Nær einhver að stöðva sigurgöngu heimsmeistarans í kvöld? Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 23. maí 2019 14:00 Michael van Gerwen og Daryl Gurney með bikarinn sem keppt verður um í kvöld. Þeir mætast í fyrri undanúrslitaviðureigninni. Mynd/PDC Úrslitin ráðast í kvöld í úrvalsdeildinni í pílu þegar undanúrslitin og úrslitaleikurinn fara fram í O2 höllinni í London. Hægt verður að fylgjast með veislunni í beinni á Stöð 2 Sport og hefst útsendingin klukkan 18.00 að íslenskum tíma. Hollendingurinn og heimsmeistarinn Michael van Gerwen hefur titil að verja en hann hefur unnið úrvalsdeildina þrjú ár í röð og í fimm skipti alls.Today is the day... We can't wait for the @Unibet Premier League Play-Offs to get underway tonight! pic.twitter.com/2P0HzAHbQz — PDC Darts (@OfficialPDC) May 23, 2019Mótherji Michael van Gerwen í undanúrslitunum í kvöld er aftur á móti pílari sem var með tak á heimsmeistaranum í deildarkeppninni. Norður-Írinn Daryl Gurney vann nefnilega báða innbyrðis leiki þeirra á tímabilinu. Viðureign þeirra er fyrri undanúrslitaleikur kvöldsins. „Daryl spilaði mjög vel í síðustu tvö skipti sem við höfum mæst en ég hef alltaf trú á sjálfum mér,“ sagði Michael van Gerwen. „Þetta er lengra keppnisfyrirkomulag en ég verð að spila vel. Það er allt annað að spila upp í tíu og pressan verður á hans herðum,“ sagði Van Gerwen. Í undanúrslitunum þarf að vinna tíu hrinur til að komast áfram og svo þarf að vinna ellefu til að vinna úrslitaleikinn. Í allir deildarkeppninni var nóg að vinna sjö hrinur. „Það væri stórkostlegt að vinna úrvalsdeildina í fimmta sinn og úrslitakvöldið er alltaf mjög sérstakt kvöld. Við erum búnir að spila í sextán vikur og nú er þetta upp á líf eða dauða. Það er allt eða ekkert. Ég verð að passa upp á það að mæta einbeittur til leiks því þetta skiptir mig miklu máli,“ sagði Van Gerwen.Hear from reigning champion Michael van Gerwen ahead of his bid for a fifth @Unibet Premier League title... pic.twitter.com/SD9LGOWAdK — PDC Darts (@OfficialPDC) May 22, 2019 Daryl Gurney er númer þrjú á heimslistanum og því erfiður andstæðingur fyrir heimsmeistarann. „Ég er mjög ánægður með að komast alla leið í O2 höllina. Þarna er draumur að rætast og allt mögulegt,“ sagði Daryl Gurney. „Það eru líklega minnstu líkurnar á því að ég vinni af þessum fjórum sem eru eftir en það truflar mig ekki að vera í þeirri stöðu því ég veit hvað ég get,“ sagði Daryl Gurney. „Þegar pressan er mest á mér þá spila ég vanalega best. Ég fer upp á annað stig þegar ég bæti bestu pílurum í heimi og ég mun reyna að endurtaka það í London,“ sagði Gurney. Í hinni undanúrslitaviðureigninni mætast þeir Rob Cross og James Wade. James Wade vann 8-6 þegar þeir mættust í síðustu viku og kom um leið í veg fyrir að Cross yrði efstu í deildarkeppninni. Wade hefur ekki komist í úrslitakeppnina í sex ár. „Það er langt síðan að ég hef verið í úrslitunum en ég er búinn að spila svo lengi sem atvinnumaður að pressan ætti ekki að trufla mig,“ sagði James Wade.He's back in the Play-Offs for the first time in six years... Hear from James Wade as he prepares to walk away with the @Unibet Premier League title for a second time pic.twitter.com/N0QxQM5DTp — PDC Darts (@OfficialPDC) May 23, 2019„Ég býst við því að komast í úrslitaleikinn og það væri líka gaman að vinna hann. Leikurinn á móti Rob í síðustu viku segir ekkert. Það var ekki leikur upp á líf eða dauða en ég hafði af honum 25 þúsund pund sem ætti að vera bensín fyrir hann. Ég verð tilbúinn,“ sagði Wade. Rob Cross tapaði í undanúrslitunum á móti Michael van Gerwen í fyrra. Pílukast Mest lesið Mikil ánægja með Mikael: „Hann hefur gjörbreytt liðinu“ Fótbolti Þjálfari Sverris rekinn eftir tvo leiki Sport Burrow leggst undir