Stefnir á gullverðlaun í Texas Kristinn Páll Teitsson skrifar 25. maí 2019 08:00 Hilmar Örn keppti á HM í frjálsum íþróttum árið 2017. Vísir/Getty Hilmar Örn Jónsson stóð uppi sem sigurvegari í Austurdeildinni í sleggjukasti á dögunum. Hann fer því fullur sjálfstrausts í lokamót ársins þar sem fremstu frjálsíþróttakappar í háskólum Bandaríkjanna mætast. Hilmar Örn er á lokaári sínu í University of Virginia og varði svæðismeistaratitil sinn þriðja árið í röð. Er hann sá fyrsti sem nær að vinna ACC-svæðismeistaratitilinn í sleggjukasti fjögur ár í röð. Keppnina í Austurdeildinni vann Hilmar Örn með kasti upp á 72,17 metra. Fyrir tæpum mánuði bætti hann ellefu ára gamalt Íslandsmet Bergs Inga Péturssonar með því að kasta sleggjunni 75,26 metra. „Þetta eru búnar að vera mjög góðar vikur,“ sagði Hilmar Örn þegar Fréttablaðið sló á þráðinn til hans í Virginíu í gær. Hilmar er á lokaári sínu í háskólanum og lagði því allt í að komast eins langt og hægt væri áður en hann yfirgefur skólann. „Ég lagði upp með að leggja allt til hliðar sem myndi trufla mig í að bæta mig, ég hef bara einbeitt mér að því að kasta og lyfta þess á milli. Þetta er lokaárið mitt og ég reyndi því að einbeita mér að því sem ég gæti gert og breytt til að taka framförum.“ Hilmar fer fullur sjálfstrausts til Austin í Texas þar sem lokamótið fer fram. „Ég var með næstlengsta kastið í mótinu á landsvísu um helgina. Það voru tvö mót um helgina. Ég kom inn í þriðja sætinu í Austurdeildinni en kastaði lengst. Það lofar góðu upp á framhaldið.“ Hilmar lenti í ellefta sæti í fyrra en sagðist aðspurður stefna á efsta sætið í ár. „Markmiðið er að ná í gullið en maður þarf að byrja á byrjuninni, æfa og kasta vel.“ Aðspurður segist Hilmar vera farinn að gera ráðstafanir vegna hitans sem verður í Texas á keppnisdegi. „Það er orðið mjög heitt hérna í Virginia og við æfum í Flórída fyrir mót þannig að ég ætti að vera búinn að venjast hitanum ágætlega. Svo eru það bara þessi smáatriði, að finna góðan hatt og handklæði,“ sagði Hilmar léttur að lokum. Birtist í Fréttablaðinu Frjálsar íþróttir Mest lesið Fjögur lið sýnt LeBron áhuga Körfubolti NFL goðsögn féll frá um helgina Sport Chelsea pakkaði PSG saman Fótbolti Leikmannasamtökin fengu ekki að mæta á fund um velferð leikmanna Fótbolti Liverpool heiðraði minningu Jota og vann sigur Enski boltinn Heimir: „Svo höfum við skitið í deigið“ Fótbolti Þorsteinn Roy fyrstur í mark annað árið í röð Sport Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni Íslenski boltinn Marcus Rashford neitar tilboði frá Sádí-Arabíu Sport Sævar Atli skoraði er Brann vann toppslaginn Fótbolti Fleiri fréttir Fjögur lið sýnt LeBron áhuga NFL goðsögn féll frá um helgina Leikmannasamtökin fengu ekki að mæta á fund um velferð leikmanna Chelsea pakkaði PSG saman Heimir: „Svo höfum við skitið í deigið“ Liverpool heiðraði minningu Jota og vann sigur Sævar Atli skoraði er Brann vann toppslaginn Sinner fagnaði sigri á Wimbledon Leik lokið: England - Wales 6-1 | England flaug áfram Leik lokið: Frakkland - Holland 5-2 | Frakkar áfram með fullt hús Björn Daníel: Vonandi fæ ég tvo Múmínbolla Marcus Rashford neitar tilboði frá Sádí-Arabíu Fertugur Cazorla er hvergi nærri hættur Uppgjör: FH - KA 5-0 | FH pakkaði KA saman Endurkoman í þriðja leikhluta ekki nóg fyrir Ísland á U20 EuroBasket Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Lið Arons Einars fær liðsstyrk úr ensku úrvalsdeildinni Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Grealish líkast til á förum en elskar samt City „meira en allt“ Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Fjarvera Gyökeres gera félagaskiptin hans „flóknari“ Messi slær enn eitt metið Það verða tónleikar í hálfleik á úrslitum HM félagsliða HM félagsliða „farsælasta keppni í heimi“ samkvæmt Infantino Dagskráin í dag: KA fer í Hafnarfjörðinn og golfið heldur áfram Enginn sá tölvupóstinn frá UEFA Konate gæti farið frítt frá Liverpool Elías Már skrifar undir hjá kínversku liði Hákon skoraði tvö í vináttuleik Sjá meira
