Ný ákæra á hendur Assange markar tímamót í sögu Bandaríkjanna Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 23. maí 2019 21:14 Julian Assange, stofnandi Wikileaks. AP/Matt Dunham Bandarísk yfirvöld hafa birt Julian Assange, stofnanda Wikileaks, nýja ákæru þar sem hann er sakaður um brot á njósnalögunum í sautján liðum. Ákæran þykir marka tímamót en þetta er í fyrsta sinn í sögu Bandaríkjanna sem blaðamaður er ákærður fyrir brot á njósnalögunum. Assange er ákærður fyrir þátt sinn í að birta gögn sem Chelsea Manning lak árið 2010. Um var að að margvísleg leynileg skjöl, þar á meðal viðkvæmar hernaðarupplýsingar sem sneru að stríðsrekstri Bandraríkjanna í Afganistan og Írak, auk skjala úr utanríkisþjónustu Bandaríkjanna. Manning var sakfelld fyrir sinn þátt í lekanum árið 2013 en sleppt úr haldi árið 2017. Assange dvelur nú í fangelsi í Bretlandi fyrir að brjóta gegn skilyrðum þess er hann var látinn laus úr haldi lögreglu þar í landi árið 2012. Bandarísk yfirvöld hafa farið fram á framsal hans. Saksóknarar í Svíþjóð hafa auk þess aftur opnað rannsókn á ásökunum gegn Julian Assange, stofnanda Wikileaks, um nauðgun. Assange er talinn ætla að berjast gegn framsali til Bandaríkjanna með kjafti og klóm.Vísir/EPA Láta reyna á fyrsta viðauka stjórnarskrárinnar Í frétt New York Times segir að í ljósi þess að Assange sé nú ákærður fyrir brot á njósnalögunum megi álykta sem svo að Trump og ríkisstjórn hans ætli sér að taka harkalega á gagnalekum á trúnaðarupplýsingum. Ákæran þýði einnig að Trump og embættismenn hans ætli sér að láta reyna á fyrsta viðauka stjórnarskrár Bandaríkjanna sem tryggir, meðal annars, fjölmiðlafrelsi, og ýmis réttindi sem vernda blaðamenn. Í Times segir einnig að almennt telji lögspekingar að fyrsti viðaukinn geri það að verkum að ekki sé hægt að ákæra blaðamenn vegna brota á borð við þau sem Assange er sakaður um, en einnig er tekið fram að aldrei hafi reynt á það þar sem yfirvöld hafi aldrei ákært blaðamann fyrir brot á njósnalögunum, þangað til nú. Ákæruvaldið hafnar því hins vegar að Assange sé blaðamaður. Er Assange blaðamaður eða ekki?Deilt hefur verið um hvort Assange sé blaðamaður eða ekki en í frétt The Times er bent á að jafnvel þótt ákæruvaldið hafni því að að Assange flokkist sem blaðamaður geti það reynst þrautinni þyngri að sýna fram á það fyrir dómstólum að munur sé á störfum hefðbundinna blaðamanna á borð við þá sem vinna fyrir New York Times, svo dæmi séu tekin, og störfum Assange fyrir Wikileaks. Bæði störf feli í sér að afla og birta upplýsingar sem embættismenn vilji að séu leynilegar, oftar en ekki upplýsingar sem séu trúnaðarmál. Þá feli bæði störf einnig það í sér að vernda skuli heimildarmenn. Bandaríkin Donald Trump WikiLeaks Mál Julians Assange Tengdar fréttir Segir málið tækifæri fyrir Assange til að hreinsa mannorð sitt Rannsókn hefur verið opnuð á nýjan leik vegna ásakana á hendur Julian Assange um nauðgun. 13. maí 2019 20:15 Rannsókn á nauðgunarmáli Assange opnuð aftur Lögmaður konu sem sakar stofnanda Wikileaks um nauðgun fór fram á að rannsókn yrði tekin upp aftur í kjölfar þess að hann er ekki lengur í skjóli í sendiráði Ekvadors. 13. maí 2019 09:34 Ákveða hvort nauðgunarrannsóknin verði hafin að nýju Assange hefur ávallt neitað sök í málinu. 13. maí 2019 07:39 Leggja fram formlega beiðni um handtöku Saksóknari í Svíþjóð hefur farið fram á það við þarlenda dómstóla að gefin verði út handtökuskipun á Julian Assange, stofnanda Wikileaks. 20. maí 2019 08:39 Chelsea Manning send aftur í fangelsi Heimildarmaður Wikileaks hefur neitað að bera vitni fyrir ákærudómstól og hefur þegar afplánað tveggja mánaða fangelsi vegna þess. Manning þarf nú aftur að fara í fangelsi. 