Mistök Hörður Ægisson skrifar 24. maí 2019 07:00 Seðlabanki Íslands er ein mikilvægasta og valdamesta stofnun landsins. Næsti seðlabankastjóri, sem verður skipaður síðar á þessu ári, mun meðal annars fá það krefjandi verkefni að leiða sameiningu Seðlabankans og Fjármálaeftirlitsins þannig að til verður ein öflug þrjú hundruð manna stofnun með heildarsýn á hagkerfið. Sextán manns sækjast eftir starfinu og fyrr í þessum mánuði tilkynnti forsætisráðuneytið um skipan þriggja manna hæfisnefndar sem hefur það hlutverk að meta hæfi umsækjenda. Þótt hæfismatið sé aðeins leiðbeinandi en ekki ráðgefandi má öllum vera ljóst að forsætisráðherra, sem hefur skipunarvaldið, verður ekki stætt á að skipa aðra umsækjendur í embættið en þá sem nefndin mun meta hæfasta. Hæfisnefndin hefur því í reynd ríka aðkomu að vali á næsta seðlabankastjóra landsins. Um þetta er engin ástæða til að deila. Nú háttar svo til að formaður hæfisnefndarinnar, Sigríður Benediktsdóttir, er jafnframt bankaráðsmaður í Landsbankanum. Tveir umsækjendur um embætti seðlabankastjóra, eins og greint var frá í Fréttablaðinu í vikunni, hafa séð ástæðu til að kvarta yfir meintu vanhæfi Sigríðar vegna setu í bankaráðinu á sama tíma og hún leiðir nefndina. Enginn efast almennt um hæfi Sigríðar, sem er hagfræðingur við Yale-háskóla og starfaði um nokkurra ára skeið sem framkvæmdastjóri í Seðlabankanum. Um það snýst hins vegar ekki málið. Landsbankinn er stærsti viðskiptavinur Seðlabankans og á því verulegra hagsmuna að gæta sem snýr að ýmsum ákvörðunum bankans. Það hlýtur því að skjóta skökku við að bankaráðsmaður hjá Landsbankanum, sem er hlutafélag með sjálfstæða stjórn og í samkeppni við aðrar fjármálastofnanir, hafi umtalsverða aðkomu að því að ákveða hver verði næsti seðlabankastjóri. Við sameiningu Seðlabankans og FME, sem ætti að óbreyttu að verða að veruleika um næstkomandi áramót, verður það seðlabankastjóri sem mun bera æðstu ábyrgð á eftirliti með starfsemi allra fjármálafyrirtækja landsins. Með öðrum orðum er sú staða því núna uppi að bankaráðsmaður í Landsbankanum mun ákveða hverjir komi til greina til að hafa eftirlit með bankanum. Þetta gengur augljóslega ekki upp. Sigríður hefur meðal annars vísað til þess að hún hafi fengið „grænt ljós“ frá bankastjóra Landsbankans áður en hún tók að sér nefndarstarfið. Hér hlýtur að gæta einhvers misskilnings enda getur sú skýring tæpast staðist. Bankastjórinn hefur ekkert boðvald yfir bankaráðsmönnum Landsbankans. Það er hann sem heyrir undir bankaráðið en ekki öfugt. Staðfest er að Sigríður ráðfærði sig ekki við formann bankaráðsins áður en hún samþykkti að taka við formennsku hæfisnefndarinnar enda þótt slíkt sé ávallt gert í málum af þessu tagi. Hér hafa orðið mistök við skipan nefndarinnar, bæði af hálfu forsætisráðuneytisins og eins Sigríðar þegar hún samþykkti að taka að sér starfið, sem hljóta að verða leiðrétt sem fyrst. Ákveði formaður hæfisnefndarinnar ekki sjálfur að eiga frumkvæðið og stíga til hliðar hlýtur forsætisráðherra að taka af skarið. Það blasir við öllum að óbreytt staða er ekki í boði sé á annað borð áhugi á því að vanda til verka við val á yfirmanni einnar mikilvægustu stofnunar landsins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Hörður Ægisson Seðlabankinn Mest lesið Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift Skoðun Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik Skoðun Hvernig er þetta með erfðafjárskattinn? Jóhann Óli Eiðsson Skoðun Börnin okkar þurfa meira en dýrt parket og snaga úr epal Jóhann Ingi Óskarsson Skoðun Meira fjármagn til Rússlands en Úkraínu Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson Skoðun Hættuleg hegðun Jón