Flugfélagið þvertekur fyrir hefndaraðgerðir gegn Hatara Stefán Ó. Jónsson skrifar 23. maí 2019 08:30 El Al vill ekki kannast við það að Höturum hafi verið raðað í léleg sæti á heimleiðinni frá Ísrael. Epa/ABIR SULTAN Ísraelska flugfélagið El Al, sem flaug íslenska Eurovisionhópnum frá Tel Aviv til Lundúna, segir það ekki hafa verið meðvitaða ákvörðun að láta Hatara fá „verstu sætin“ í flugvélinni. Flugfélagið virði farþega sína, burtséð frá pólitískum skoðunum þeirra. Fréttaflutningur sem gefi annað í skyn sér rangur og eigi sér enga stoð í raunveruleikanum. Skjáskot af meintum hefndaraðgerðum starfsmanna flugfélagsins gegn Hatara, eftir að þeir drógu upp Palestínufána í Euoruvision, hafa vakið töluverða athygli og var haft eftir fararstjóra íslenska hópsins í gær að hann íhugi að kvarta formlega yfir hegðun starfsmannanna. Vísir sendi El Al ítarlega fyrirspurn um málið, með hlekkjum á umfjallanir um málið í ísraelskum miðlum og umrædd skjáskot sem virðast sýna óvild og aðgerðir flugfélagsstarfsmanna í garð Hatara. Meðal spurninga sem voru bornar undir flugfélagið var hvort það stangist ekki á við reglur um flugöryggi og persónuvernd að deila upplýsingum um flugfarþega á netinu. Svarið sem barst frá flugfélaginu í morgun var hins vegar stutt:„El Al ber virðingu fyrir öllum farþegum sínum, burtséð frá pólitískum skoðunum þeirra. Því sem haldið hefur verið fram er rangt og á sér enga stoð í raunveruleikanum.“ Þrátt fyrir að skautað hafi verið framhjá flestum þeirra spurninga sem Vísir sendi er svar El Al nokkurn veginn í samræmi við annað sem flugfélagið hefur látið frá sér um málið. Þannig var haft eftir starfsmanni El Al á vef ísraelsku sjónvarpsstöðvarinnar Reshet 13 að skjáskotin væru tekin úr samhengi.Sjá einnig: Hatarar í verstu sætunum í fluginu frá Tel Aviv Þetta hafi einfaldlega verið góðlátlegt grín sem var birt á lokuðu Facebook-svæði fyrir starfsmenn flugfélagsins. Þar að auki hafi Hatarafólki ekki verið stíað í sundur, þvert á móti hafi þau setið í röð. Spurningar Vísis til El Al, í íslenskri þýðingu, má sjá hér að neðan:Eru fréttirnar sem vísað er til réttar? Úthlutuðu starfsmenn flugfélagsins, að yfirlögðu ráði, íslensku sendinefndinni „lélegum sætum“?Ef við skiljum þetta rétt var færslunum deilt inn í lokaðan Facebook-hóp fyrir starfsmenn flugfélagsins. Er það rétt? Stangast það ekki á við reglur um flugöryggi og persónuvernd að deila upplýsingum um farþega? Hvaða augum lítur flugfélagið slík brot?Mun El Al gera einhverjar ráðstafanir eftir uppákomuna? Verða umræddir starfsmenn ávíttir?Er hefð fyrir því hjá flugfélaginu að útdeila lélegum sætum til þeirra sem taldir eru vera „óvinveittir Ísraelsríki“?Á öðrum nótum: Fylgdust þið með Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva? Hver er afstaða flugfélagsins til uppátækis Hatara (að sýna Palestínufánann)?Eftir fall íslenska lággjaldaflugfélagsins WOW air flýgur ekkert flugfélag beint á milli Ísraels og Íslands. Hefur El Al í hyggju að grípa tækifærið og fylla upp í þetta tómarúm? Eurovision Fréttir af flugi Tengdar fréttir Íhuga að kvarta vegna framkomu flugfélagsins við Hatara Íslenska Eurovision-sendinefndin íhugar nú næstu skref eftir framgöngu flugvallarstarfsmanna í Tel Aviv. 21. maí 2019 10:40 Hatarar í verstu sætunum í fluginu frá Tel Aviv Liðsmenn Hatara, þeir Matthías Tryggvi Haraldsson, Einar Stefánsson og Klemens Hannigan Nikulásson, voru settir aftast fyrir miðju í flugi ísraelska flugfélagins EL AL frá Tel Aviv til London í morgun. 20. maí 2019 14:00 Mest lesið Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Erlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Innlent Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Innlent Fleiri fréttir Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Sjá meira
