Stefnir á gullverðlaun í Texas Kristinn Páll Teitsson skrifar 25. maí 2019 08:00 Hilmar Örn keppti á HM í frjálsum íþróttum árið 2017. Vísir/Getty Hilmar Örn Jónsson stóð uppi sem sigurvegari í Austurdeildinni í sleggjukasti á dögunum. Hann fer því fullur sjálfstrausts í lokamót ársins þar sem fremstu frjálsíþróttakappar í háskólum Bandaríkjanna mætast. Hilmar Örn er á lokaári sínu í University of Virginia og varði svæðismeistaratitil sinn þriðja árið í röð. Er hann sá fyrsti sem nær að vinna ACC-svæðismeistaratitilinn í sleggjukasti fjögur ár í röð. Keppnina í Austurdeildinni vann Hilmar Örn með kasti upp á 72,17 metra. Fyrir tæpum mánuði bætti hann ellefu ára gamalt Íslandsmet Bergs Inga Péturssonar með því að kasta sleggjunni 75,26 metra. „Þetta eru búnar að vera mjög góðar vikur,“ sagði Hilmar Örn þegar Fréttablaðið sló á þráðinn til hans í Virginíu í gær. Hilmar er á lokaári sínu í háskólanum og lagði því allt í að komast eins langt og hægt væri áður en hann yfirgefur skólann. „Ég lagði upp með að leggja allt til hliðar sem myndi trufla mig í að bæta mig, ég hef bara einbeitt mér að því að kasta og lyfta þess á milli. Þetta er lokaárið mitt og ég reyndi því að einbeita mér að því sem ég gæti gert og breytt til að taka framförum.“ Hilmar fer fullur sjálfstrausts til Austin í Texas þar sem lokamótið fer fram. „Ég var með næstlengsta kastið í mótinu á landsvísu um helgina. Það voru tvö mót um helgina. Ég kom inn í þriðja sætinu í Austurdeildinni en kastaði lengst. Það lofar góðu upp á framhaldið.“ Hilmar lenti í ellefta sæti í fyrra en sagðist aðspurður stefna á efsta sætið í ár. „Markmiðið er að ná í gullið en maður þarf að byrja á byrjuninni, æfa og kasta vel.“ Aðspurður segist Hilmar vera farinn að gera ráðstafanir vegna hitans sem verður í Texas á keppnisdegi. „Það er orðið mjög heitt hérna í Virginia og við æfum í Flórída fyrir mót þannig að ég ætti að vera búinn að venjast hitanum ágætlega. Svo eru það bara þessi smáatriði, að finna góðan hatt og handklæði,“ sagði Hilmar léttur að lokum. Birtist í Fréttablaðinu Frjálsar íþróttir Mest lesið Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Handbolti Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Enski boltinn Hafþór hrósar læknum „Steraleikanna“ og segist treysta þeim alveg Sport Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Enski boltinn Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Handbolti „Hlutir sem ég hefði ekki getað gert ef ég væri að spila“ Körfubolti Utan vallar: Betra er frensí en fálæti Handbolti Szoboszlai skoraði stórglæsilegt mark en var sakaður um vanvirðingu Enski boltinn Ömurleg endalok fyrir Aaron Rodgers Sport „Það sem hefur orðið okkur að falli á síðustu mótum“ Handbolti Fleiri fréttir „Hann er góð skytta en ekkert sérstakur hornamaður“ Segja að Real Madrid vilji fá Jürgen Klopp „Hlutir sem ég hefði ekki getað gert ef ég væri að spila“ Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Utan vallar: Betra er frensí en fálæti Sænskur Ólympíufari vill nú keppa fyrir Finnland Hafþór hrósar læknum „Steraleikanna“ og segist treysta þeim alveg Ömurleg endalok fyrir Aaron Rodgers „Það sem hefur orðið okkur að falli á síðustu mótum“ Szoboszlai skoraði stórglæsilegt mark en var sakaður um vanvirðingu Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Dagskráin í dag: Bónus deildin og undanúrslit á Englandi Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Litla liðið í París sló út stórveldi PSG Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Hetjuþristur er Keflavík sló út ríkjandi bikarmeistara Vals í spennutrylli KR ekki í teljandi vandræðum með að tryggja sig í undanúrslit Velur Tottenham fram yfir Aston Villa Mikael Egill spilaði nær allan leikinn í sterkum sigri Liðsfélagi Ronaldo missti stjórn á skapi sínu og sló andstæðing Mætir spútnikliðinu: Íslendingar í pottinum er dregið var í enska bikarnum Davíð Kristján keyptur til Grikklands Myndi ekki neita ef Carrick byði honum í sitt teymi Segir að Brasilía þurfi á Neymar að halda Alonso látinn fara frá Real Madrid Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Búast við því að Carrick verði kynntur hjá United innan tíðar Katarar vilja halda fyrsta HM félagsliða hjá konunum Sjá meira