hnífinn og verður lengi frá Sport „Sérfræðingarnir sem hafa spáð okkur tólfta sætinu“ Íslenski boltinn Bellingham batnaði hraðar en búist var við Fótbolti Lárus Orri: Fórum í „Fuck you mode“ Sport Uppgjörið: ÍA - Afturelding 3-1 | Sigurganga Skagamanna heldur áfram Íslenski boltinn City rak barþjón sem mætti í United-treyju í vinnuna Enski boltinn Varamaður Mikaels skoraði jöfnunarmarkið Fótbolti Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 1-1 | Eyjamenn náðu ekki upp í efri hlutann Íslenski boltinn Fleiri fréttir Mikil ánægja með Mikael: „Hann hefur gjörbreytt liðinu“ Burrow leggst undir hnífinn og verður lengi frá Þjálfari Sverris rekinn eftir tvo leiki Bellingham batnaði hraðar en búist var við „Sérfræðingarnir sem hafa spáð okkur tólfta sætinu“ Varamaður Mikaels skoraði jöfnunarmarkið Lárus Orri: Fórum í „Fuck you mode“ Sparkað í klof liðsfélaga Kolbeins en sigurinn sóttur Uppgjörið: ÍA - Afturelding 3-1 | Sigurganga Skagamanna heldur áfram Meiðslahrjáði miðvörðurinn lætur gott heita Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 1-1 | Eyjamenn náðu ekki upp í efri hlutann Hundfúll út í Refina Verður væntanlega ráðinn 89 dögum eftir að hann var rekinn City rak barþjón sem mætti í United-treyju í vinnuna Sló heimsmetið í fjórtánda sinn „United er að keppa við hina Ferrari-bílana en með Skoda-vél“ Krísa í Kansas Sigur færir Eyjamönnum sæti í efri hlutanum Arnór framlengir til 2028: „Vil sjá hversu langt við getum farið“ Vann maraþonið með 0,003 sekúndna mun Leik hætt eftir að leikmaður hné niður Beit andstæðing á HM „Ef félagið vill breyta um leikstíl verður það að breyta um mann“ Sjáðu mörkin úr mettapi KR Carragher sagði „heiladauðan“ Hannibal hafa kostað Burnley stig Keane tók Shaw á teppið: „Gafst upp og alltaf meiddur“ „Arteta hefur aldrei verið með jafn góðan hóp og núna“ Sjáðu City salta United og ískaldan Salah á vítapunktinum Dagskráin í dag: Mikilvægir leikir í lokaumferðinni Skoraði hundraðasta markið eftir 637 daga fjarveru Sjá meira
Úrslitin ráðast í kvöld í úrvalsdeildinni í pílu þegar undanúrslitin og úrslitaleikurinn fara fram í O2 höllinni í London. Hægt verður að fylgjast með veislunni í beinni á Stöð 2 Sport og hefst útsendingin klukkan 18.00 að íslenskum tíma. Hollendingurinn og heimsmeistarinn Michael van Gerwen hefur titil að verja en hann hefur unnið úrvalsdeildina þrjú ár í röð og í fimm skipti alls.Today is the day... We can't wait for the @Unibet Premier League Play-Offs to get underway tonight! pic.twitter.com/2P0HzAHbQz — PDC Darts (@OfficialPDC) May 23, 2019Mótherji Michael van Gerwen í undanúrslitunum í kvöld er aftur á móti pílari sem var með tak á heimsmeistaranum í deildarkeppninni. Norður-Írinn Daryl Gurney vann nefnilega báða innbyrðis leiki þeirra á tímabilinu. Viðureign þeirra er fyrri undanúrslitaleikur kvöldsins. „Daryl spilaði mjög vel í síðustu tvö skipti sem við höfum mæst en ég hef alltaf trú á sjálfum mér,“ sagði Michael van Gerwen. „Þetta er lengra keppnisfyrirkomulag en ég verð að spila vel. Það er allt annað að spila upp í tíu og pressan verður á hans herðum,“ sagði Van Gerwen. Í undanúrslitunum þarf að vinna tíu hrinur til að komast áfram og svo þarf að vinna ellefu til að vinna úrslitaleikinn. Í allir deildarkeppninni var nóg að vinna sjö hrinur. „Það væri stórkostlegt að vinna úrvalsdeildina í fimmta sinn og úrslitakvöldið er alltaf mjög sérstakt kvöld. Við erum búnir að spila í sextán vikur og nú er þetta upp á líf eða dauða. Það er allt eða ekkert. Ég verð að passa upp á það að mæta einbeittur til leiks því þetta skiptir mig miklu máli,“ sagði Van Gerwen.Hear from reigning champion Michael van Gerwen ahead of his bid for a fifth @Unibet Premier League title... pic.twitter.com/SD9LGOWAdK — PDC