Vildi að Lilja stoppaði Ara áður en málið færi í fjölmiðla Jakob Bjarnar skrifar 23. maí 2019 09:48 Einn af mörgum flötum á hinu viðamikla leikhúsmáli er bréf Ingvars til Lilju þar sem hann segjr að Ari sé kominn út fyrir allt velsæmi og það verði að stoppa hann. fbl/anton brink Ingvar Sverrisson, stofnandi og framkvæmdastjóri almannatengslafyrirtækisins Aton, blandaði sér óvænt í deilur Ara Matthíassonar þjóðleikhússtjóra og Birnu Hafstein formanns Félags íslenskra leikara og formanns stjórnar Sviðslistasambands Íslands. En, hvernig aðkoma hans kemur til liggur ekki fyrir. Í bréfi sem hann sendi Lilju Dögg Alfreðsdóttur mennta- og menningarmálaráðherra segir meðal annars að hann telji Ara vera kominn út fyrir allt velsæmi og það verði að stoppa hann áður en málið fer í fjölmiðla.Verður að stoppa Ara Vísir hefur skoðað þessar hatrömu deilur Ara og Birnu að undanförnu en óhætt er að segja að listaheimurinn íslenski nötri vegna málsins.Ari á nú í vök að verjast en endurtekin klögumál frá FÍL berast ráðuneytinu sem snúa að óræðum ásökunum um yfirgang hans. Ari hefur hins vegar og meðal annars bent á ánægju meðal starfsmanna sem birst hefur í könnunum og stuðningsyfirlýsingu allra deildarstjóra hússins, óánægjan sé þannig utan veggja hússins.fbl/anton brinkMeðal gagna í því er forvitnilegt bréf sem Ingvar skrifaði Lilju sent með Blackberry-síma þriðjudaginn 9. maí. Bréfið er svohljóðandi:„HæHér eru skjölin sem við ræddum –Bréfið sem Þjóðleikhússtjóri skrifaði um SSÍ og núna er hann að dreifa þessu á alla leikara í þjóðleikhúsinu og nú eru fjölmiðlar byrjaðir að hringja í Birnu.Bréfið þar sem ásakanir þjóðleikhússtjóra eru hraktar lið fyrir lið og staðfesting frá endurskoðanda.Hann er kominn svo langt út fyrir allt velsæmi sýnist mér.Það eru miklar tilfinningar í þessu máli og það verður að stoppa hann áður en allt fer í fjölmiðla.KvIs“Vísir hafði samband við Ingvar og spurði hann meðal annars hvernig hann tengdist málinu og hvers vegna hann, almannatengillinn, vildi að róa að því öllum árum að ekki væri fjallað um þetta í fjölmiðlum? Ingvar kaus að tjá sig ekki um málið.Vildi lýsa áhyggjum sínum við Lilju Vísir beindi jafnframt fyrirspurn til Lilju Daggar vegna þessa bréfs. Hún kaus að tjá sig ekki með beinum hætti á þeim forsendum að embætti þjóðleikhússtjóra hafi nú verið auglýst og hvers konar ummæli um mögulega umsækjendur gætu valdið vanhæfi ráðherra í ráðningarferlinu. Í bréfi Kristrúnar Heiðu Hauksdóttur, upplýsingafulltrúa ráðuneytisins, segir þó að Ingvar Sverrisson hafi enga aðkomu að málinu gagnvart ráðuneytinu eða ráðherra. „Hafi hann einhver tengsl við Birnu Hafstein eða umrædd félög, FÍL og SSÍ, er heppilegra að hann svari fyrir þau. Ingvar hafði samband við ráðherra til þess að lýsa yfir áhyggjum sínum af málinu.“Birna Hafstein. Hún hefur sem formaður FÍL og SSÍ leitað til ráðgjafa, með óformlegum hætti og lögmannstofunnar Réttar í máli því sem snýr að ásökunum sem ganga á víxl milli hennar og þjóðleikhússtjóra.Vísir spurði jafnframt hvort það væri svo að Ari hafi verið boðaður til fundar við ráðherra í kjölfar þessa bréfs Ingvars. „Þjóðleikhússtjóri hefur ekki verið boðaður á fund í tengslum við bréf Ingvars Sverrissonar. Mál er varða erindi FÍL og málefni þjóðleikhússtjóra eru til enn meðferðar í ráðuneytinu.