Ísland komið með nýjan sendiherra frá Bandaríkjunum Samúel Karl Ólason skrifar 24. maí 2019 14:01 Jeffrey Ross Gunter, sendiherra Bandaríkjanna á Íslandi. Húðlæknirinn Jeffrey Ross Gunter er nýr sendiherra Bandaríkjanna á Íslandi. Tilnefning hans var staðfest af öldungadeild Bandaríkjaþings í gær eftir að hann var tilnefndur af Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, í ágúst í fyrra. Bandaríkin hafa ekki átt sendiherra hér á landi frá árinu 2017 er Robert Barber hætti sem sendiherra. Gunter er virkur meðlimur í Repúblikanaflokki forsetans og er meðal annars leiðtogi samtaka gyðinga innan flokksins. Hunter hefur verið ötull stuðningsmaður forsetans og meðal annars stutt framboð hans fjárhagslega. Þar að auki stýrði hann nefnd sem aflaði fjár fyrir forsetann í aðdraganda kosninganna og Gunter studdi einnig embættistökusjóð Trump verulega. Sérfræðingar segja sendiherra Donald Trump vera reynsluminni og vanhæfari en gengur og gerist í bandarískum stjórnmálum. Í frétt NBC frá því í apríl segir þó marga þeirri skorti reynslu af stjórnmálum og sérstaklega milliríkjasamskiptum eigi margir þeirra sem hafa verið tilnefndir það sameiginlegt að hafa sett töluvert fé í embættistökusjóð forsetans.Gunter er einn af þeim. Það telst eðlilegt ytra að veita stuðningsmönnum þægilegar sendiherrastöður en ríkisstjórn Trump hefur þó tilnefnt fleiri slíka aðila en gengur og gerist og í mikilvægari sendiherrastöður sem fagmenn úr utanríkisþjónustu Bandaríkjanna hafa iðulega sinnt. Frá sjötta áratugnum hefur hlutfallið verið um það bil tveir á móti þremur. Það er, tveir af hverjum þremur sendiherrum Bandaríkjanna hafa starfað innan utanríkisþjónustu Bandaríkjanna. Hinir eru pólitískt skipaðir. Bæði Barack Obama og George W. Bush héldu sig innan þessa ramma. Hlutfallið hjá Donald Trump er hins vegar um 50/50. Ríkisstjórn Trump segir þó að viðskiptahæfileikar þeirra vegi upp á móti reynsluleysi og að þeir muni þjóna Bandaríkjunum vel. Þrátt fyrir það og þrátt fyrir að Repúblikanar séu í meirihluta í öldungadeildinni hefur gengið erfiðlega að koma tilnefningum sendiherra í gegnum þingið. Horfa má á vitnisburð Gunter, þegar hann mætti fyrir Utanríkismálanefnd öldungadeildarinnar í fyrra, hér á vef öldungadeildarinnar. Þá má lesa yfirlýsingu hans á fundinum hér. Bandaríkin Utanríkismál Mest lesið Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Innlent Lögregla lýsir eftir vitnum að mannaferðum við Stardal Innlent Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Innlent Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Innlent Leitað að manni með öxi Innlent Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Innlent Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Erlent Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Erlent Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Innlent Fleiri fréttir Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Jákvæð gagnvart nýrri atvinnustefnu Frábær og vel heppnuð Ljósanótt Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Skoða að rifta fríverslunarsamningi við Ísrael Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Fangageymslur fullar eftir erilsama nótt Aðgerðir vegna Gasa, málfrelsi á Íslandi og ný atvinnustefna Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Sjá meira
Húðlæknirinn Jeffrey Ross Gunter er nýr sendiherra Bandaríkjanna á Íslandi. Tilnefning hans var staðfest af öldungadeild Bandaríkjaþings í gær eftir að hann var tilnefndur af Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, í ágúst í fyrra. Bandaríkin hafa ekki átt sendiherra hér á landi frá árinu 2017 er Robert Barber hætti sem sendiherra. Gunter er virkur meðlimur í Repúblikanaflokki forsetans og er meðal annars leiðtogi samtaka gyðinga innan flokksins. Hunter hefur verið ötull stuðningsmaður forsetans og meðal annars stutt framboð hans fjárhagslega. Þar að auki stýrði hann nefnd sem aflaði fjár fyrir forsetann í aðdraganda kosninganna og Gunter studdi einnig embættistökusjóð Trump verulega. Sérfræðingar segja sendiherra Donald Trump vera reynsluminni og vanhæfari en gengur og gerist í bandarískum stjórnmálum. Í frétt NBC frá því í apríl segir þó marga þeirri skorti reynslu af stjórnmálum og sérstaklega milliríkjasamskiptum eigi margir þeirra sem hafa verið tilnefndir það sameiginlegt að hafa sett töluvert fé í embættistökusjóð forsetans.Gunter er einn af þeim. Það telst eðlilegt ytra að veita stuðningsmönnum þægilegar sendiherrastöður en ríkisstjórn Trump hefur þó tilnefnt fleiri slíka aðila en gengur og gerist og í mikilvægari sendiherrastöður sem fagmenn úr utanríkisþjónustu Bandaríkjanna hafa iðulega sinnt. Frá sjötta áratugnum hefur hlutfallið verið um það bil tveir á móti þremur. Það er, tveir af hverjum þremur sendiherrum Bandaríkjanna hafa starfað innan utanríkisþjónustu Bandaríkjanna. Hinir eru pólitískt skipaðir. Bæði Barack Obama og George W. Bush héldu sig innan þessa ramma. Hlutfallið hjá Donald Trump er hins vegar um 50/50. Ríkisstjórn Trump segir þó að viðskiptahæfileikar þeirra vegi upp á móti reynsluleysi og að þeir muni þjóna Bandaríkjunum vel. Þrátt fyrir það og þrátt fyrir að Repúblikanar séu í meirihluta í öldungadeildinni hefur gengið erfiðlega að koma tilnefningum sendiherra í gegnum þingið. Horfa má á vitnisburð Gunter, þegar hann mætti fyrir Utanríkismálanefnd öldungadeildarinnar í fyrra, hér á vef öldungadeildarinnar. Þá má lesa yfirlýsingu hans á fundinum hér.
Bandaríkin Utanríkismál Mest lesið Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Innlent Lögregla lýsir eftir vitnum að mannaferðum við Stardal Innlent Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Innlent Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Innlent Leitað að manni með öxi Innlent Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Innlent Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Erlent Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Erlent Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Innlent Fleiri fréttir Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Jákvæð gagnvart nýrri atvinnustefnu Frábær og vel heppnuð Ljósanótt Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Skoða að rifta fríverslunarsamningi við Ísrael Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Fangageymslur fullar eftir erilsama nótt Aðgerðir vegna Gasa, málfrelsi á Íslandi og ný atvinnustefna Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Sjá meira