Ríkið viðurkennir fyrir ESA að Fríhöfnin sé einokunarverslun Þorsteinn Friðrik Halldórsson skrifar 25. maí 2019 07:15 Frá Fríhöfninni á Keflavíkurflugvelli. Vísir/Andri Marinó Samkeppni Íslensk stjórnvöld hafa fallist á rök ESA, eftirlitsstofnunar EFTA, um að Fríhöfnin sé ríkiseinkasala og þurfi þar af leiðandi að innleiða nýtt verklag til að tryggja að vörum og heildsölum verði ekki mismunað. Þá þarf að tryggja jafnræði í auglýsingum og kynningum á áfengistegundum. Þetta kemur fram í bréfi sem fjármála- og efnahagsráðuneytið sendi ESA þar sem greint er frá því að stjórnvöld hafi endurskoðað afstöðu sína til málsins og fallist nú á málflutning eftirlitsstofnunarinnar. Bréfið var sent um miðjan apríl, aðeins um einum og hálfum mánuði eftir að ráðuneytið sendi annað bréf þar sem rökum ESA var andmælt. Forsagan er sú að ESA barst kvörtun árið 2016 frá íslenskum áfengisinnflytjanda sem sagði að Fríhöfnin hefði ekki tekið upp neinar hlutlægar eða gegnsæjar reglur um innkaup. Reglurnar virtust handahófskenndar og þar af leiðandi hefði fyrirtækið ekki getað komið vörum sínum í hillur Fríhafnarinnar. Niðurstaða ESA var sú að sala áfengis í verslunum Fríhafnarinnar bryti í bága við EES-samninginn, nánar tiltekið 16. grein samningsins. Í raun væri ríkiseinokun í Fríhöfninni og hefði ekki tekið upp gegnsæjar reglur sem tryggðu að engum heildsölum væri mismunað í tengslum við innkaup og vöruúrval. Þá bendir ESA á að aðeins ákveðnar vörur séu auglýstar á vefsíðu Fríhafnarinnar. Svo virðist sem Fríhöfninni beri ekki skylda, samkvæmt núverandi fyrirkomulagi, til að tryggja að auglýsingar séu óháðar upprunalandi vörunnar og að nýjar vörur séu kynntar neytendum. Það er jafnframt brot á 16. grein samningsins að mati ESA. Rök ESA voru að Fríhöfnin væri í fullri eigu ríkisins í gegnum Isavia og hefði einkasölurétt á áfengi í flugstöðinni á Keflavíkurflugvelli. Auk þess gerði einkasölurétturinn henni kleift að hafa veruleg áhrif á innflutning á áfengi frá öðrum löndum á EES-svæðinu til Íslands. Bent var á að hlutdeild Fríhafnarinnar í áfengissölu á Íslandi væri 14 prósent. „Breytingarnar munu hafa þau áhrif að settar verða reglur um vöruval og innkaup Fríhafnarinnar á áfengi sem taka mið af eftirspurn kaupenda en eiga jafnframt að tryggja framleiðendum og birgjum möguleika á að koma vörum í sölu í tollfrjálsri verslun. Þetta er gert til að tryggja gagnsæi og jafnræði aðila sem vilja koma vörum í sölu í Fríhöfninni. Vinna við gerð reglnanna er á byrjunarstigi. Í júní fundar ráðuneytið með ESA þar sem farið verður yfir fyrstu drög að reglunum,“ segir í svari fjármála- og efnahagsráðuneytisins við fyrirspurn Fréttablaðsins. Birtist í Fréttablaðinu Keflavíkurflugvöllur Neytendur Samkeppnismál Mest lesið Eldsneytisverð lækkar um tæplega hundrað krónur á nýju ári Neytendur Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Viðskipti innlent Ekkert verður úr TikTok-banni með nýjum samningi Viðskipti erlent Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Viðskipti innlent Lengja opnun, gleðja starfsfólk og spara peninga Neytendur Hæstu stýrivextir í þrjátíu ár Viðskipti erlent Breyta nafni Ölgerðarinnar Viðskipti innlent Messenger-forritið heyrir sögunni til Viðskipti erlent Gréta María óvænt hætt hjá Prís Viðskipti innlent Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sif nýr framkvæmdastjóri Aton Hvað græði ég á að leggja aukalega inn á lánið? Edda Rós til Hagstofunnar Fjármálaráðuneytið: „Ekki tapa peningum“ 15 ára afmæli kynjakvóta: „Langt frá því að vera fyrirmyndarríkið sem við teljum okkur vera“ Tinna nýr framkvæmdastjóri upplýsingatæknisviðs hjá Innnes „Enginn í Lottu er á mannsæmandi launum“ Tekur við þjálfun kokkalandsliðsins Brú Talent kaupir Geko Consulting Halli hins opinbera minnkaði um 39 milljarða Spá aukinni verðbólgu um jólin Sjá meira