Hilmar Örn Jónsson stóð uppi sem sigurvegari í Austurdeildinni í sleggjukasti á dögunum. Hann fer því fullur sjálfstrausts í lokamót ársins þar sem fremstu frjálsíþróttakappar í háskólum Bandaríkjanna mætast. Hilmar Örn er á lokaári sínu í University of Virginia og varði svæðismeistaratitil sinn þriðja árið í röð. Er hann sá fyrsti sem nær að vinna ACC-svæðismeistaratitilinn í sleggjukasti fjögur ár í röð. Keppnina í Austurdeildinni vann Hilmar Örn með kasti upp á 72,17 metra. Fyrir tæpum mánuði bætti hann ellefu ára gamalt Íslandsmet Bergs Inga Péturssonar með því að kasta sleggjunni 75,26 metra. „Þetta eru búnar að vera mjög góðar vikur,“ sagði Hilmar Örn þegar Fréttablaðið sló á þráðinn til hans í Virginíu í gær. Hilmar er á lokaári sínu í háskólanum og lagði því allt í að komast eins langt og hægt væri áður en hann yfirgefur skólann. „Ég lagði upp með að leggja allt til hliðar sem myndi trufla mig í að bæta mig, ég hef bara einbeitt mér að því að kasta og lyfta þess á milli. Þetta er lokaárið mitt og ég reyndi því að einbeita mér að því sem ég gæti gert og breytt til að taka framförum.“ Hilmar fer fullur sjálfstrausts til Austin í Texas þar sem lokamótið fer fram. „Ég var með næstlengsta kastið í mótinu á landsvísu um helgina. Það voru tvö mót um helgina. Ég kom inn í þriðja sætinu í Austurdeildinni en kastaði lengst. Það lofar góðu upp á framhaldið.“ Hilmar lenti í ellefta sæti í fyrra en sagðist aðspurður stefna á efsta sætið í ár. „Markmiðið er að ná í gullið en maður þarf að byrja á byrjuninni, æfa og kasta vel.“ Aðspurður segist Hilmar vera farinn að gera ráðstafanir vegna hitans sem verður í Texas á keppnisdegi. „Það er orðið mjög heitt hérna í Virginia og við æfum í Flórída fyrir mót þannig að ég ætti að vera búinn að venjast hitanum ágætlega. Svo eru það bara þessi smáatriði, að finna góðan hatt og handklæði,“ sagði Hilmar léttur að lokum.
Birtist í Fréttablaðinu Frjálsar íþróttir Mest lesið Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Handbolti Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Enski boltinn Hafþór hrósar læknum „Steraleikanna“ og segist treysta þeim alveg Sport Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Enski boltinn Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Handbolti „Hlutir sem ég hefði ekki getað gert ef ég væri að spila“ Körfubolti Utan vallar: Betra er frensí en fálæti Handbolti Szoboszlai skoraði stórglæsilegt mark en var sakaður um vanvirðingu Enski boltinn Ömurleg endalok fyrir Aaron Rodgers Sport „Það sem hefur orðið okkur að falli á síðustu mótum“ Handbolti Fleiri fréttir „Hann er góð skytta en ekkert sérstakur hornamaður“ Segja að Real Madrid vilji fá Jürgen Klopp „Hlutir sem ég hefði ekki getað gert ef ég væri að spila“ Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Utan vallar: Betra er frensí en fálæti Sænskur Ólympíufari vill nú keppa fyrir Finnland Hafþór hrósar læknum „Steraleikanna“ og segist treysta þeim alveg Ömurleg endalok fyrir Aaron Rodgers „Það sem hefur orðið okkur að falli á síðustu mótum“ Szoboszlai skoraði stórglæsilegt mark en var sakaður um vanvirðingu Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Dagskráin í dag: Bónus deildin og undanúrslit á Englandi Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Litla liðið í París sló út stórveldi PSG Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Hetjuþristur er Keflavík sló út ríkjandi bikarmeistara Vals í spennutrylli KR ekki í teljandi vandræðum með að tryggja sig í undanúrslit Velur Tottenham fram yfir Aston Villa Mikael Egill spilaði nær allan leikinn í sterkum sigri Liðsfélagi Ronaldo missti stjórn á skapi sínu og sló andstæðing Mætir spútnikliðinu: Íslendingar í pottinum er dregið var í enska bikarnum Davíð Kristján keyptur til Grikklands Myndi ekki neita ef Carrick byði honum í sitt teymi Segir að Brasilía þurfi á Neymar að halda Alonso látinn fara frá Real Madrid Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Búast við því að Carrick verði kynntur hjá United innan tíðar Katarar vilja halda fyrsta HM félagsliða hjá konunum Sjá meira