“Ingvar sat hitafund leikara Eins og fram hefur komið er málið afar viðkvæmt og persónulegt. Þar ganga klögumálin á víxl. Birna hefur sagt að fjöldi fólks hafi leitað til sín og kvartað undan Ara. Hins vegar vill hún ekki, og ber við trúnaði, greina frá því hversu margir, hverjir eða hvers eðlis kvartanirnar eru. Ari hefur á móti sagt að Birna sé með þessu að vega að Þjóðleikhúsinu og drótta að æru hans og það sé óþolandi að vera ekki í færum að svara beint hinum óræðu ásökunum. Eftir því sem Vísir kemst næst tengist Ingvar ekki málinu með formlegum hætti heldur er hann vinur bæði Birnu og Lilju frá fyrri tíð; var með Birnu í MBA námi og Lilju í menntaskóla. Ingvar mun hafa viljað bera klæði á vopnin en Ingvar var á hitafundi sem FÍL hélt 8. maí síðastliðinn, þar sem ásakanir á hendur þjóðleikhússtjóra voru ræddar og ákveðið var að Birna skrifaði ráðuneytinu bréf þar sem óskað væri viðbragða við því sem fundurinn taldi aðgerðarleysi af hálfu þess sem og þjóðleikhússráðs. Leikhús Stjórnsýsla Tengdar fréttir Leiklistarheimurinn logar vegna hatramra deilna Birnu og Ara Þjóðleikhússtjóri segir formann FÍL grafa með ósæmilegum hætti undan sér og leikhúsinu. 20. maí 2019 09:00 Næsta víst að Brynhildur sæki um stöðu þjóðleikhússtjóra Segir að ef staðan er auglýst hljóti hún að vera laus. 21. maí 2019 13:25 Mest lesið Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Innlent Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Erlent Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ Innlent „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Innlent E. coli fannst í neysluvatni Innlent Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Innlent „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Innlent Snarpur skjálfti við Trölladyngju Innlent Fleiri fréttir Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Vegalokanir líklegar í Öræfasveit á morgun Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Snarpur skjálfti við Trölladyngju Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Þórður Snær verður framkvæmdastjóri þingflokks Samfylkingarinnar Stórhættulegar tálbeituaðgerðir ungmenna á samfélagsmiðlum Hefja undirbúning verkfalla í framhaldsskólum Taka sýni úr mink sem fannst dauður í Vatnsmýri Sjá meira
Ingvar Sverrisson, stofnandi og framkvæmdastjóri almannatengslafyrirtækisins Aton, blandaði sér óvænt í deilur Ara Matthíassonar þjóðleikhússtjóra og Birnu Hafstein formanns Félags íslenskra leikara og formanns stjórnar Sviðslistasambands Íslands. En, hvernig aðkoma hans kemur til liggur ekki fyrir. Í bréfi sem hann sendi Lilju Dögg Alfreðsdóttur mennta- og menningarmálaráðherra segir meðal annars að hann telji Ara vera kominn út fyrir allt velsæmi og það verði að stoppa hann áður en málið fer í fjölmiðla.Verður að stoppa Ara Vísir hefur skoðað þessar hatrömu deilur Ara og Birnu að undanförnu en óhætt er að segja að listaheimurinn íslenski nötri vegna málsins.Ari á nú í vök að verjast en endurtekin klögumál frá FÍL berast ráðuneytinu sem snúa að óræðum ásökunum um yfirgang hans. Ari hefur hins vegar og meðal annars bent á ánægju meðal starfsmanna sem birst hefur í könnunum og stuðningsyfirlýsingu allra deildarstjóra hússins, óánægjan sé þannig utan veggja hússins.fbl/anton brinkMeðal gagna í því er forvitnilegt bréf sem Ingvar skrifaði Lilju sent með Blackberry-síma þriðjudaginn 9. maí. Bréfið er svohljóðandi:„HæHér eru skjölin sem við ræddum –Bréfið sem Þjóðleikhússtjóri skrifaði um SSÍ og núna er hann að dreifa þessu á alla leikara í þjóðleikhúsinu og nú eru fjölmiðlar byrjaðir að hringja í Birnu.Bréfið þar sem ásakanir þjóðleikhússtjóra eru hraktar lið fyrir lið og staðfesting frá endurskoðanda.Hann er kominn svo langt út fyrir allt velsæmi sýnist mér.