Samkeppni Íslensk stjórnvöld hafa fallist á rök ESA, eftirlitsstofnunar EFTA, um að Fríhöfnin sé ríkiseinkasala og þurfi þar af leiðandi að innleiða nýtt verklag til að tryggja að vörum og heildsölum verði ekki mismunað. Þá þarf að tryggja jafnræði í auglýsingum og kynningum á áfengistegundum. Þetta kemur fram í bréfi sem fjármála- og efnahagsráðuneytið sendi ESA þar sem greint er frá því að stjórnvöld hafi endurskoðað afstöðu sína til málsins og fallist nú á málflutning eftirlitsstofnunarinnar. Bréfið var sent um miðjan apríl, aðeins um einum og hálfum mánuði eftir að ráðuneytið sendi annað bréf þar sem rökum ESA var andmælt. Forsagan er sú að ESA barst kvörtun árið 2016 frá íslenskum áfengisinnflytjanda sem sagði að Fríhöfnin hefði ekki tekið upp neinar hlutlægar eða gegnsæjar reglur um innkaup. Reglurnar virtust handahófskenndar og þar af leiðandi hefði fyrirtækið ekki getað komið vörum sínum í hillur Fríhafnarinnar. Niðurstaða ESA var sú að sala áfengis í verslunum Fríhafnarinnar bryti í bága við EES-samninginn, nánar tiltekið 16. grein samningsins. Í raun væri ríkiseinokun í Fríhöfninni og hefði ekki tekið upp gegnsæjar reglur sem tryggðu að engum heildsölum væri mismunað í tengslum við innkaup og vöruúrval. Þá bendir ESA á að aðeins ákveðnar vörur séu auglýstar á vefsíðu Fríhafnarinnar. Svo virðist sem Fríhöfninni beri ekki skylda, samkvæmt núverandi fyrirkomulagi, til að tryggja að auglýsingar séu óháðar upprunalandi vörunnar og að nýjar vörur séu kynntar neytendum. Það er jafnframt brot á 16. grein samningsins að mati ESA. Rök ESA voru að Fríhöfnin væri í fullri eigu ríkisins í gegnum Isavia og hefði einkasölurétt á áfengi í flugstöðinni á Keflavíkurflugvelli. Auk þess gerði einkasölurétturinn henni kleift að hafa veruleg áhrif á innflutning á áfengi frá öðrum löndum á EES-svæðinu til Íslands. Bent var á að hlutdeild Fríhafnarinnar í áfengissölu á Íslandi væri 14 prósent. „Breytingarnar munu hafa þau áhrif að settar verða reglur um vöruval og innkaup Fríhafnarinnar á áfengi sem taka mið af eftirspurn kaupenda en eiga jafnframt að tryggja framleiðendum og birgjum möguleika á að koma vörum í sölu í tollfrjálsri verslun. Þetta er gert til að tryggja gagnsæi og jafnræði aðila sem vilja koma vörum í sölu í Fríhöfninni. Vinna við gerð reglnanna er á byrjunarstigi. Í júní fundar ráðuneytið með ESA þar sem farið verður yfir fyrstu drög að reglunum,“ segir í svari fjármála- og efnahagsráðuneytisins við fyrirspurn Fréttablaðsins.
Birtist í Fréttablaðinu Keflavíkurflugvöllur Neytendur Samkeppnismál Mest lesið Eldsneytisverð lækkar um tæplega hundrað krónur á nýju ári Neytendur Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Viðskipti innlent Ekkert verður úr TikTok-banni með nýjum samningi Viðskipti erlent Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Viðskipti innlent Lengja opnun, gleðja starfsfólk og spara peninga Neytendur Hæstu stýrivextir í þrjátíu ár Viðskipti erlent Breyta nafni Ölgerðarinnar Viðskipti innlent Messenger-forritið heyrir sögunni til Viðskipti erlent Gréta María óvænt hætt hjá Prís Viðskipti innlent Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sif nýr framkvæmdastjóri Aton Hvað græði ég á að leggja aukalega inn á lánið? Edda Rós til Hagstofunnar Fjármálaráðuneytið: „Ekki tapa peningum“ 15 ára afmæli kynjakvóta: „Langt frá því að vera fyrirmyndarríkið sem við teljum okkur vera“ Tinna nýr framkvæmdastjóri upplýsingatæknisviðs hjá Innnes „Enginn í Lottu er á mannsæmandi launum“ Tekur við þjálfun kokkalandsliðsins Brú Talent kaupir Geko Consulting Halli hins opinbera minnkaði um 39 milljarða Spá aukinni verðbólgu um jólin Sjá meira