið 2013 komust þeir Leifur Örn Svavarsson og Ingólfur Geir Gissurarson báðir á toppinn en þó ekki með sama leiðangri. Rætt var við Sigrúnu Hrönn, eiginkonu Leifs Arnar Svavarssonar leiðsögumanns sem staddur er á Everest, í Bítinu í morgun og má hlusta á viðtalið í spilaranum hér fyrir neðan.Allir þeir Íslendingar sem náð hafa toppi Everest hafa klifið fjallið í maí sem er besti tími ársins til þess. Eins og sjá má á Facebook-færslunni hér fyrir neðan hefur verið örtröð á toppinn síðasta sólarhringinn eða svo. Everest Fjallamennska Nepal Mest lesið Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Erlent „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Innlent Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Erlent Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Erlent Hækka viðbúnaðarstigið í Bretlandi Erlent Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni Innlent Segir forsetann tala fyrir einangrun Innlent Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Innlent Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Innlent 70 ára afmæli Tónlistarskóla Árnesinga fagnað Innlent Fleiri fréttir „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Börn sækist í bækur á ensku Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni 70 ára afmæli Tónlistarskóla Árnesinga fagnað Bílbelti bjarga mannslífum og stafrænt kynferðisofbeldi færist í aukana Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu „Unga fólkið okkar er umkringt efni á ensku“ Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Keldnakirkja á Keldum er 150 ára Telur bílbeltið hafa bjargað lífi sínu Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Evrópumál, lánakjör og baráttan fyrir íslenskri tungu í stafrænum heimi Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavík vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Sjá meira
Bjarni Ármannsson, fyrrverandi forstjóri Glitnis og núverandi forstjóri Iceland Seafood, varð í morgun áttundi Íslendingurinn sem nær því afreki að komast á topp Everest-fjalls í Nepal sem er hæst tindur heims. Frá þessu er greint á mbl.is þar sem segir að Bjarni hafi náð áfanganum í morgun og sé lagður af stað niður á ný. Síðasti Íslendingurinn sem komst á topp Everest var Vilborg Arna Gissurardóttir. Hún náði tindinum fyrir tveimur árum, í maí 2017. Var hún sjöundi Íslendingurinn til að klífa Everest og fyrsta íslenska konan.Bjarni Ármannsson er áttundi Íslendingurinn til þess að ná toppi Everest.fréttablaðið/vilhelmFyrstu Íslendingarnir sem náðu á tind Everest voru þeir Björn Ólafsson, Einar K. Stefánsson og Hallgrímur Magnússon. Þeir komust á toppinn í maí 1997. Í maí 2002 komst svo Haraldur Örn Ólafsson á topp fjallsins en það liðu ellefu ár þar til Íslendingar áttu eftir að komast aftur á toppinn. Árið 2013 komust þeir Leifur Örn Svavarsson og Ingólfur Geir Gissurarson báðir á toppinn en þó ekki með sama leiðangri. Rætt var við Sigrúnu Hrönn, eiginkonu Leifs Arnar Svavarssonar leiðsögumanns sem staddur er á Everest, í Bítinu í morgun og má hlusta á viðtalið í spilaranum hér fyrir neðan.Allir þeir Íslendingar sem náð hafa toppi Everest hafa klifið fjallið í maí sem er besti tími ársins til þess. Eins og sjá má á Facebook-færslunni hér fyrir neðan hefur verið örtröð á toppinn síðasta sólarhringinn eða svo.
Everest Fjallamennska Nepal Mest lesið Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Erlent „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Innlent Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Erlent Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Erlent Hækka viðbúnaðarstigið í Bretlandi Erlent Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni Innlent Segir forsetann tala fyrir einangrun Innlent Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Innlent Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Innlent 70 ára afmæli Tónlistarskóla Árnesinga fagnað Innlent Fleiri fréttir „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Börn sækist í bækur á ensku Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni 70 ára afmæli Tónlistarskóla Árnesinga fagnað Bílbelti bjarga mannslífum og stafrænt kynferðisofbeldi færist í aukana Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu „Unga fólkið okkar er umkringt efni á ensku“ Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Keldnakirkja á Keldum er 150 ára Telur bílbeltið hafa bjargað lífi sínu Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Evrópumál, lánakjör og baráttan fyrir íslenskri tungu í stafrænum heimi Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavík vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Sjá meira