Ný ákæra á hendur Assange markar tímamót í sögu Bandaríkjanna Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 23. maí 2019 21:14 Julian Assange, stofnandi Wikileaks. AP/Matt Dunham Bandarísk yfirvöld hafa birt Julian Assange, stofnanda Wikileaks, nýja ákæru þar sem hann er sakaður um brot á njósnalögunum í sautján liðum. Ákæran þykir marka tímamót en þetta er í fyrsta sinn í sögu Bandaríkjanna sem blaðamaður er ákærður fyrir brot á njósnalögunum. Assange er ákærður fyrir þátt sinn í að birta gögn sem Chelsea Manning lak árið 2010. Um var að að margvísleg leynileg skjöl, þar á meðal viðkvæmar hernaðarupplýsingar sem sneru að stríðsrekstri Bandraríkjanna í Afganistan og Írak, auk skjala úr utanríkisþjónustu Bandaríkjanna. Manning var sakfelld fyrir sinn þátt í lekanum árið 2013 en sleppt úr haldi árið 2017. Assange dvelur nú í fangelsi í Bretlandi fyrir að brjóta gegn skilyrðum þess er hann var látinn laus úr haldi lögreglu þar í landi árið 2012. Bandarísk yfirvöld hafa farið fram á framsal hans. Saksóknarar í Svíþjóð hafa auk þess aftur opnað rannsókn á ásökunum gegn Julian Assange, stofnanda Wikileaks, um nauðgun. Assange er talinn ætla að berjast gegn framsali til Bandaríkjanna með kjafti og klóm.Vísir/EPA Láta reyna á fyrsta viðauka stjórnarskrárinnar Í frétt New York Times segir að í ljósi þess að Assange sé nú ákærður fyrir brot á njósnalögunum megi álykta sem svo að Trump og ríkisstjórn hans ætli sér að taka harkalega á gagnalekum á trúnaðarupplýsingum. Ákæran þýði einnig að Trump og embættismenn hans ætli sér að láta reyna á fyrsta viðauka stjórnarskrár Bandaríkjanna sem tryggir, meðal annars, fjölmiðlafrelsi, og ýmis réttindi sem vernda blaðamenn. Í Times segir einnig að almennt telji lögspekingar að fyrsti viðaukinn geri það að verkum að ekki sé hægt að ákæra blaðamenn vegna brota á borð við þau sem Assange er sakaður um, en einnig er tekið fram að aldrei hafi reynt á það þar sem yfirvöld hafi aldrei ákært blaðamann fyrir brot á njósnalögunum, þangað til nú. Ákæruvaldið hafnar því hins vegar að Assange sé blaðamaður. Er Assange blaðamaður eða ekki?Deilt hefur verið um hvort Assange sé blaðamaður eða ekki en í frétt The Times er bent á að jafnvel þótt ákæruvaldið hafni því að að Assange flokkist sem blaðamaður geti það reynst þrautinni þyngri að sýna fram á það fyrir dómstólum að munur sé á störfum hefðbundinna blaðamanna á borð við þá sem vinna fyrir New York Times, svo dæmi séu tekin, og störfum Assange fyrir Wikileaks. Bæði störf feli í sér að afla og birta upplýsingar sem embættismenn vilji að séu leynilegar, oftar en ekki upplýsingar sem séu trúnaðarmál. Þá feli bæði störf einnig það í sér að vernda skuli heimildarmenn. Bandaríkin Donald Trump WikiLeaks Mál Julians Assange Tengdar fréttir Segir málið tækifæri fyrir Assange til að hreinsa mannorð sitt Rannsókn hefur verið opnuð á nýjan leik vegna ásakana á hendur Julian Assange um nauðgun. 13. maí 2019 20:15 Rannsókn á nauðgunarmáli Assange opnuð aftur Lögmaður konu sem sakar stofnanda Wikileaks um nauðgun fór fram á að rannsókn yrði tekin upp aftur í kjölfar þess að hann er ekki lengur í skjóli í sendiráði Ekvadors. 13. maí 2019 09:34 Ákveða hvort nauðgunarrannsóknin verði hafin að nýju Assange hefur ávallt neitað sök í málinu. 13. maí 2019 07:39 Leggja fram formlega beiðni um handtöku Saksóknari í Svíþjóð hefur farið fram á það við þarlenda dómstóla að gefin verði út handtökuskipun á Julian Assange, stofnanda Wikileaks. 20. maí 2019 08:39 Chelsea Manning send aftur í fangelsi Heimildarmaður Wikileaks hefur neitað að bera vitni fyrir ákærudómstól og hefur þegar afplánað tveggja mánaða fangelsi vegna þess. Manning þarf nú aftur að fara í fangelsi. 