16. maí 2019 22:28 Mest lesið „Málinu verður ekki lokað fyrr en einhver axlar raunverulega ábyrgð“ Innlent Virginia Giuffre er látin Erlent Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Erlent Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Erlent Þarf lítið til svo hægt yrði að hækka hámarkshraða í 120 Innlent „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Innlent Sex ára gamalt hús í viðgerð: Ekki við flötu þökin að sakast Innlent Bein útsending: Útför Frans Páfa Erlent Eitt glæsilegasta hrossaræktarbú landsins til sölu Innlent Strætó og jeppi skullu saman á Reykjanesbraut Innlent Fleiri fréttir Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Virginia Giuffre er látin Bein útsending: Útför Frans Páfa Bandaríkin vilja láta meira undan Rússum en Evrópa Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Þrír látnir og tugir særðir Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Tugir þúsunda kveðja páfann fyrir útförina Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Neituðu sök en viðurkenna nú að hafa drepið hjálparstarfsmann Árásarmaðurinn sagður aðhyllast hugmyndir Hitler Dæmdur kardínáli segist mega kjósa næsta páfa „Vladímír, HÆTTU!“ Nemandi látinn eftir árás í frönskum skóla Hitnar í kolunum hjá Indlandi og Pakistan Sífellt fleiri Palestínumenn mótmæla stjórn Hamas Níu látnir eftir eldflaugaárás á Kænugarð Sænskur blaðamaður gæti farið í fangelsi fyrir að móðga Erdogan Vilja ræða frið en ekki uppgjöf Rýna í innyfli deyjandi reikistjörnu Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Sjá meira
Bandarísk yfirvöld hafa birt Julian Assange, stofnanda Wikileaks, nýja ákæru þar sem hann er sakaður um brot á njósnalögunum í sautján liðum. Ákæran þykir marka tímamót en þetta er í fyrsta sinn í sögu Bandaríkjanna sem blaðamaður er ákærður fyrir brot á njósnalögunum. Assange er ákærður fyrir þátt sinn í að birta gögn sem Chelsea Manning lak árið 2010. Um var að að margvísleg leynileg skjöl, þar á meðal viðkvæmar hernaðarupplýsingar sem sneru að stríðsrekstri Bandraríkjanna í Afganistan og Írak, auk skjala úr utanríkisþjónustu Bandaríkjanna. Manning var sakfelld fyrir sinn þátt í lekanum árið 2013 en sleppt úr haldi árið 2017. Assange dvelur nú í fangelsi í Bretlandi fyrir að brjóta gegn skilyrðum þess er hann var látinn laus úr haldi lögreglu þar í landi árið 2012. Bandarísk yfirvöld hafa farið fram á framsal hans. Saksóknarar í Svíþjóð hafa auk þess aftur opnað rannsókn á ásökunum gegn Julian Assange, stofnanda Wikileaks, um nauðgun. Assange er talinn ætla að berjast gegn framsali til Bandaríkjanna með kjafti og klóm.Vísir/EPA Láta reyna á fyrsta viðauka stjórnarskrárinnar Í frétt New York Times segir að í ljósi þess að Assange sé nú ákærður fyrir brot á njósnalögunum megi álykta sem svo að Trump og ríkisstjórn hans ætli sér að taka harkalega á gagnalekum á trúnaðarupplýsingum. Ákæran þýði einnig að Trump og embættismenn hans ætli sér að láta reyna á fyrsta viðauka stjórnarskrár Bandaríkjanna sem tryggir, meðal annars, fjölmiðlafrelsi, og ýmis réttindi sem vernda blaðamenn. Í Times segir einnig að almennt telji lögspekingar að fyrsti viðaukinn geri það að verkum að ekki sé hægt að ákæra blaðamenn vegna brota á borð við þau sem Assange er sakaður um, en einnig er tekið fram að aldrei hafi reynt á það þar sem yfirvöld hafi aldrei ákært blaðamann fyrir brot á njósnalögunum, þangað til nú. Ákæruvaldið hafnar því hins vegar að Assange sé blaðamaður. Er Assange blaðamaður eða ekki?Deilt hefur verið um hvort Assange sé blaðamaður eða ekki en í frétt The Times er bent á að jafnvel þótt ákæruvaldið hafni því að að Assange flokkist sem blaðamaður geti það reynst þrautinni þyngri að sýna fram á það fyrir dómstólum að munur sé á störfum hefðbundinna blaðamanna á borð við þá sem vinna fyrir New York Times, svo dæmi séu tekin, og störfum Assange fyrir Wikileaks. Bæði störf feli í sér að afla og birta upplýsingar sem embættismenn vilji að séu leynilegar, oftar en ekki upplýsingar sem séu trúnaðarmál. Þá feli bæði störf einnig það í sér að vernda skuli heimildarmenn.
