Næsti þristur áætlar að koma á sunnudag Kristján Már Unnarsson skrifar 24. maí 2019 14:45 Miss Montana heitir þristurinn sem áformað er að lendi í Reykjavík á sunnudag. Mynd/D-Day Squadron. Stríðsþristarnir fimm, sem áðu í Reykjavík í gær á leiðinni til Normandí, eru núna allir flognir á brott áleiðis til Bretlands. Sá fyrsti fór í loftið laust fyrir klukkan átta í morgun en sá síðasti, Virginia Ann, um klukkan hálftvö. Áfangastaðurinn er flugvöllurinn í Duxford norðan London með millilendingu í Prestvík í Skotlandi. Þar með eru alls ellefu Douglas Dakota-flugvélar farnar í gegnum Ísland af þeim fjórtán, sem tilkynnt hefur verið að muni fljúga frá Bandaríkjunum til Evrópu vegna 75 ára afmælis innrásardagsins mikla, D-dagsins þann 6. júní.Flugvélin D-Day Doll var meðal þeirra sem flugu af landi brott í morgun.Stöð 2/KMU.Íslenski þristurinn Páll Sveinsson situr núna einn eftir á flugstæðinu norðan Loftleiðahótelsins. Þar var hann í gærkvöldi í hópi sex þrista sem almenningi gafst kostur á að skoða og gripu margir tækifærið í veðurblíðunni að komast í návígi við þessar sögufrægu flugvélar. Óvissa ríkir um hvenær síðustu þrír þristarnir verða á ferðinni, að sögn Stefáns Smára Kristinssonar hjá flugþjónustunni ACE FBO, sem sinnir þjónustu við vélarnar hérlendis. Hann telur líklegast að þristurinn Miss Montana komi næstur en áætlað er að hann verði í Reykjavík á sunnudag.Fjöldi fólks nýtti sér tækifærið sem gafst á Reykjavíkurflugvelli i gærkvöldi til að skoða forngripina.Stöð 2/KMU.Áhugamenn um þrista geta á meðan dáðst að Páli Sveinssyni sem, eftir vetrardvöl á Flugsafni Íslands á Akureyri, verður áfram í Reykjavík um sinn, að sögn Tómasar Dags Helgasonar, formanns Þristavinafélagsins. Páll Sveinsson mun meðal annars taka þátt í flugdegi, sem áformaður er á Reykjavíkurflugvelli laugardaginn 1. júní. Það er einn af mörgum viðburðum sem búið er að skipuleggja í tilefni 100 ára afmælis flugs á Íslandi á þessu ári. Fréttir af flugi Tengdar fréttir Ein merkasta flugvél sögunnar meðal þristanna í Reykjavík Ein merkasta vél flugsögunnar, flugvélin sem leiddi innrásina í Normandí, er meðal fimm þrista sem komnir eru til Reykjavíkur. Flugstjórinn segir hana þjóðargersemi. 21. maí 2019 22:00 Páll komst loksins á stefnumót í kvöld Íslenskir þristavinir glöddust innilega þegar Páll Sveinsson lenti á Reykjavíkurflugvelli laust upp úr klukkan sjö í kvöld. Fara þarf áratugi aftur í tímann til að finna dæmi um svo marga þrista samtímis á flugvellinum. 23. maí 2019 22:45 Saga sumra þristanna gæti verið atriði úr spennumynd Flug gömlu stríðsvélanna um Reykjavíkurflugvöll gæti náð hápunkti á morgun. Vonast er til að meirihluti þeirra átta þrista, sem enn eru ókomnir, komist til Íslands á morgun. 22. maí 2019 23:00 Flugvél sem flutti Winston Churchill í næstu þristabylgju sem lendir síðdegis Fimm gamlir stríðsþristar eru nú á leið til Íslands frá Grænlandi og búist við að þeir lendi allir í Reykjavík síðdegis. Almenningi býðst að skoða flugvélarnar milli kl. 19 og 21. 