Hilmar Örn Jónsson stóð uppi sem sigurvegari í Austurdeildinni í sleggjukasti á dögunum. Hann fer því fullur sjálfstrausts í lokamót ársins þar sem fremstu frjálsíþróttakappar í háskólum Bandaríkjanna mætast. Hilmar Örn er á lokaári sínu í University of Virginia og varði svæðismeistaratitil sinn þriðja árið í röð. Er hann sá fyrsti sem nær að vinna ACC-svæðismeistaratitilinn í sleggjukasti fjögur ár í röð. Keppnina í Austurdeildinni vann Hilmar Örn með kasti upp á 72,17 metra. Fyrir tæpum mánuði bætti hann ellefu ára gamalt Íslandsmet Bergs Inga Péturssonar með því að kasta sleggjunni 75,26 metra. „Þetta eru búnar að vera mjög góðar vikur,“ sagði Hilmar Örn þegar Fréttablaðið sló á þráðinn til hans í Virginíu í gær. Hilmar er á lokaári sínu í háskólanum og lagði því allt í að komast eins langt og hægt væri áður en hann yfirgefur skólann. „Ég lagði upp með að leggja allt til hliðar sem myndi trufla mig í að bæta mig, ég hef bara einbeitt mér að því að kasta og lyfta þess á milli. Þetta er lokaárið mitt og ég reyndi því að einbeita mér að því sem ég gæti gert og breytt til að taka framförum.“ Hilmar fer fullur sjálfstrausts til Austin í Texas þar sem lokamótið fer fram. „Ég var með næstlengsta kastið í mótinu á landsvísu um helgina. Það voru tvö mót um helgina. Ég kom inn í þriðja sætinu í Austurdeildinni en kastaði lengst. Það lofar góðu upp á framhaldið.“ Hilmar lenti í ellefta sæti í fyrra en sagðist aðspurður stefna á efsta sætið í ár. „Markmiðið er að ná í gullið en maður þarf að byrja á byrjuninni, æfa og kasta vel.“ Aðspurður segist Hilmar vera farinn að gera ráðstafanir vegna hitans sem verður í Texas á keppnisdegi. „Það er orðið mjög heitt hérna í Virginia og við æfum í Flórída fyrir mót þannig að ég ætti að vera búinn að venjast hitanum ágætlega. Svo eru það bara þessi smáatriði, að finna góðan hatt og handklæði,“ sagði Hilmar léttur að lokum.
Birtist í Fréttablaðinu Frjálsar íþróttir Mest lesið Fjögur lið sýnt LeBron áhuga Körfubolti NFL goðsögn féll frá um helgina Sport Chelsea pakkaði PSG saman Fótbolti Leikmannasamtökin fengu ekki að mæta á fund um velferð leikmanna Fótbolti Liverpool heiðraði minningu Jota og vann sigur Enski boltinn Heimir: „Svo höfum við skitið í deigið“ Fótbolti Þorsteinn Roy fyrstur í mark annað árið í röð Sport Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni Íslenski boltinn Marcus Rashford neitar tilboði frá Sádí-Arabíu Sport Sævar Atli skoraði er Brann vann toppslaginn Fótbolti Fleiri fréttir Fjögur lið sýnt LeBron áhuga NFL goðsögn féll frá um helgina Leikmannasamtökin fengu ekki að mæta á fund um velferð leikmanna Chelsea pakkaði PSG saman Heimir: „Svo höfum við skitið í deigið“ Liverpool heiðraði minningu Jota og vann sigur Sævar Atli skoraði er Brann vann toppslaginn Sinner fagnaði sigri á Wimbledon Leik lokið: England - Wales 6-1 | England flaug áfram Leik lokið: Frakkland - Holland 5-2 | Frakkar áfram með fullt hús Björn Daníel: Vonandi fæ ég tvo Múmínbolla Marcus Rashford neitar tilboði frá Sádí-Arabíu Fertugur Cazorla er hvergi nærri hættur Uppgjör: FH - KA 5-0 | FH pakkaði KA saman Endurkoman í þriðja leikhluta ekki nóg fyrir Ísland á U20 EuroBasket Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Lið Arons Einars fær liðsstyrk úr ensku úrvalsdeildinni Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Grealish líkast til á förum en elskar samt City „meira en allt“ Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Fjarvera Gyökeres gera félagaskiptin hans „flóknari“ Messi slær enn eitt metið Það verða tónleikar í hálfleik á úrslitum HM félagsliða HM félagsliða „farsælasta keppni í heimi“ samkvæmt Infantino Dagskráin í dag: KA fer í Hafnarfjörðinn og golfið heldur áfram Enginn sá tölvupóstinn frá UEFA Konate gæti farið frítt frá Liverpool Elías Már skrifar undir hjá kínversku liði Hákon skoraði tvö í vináttuleik Sjá meira