Mamma, ertu að dópa mig? Jóna Kristín Gunnarsdóttir skrifar 24. maí 2019 15:12 Það er árið 2019 og ef ég lít um öxl, ekki lengra en til ársins 2010 þegar ég fór fyrst að vinna með börnum með ADHD, verð ég verulega stolt. Alltaf fleiri og fleiri segjast vera með ADHD án þess að skammast sín og halda að það sé eitthvað sem komi til með að eyðileggja líf þeirra. Í dag verða foreldrar og börn fegin þegar greining liggur fyrir og komin skýring á afhverju hlutirnir virka ekki eins hjá þeim og öðrum. Foreldrarnir eru ekki lélegir uppalendur, krakkarnir ekki siðblind eða óþokkar og fullorðið fólk fær loksins skýringar á erfiðleikum sem hafa truflað þau svo lengi sem þau muna.Loksins skilningur Árið 2019 er sem sagt kominn almennur skilningur á ADHD, skólakerfið þekkir einkennin og reynir statt og stöðugt að koma til móts við nemendur, ekki bara með ADHD heldur margar aðrar raskanir. Því er sorglegt að nokkuð reglulega þurfa þeir sem eru með ADHD að lesa um að við séum að setja met í notkun örvandi lyfja og framsetningin að mínu mati illa ígrunduð, oft á tíðum með sláandi fyrirsögn sem virkar neikvæð og setur þá sem ekki misnota lyfin í varnarstöðu. Foreldrar fá jafnvel á tilfinningu að þeir séu að dópa börnin sín og eldri einstaklingar velta fyrir sér hvort þau séu að dópa sjálf. Þar með elur þetta því miður líka stundum á skömm. Skömm sem við höfum hægt og bítandi reynt að koma burt.Umræða um lyf á villigötum Að vera með ADHD er ekki tabú lengur og við þurfum að passa uppá að lyfjagjöf við ADHD sé ekki tabú. Ttil þess þurfum við líka jákvæðar fyrirsagnir og jákvæðar sögur af þeim sem taka lyfin sín rétt, eru fyrir vikið sterkari, pluma sig og svo framvegis. „Mamma er ég á örvandi lyfjum?“ … „eru þau eiturlyf?“... „það er mjög vont að við tökum lyfin það stóð í blaðinu“ … og áfram gæti ég lengi haldið með setningar sem foreldrar og börn hafa sagt við mig eftir að slíkar greinar birtast.Lyf við ADHD eru lífsbjörg Það er frábært að við séum vakandi fyrir misnotkun en það er ekki frábært að alltof margir af þeim sem þurfa þessi lyf og eru á engan hátt að misnota þau skuli finna fyrir skömm, verða óákveðin eða jafnvel hætta notkun þessara lyfja vegna þess að við einblínum of mikið á það neikvæða þegar við ræðum um ADHD og lyf. Mín tillaga er að næstu fyrirsagnir væru t.d.: „Líf mitt gjörbreyttist þegar ég fékk lyfin.“ „þegar ég tek lyfin er ekki lengur partí í heilanum á mér“ „Ég hefði sko farið í fýlu núna en af því ég tek lyfin þá veit ég að þú ert að hjálpa mér“ „Mamma þú ert núna alltaf eins góð og þegar ég er veikur“Eineltinu linni Trúið mér, það er sko hægt að bæta lengi við og kominn tími til að fjölmiðlar og starfsmenn Embættis landlæknis muni eftir jákvæðu þáttum og afleiðingum þessara lyfja. Geri sér í leiðinni vonandi grein fyrir að margir, hvort heldur með ADHD eða ekki, lesa fyrirsögnina og jafnvel ekkert meira. Það er kominn timi til að eineltinu linni.Höfundur er kennari og móðir með ADHD. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Börn og uppeldi Jóna Kristín Gunnarsdóttir Mest lesið Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir Skoðun Hálfrar aldar svívirða Stefán Pálsson Skoðun Óvenjulegt fólk Helgi Brynjarsson Skoðun Við erum búin að missa tökin Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Hver greiðir fyrir breytingarnar? Svanfríður G. Bergvinsdóttir Skoðun Stöndum vörð um Héraðsvötnin! Rakel Hinriksdóttir Skoðun Hrekkjavaka á Landakoti Kristófer Ingi Svavarsson Skoðun Rýr húsnæðispakki Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Dauðsföll í Gaza-stríðinu og Mogginn Egill Þórir Einarsson skrifar Skoðun Eyðum óvissunni Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Opinberi geirinn og stjórnunarráðgjafar: ástarsaga Adeel Akmal skrifar Skoðun Ættbálkahegðun á stafrænu formi Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kirkjurnar standa en stoðirnar eru sveltar Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar Skoðun Stytta þarf veiðitíma svartfugla strax Hólmfríður Arnardóttir,Helga Ögmundardóttir skrifar Skoðun Hver greiðir fyrir breytingarnar? Svanfríður G. Bergvinsdóttir skrifar Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um Héraðsvötnin! Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Við erum búin að missa tökin Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir skrifar Skoðun Stöðug uppbygging orkuinnviða Adrian Pike,Bjarni Þórður Bjarnason,Tómas Már Sigurðsson skrifar Skoðun Rýr húsnæðispakki Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hrekkjavaka á Landakoti Kristófer Ingi Svavarsson skrifar Skoðun Óvenjulegt fólk Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Hálfrar aldar svívirða Stefán Pálsson skrifar Skoðun $€tjum í$lensku á (mat) $€ðilinn! Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Minna tal, meiri uppbygging Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Ný nálgun – sama markmið: Heimili fyrir fólkið í borginni Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Geymt en ekki gleymt Ástþór Ólafsson skrifar Skoðun Tækni og ungmenni: Hvar liggur ábyrgðin og hvað getum við gert? Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir skrifar Skoðun „Lánin hækka – framtíðin minnkar“ Sveinn Óskar Sigurðsson skrifar Skoðun Hey Pawels í harðindunum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Land rutt fyrir þúsundir íbúða í Úlfarsárdal Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Dýrmæt þjóðfélagsgerð Eva Björk Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Hver er þessi Davíð Oddsson? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson skrifar Sjá meira
Það er árið 2019 og ef ég lít um öxl, ekki lengra en til ársins 2010 þegar ég fór fyrst að vinna með börnum með ADHD, verð ég verulega stolt. Alltaf fleiri og fleiri segjast vera með ADHD án þess að skammast sín og halda að það sé eitthvað sem komi til með að eyðileggja líf þeirra. Í dag verða foreldrar og börn fegin þegar greining liggur fyrir og komin skýring á afhverju hlutirnir virka ekki eins hjá þeim og öðrum. Foreldrarnir eru ekki lélegir uppalendur, krakkarnir ekki siðblind eða óþokkar og fullorðið fólk fær loksins skýringar á erfiðleikum sem hafa truflað þau svo lengi sem þau muna.Loksins skilningur Árið 2019 er sem sagt kominn almennur skilningur á ADHD, skólakerfið þekkir einkennin og reynir statt og stöðugt að koma til móts við nemendur, ekki bara með ADHD heldur margar aðrar raskanir. Því er sorglegt að nokkuð reglulega þurfa þeir sem eru með ADHD að lesa um að við séum að setja met í notkun örvandi lyfja og framsetningin að mínu mati illa ígrunduð, oft á tíðum með sláandi fyrirsögn sem virkar neikvæð og setur þá sem ekki misnota lyfin í varnarstöðu. Foreldrar fá jafnvel á tilfinningu að þeir séu að dópa börnin sín og eldri einstaklingar velta fyrir sér hvort þau séu að dópa sjálf. Þar með elur þetta því miður líka stundum á skömm. Skömm sem við höfum hægt og bítandi reynt að koma burt.Umræða um lyf á villigötum Að vera með ADHD er ekki tabú lengur og við þurfum að passa uppá að lyfjagjöf við ADHD sé ekki tabú. Ttil þess þurfum við líka jákvæðar fyrirsagnir og jákvæðar sögur af þeim sem taka lyfin sín rétt, eru fyrir vikið sterkari, pluma sig og svo framvegis. „Mamma er ég á örvandi lyfjum?“ … „eru þau eiturlyf?“... „það er mjög vont að við tökum lyfin það stóð í blaðinu“ … og áfram gæti ég lengi haldið með setningar sem foreldrar og börn hafa sagt við mig eftir að slíkar greinar birtast.Lyf við ADHD eru lífsbjörg Það er frábært að við séum vakandi fyrir misnotkun en það er ekki frábært að alltof margir af þeim sem þurfa þessi lyf og eru á engan hátt að misnota þau skuli finna fyrir skömm, verða óákveðin eða jafnvel hætta notkun þessara lyfja vegna þess að við einblínum of mikið á það neikvæða þegar við ræðum um ADHD og lyf. Mín tillaga er að næstu fyrirsagnir væru t.d.: „Líf mitt gjörbreyttist þegar ég fékk lyfin.“ „þegar ég tek lyfin er ekki lengur partí í heilanum á mér“ „Ég hefði sko farið í fýlu núna en af því ég tek lyfin þá veit ég að þú ert að hjálpa mér“ „Mamma þú ert núna alltaf eins góð og þegar ég er veikur“Eineltinu linni Trúið mér, það er sko hægt að bæta lengi við og kominn tími til að fjölmiðlar og starfsmenn Embættis landlæknis muni eftir jákvæðu þáttum og afleiðingum þessara lyfja. Geri sér í leiðinni vonandi grein fyrir að margir, hvort heldur með ADHD eða ekki, lesa fyrirsögnina og jafnvel ekkert meira. Það er kominn timi til að eineltinu linni.Höfundur er kennari og móðir með ADHD.
Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir Skoðun
Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson Skoðun
Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar
Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar
Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir skrifar
Skoðun Stöðug uppbygging orkuinnviða Adrian Pike,Bjarni Þórður Bjarnason,Tómas Már Sigurðsson skrifar
Skoðun Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar
Skoðun Tækni og ungmenni: Hvar liggur ábyrgðin og hvað getum við gert? Stefán Þorri Helgason skrifar
Skoðun Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson skrifar
Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir Skoðun
Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson Skoðun
Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir Skoðun