16. maí 2019 22:28 Mest lesið Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Innlent Ætlar að tala við Pútín um að „binda enda á blóðbaðið“ Erlent Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt Innlent Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Innlent Fimm látnir eftir þyrluslys í Finnlandi Erlent Hafa náð stjórn á sinueldi í sumarhúsabyggð Innlent Hryðjuverkamálið gæti haft verulega þýðingu Innlent Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Innlent Laugdælingur og Hvergerðingur hlutskarpastir í Pangeu Innlent Framtíðar kvikmyndagerðarfólk í Sunnulækjarskóla á Selfossi Innlent Fleiri fréttir Ætlar að tala við Pútín um að „binda enda á blóðbaðið“ Fimm látnir eftir þyrluslys í Finnlandi Tugir látnir eftir hvirfilbyl í Bandaríkjunum Árásirnar sagðar þær umfangsmestu síðan viðræðurnar fóru fyrir bí Níu drepnir í drónaárás á rútu Samþykktu fangaskipti á næstu dögum Hlýtur 25 ára dóm fyrir banatilræðið við Rushdie Gerðu umfangsmiklar árásir á Jemen Óásættanlegar kröfur frá Rússum á stuttum fundi Diplómatinn sem grunaður var um njósnir er látinn Sakaður um að kalla eftir dauða Trumps með mynd af skeljum „Rússland vill augljóslega stríð“ Rekja fjöldamorðið í Örebro til gremju byssumannsins vegna lífs síns Íhuga að refsa Pakistönum með stíflum og fráveituskurðum Litlar væntingar til fyrstu beinu friðarviðræðnanna í meira en þrjú ár Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Tekið tíma að bera kennsl á illa farin lík Létu Cassie lesa upp kynferðisleg skilaboð til Diddy „Við getum ekki hlaupið um heiminn í leit að Pútín“ Undirbúa að verja mun meira til varnarmála Hnattræn hlýnun nær í skottið á einni af perlum Patagóníu ESB tapar máli um samskipti von der Leyen og Pfizer-forstjóra Vill gera Gasa að „frelsissvæði“ Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Alþjóðaglæpadómstóllinn lamaður vegna þvingana Bandaríkjanna Loftárásir héldu áfram og segja enn harðari árásir framundan Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí „Fátækasti forseti heims“ látinn Einn lifði rúmlega hundrað metra fall af og gekk eftir hjálp Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Sjá meira
Bandarísk yfirvöld hafa birt Julian Assange, stofnanda Wikileaks, nýja ákæru þar sem hann er sakaður um brot á njósnalögunum í sautján liðum. Ákæran þykir marka tímamót en þetta er í fyrsta sinn í sögu Bandaríkjanna sem blaðamaður er ákærður fyrir brot á njósnalögunum. Assange er ákærður fyrir þátt sinn í að birta gögn sem Chelsea Manning lak árið 2010. Um var að að margvísleg leynileg skjöl, þar á meðal viðkvæmar hernaðarupplýsingar sem sneru að stríðsrekstri Bandraríkjanna í Afganistan og Írak, auk skjala úr utanríkisþjónustu Bandaríkjanna. Manning var sakfelld fyrir sinn þátt í lekanum árið 2013 en sleppt úr haldi árið 2017. Assange dvelur nú í fangelsi í Bretlandi fyrir að brjóta gegn skilyrðum þess er hann var látinn laus úr haldi lögreglu þar í landi árið 2012. Bandarísk yfirvöld hafa farið fram á framsal hans. Saksóknarar í Svíþjóð hafa auk þess aftur opnað rannsókn á ásökunum gegn Julian Assange, stofnanda Wikileaks, um nauðgun. Assange er talinn ætla að berjast gegn framsali til Bandaríkjanna með kjafti og klóm.Vísir/EPA Láta reyna á fyrsta viðauka stjórnarskrárinnar Í frétt New York Times segir að í ljósi þess að Assange sé nú ákærður fyrir brot á njósnalögunum megi álykta sem svo að Trump og ríkisstjórn hans ætli sér að taka harkalega á gagnalekum á trúnaðarupplýsingum. Ákæran þýði einnig að Trump og embættismenn hans ætli sér að láta reyna á fyrsta viðauka stjórnarskrár Bandaríkjanna sem tryggir, meðal annars, fjölmiðlafrelsi, og ýmis réttindi sem vernda blaðamenn. Í Times segir einnig að almennt telji lögspekingar að fyrsti viðaukinn geri það að verkum að ekki sé hægt að ákæra blaðamenn vegna brota á borð við þau sem Assange er sakaður um, en einnig er tekið fram að aldrei hafi reynt á það þar sem yfirvöld hafi aldrei ákært blaðamann fyrir brot á njósnalögunum, þangað til nú. Ákæruvaldið hafnar því hins vegar að Assange sé blaðamaður. Er Assange blaðamaður eða ekki?Deilt hefur verið um hvort Assange sé blaðamaður eða ekki en í frétt The Times er bent á að jafnvel þótt ákæruvaldið hafni því að að Assange flokkist sem blaðamaður geti það reynst þrautinni þyngri að sýna fram á það fyrir dómstólum að munur sé á störfum hefðbundinna blaðamanna á borð við þá sem vinna fyrir New York Times, svo dæmi séu tekin, og störfum Assange fyrir Wikileaks. Bæði störf feli í sér að afla og birta upplýsingar sem embættismenn vilji að séu leynilegar, oftar en ekki upplýsingar sem séu trúnaðarmál. Þá feli bæði störf einnig það í sér að vernda skuli heimildarmenn.