Darts (@OfficialPDC) May 22, 2019 Daryl Gurney er númer þrjú á heimslistanum og því erfiður andstæðingur fyrir heimsmeistarann. „Ég er mjög ánægður með að komast alla leið í O2 höllina. Þarna er draumur að rætast og allt mögulegt,“ sagði Daryl Gurney. „Það eru líklega minnstu líkurnar á því að ég vinni af þessum fjórum sem eru eftir en það truflar mig ekki að vera í þeirri stöðu því ég veit hvað ég get,“ sagði Daryl Gurney. „Þegar pressan er mest á mér þá spila ég vanalega best. Ég fer upp á annað stig þegar ég bæti bestu pílurum í heimi og ég mun reyna að endurtaka það í London,“ sagði Gurney. Í hinni undanúrslitaviðureigninni mætast þeir Rob Cross og James Wade. James Wade vann 8-6 þegar þeir mættust í síðustu viku og kom um leið í veg fyrir að Cross yrði efstu í deildarkeppninni. Wade hefur ekki komist í úrslitakeppnina í sex ár. „Það er langt síðan að ég hef verið í úrslitunum en ég er búinn að spila svo lengi sem atvinnumaður að pressan ætti ekki að trufla mig,“ sagði James Wade.He's back in the Play-Offs for the first time in six years... Hear from James Wade as he prepares to walk away with the @Unibet Premier League title for a second time pic.twitter.com/N0QxQM5DTp — PDC Darts (@OfficialPDC) May 23, 2019„Ég býst við því að komast í úrslitaleikinn og það væri líka gaman að vinna hann. Leikurinn á móti Rob í síðustu viku segir ekkert. Það var ekki leikur upp á líf eða dauða en ég hafði af honum 25 þúsund pund sem ætti að vera bensín fyrir hann. Ég verð tilbúinn,“ sagði Wade. Rob Cross tapaði í undanúrslitunum á móti Michael van Gerwen í fyrra.
Pílukast Mest lesið Mikil ánægja með Mikael: „Hann hefur gjörbreytt liðinu“ Fótbolti Þjálfari Sverris rekinn eftir tvo leiki Sport Burrow leggst undir hnífinn og verður lengi frá Sport „Sérfræðingarnir sem hafa spáð okkur tólfta sætinu“ Íslenski boltinn Bellingham batnaði hraðar en búist var við Fótbolti Lárus Orri: Fórum í „Fuck you mode“ Sport Uppgjörið: ÍA - Afturelding 3-1 | Sigurganga Skagamanna heldur áfram Íslenski boltinn City rak barþjón sem mætti í United-treyju í vinnuna Enski boltinn Varamaður Mikaels skoraði jöfnunarmarkið Fótbolti Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 1-1 | Eyjamenn náðu ekki upp í efri hlutann Íslenski boltinn Fleiri fréttir Mikil ánægja með Mikael: „Hann hefur gjörbreytt liðinu“ Burrow leggst undir hnífinn og verður lengi frá Þjálfari Sverris rekinn eftir tvo leiki Bellingham batnaði hraðar en búist var við „Sérfræðingarnir sem hafa spáð okkur tólfta sætinu“ Varamaður Mikaels skoraði jöfnunarmarkið Lárus Orri: Fórum í „Fuck you mode“ Sparkað í klof liðsfélaga Kolbeins en sigurinn sóttur Uppgjörið: ÍA - Afturelding 3-1 | Sigurganga Skagamanna heldur áfram Meiðslahrjáði miðvörðurinn lætur gott heita Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 1-1 | Eyjamenn náðu ekki upp í efri hlutann Hundfúll út í Refina Verður væntanlega ráðinn 89 dögum eftir að hann var rekinn City rak barþjón sem mætti í United-treyju í vinnuna Sló heimsmetið í fjórtánda sinn „United er að keppa við hina Ferrari-bílana en með Skoda-vél“ Krísa í Kansas Sigur færir Eyjamönnum sæti í efri hlutanum Arnór framlengir til 2028: „Vil sjá hversu langt við getum farið“ Vann maraþonið með 0,003 sekúndna mun Leik hætt eftir að leikmaður hné niður Beit andstæðing á HM „Ef félagið vill breyta um leikstíl verður það að breyta um mann“ Sjáðu mörkin úr mettapi KR Carragher sagði „heiladauðan“ Hannibal hafa kostað Burnley stig Keane tók Shaw á teppið: „Gafst upp og alltaf meiddur“ „Arteta hefur aldrei verið með jafn góðan hóp og núna“ Sjáðu City salta United og ískaldan Salah á vítapunktinum Dagskráin í dag: Mikilvægir leikir í lokaumferðinni Skoraði hundraðasta markið eftir 637 daga fjarveru Sjá meira