23. maí 2019 13:15 Mest lesið Brennur fyrir borgarhönnun og sárnaði að vera kölluð hræsnari Innlent Hafði komið sér fyrir í varðskipinu án leyfis Innlent Verkfall flugumferðarstjóra hafið Innlent „Ég hélt ekki að ég ætti eftir að upplifa svona rosalegt bakslag“ Innlent Nemendur gangi ítrekað í skrokk á kennurum Innlent Samkomulag við Þjóðverja eigi að tryggja varnir og öryggi Íslendinga Innlent Segir vopnahlé enn í gildi á Gasa Erlent 105 ára boccia meistari í vesturbæ Reykjavíkur Innlent Rödd Íslendinga í hinsegin baráttu hafi aldrei verið mikilvægari Innlent Lögregla aðstoðaði við að vísa gestum út af hóteli í 105 Innlent Fleiri fréttir Gaf í skyn gróft kynlíf, gekk í skrokk á konu og dæmdur í fimm ára fangelsi „Ég hélt ekki að ég ætti eftir að upplifa svona rosalegt bakslag“ Hafði komið sér fyrir í varðskipinu án leyfis Brennur fyrir borgarhönnun og sárnaði að vera kölluð hræsnari Verkfall flugumferðarstjóra hafið Samkomulag við Þjóðverja eigi að tryggja varnir og öryggi Íslendinga Rödd Íslendinga í hinsegin baráttu hafi aldrei verið mikilvægari 105 ára boccia meistari í vesturbæ Reykjavíkur Nemendur gangi ítrekað í skrokk á kennurum Nemendur ganga í skrokk á kennurum og kjaradeila enn í hnút Lögregla aðstoðaði við að vísa gestum út af hóteli í 105 Þáttur Trumps gífurlega mikilvægur „Barnið mitt dó á ykkar vakt“ „Málið er fast“ Byggja þarf 5.500 íbúðir á Suðurlandi á næstu 10 árum „Stutt síðan að þeir voru í aðgerðum og ollu þar miklu tjóni“ Verkfallið vonbrigði og grímuklæddir glæpamenn í Louvre Eitt flug á áætlun á verkfallstíma Sprengisandur: Sigurður Ingi hættir, gervigreindarkapphlaup og vaxtamálið Sundabrú minnir á helsta kennileiti Norður-Noregs Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Breytingar á forystu Framsóknar og fjöldamótmæli vestanhafs Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks „Það er óákveðið“ „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Allt bendir til verkfalls Bein útsending: Haustfundur miðstjórnar Framsóknarflokksins Sjá meira
Stríðsþristarnir fimm, sem áðu í Reykjavík í gær á leiðinni til Normandí, eru núna allir flognir á brott áleiðis til Bretlands. Sá fyrsti fór í loftið laust fyrir klukkan átta í morgun en sá síðasti, Virginia Ann, um klukkan hálftvö. Áfangastaðurinn er flugvöllurinn í Duxford norðan London með millilendingu í Prestvík í Skotlandi. Þar með eru alls ellefu Douglas Dakota-flugvélar farnar í gegnum Ísland af þeim fjórtán, sem tilkynnt hefur verið að muni fljúga frá Bandaríkjunum til Evrópu vegna 75 ára afmælis innrásardagsins mikla, D-dagsins þann 6. júní.Flugvélin D-Day Doll var meðal þeirra sem flugu af landi brott í morgun.Stöð 2/KMU.Íslenski þristurinn Páll Sveinsson situr núna einn eftir á flugstæðinu norðan Loftleiðahótelsins. Þar var hann í gærkvöldi í hópi sex þrista sem almenningi gafst kostur á að skoða og gripu margir tækifærið í veðurblíðunni að komast í návígi við þessar sögufrægu flugvélar. Óvissa ríkir um hvenær síðustu þrír þristarnir verða á ferðinni, að sögn Stefáns Smára Kristinssonar hjá flugþjónustunni ACE FBO, sem sinnir þjónustu við vélarnar hérlendis. Hann telur líklegast að þristurinn Miss Montana komi næstur en áætlað er að hann verði í Reykjavík á sunnudag.Fjöldi fólks nýtti sér tækifærið sem gafst á Reykjavíkurflugvelli i gærkvöldi til að skoða forngripina.Stöð 2/KMU.Áhugamenn um þrista geta á meðan dáðst að Páli Sveinssyni sem, eftir vetrardvöl á Flugsafni Íslands á Akureyri, verður áfram í Reykjavík um sinn, að sögn Tómasar Dags Helgasonar, formanns Þristavinafélagsins. Páll Sveinsson mun meðal annars taka þátt í flugdegi, sem áformaður er á Reykjavíkurflugvelli laugardaginn 1. júní. Það er einn af mörgum viðburðum sem búið er að skipuleggja í tilefni 100 ára afmælis flugs á Íslandi á þessu ári.