Það eru miklar tilfinningar í þessu máli og það verður að stoppa hann áður en allt fer í fjölmiðla.KvIs“Vísir hafði samband við Ingvar og spurði hann meðal annars hvernig hann tengdist málinu og hvers vegna hann, almannatengillinn, vildi að róa að því öllum árum að ekki væri fjallað um þetta í fjölmiðlum? Ingvar kaus að tjá sig ekki um málið.Vildi lýsa áhyggjum sínum við Lilju Vísir beindi jafnframt fyrirspurn til Lilju Daggar vegna þessa bréfs. Hún kaus að tjá sig ekki með beinum hætti á þeim forsendum að embætti þjóðleikhússtjóra hafi nú verið auglýst og hvers konar ummæli um mögulega umsækjendur gætu valdið vanhæfi ráðherra í ráðningarferlinu. Í bréfi Kristrúnar Heiðu Hauksdóttur, upplýsingafulltrúa ráðuneytisins, segir þó að Ingvar Sverrisson hafi enga aðkomu að málinu gagnvart ráðuneytinu eða ráðherra. „Hafi hann einhver tengsl við Birnu Hafstein eða umrædd félög, FÍL og SSÍ, er heppilegra að hann svari fyrir þau. Ingvar hafði samband við ráðherra til þess að lýsa yfir áhyggjum sínum af málinu.“Birna Hafstein. Hún hefur sem formaður FÍL og SSÍ leitað til ráðgjafa, með óformlegum hætti og lögmannstofunnar Réttar í máli því sem snýr að ásökunum sem ganga á víxl milli hennar og þjóðleikhússtjóra.Vísir spurði jafnframt hvort það væri svo að Ari hafi verið boðaður til fundar við ráðherra í kjölfar þessa bréfs Ingvars. „Þjóðleikhússtjóri hefur ekki verið boðaður á fund í tengslum við bréf Ingvars Sverrissonar. Mál er varða erindi FÍL og málefni þjóðleikhússtjóra eru til enn meðferðar í ráðuneytinu.“Ingvar sat hitafund leikara Eins og fram hefur komið er málið afar viðkvæmt og persónulegt. Þar ganga klögumálin á víxl. Birna hefur sagt að fjöldi fólks hafi leitað til sín og kvartað undan Ara. Hins vegar vill hún ekki, og ber við trúnaði, greina frá því hversu margir, hverjir eða hvers eðlis kvartanirnar eru. Ari hefur á móti sagt að Birna sé með þessu að vega að Þjóðleikhúsinu og drótta að æru hans og það sé óþolandi að vera ekki í færum að svara beint hinum óræðu ásökunum. Eftir því sem Vísir kemst næst tengist Ingvar ekki málinu með formlegum hætti heldur er hann vinur bæði Birnu og Lilju frá fyrri tíð; var með Birnu í MBA námi og Lilju í menntaskóla. Ingvar mun hafa viljað bera klæði á vopnin en Ingvar var á hitafundi sem FÍL hélt 8. maí síðastliðinn, þar sem ásakanir á hendur þjóðleikhússtjóra voru ræddar og ákveðið var að Birna skrifaði ráðuneytinu bréf þar sem óskað væri viðbragða við því sem fundurinn taldi aðgerðarleysi af hálfu þess sem og þjóðleikhússráðs.
Leikhús Stjórnsýsla Tengdar fréttir Leiklistarheimurinn logar vegna hatramra deilna Birnu og Ara Þjóðleikhússtjóri segir formann FÍL grafa með ósæmilegum hætti undan sér og leikhúsinu. 20. maí 2019 09:00 Næsta víst að Brynhildur sæki um stöðu þjóðleikhússtjóra Segir að ef staðan er auglýst hljóti hún að vera laus. 21. maí 2019 13:25 Mest lesið Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Innlent Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Erlent Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ Innlent „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Innlent E. coli fannst í neysluvatni Innlent Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Innlent „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Innlent Snarpur skjálfti við Trölladyngju Innlent Fleiri fréttir Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Vegalokanir líklegar í Öræfasveit á morgun Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Snarpur skjálfti við Trölladyngju Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Þórður Snær verður framkvæmdastjóri þingflokks Samfylkingarinnar Stórhættulegar tálbeituaðgerðir ungmenna á samfélagsmiðlum Hefja undirbúning verkfalla í framhaldsskólum Taka sýni úr mink sem fannst dauður í Vatnsmýri Sjá meira
Leiklistarheimurinn logar vegna hatramra deilna Birnu og Ara Þjóðleikhússtjóri segir formann FÍL grafa með ósæmilegum hætti undan sér og leikhúsinu. 20. maí 2019 09:00
Næsta víst að Brynhildur sæki um stöðu þjóðleikhússtjóra Segir að ef staðan er auglýst hljóti hún að vera laus. 21. maí 2019 13:25