Pétur Zimsen Skoðun Þú eykur ekki tekjurnar þínar með því að taka lán Jón Ingi Hákonarson Skoðun Íslenska til sýnis – Icelandic for display Matthías Aron Ólafsson Skoðun Hugmynd um að loka glufu - tilgangurinn helgar sennilega meðalið Gunnar Ármannsson, Skoðun Skoðun Skoðun Tómstundamenntun sem meðferðarúrræði Brynja Dögg Árnadóttir skrifar Skoðun Partíið er búið – allir þurfa að fóta sig í breyttum heimi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun „Stuttflutt“ Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Landssamband smábátaeigenda 40 ára – hverju hefur baráttan skilað? Kjartan Páll Sveinsson,Örn Pálsson skrifar Skoðun Frá séreignarstefnu til fjárfestingarmarkaðar: hvað fór úrskeiðis? Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Íslenska til sýnis – Icelandic for display Matthías Aron Ólafsson skrifar Skoðun Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar Skoðun Skekkjan á fjölmiðlamarkaði: Ríkisrisinn og raunveruleikinn Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun Hvernig er þetta með erfðafjárskattinn? Jóhann Óli Eiðsson skrifar Skoðun Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Hafnarfjörður í blóma: Sókn og stöðugleiki Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Hugmynd um að loka glufu - tilgangurinn helgar sennilega meðalið skrifar Skoðun Börnin okkar þurfa meira en dýrt parket og snaga úr epal Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Vegið að eigin veski Steinþór Ólafur Guðrúnarson skrifar Skoðun Könnun sýnir að almenningur er fylgjandi stjórnvaldsaðgerðum gegn ofþyngd og offitu barna Sigrún Elva Einarsdóttir skrifar Skoðun „Það er kalt á toppnum“ – félagsleg einangrun og afreksíþróttafólk Líney Úlfarsdóttir,Svavar Knútur skrifar Skoðun Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik skrifar Skoðun Hættuleg hegðun Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Þú eykur ekki tekjurnar þínar með því að taka lán Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Sjálfboðaliðar - Til hamingju með daginn! Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Meira fjármagn til Rússlands en Úkraínu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Lögmaður á villigötum – eða hvað? Agnar Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Falleg herferð - Tómur kross Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Velferðarkerfi eða velferð kerfisins? Jódís Helga Káradóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin bregst fólkinu í landinu Helgi Héðinsson skrifar Skoðun Gera framtíðarnefnd varanlega! Damien Degeorges skrifar Skoðun Réttur brotinn á fötluðu fólki með fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Hvað þarftu að vera mikils virði til að fá skattaafslátt? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Lögmaður á villigötum Magnús M. Norðdahl skrifar Skoðun Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson skrifar Sjá meira
Seðlabanki Íslands er ein mikilvægasta og valdamesta stofnun landsins. Næsti seðlabankastjóri, sem verður skipaður síðar á þessu ári, mun meðal annars fá það krefjandi verkefni að leiða sameiningu Seðlabankans og Fjármálaeftirlitsins þannig að til verður ein öflug þrjú hundruð manna stofnun með heildarsýn á hagkerfið. Sextán manns sækjast eftir starfinu og fyrr í þessum mánuði tilkynnti forsætisráðuneytið um skipan þriggja manna hæfisnefndar sem hefur það hlutverk að meta hæfi umsækjenda. Þótt hæfismatið sé aðeins leiðbeinandi en ekki ráðgefandi má öllum vera ljóst að forsætisráðherra, sem hefur skipunarvaldið, verður ekki stætt á að skipa aðra umsækjendur í embættið en þá sem nefndin mun meta hæfasta. Hæfisnefndin hefur því í reynd ríka aðkomu að vali