Frá þessu er greint á mbl.is þar sem segir að Bjarni hafi náð áfanganum í morgun og sé lagður af stað niður á ný.
Síðasti Íslendingurinn sem komst á topp Everest var Vilborg Arna Gissurardóttir. Hún náði tindinum fyrir tveimur árum, í maí 2017. Var hún sjöundi Íslendingurinn til að klífa Everest og fyrsta íslenska konan.

Í maí 2002 komst svo Haraldur Örn Ólafsson á topp fjallsins en það liðu ellefu ár þar til Íslendingar áttu eftir að komast aftur á toppinn.
Árið 2013 komust þeir Leifur Örn Svavarsson og Ingólfur Geir Gissurarson báðir á toppinn en þó ekki með sama leiðangri.
Rætt var við Sigrúnu Hrönn, eiginkonu Leifs Arnar Svavarssonar leiðsögumanns sem staddur er á Everest, í Bítinu í morgun og má hlusta á viðtalið í spilaranum hér fyrir neðan.