Saka forseta Alþingis um að reyna að þreyta þá til uppgjafar Heimir Már Pétursson og Kjartan Kjartansson skrifa 25. maí 2019 09:34 Bergþór Ólason sagði þingforseta reyna að þreyta Miðflokkinn til uppgjafar. Vísir/Vilhelm Málþóf þingmanna Miðflokksins vegna þriðja orkupakkans stóð enn yfir klukkan hálf tíu í morgun en þingfundur hefur staðið yfir frá klukkan 15:30 í gær með einu hléi. Bergþór Ólason, þingmaður flokksins, sakaði forseta þingsins um að reyna að þreyta miðflokksmenn til uppgjafar með fundarstjórn sinni skömmu fyrir klukkan þrjú í nótt. Þingmenn Miðflokksins hafa staðið einir að málþófi um þriðja orkupakkann svonefnda á Alþingi undanfarna daga og hafa þingfundir staðið yfir langt fram á nótt og morgun. Þingfundur hófst klukkan hálf fjögur í gær og hefur staðið yfir síðan fyrir utan hlé sem gert var frá 19:22 til 20:16. Nær enginn annar en þingmenn flokksins hafa tekið til máls á þeim tíma. Þeir hafa skipst á að koma í pontu og talað. Umræðan um orkupakkann hefur nú staðið yfir í um níutíu klukkustundir í heildina, þar af hafa miðflokksmenn talað um málið í áttatíu klukkustundir. Það er einsdæmi að einn flokkur í stjórnarandstöðu haldi uppi málþófi í svo langan tíma en fyrir liggur að allir flokkar á Alþingi nema Miðflokkur og Flokkur fólksins styðja innleiðinguna. Þingmenn Miðflokksins endurtaka meira og minna sömu ræðurnar og koma upp í andsvör við hvern annan en klukkan korter í þrjú í nótt lýsti Bergþór Ólason skyndilega yfir áhyggjum sínum af áhrifum röð langra næturfunda á starfsmenn Alþingis. Hann vorkenndi þingmönnum minna þar sem þeir veldu sér að vera í þingsal. „Ég sé ekki ástæðu til þess að almennir starfsmenn Alþingis séu settir í þá stöðu að þurfa að vera hér dag og nætur til þess, að því er virðist, að forseti fái úr því skorið hvort hann geti með einhverjum hætti þreytt þingmenn Miðflokksins til uppgjafar,“ sagði Bergþór undir liðnum fundarstjórn forseta.Kolbeinn sagði miðflokksmönnum að skammast sín.Fréttablaðið/EyþórÍ þeirra eigin höndum Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, sakaði þingforsetann jafnframt um að „fela umræðuna“ með því að láta hana fram um nætur og morgna. „Við miðflokksmenn þreytumst ekki á að tala um þetta mál sem varða slíka grundvallarhagsmuni þjóðarinnar enda hefur umræðan reynst okkur vel við að átta okkur betur á stöðu mála,“ sagði Sigmundur Davíð. Undir þessu gat Kolbeinn Óttarsson Proppé, þingmaður Vinstri grænna, ekki setið. Sagði hann að miðflokksmenn ættu að skammast sín fyrir að draga starfsmenn Alþingis sem hefðu þurft að hlaupa á eftir duttlungum þeirra inn í umræðuna. „Það er fullkomlega í höndum háttvirtra þingmanna Miðflokksins að hleypa starfsfólki heim. Það er í þeirra eigin höndum,“ sagði hann.Uppfært 10:30 Þingfundi var slitið klukkan rúmlega tíu. Hann hafði þá staðið yfir í um nítján klukkustundir. Alþingi Miðflokkurinn Þriðji orkupakkinn Tengdar fréttir Segir hljóðið farið að þyngjast í öðrum þingmönnum "Það er farið að þyngjast hljóðið í öðrum þingmönnum sem bíða hér eftir að komast í að ræða þau mál sem eru fyrir aftan á dagskránni. Það eru ýmsir orðnir órólegir með að það verði of stuttur tími til að ræða þau mál, sem verðskulda umræðu eins og þetta mál,“ segir Steingrímur J. Sigfússon, forseti Alþingis, um stöðuna á Alþingi. 25. maí 2019 07:15 Mest lesið Heimferðin frá Tenerife algjör martröð Innlent Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Innlent „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Innlent Slapp með skrekkinn við myndatöku í Reynisfjöru Innlent Annar starfsmaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins hættir Innlent Eldur logar á Siglufirði Innlent „Ég er ekki sammála þessari umræðu og þessari nálgun“ Innlent Ian Watkins myrtur af samföngum Erlent Andrés við Epstein árið 2011: „Við erum saman í þessu“ Erlent Hrakfarir á heimleið frá Tene: „Ferðumst innanlands á næstunni og engar jólagjafir í ár“ Innlent Fleiri fréttir Slagorð í anda erlendra flokka sem setja þjóðernishyggju á oddinn Hrakfarir á heimleið frá Tene: „Ferðumst innanlands á næstunni og engar jólagjafir í ár“ Eldur logar á Siglufirði Bréfin björguðu lífi hans í rússneska fangelsinu „Enn einn hundur dáinn“ og kallað eftir úrbótum hjá borginni Bókaþjófur herjar á íslenska rithöfunda á ný Martraðarkennd reynsla í fangelsi hjóm í samanburði við þjáningu Palestínumanna Magga Stína segir sögu sína í kvöldfréttum Fannst sofandi í gámi og var vísað í burtu Annar starfsmaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins hættir Myndu ekki vilja stýra sveitarfélagi sem þvingað væri til sameiningar Blaðamaður DV ekki brotlegur í umfjöllun um hæfi lögreglustjórans í Eyjum Heimferðin frá Tenerife algjör martröð Enn vesen í Vesturbæjarlaug Búið að birta umhverfismatsskýrslu fyrir Sundabraut Fámennir hópar sagðir geta skuldbundið sveitarfélög með frumvarpi ráðherra „Ég er ekki sammála þessari umræðu og þessari nálgun“ Styttist í stóra ákvörðun vegna Sundabrautar Slapp með skrekkinn við myndatöku í Reynisfjöru Gíslunum sleppt á Gasa og hin umdeilda Sundabraut Breyta eftirliti með hraða í Fáskrúðsfjarðargöngum Algengast að fólk láni eða fái lánuð verkja- og róandi lyf Skjálfti upp á 4,0 í Bárðarbungu „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Flugnördar heims kveðja fegurstu flugvél Íslands Þakklátur og væntir góðs árangurs í kosningum í vor 430 sunnlenskir grunnskólakennarar funduðu á Flúðum Flóðgáttir þurfi að opnast í Gasa Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Nýr varaformaður, bílalestir á Gasa og síðasta flugferðin Sjá meira
Málþóf þingmanna Miðflokksins vegna þriðja orkupakkans stóð enn yfir klukkan hálf tíu í morgun en þingfundur hefur staðið yfir frá klukkan 15:30 í gær með einu hléi. Bergþór Ólason, þingmaður flokksins, sakaði forseta þingsins um að reyna að þreyta miðflokksmenn til uppgjafar með fundarstjórn sinni skömmu fyrir klukkan þrjú í nótt. Þingmenn Miðflokksins hafa staðið einir að málþófi um þriðja orkupakkann svonefnda á Alþingi undanfarna daga og hafa þingfundir staðið yfir langt fram á nótt og morgun. Þingfundur hófst klukkan hálf fjögur í gær og hefur staðið yfir síðan fyrir utan hlé sem gert var frá 19:22 til 20:16. Nær enginn annar en þingmenn flokksins hafa tekið til máls á þeim tíma. Þeir hafa skipst á að koma í pontu og talað. Umræðan um orkupakkann hefur nú staðið yfir í um níutíu klukkustundir í heildina, þar af hafa miðflokksmenn talað um málið í áttatíu klukkustundir. Það er einsdæmi að einn flokkur í stjórnarandstöðu haldi uppi málþófi í svo langan tíma en fyrir liggur að allir flokkar á Alþingi nema Miðflokkur og Flokkur fólksins styðja innleiðinguna. Þingmenn Miðflokksins endurtaka meira og minna sömu ræðurnar og koma upp í andsvör við hvern annan en klukkan korter í þrjú í nótt lýsti Bergþór Ólason skyndilega yfir áhyggjum sínum af áhrifum röð langra næturfunda á starfsmenn Alþingis. Hann vorkenndi þingmönnum minna þar sem þeir veldu sér að vera í þingsal. „Ég sé ekki ástæðu til þess að almennir starfsmenn Alþingis séu settir í þá stöðu að þurfa að vera hér dag og nætur til þess, að því er virðist, að forseti fái úr því skorið hvort hann geti með einhverjum hætti þreytt þingmenn Miðflokksins til uppgjafar,“ sagði Bergþór undir liðnum fundarstjórn forseta.Kolbeinn sagði miðflokksmönnum að skammast sín.Fréttablaðið/EyþórÍ þeirra eigin höndum Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, sakaði þingforsetann jafnframt um að „fela umræðuna“ með því að láta hana fram um nætur og morgna. „Við miðflokksmenn þreytumst ekki á að tala um þetta mál sem varða slíka grundvallarhagsmuni þjóðarinnar enda hefur umræðan reynst okkur vel við að átta okkur betur á stöðu mála,“ sagði Sigmundur Davíð. Undir þessu gat Kolbeinn Óttarsson Proppé, þingmaður Vinstri grænna, ekki setið. Sagði hann að miðflokksmenn ættu að skammast sín fyrir að draga starfsmenn Alþingis sem hefðu þurft að hlaupa á eftir duttlungum þeirra inn í umræðuna. „Það er fullkomlega í höndum háttvirtra þingmanna Miðflokksins að hleypa starfsfólki heim. Það er í þeirra eigin höndum,“ sagði hann.Uppfært 10:30 Þingfundi var slitið klukkan rúmlega tíu. Hann hafði þá staðið yfir í um nítján klukkustundir.