Bandaríkin Donald Trump WikiLeaks Mál Julians Assange Tengdar fréttir Segir málið tækifæri fyrir Assange til að hreinsa mannorð sitt Rannsókn hefur verið opnuð á nýjan leik vegna ásakana á hendur Julian Assange um nauðgun. 13. maí 2019 20:15 Rannsókn á nauðgunarmáli Assange opnuð aftur Lögmaður konu sem sakar stofnanda Wikileaks um nauðgun fór fram á að rannsókn yrði tekin upp aftur í kjölfar þess að hann er ekki lengur í skjóli í sendiráði Ekvadors. 13. maí 2019 09:34 Ákveða hvort nauðgunarrannsóknin verði hafin að nýju Assange hefur ávallt neitað sök í málinu. 13. maí 2019 07:39 Leggja fram formlega beiðni um handtöku Saksóknari í Svíþjóð hefur farið fram á það við þarlenda dómstóla að gefin verði út handtökuskipun á Julian Assange, stofnanda Wikileaks. 20. maí 2019 08:39 Chelsea Manning send aftur í fangelsi Heimildarmaður Wikileaks hefur neitað að bera vitni fyrir ákærudómstól og hefur þegar afplánað tveggja mánaða fangelsi vegna þess. Manning þarf nú aftur að fara í fangelsi. 16. maí 2019 22:28 Mest lesið „Málinu verður ekki lokað fyrr en einhver axlar raunverulega ábyrgð“ Innlent Virginia Giuffre er látin Erlent Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Erlent Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Erlent Þarf lítið til svo hægt yrði að hækka hámarkshraða í 120 Innlent „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Innlent Sex ára gamalt hús í viðgerð: Ekki við flötu þökin að sakast Innlent Bein útsending: Útför Frans Páfa Erlent Eitt glæsilegasta hrossaræktarbú landsins til sölu Innlent Strætó og jeppi skullu saman á Reykjanesbraut Innlent Fleiri fréttir Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Virginia Giuffre er látin Bein útsending: Útför Frans Páfa Bandaríkin vilja láta meira undan Rússum en Evrópa Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Þrír látnir og tugir særðir Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Tugir þúsunda kveðja páfann fyrir útförina Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Neituðu sök en viðurkenna nú að hafa drepið hjálparstarfsmann Árásarmaðurinn sagður aðhyllast hugmyndir Hitler Dæmdur kardínáli segist mega kjósa næsta páfa „Vladímír, HÆTTU!“ Nemandi látinn eftir árás í frönskum skóla Hitnar í kolunum hjá Indlandi og Pakistan Sífellt fleiri Palestínumenn mótmæla stjórn Hamas Níu látnir eftir eldflaugaárás á Kænugarð Sænskur blaðamaður gæti farið í fangelsi fyrir að móðga Erdogan Vilja ræða frið en ekki uppgjöf Rýna í innyfli deyjandi reikistjörnu Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Sjá meira
Segir málið tækifæri fyrir Assange til að hreinsa mannorð sitt Rannsókn hefur verið opnuð á nýjan leik vegna ásakana á hendur Julian Assange um nauðgun. 13. maí 2019 20:15
Rannsókn á nauðgunarmáli Assange opnuð aftur Lögmaður konu sem sakar stofnanda Wikileaks um nauðgun fór fram á að rannsókn yrði tekin upp aftur í kjölfar þess að hann er ekki lengur í skjóli í sendiráði Ekvadors. 13. maí 2019 09:34
Ákveða hvort nauðgunarrannsóknin verði hafin að nýju Assange hefur ávallt neitað sök í málinu. 13. maí 2019 07:39
Leggja fram formlega beiðni um handtöku Saksóknari í Svíþjóð hefur farið fram á það við þarlenda dómstóla að gefin verði út handtökuskipun á Julian Assange, stofnanda Wikileaks. 20. maí 2019 08:39
Chelsea Manning send aftur í fangelsi Heimildarmaður Wikileaks hefur neitað að bera vitni fyrir ákærudómstól og hefur þegar afplánað tveggja mánaða fangelsi vegna þess. Manning þarf nú aftur að fara í fangelsi. 16. maí 2019 22:28