Bandaríkin Donald Trump WikiLeaks Mál Julians Assange Tengdar fréttir Segir málið tækifæri fyrir Assange til að hreinsa mannorð sitt Rannsókn hefur verið opnuð á nýjan leik vegna ásakana á hendur Julian Assange um nauðgun. 13. maí 2019 20:15 Rannsókn á nauðgunarmáli Assange opnuð aftur Lögmaður konu sem sakar stofnanda Wikileaks um nauðgun fór fram á að rannsókn yrði tekin upp aftur í kjölfar þess að hann er ekki lengur í skjóli í sendiráði Ekvadors. 13. maí 2019 09:34 Ákveða hvort nauðgunarrannsóknin verði hafin að nýju Assange hefur ávallt neitað sök í málinu. 13. maí 2019 07:39 Leggja fram formlega beiðni um handtöku Saksóknari í Svíþjóð hefur farið fram á það við þarlenda dómstóla að gefin verði út handtökuskipun á Julian Assange, stofnanda Wikileaks. 20. maí 2019 08:39 Chelsea Manning send aftur í fangelsi Heimildarmaður Wikileaks hefur neitað að bera vitni fyrir ákærudómstól og hefur þegar afplánað tveggja mánaða fangelsi vegna þess. Manning þarf nú aftur að fara í fangelsi. 16. maí 2019 22:28 Mest lesið Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Innlent Ætlar að tala við Pútín um að „binda enda á blóðbaðið“ Erlent Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt Innlent Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Innlent Fimm látnir eftir þyrluslys í Finnlandi Erlent Hafa náð stjórn á sinueldi í sumarhúsabyggð Innlent Hryðjuverkamálið gæti haft verulega þýðingu Innlent Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Innlent Laugdælingur og Hvergerðingur hlutskarpastir í Pangeu Innlent Framtíðar kvikmyndagerðarfólk í Sunnulækjarskóla á Selfossi Innlent Fleiri fréttir Ætlar að tala við Pútín um að „binda enda á blóðbaðið“ Fimm látnir eftir þyrluslys í Finnlandi Tugir látnir eftir hvirfilbyl í Bandaríkjunum Árásirnar sagðar þær umfangsmestu síðan viðræðurnar fóru fyrir bí Níu drepnir í drónaárás á rútu Samþykktu fangaskipti á næstu dögum Hlýtur 25 ára dóm fyrir banatilræðið við Rushdie Gerðu umfangsmiklar árásir á Jemen Óásættanlegar kröfur frá Rússum á stuttum fundi Diplómatinn sem grunaður var um njósnir er látinn Sakaður um að kalla eftir dauða Trumps með mynd af skeljum „Rússland vill augljóslega stríð“ Rekja fjöldamorðið í Örebro til gremju byssumannsins vegna lífs síns Íhuga að refsa Pakistönum með stíflum og fráveituskurðum Litlar væntingar til fyrstu beinu friðarviðræðnanna í meira en þrjú ár Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Tekið tíma að bera kennsl á illa farin lík Létu Cassie lesa upp kynferðisleg skilaboð til Diddy „Við getum ekki hlaupið um heiminn í leit að Pútín“ Undirbúa að verja mun meira til varnarmála Hnattræn hlýnun nær í skottið á einni af perlum Patagóníu ESB tapar máli um samskipti von der Leyen og Pfizer-forstjóra Vill gera Gasa að „frelsissvæði“ Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Alþjóðaglæpadómstóllinn lamaður vegna þvingana Bandaríkjanna Loftárásir héldu áfram og segja enn harðari árásir framundan Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí „Fátækasti forseti heims“ látinn Einn lifði rúmlega hundrað metra fall af og gekk eftir hjálp Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Sjá meira
Segir málið tækifæri fyrir Assange til að hreinsa mannorð sitt Rannsókn hefur verið opnuð á nýjan leik vegna ásakana á hendur Julian Assange um nauðgun. 13. maí 2019 20:15
Rannsókn á nauðgunarmáli Assange opnuð aftur Lögmaður konu sem sakar stofnanda Wikileaks um nauðgun fór fram á að rannsókn yrði tekin upp aftur í kjölfar þess að hann er ekki lengur í skjóli í sendiráði Ekvadors. 13. maí 2019 09:34
Ákveða hvort nauðgunarrannsóknin verði hafin að nýju Assange hefur ávallt neitað sök í málinu. 13. maí 2019 07:39
Leggja fram formlega beiðni um handtöku Saksóknari í Svíþjóð hefur farið fram á það við þarlenda dómstóla að gefin verði út handtökuskipun á Julian Assange, stofnanda Wikileaks. 20. maí 2019 08:39
Chelsea Manning send aftur í fangelsi Heimildarmaður Wikileaks hefur neitað að bera vitni fyrir ákærudómstól og hefur þegar afplánað tveggja mánaða fangelsi vegna þess. Manning þarf nú aftur að fara í fangelsi. 16. maí 2019 22:28