Ísraelska flugfélagið El Al, sem flaug íslenska Eurovisionhópnum frá Tel Aviv til Lundúna, segir það ekki hafa verið meðvitaða ákvörðun að láta Hatara fá „verstu sætin“ í flugvélinni. Flugfélagið virði farþega sína, burtséð frá pólitískum skoðunum þeirra. Fréttaflutningur sem gefi annað í skyn sér rangur og eigi sér enga stoð í raunveruleikanum. Skjáskot af meintum hefndaraðgerðum starfsmanna flugfélagsins gegn Hatara, eftir að þeir drógu upp Palestínufána í Euoruvision, hafa vakið töluverða athygli og var haft eftir fararstjóra íslenska hópsins í gær að hann íhugi að kvarta formlega yfir hegðun starfsmannanna. Vísir sendi El Al ítarlega fyrirspurn um málið, með hlekkjum á umfjallanir um málið í ísraelskum miðlum og umrædd skjáskot sem virðast sýna óvild og aðgerðir flugfélagsstarfsmanna í garð Hatara. Meðal spurninga sem voru bornar undir flugfélagið var hvort það stangist ekki á við reglur um flugöryggi og persónuvernd að deila upplýsingum um flugfarþega á netinu. Svarið sem barst frá flugfélaginu í morgun var hins vegar stutt:„El Al ber virðingu fyrir öllum farþegum sínum, burtséð frá pólitískum skoðunum þeirra. Því sem haldið hefur verið fram er rangt og á sér enga stoð í raunveruleikanum.“ Þrátt fyrir að skautað hafi verið framhjá flestum þeirra spurninga sem Vísir sendi er svar El Al nokkurn veginn í samræmi við annað sem flugfélagið hefur látið frá sér um málið. Þannig var haft eftir starfsmanni El Al á vef ísraelsku sjónvarpsstöðvarinnar Reshet 13 að skjáskotin væru tekin úr samhengi.Sjá einnig: Hatarar í verstu sætunum í fluginu frá Tel Aviv Þetta hafi einfaldlega verið góðlátlegt grín sem var birt á lokuðu Facebook-svæði fyrir starfsmenn flugfélagsins. Þar að auki hafi Hatarafólki ekki verið stíað í sundur, þvert á móti hafi þau setið í röð. Spurningar Vísis til El Al, í íslenskri þýðingu, má sjá hér að neðan:Eru fréttirnar sem vísað er til réttar? Úthlutuðu starfsmenn flugfélagsins, að yfirlögðu ráði, íslensku sendinefndinni „lélegum sætum“?Ef við skiljum þetta rétt var færslunum deilt inn í lokaðan Facebook-hóp fyrir starfsmenn flugfélagsins. Er það rétt? Stangast það ekki á við reglur um flugöryggi og persónuvernd að deila upplýsingum um farþega? Hvaða augum lítur flugfélagið slík brot?Mun El Al gera einhverjar ráðstafanir eftir uppákomuna? Verða umræddir starfsmenn ávíttir?Er hefð fyrir því hjá flugfélaginu að útdeila lélegum sætum til þeirra sem taldir eru vera „óvinveittir Ísraelsríki“?Á öðrum nótum: Fylgdust þið með Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva? Hver er afstaða flugfélagsins til uppátækis Hatara (að sýna Palestínufánann)?Eftir fall íslenska lággjaldaflugfélagsins WOW air flýgur ekkert flugfélag beint á milli Ísraels og Íslands. Hefur El Al í hyggju að grípa tækifærið og fylla upp í þetta tómarúm?
Eurovision Fréttir af flugi Tengdar fréttir Íhuga að kvarta vegna framkomu flugfélagsins við Hatara Íslenska Eurovision-sendinefndin íhugar nú næstu skref eftir framgöngu flugvallarstarfsmanna í Tel Aviv. 21. maí 2019 10:40 Hatarar í verstu sætunum í fluginu frá Tel Aviv Liðsmenn Hatara, þeir Matthías Tryggvi Haraldsson, Einar Stefánsson og Klemens Hannigan Nikulásson, voru settir aftast fyrir miðju í flugi ísraelska flugfélagins EL AL frá Tel Aviv til London í morgun. 20. maí 2019 14:00 Mest lesið Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Erlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Innlent Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Innlent Fleiri fréttir Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Sjá meira
Íhuga að kvarta vegna framkomu flugfélagsins við Hatara Íslenska Eurovision-sendinefndin íhugar nú næstu skref eftir framgöngu flugvallarstarfsmanna í Tel Aviv. 21. maí 2019 10:40
Hatarar í verstu sætunum í fluginu frá Tel Aviv Liðsmenn Hatara, þeir Matthías Tryggvi Haraldsson, Einar Stefánsson og Klemens Hannigan Nikulásson, voru settir aftast fyrir miðju í flugi ísraelska flugfélagins EL AL frá Tel Aviv til London í morgun. 20. maí 2019 14:00