Fréttir af flugi Tengdar fréttir Ein merkasta flugvél sögunnar meðal þristanna í Reykjavík Ein merkasta vél flugsögunnar, flugvélin sem leiddi innrásina í Normandí, er meðal fimm þrista sem komnir eru til Reykjavíkur. Flugstjórinn segir hana þjóðargersemi. 21. maí 2019 22:00 Páll komst loksins á stefnumót í kvöld Íslenskir þristavinir glöddust innilega þegar Páll Sveinsson lenti á Reykjavíkurflugvelli laust upp úr klukkan sjö í kvöld. Fara þarf áratugi aftur í tímann til að finna dæmi um svo marga þrista samtímis á flugvellinum. 23. maí 2019 22:45 Saga sumra þristanna gæti verið atriði úr spennumynd Flug gömlu stríðsvélanna um Reykjavíkurflugvöll gæti náð hápunkti á morgun. Vonast er til að meirihluti þeirra átta þrista, sem enn eru ókomnir, komist til Íslands á morgun. 22. maí 2019 23:00 Flugvél sem flutti Winston Churchill í næstu þristabylgju sem lendir síðdegis Fimm gamlir stríðsþristar eru nú á leið til Íslands frá Grænlandi og búist við að þeir lendi allir í Reykjavík síðdegis. Almenningi býðst að skoða flugvélarnar milli kl. 19 og 21. 23. maí 2019 13:15 Mest lesið Brennur fyrir borgarhönnun og sárnaði að vera kölluð hræsnari Innlent Hafði komið sér fyrir í varðskipinu án leyfis Innlent Verkfall flugumferðarstjóra hafið Innlent „Ég hélt ekki að ég ætti eftir að upplifa svona rosalegt bakslag“ Innlent Nemendur gangi ítrekað í skrokk á kennurum Innlent Samkomulag við Þjóðverja eigi að tryggja varnir og öryggi Íslendinga Innlent Segir vopnahlé enn í gildi á Gasa Erlent 105 ára boccia meistari í vesturbæ Reykjavíkur Innlent Rödd Íslendinga í hinsegin baráttu hafi aldrei verið mikilvægari Innlent Lögregla aðstoðaði við að vísa gestum út af hóteli í 105 Innlent Fleiri fréttir Gaf í skyn gróft kynlíf, gekk í skrokk á konu og dæmdur í fimm ára fangelsi „Ég hélt ekki að ég ætti eftir að upplifa svona rosalegt bakslag“ Hafði komið sér fyrir í varðskipinu án leyfis Brennur fyrir borgarhönnun og sárnaði að vera kölluð hræsnari Verkfall flugumferðarstjóra hafið Samkomulag við Þjóðverja eigi að tryggja varnir og öryggi Íslendinga Rödd Íslendinga í hinsegin baráttu hafi aldrei verið mikilvægari 105 ára boccia meistari í vesturbæ Reykjavíkur Nemendur gangi ítrekað í skrokk á kennurum Nemendur ganga í skrokk á kennurum og kjaradeila enn í hnút Lögregla aðstoðaði við að vísa gestum út af hóteli í 105 Þáttur Trumps gífurlega mikilvægur „Barnið mitt dó á ykkar vakt“ „Málið er fast“ Byggja þarf 5.500 íbúðir á Suðurlandi á næstu 10 árum „Stutt síðan að þeir voru í aðgerðum og ollu þar miklu tjóni“ Verkfallið vonbrigði og grímuklæddir glæpamenn í Louvre Eitt flug á áætlun á verkfallstíma Sprengisandur: Sigurður Ingi hættir, gervigreindarkapphlaup og vaxtamálið Sundabrú minnir á helsta kennileiti Norður-Noregs Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Breytingar á forystu Framsóknar og fjöldamótmæli vestanhafs Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks „Það er óákveðið“ „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Allt bendir til verkfalls Bein útsending: Haustfundur miðstjórnar Framsóknarflokksins Sjá meira
Ein merkasta flugvél sögunnar meðal þristanna í Reykjavík Ein merkasta vél flugsögunnar, flugvélin sem leiddi innrásina í Normandí, er meðal fimm þrista sem komnir eru til Reykjavíkur. Flugstjórinn segir hana þjóðargersemi. 21. maí 2019 22:00
Páll komst loksins á stefnumót í kvöld Íslenskir þristavinir glöddust innilega þegar Páll Sveinsson lenti á Reykjavíkurflugvelli laust upp úr klukkan sjö í kvöld. Fara þarf áratugi aftur í tímann til að finna dæmi um svo marga þrista samtímis á flugvellinum. 23. maí 2019 22:45
Saga sumra þristanna gæti verið atriði úr spennumynd Flug gömlu stríðsvélanna um Reykjavíkurflugvöll gæti náð hápunkti á morgun. Vonast er til að meirihluti þeirra átta þrista, sem enn eru ókomnir, komist til Íslands á morgun. 22. maí 2019 23:00
Flugvél sem flutti Winston Churchill í næstu þristabylgju sem lendir síðdegis Fimm gamlir stríðsþristar eru nú á leið til Íslands frá Grænlandi og búist við að þeir lendi allir í Reykjavík síðdegis. Almenningi býðst að skoða flugvélarnar milli kl. 19 og 21. 23. maí 2019 13:15