á næsta seðlabankastjóra landsins. Um þetta er engin ástæða til að deila. Nú háttar svo til að formaður hæfisnefndarinnar, Sigríður Benediktsdóttir, er jafnframt bankaráðsmaður í Landsbankanum. Tveir umsækjendur um embætti seðlabankastjóra, eins og greint var frá í Fréttablaðinu í vikunni, hafa séð ástæðu til að kvarta yfir meintu vanhæfi Sigríðar vegna setu í bankaráðinu á sama tíma og hún leiðir nefndina. Enginn efast almennt um hæfi Sigríðar, sem er hagfræðingur við Yale-háskóla og starfaði um nokkurra ára skeið sem framkvæmdastjóri í Seðlabankanum. Um það snýst hins vegar ekki málið. Landsbankinn er stærsti viðskiptavinur Seðlabankans og á því verulegra hagsmuna að gæta sem snýr að ýmsum ákvörðunum bankans. Það hlýtur því að skjóta skökku við að bankaráðsmaður hjá Landsbankanum, sem er hlutafélag með sjálfstæða stjórn og í samkeppni við aðrar fjármálastofnanir, hafi umtalsverða aðkomu að því að ákveða hver verði næsti seðlabankastjóri. Við sameiningu Seðlabankans og FME, sem ætti að óbreyttu að verða að veruleika um næstkomandi áramót, verður það seðlabankastjóri sem mun bera æðstu ábyrgð á eftirliti með starfsemi allra fjármálafyrirtækja landsins. Með öðrum orðum er sú staða því núna uppi að bankaráðsmaður í Landsbankanum mun ákveða hverjir komi til greina til að hafa eftirlit með bankanum. Þetta gengur augljóslega ekki upp. Sigríður hefur meðal annars vísað til þess að hún hafi fengið „grænt ljós“ frá bankastjóra Landsbankans áður en hún tók að sér nefndarstarfið. Hér hlýtur að gæta einhvers misskilnings enda getur sú skýring tæpast staðist. Bankastjórinn hefur ekkert boðvald yfir bankaráðsmönnum Landsbankans. Það er hann sem heyrir undir bankaráðið en ekki öfugt. Staðfest er að Sigríður ráðfærði sig ekki við formann bankaráðsins áður en hún samþykkti að taka við formennsku hæfisnefndarinnar enda þótt slíkt sé ávallt gert í málum af þessu tagi. Hér hafa orðið mistök við skipan nefndarinnar, bæði af hálfu forsætisráðuneytisins og eins Sigríðar þegar hún samþykkti að taka að sér starfið, sem hljóta að verða leiðrétt sem fyrst. Ákveði formaður hæfisnefndarinnar ekki sjálfur að eiga frumkvæðið og stíga til hliðar hlýtur forsætisráðherra að taka af skarið. Það blasir við öllum að óbreytt staða er ekki í boði sé á annað borð áhugi á því að vanda til verka við val á yfirmanni einnar mikilvægustu stofnunar landsins.
Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift Skoðun
Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik Skoðun
Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson Skoðun
Skoðun Landssamband smábátaeigenda 40 ára – hverju hefur baráttan skilað? Kjartan Páll Sveinsson,Örn Pálsson skrifar
Skoðun Frá séreignarstefnu til fjárfestingarmarkaðar: hvað fór úrskeiðis? Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar
Skoðun Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar
Skoðun Skekkjan á fjölmiðlamarkaði: Ríkisrisinn og raunveruleikinn Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar
Skoðun Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson skrifar
Skoðun Könnun sýnir að almenningur er fylgjandi stjórnvaldsaðgerðum gegn ofþyngd og offitu barna Sigrún Elva Einarsdóttir skrifar
Skoðun „Það er kalt á toppnum“ – félagsleg einangrun og afreksíþróttafólk Líney Úlfarsdóttir,Svavar Knútur skrifar
Skoðun Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik skrifar
Skoðun Réttur brotinn á fötluðu fólki með fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson skrifar
Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift Skoðun
Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik Skoðun
Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson Skoðun