Alþingi Miðflokkurinn Þriðji orkupakkinn Tengdar fréttir Segir hljóðið farið að þyngjast í öðrum þingmönnum "Það er farið að þyngjast hljóðið í öðrum þingmönnum sem bíða hér eftir að komast í að ræða þau mál sem eru fyrir aftan á dagskránni. Það eru ýmsir orðnir órólegir með að það verði of stuttur tími til að ræða þau mál, sem verðskulda umræðu eins og þetta mál,“ segir Steingrímur J. Sigfússon, forseti Alþingis, um stöðuna á Alþingi. 25. maí 2019 07:15 Mest lesið Heimferðin frá Tenerife algjör martröð Innlent Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Innlent „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Innlent Slapp með skrekkinn við myndatöku í Reynisfjöru Innlent Annar starfsmaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins hættir Innlent Eldur logar á Siglufirði Innlent „Ég er ekki sammála þessari umræðu og þessari nálgun“ Innlent Ian Watkins myrtur af samföngum Erlent Andrés við Epstein árið 2011: „Við erum saman í þessu“ Erlent Hrakfarir á heimleið frá Tene: „Ferðumst innanlands á næstunni og engar jólagjafir í ár“ Innlent Fleiri fréttir Slagorð í anda erlendra flokka sem setja þjóðernishyggju á oddinn Hrakfarir á heimleið frá Tene: „Ferðumst innanlands á næstunni og engar jólagjafir í ár“ Eldur logar á Siglufirði Bréfin björguðu lífi hans í rússneska fangelsinu „Enn einn hundur dáinn“ og kallað eftir úrbótum hjá borginni Bókaþjófur herjar á íslenska rithöfunda á ný Martraðarkennd reynsla í fangelsi hjóm í samanburði við þjáningu Palestínumanna Magga Stína segir sögu sína í kvöldfréttum Fannst sofandi í gámi og var vísað í burtu Annar starfsmaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins hættir Myndu ekki vilja stýra sveitarfélagi sem þvingað væri til sameiningar Blaðamaður DV ekki brotlegur í umfjöllun um hæfi lögreglustjórans í Eyjum Heimferðin frá Tenerife algjör martröð Enn vesen í Vesturbæjarlaug Búið að birta umhverfismatsskýrslu fyrir Sundabraut Fámennir hópar sagðir geta skuldbundið sveitarfélög með frumvarpi ráðherra „Ég er ekki sammála þessari umræðu og þessari nálgun“ Styttist í stóra ákvörðun vegna Sundabrautar Slapp með skrekkinn við myndatöku í Reynisfjöru Gíslunum sleppt á Gasa og hin umdeilda Sundabraut Breyta eftirliti með hraða í Fáskrúðsfjarðargöngum Algengast að fólk láni eða fái lánuð verkja- og róandi lyf Skjálfti upp á 4,0 í Bárðarbungu „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Flugnördar heims kveðja fegurstu flugvél Íslands Þakklátur og væntir góðs árangurs í kosningum í vor 430 sunnlenskir grunnskólakennarar funduðu á Flúðum Flóðgáttir þurfi að opnast í Gasa Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Nýr varaformaður, bílalestir á Gasa og síðasta flugferðin Sjá meira
Segir hljóðið farið að þyngjast í öðrum þingmönnum "Það er farið að þyngjast hljóðið í öðrum þingmönnum sem bíða hér eftir að komast í að ræða þau mál sem eru fyrir aftan á dagskránni. Það eru ýmsir orðnir órólegir með að það verði of stuttur tími til að ræða þau mál, sem verðskulda umræðu eins og þetta mál,“ segir Steingrímur J. Sigfússon, forseti Alþingis, um stöðuna á Alþingi. 25. maí 2019 07:15